Morgunblaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 19
MORGU'NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1973 19 Þjóðin öll einhuga í bjargráðunum Ávarp forsætisráðherra Það er áreiðanlega ekki of- maelt, að öll þjóðin sé harmi og skeMingu lostin vegna hinna óskaplegu náttúruhamfara í Vestmannaeyjum síðastliðna nótt. Mun sá válegi atburður ein- stæður í íslandssögunni allt frá því byggð hófst í landinu. Ein- hver blómlegust byggð hérlend- is, verstöðin mikla Vestmanna- eyjar, hefur um sinn að kalla lagzt í eyði sakir eldgoss á Heimaey, fólk flest flutt burt úr átthögum sínum á einu dægri. Að vísu hafa góð héruð lagzt í eyði áður hér á landi, en aldrei með slíku fjölmenni. Hér eiga Vestmannaeyingar auðvitað um sárast að binda. En öll þjóðin finnur til með þeim. Er víst að hér hefur verið snert ur hjartastrengur hvers einasta Islendings. Hér er óneitanlega um að ræða stórkostlegt áfall þjóðarinnar alirar. Vestmanna- eyjar hafa verið stærsta og öfl- ugasta verstöð landsins. Þar mun t.d. árið 1971 hafa verið landað 17% af öllum þeim afla, sem var landað innanlands. Þar mun nú hafa verið gert ráð fyr- ir aðstöðu til að taka á móti 25—30% af væntanlegum loðnu- afla, sem svo miklar vonir hafa verið bundnar við. Það þarf ekki að fjölyrða um það, hverjum stoð um er kippt undan efnahags- grundvelli þjóðarbúsins, ef Vest mannaeyjar og atvinnulíf þar leggst í auðn. Er vandséð nú, með hverjum ráðum úr yrði bætt. Til þess aðeins að gera sér i hugarlund, hve hér er um stór- vægilegan atburð að ræða, má t.d. nefna það, að flutningur 5 þúsund Vestmannaeyinga til meg inlandsins mundi samsvara því að 5 milljónir Bandarikjamanna þyrfti að flytja til með hliðstæð- um hætti. Það er mikil gifta, að svo vel skyldi takast til um mannbjörg sem raun varð á. Þar var afrek unnið. Allir þeir aðilar, sem þar hafa átt hlut að máli eiga þakk- ir skilið. Ég held, að óhætt sé að segja, að þar hafi verið val- inn maður i hverju rúmi og að enginn hafi legið á liði sínu. Ég þakka þeim öllum af heilum huga. Það á ekki hvað sízt við um Almannavarnaráð. Ég hedd, að atburðirnir síðastliðna nótt hafi fært mönnum heim sanninn um nauðsyn þess. Sér- stakar þakkir færi ég Vest- mannaeyingum fyrir æðru- leysi þeirra. Við vonum auðvitað öll, að þessum skelfilegu náttúruham- förum linni sem fyrst og að þær eyðileggi hvorki byggðina né höfnina í Vestmannaeyjum. Um ' það getur þó enginn fullyrt á Ólafur Jóhannesson þessu stigi. En hvað sem um það er, þá er ljóst að gera verður allar ráðstafanir, sem unnt er, til að tryggja stöðu Vest- mannaeyinga og bæta þeim tjón þeirra. Það er skylda samfélags- ins. Þjóðin öll verður að jafna þessu tjóni á sig. Hér er um sam eiginlegan vanda þjóðarinnar að ræða. Hér verður að koma til. ai ger samábyrgð þjóðfélagsins alls. Er eigi annað sýnt, en að þjóðarheildin verði að leggja fram verulega fjármuni í þessu skyni. Ég efast eigi um, að all- ir íslendingar verða fúsir til að ' leggj a fram sinn skerf. Þeir hafa sýnt slíkan hug þeg- ar minna hefur legið við. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að þannig verði staðið að þessu máli. Ég er sannfærður um, að um það viðhorf verður ekki ágreiningur á milli ríkisstjórnar og þeirra flokka sem ekki eiga aðild að ríkisstjórn. Ríkisstjórnin hefur rætt þessi mál á fundum sínum í dag. Hún hefur þegar samþykkt eftirfarandi ráðstafanir: 1. Að fela Almannavarnaráði að hafa áfram stjórn á björg- unarstarfi og gæzlu í Vest- mannaeyjum í samráði og sam vinnu við bæjarstjórn. 2. Að fela ráðuneytisstjórunum í félagsmálaráðuneyt'i, heil- briigðisráðuneyti og fjármála- ráðuneyti í samráði við full- trúa frá Rauða krossi að gera ráðstafanir til að sjá um það fólk, sem reynist verða vegalaust. 