Morgunblaðið - 18.09.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.09.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDaGUR 18. SEPTEMBER 1973 Útgefandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfuiltrúi Fréttastjóri Augiýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 360,00 kr. I lausasölu hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson, Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuðí innanlands. 22,00 kr. eintakið. Josep Luns, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbanda- lagsins, kom hingað til lands um helgina og gerði ríkis- stjórninni í gær grein fyrir afstöðu Atlantshafsbanda- lagsins til varnarstöðvarinn- ar á Keflavíkurflugvellí. Heimsókn framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalags- ins hingað til lands er okk- ur íslendingum fagnaðarefni. Það er á almanna vitorði, að hann hefur verið sterkur bandamaður í þeirri viðleitni að fá brezku ríkisstjórnina til þess að hverfa á braut með flota hennar hátignar af fiskimiðunum í kringum landið. Hefur Luns lagt mik- ið starf af mörkum til þess að leiða brezku ríkisstjórn- inni fyrir sjónir, að skilyrðis- laust brotthvarf flotans af fiskimiðunum sé alger for- senda þess, að von sé til samninga. Þessa afstöðu Luns og Atlantshafsbandalagsins þökkum við íslendingar um leið og við gerum okkur grein fyrir þvi, að bandalag- ið hefur ekkert vald til þess að fyrirskipa Bretum eitt eða annað í þessu sambandi. En stuðningur Luns og flestra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins er okkur engu að síður mikill styrkur. Heimsókn Josep Luns hingað til lands gefur einnig tilefni til að vekja athygli á því, að ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar er þessa dagana að leika sér að eldi í sam- bandi við öryggis- og utan- ríkismál íslenzku þjóðarinn- ar. Með fullum rökum má segja, að meðferð vinstri stjómarinnar á utanríkismál- um einkennist af algerri æv- intýramennsku. Ábyrgðar- laus vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar í sambandi við varnarmálin hafa áður verið rakin hér í Morgunblaðinu. Þrátt fyrir það, að engin alvöru könnun hafi farið fram af íslenzkri hálfu á stöðu varnarstöðvarinnar, óskaði ríkisstjórnin í sumar endurskoðunar á varnarsamn ingnum skv. 7. gr. Það þýðir, að 6 mánuðum eftir að sú ósk er sett fram, getur hún sagt varnarsamningnum upp og verður varnarliðið þá að hverfa úr landi að 12 mánuð- um liðnum. Þessi 6 mánaða frestur verður liðinn í des- ember n.k. og er þá örlaga- stundin í öryggismálum ís- lendinga runnin upp. í kjöl- far óskar um endurskoðun hefði mátt ætla, að þegar í stað hæfust viðræður við Bandaríkjamenn, en sú varð ekki raunin. í raun og veru hafa slíkar viðræður ekki hafizt enn, þótt tveir full- trúar utanríkisráðherra hafi verið vestan hafs á dögun- um. Þessi vinnubrögð í varnar- málunum eru fordæmanleg og hafa að sjálfsögðu vakið ugg í brjóstum fólks og ekki hefur það dregið úr þeim ugg, hvernig Ólafur Jóhann- esson, forsætisráðherra, hef- ur hagað sér að undanförnu í sambandi við aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. Nú liggur fyrir ríkisstjórn Is- lands tillaga frá Ólafi Jóhann essyni, sem þýðir, verði hún samþykkt, að fordæmi At- lantshafsbandalagið ekki njósnaflug Breta hér við land og fyrirskipi Bretum að stöðva það, rnuni ríkis- stjórnin taka aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu til endurskoðunar. Ólafur Jó- hannesson á að vita, að At- lantshafsbandalagið hefur ekkert vald til þess að gefa ríkisstjórn Bretlands slík fyr- irmæli. Þess vegna er ljóst, að samþykkt á tillögu for- sætisráðherra mundi í raun þýða, að ríkisstjómin væri skuldbundin til að taka aðild íslands að bandalaginu til endurskoðunar vegna fram- ferðis Breta í landhelgismál- inu, jafnvel þótt forsætisráð- herra hafi sjálfur lýst þvl yfir, að úrsögn úr bandalag- inu mundi ekkert hjálpa til vegna landhelgismálsins. Það er því ekki of sagt, að alger ævintýramennska í ut- anríkismálum ræður nú ríkj- um í ríkisstjóm íslands, og