3. Að hvert ráðuneyti taki til sérstakrar athugunar málefna þætti þá, sem undir það heyr ir. 4. Að skipa 5 manna nefnd til að rannsaka hverjar afleiðing ar þessir atburðir geta haft fyrir efnahagslega afkomu þjóðarbúsins og hver úrræði eru helzt fyrir hendi til að draga úr þeim afleiðingum. Þetta eru að sjálfsögðu fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar, sem hún hefur talið rétt að láta koma fram nú þegar, en hún mun halda áfram að fjalla nánar um málið í náinni samvinnu við bæj arstjórn Vestmannaeyja. Ég ef- ast ekki um, að í þeim bjargráð- um, sem hér þurfa til að koma, verði öll þjóðin einhuga, og hefi þegar rætt þetta við formenn þeirra flokka, sem ekki eiga að- ild að ríkisstjórn. Ég vi'l leyfa mér að þakka þær kveðjur og framboðna að- stoð, sem borizt hefur frá öðr- um þjóðum. Við metum mikils þann góða hug, sem í þeim felst. Ég skal svo ekki hafa þessi orð fleiri, enda er sannleikurinn sá, að maður er enn eins og hálf lamaður eftir þessi válegu tíð- indi og á varla orð til að lýsa tilfinningum sínum. En það veit ég, að nú eiga Islendingar þá ósk heitasta, að á ný blómg- ist og dafni byggð i Vestmanna- evium. „Vér eigum athvarf sem bregzt ekki“ Ávarp biskupsins yfir íslandi, herra Sigurbjörns Einars- sonar, í hljóðvarpi í gærkvöldi „ó GUÐ vors lands, vér lofum þitt heilaga nafn.“ Þetta er sá strengur, sem ómar dýpst í þjóðarbarmi á hiwuim mestu stundum. Svo skyldi einnig vera nú, þegar vér höfum lifað einn hinn hr kaiegasta atburð, sem orð- ið hefur í sögu lancLsins, án þess að tjón hafi orðið á lífi eða limum nokkurs manns. Það hefur margur háski steðjað að þessari þjóð uim aldirnar, en varla hefiur í ann- an tima jafnmikill voði vof- að yfir jafnmörgum á sama andartaki eins og sl. nótt, þegar eídvarpið opnaðist í Heigafeilli í Vestmannaeyj-um. Og allir hafa bjargazt. Þar hjálpaðist margt að, stöðv- ar goss'.ns, veður og aðrar að- stæður, einstök viðbrögð og gipta þeirra manna, sem stýrðu þessu risavaxna björgunarstarfi eða lögðu því lið, og stiM'ng og æðruleysd þess mannfjölda, sem koma þurfti undan hættunni. Að sjálifsögðu veit enginn nú, hvað ger st frekar af vöid um þeirra afla, sem losnað hafa úr læðingi á þessum stað. En hvernig sem gosinu vindur fram, getur ekkert skygigt á þá Guðs mildi og miskunn, sem vér höfium reynt og lifað nú. Og í því Ijósi og með það i huga horf- um vér öruggir fram, ráðnir i þvi allir landsmenn, að standa einhuga og drengilega við hlð Vestmannaeyinga í þeirri miklu mannraun, sem þeir eiga að mæta. Eilifum Guði sé æra, var viðkVæði sr. Jóns Steingrímssonar, þegar hann rifjaði upp ógnir Skaft- árelda og öll þau merki um gæzku Guðs, sem hantn þreif- Sigurbjörn Einarsson aði á í þe'm skelfingum. Ég veit að Vestmannaeyingar geta tekið undir með honum. Vér megum muna það, að manneskjan er smá, líf og lán er valt og veikt. En hitt er sýnu meiri og brýnni stað- reynd, að vér eigum athvarf, sem bregzt ekki. „Guð er minn Guð þó geysi nauð og gangi þannig yfir.“ Eilífur Guð styrki og blessi þá, sem heimtir voru úr helju. Eilif- ur Guð hal'di hiíifiskildi yfir oss öllurn til lífs og sálar. Hann segir í orð'i sínu: Þótt fjöilin færist úr stað og háls- arnir riði, skal mín miskunn- semi við þig ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáli ekki raskast. Þetta verði oss öllum satt í Jesú niafni. FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Almennir stjórnmálafundir á Austurlandi Sverrir Hermannsson alþingismaður boðar til almennra stjóm- málafunda á REYÐARFIRÐI 27. janúar næstkomandi klukkan 4 eftir hádegi í Félagslundi. Raeðumenn: Ólafur G. Einarsson alþingismaður, Pétur Sigurðs- son alþingismaður og Sverrir Hermannsson alþingismaður. Á ESKIFIRÐI 28. janúar klukkan 4 eftir hádegi í Valhöll. Ræðumenn: Ólafur G. Einarsson alþingismaður, Pétur Sigurðs- son alþingismaður og Sverrir Hermannsson alþingismaður. AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags Reyðarfjarðar verður haldinn föstudaginn 26. janúar næstkomandi klukkan 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Sverrir Hermannsson alþlngismaður mætir á fundinum. BLAÐBURÐARFOLK: Sími 16801. VESTURBÆR Tjarnargata frá 39 - Kvisthagi. AUSTURBÆR Hátún - Miðtún - Laugavegur 1-33 - Mið- bær - Laugaveg 101-171 - Þingholts- stræti - Háahlíð. ÚTHVERFI Kambsvegur - Sæviðarsund - Hjallavegur - Gnoðarvog- ur frá 48-88 - Rauðilækur frá 31-74. SAUÐARKRÓKUR Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar hjá umboðsmanni og af- greiðslustjóra Mbl., sími 10100. YTRI-NJARÐVÍK Blaðburðarfólk óskast strax. Afgr. Morgunblaðsins Ytri-Njarðvík. Sími 2698. KEFLAVÍK Blaðbera vantar í Suðurbæinn. Sími 1113 og 1164.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.