að framsóknarmenn eru að láta kommúnista teyma sig stig af stigi út í algert öng- þveiti. Fjöregg íslenzku þjóð- arinnar er haft að leikfangi í þeirri bjálfalegu pólitík, sem rekin er af sundurþykkn og ósamstæðri ríkisstjórn. Morgunblaðið spyr: Er ekki tími til kominn, að skynsam- ir menn í öllum lýðræðis- flokkunum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Alþýðu- flokki og Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna, taki höndum sarnam og stöðvi þessa ævintýramennsku í ut- anríkismálum þjóðarinnar? I þessum efnum hvílir mikil ábyrgð á herðum lýðræðis- sinna, en þó er ábyrgð þeirra manna í Framsóknarflokkn- um mest, sem jafnan hafa stutt þá utaniríkisstefnu, sem ísland hefur fylgt. Það eru forystumenn þeirra eigin flokks, sem nú fara villir vegar. Ekkert er LíkLegra til að hafa áhrif á afstöðu þeirra en öfiug mótmæli innan Framsóknarflokksins gegn þessari ævintýrapólitík. ÆVINTÝRAMENNSKA í UTANRÍKISMÁLUM Dregið verður úr völdum hins nýja konungs Svíþjóðar SVÍÞJÓÐ f«er í dag nýjan þjóðhöfðingja, Karl XVI. Gústaf, sem tekur við kon- ungstign af afa sínum heitn- um, Gústaf VI. Adolf. Hinn nýi konungur fæddist á Val- borgarmessu, 30. apríl 1946. Svíar höfðu beðið lengi eftir erfðaprinsi, því frá þvi að Margrét prtnsessa fæddist 1934, höfðu krónprinsinn, Gústaf Adolf og ko.na hans Sibylla, prinsessa átt þrjár dætur, en karlar ganga fyrir um rétt til ríkiserfða í Sví- þjóð. Erfðaprinsiwn, sem skýrð- ur var Karl Gústaf Folke Hu- bertus var niu mánaða gamall þegar faðir hans fórst í bil- slysi Við Kastrup í Kaup- mannahöfn, en móðir hans lézt í fyrra. Kari Gústaf var opinberlega lýstur krónprins Svíþjóðar 1950. Hann lauk stúdentsprófi í Sigtuna 1966 og stundaði nám við Uppsalaháskóla í tvo vet- ur 1968—70 i þjóðfélagsfræð- um, stjórnmálavisindum og sögu en hann lauk engum próf um. Mestan hluta framhalds- náms síns hefur Karl fengið í gegnum hermennsku, en hann hefur starfað í iandher, flota og fiugher Svía. Hann gegndi 1 fyrsta sinn konungsstörfum, vegna veik- inda afa síns, við afhendingu Nóbelsverðlaunanna í fyrra. Þegar Karl Gústaf tekur við munu völd hans vera þau sömu og afi hans hafði. En í haust mun sænska þingið, Rikisdagurinn afgreiða endan lega breytingar á stjórnar- skrá landsins, sem hafa í för með sér verulega skerðingu á valdi konungs. Af öllu að dæma, verður hinn ungi kon- ungur aðeins tákn ríkisins, eftir 1. janúar 1975. Þau völd, sem konungi eru nú falin munu ganga í hend- ur annarra, fyrst og fremst ríkis'stjómarinnar, enda verð- ur hann f jarverandl þegar rík isstjómin mun taka ákvarðan ir sinar. Konungi verður að- eins tilkynnt um málefni rík- isins af forsætisráðherranum eða þá á ríkisráðsfundum, sem ekki þarf að haida oftar en ársfjórðungslega. Þá hættir konungur að hafa nokkru hlutverki að gegna við myndanir nýrra rik isstjórna, heldur mu.n foseti þingsins fela einstaka mönn- um stjómarmyndanir. Konungur mun áfram setja þing, en hásætisræðunni verð ur sleppt en i staðiun kemur S'tefnuyfirlýsing ríkisstjómar- innar. Þá íer táknræn yfir- stjóm konungs á herjum Svía yfir til rikisstjórnarinn- ar. Hin nýja stjórnarskrá var lengi í vinnslu, fyrst í nefnd- um ríkisstjórnarinnar og síð- an tóku þingflokkarnir nokk- ur ár til að fjalla um málið. Skjalið ber þess vott að lýð- veldissimnar hafi komið ná- lægt gerð þess og haft á hana mikil áhrif. T.d. er oirðið „konung“ aðeins að finna á einum stað í hinum nýju lög- um. í öllum öðrum atvikum er orðið ,,þjóðhöfðingi“ notað. Þá er reynt að leggja stein í .götu áframhalds konungs- dæmisins, með því að setja inn ákvæði um ój'afnrétti kynja til rikiserfða, þannig að karlmenn einir geta orðið þjóðhöfðingjar, en borgara- flokkarnir hafa ekki viljað fall ast á þetta ákvæði. Þá er á- kvæðinu um að þimgið veiji formlega nýjan koriumg, þeg- ar annar deyr, hreiniega sleppt án þess að anmað á- kvæði komi í staðinn. Gefur þetta þinginu tækifæri til þess að koma á lýðveldi án nokk- uns fyrirvara. Karl XVI. Gústaf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.