Morgunblaðið - 18.09.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1973 velvakandi Velvakandi svarar í sirna 1010C frá mánudegi til föstudags kl. 14—13. 0 Brot um daginn og veginn Árný Filippusdóttir, skrifar: „Daglega eru menn að skrifa, en oft gleyma lesendur að lofa og þakka það, sem berst til þeirra, en veldur þeim þó g’ieði. Við sofum svo mörg á verð- inum, og sjáum illa hvað í'yrir a.ugun ber. Við kunnum ekki heldur að njóta lífsins, en kvört um þess i stað yfir alls koriar leiðindum, oftast yfir okkar eiig im sjóndepru og fákunná'ttu i störfum. Nú heíur Kassagerð Reykja víkur gefið út dagatal með myndum frá Vestmannaeyjum. Eldgosið er sýnt þar í fögrum litbrigðum. Þar hefur smekk- vísi og listrænt auga þess, sem tekið hefur myndirnar gert þær ógleymanlegar. Þökk sé þeim, sem lagt hafa hönd á þetta daga tal og hafa dreift því til að skreyta vistarverur manna og gleðja huga allra, er á horfa. Mikið var að þakka, þegar hið mikla gos varð í Vestmanna eyjum. Þau undur og erfiðleik hafa verið til umræðu daglega. Sumir hafa þó "verið fulir af vanþakklæti og tortryggni — en sem betur fer voru þó ótal margir, sem með réttlætiskennd og hógværð báðu um hjálp Guðs og leituðu kyrrðar og frið ar þegar í nauðir rak. Það var eins og ævinlega bezta lausnin —sú eina er dugar. Ekki get ég látið hjá líða að koma hér að stöku, er Vestmannaeying- ur, sem var að koma frá eldin- um til Reykjavíkur, mæiti af munni fram við mann, er spurði um ferðir hans: Þú spyrð að því hvaðan ég komi og hvaðan óg sé Ég vil ekki ljúga né liiggja á svari og læt það í té. Ég hefi aldrei vitað, hvaðan ég kom eða hvenær ég fer. Mér finnst þetta ágætis áningarstaður, og er bara hér. Þarna var að finna mann, sem var og er þéttur í lund, mikill starfsmaður, skipasmið- ur og skáld gott, með ’nugsun og kanm að sjá og heyra. Þess háttar menn eru ekki „að emjá af kvölum eða blása í kaun, þótt innra sé glóð og örfoka- hraun.“ Furðuverk og gersemar ger ast oft frá sólarupprás til sólar lags. Við erum vanmegnug o<g Mtil, en lofigjörð og bæn styrkif okkur mennina. Guð hjálpar þeim einum, sem fúsir eru að hjálpa sér sjálfir. Að vinna til bóta í kyrrþey, er bezta ráðið. — Hið mlkla skáld okkar, Einar Benediktsson, sagði: Gráttu hljótt, því þor og þrótt befur margur sótt. SÍMI í MÍMI er 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám Söngfólk PÖLÝFÖNKÖRINN getur bætt við nokkr- um góðum söngröddum í haust, körl- um og konum. Þeir, sem hafa áhuga á að sækja um inngöngu, geri svo vel að hringja í síma 2 66 1. PÓLÝFÓNKÓRINN. Kórskólinn Kórskóli Pólýfónkórsins tekur til starfa um næstu mánaðamót. Kennt verður eitt kvöld í viku, 2 stundir í senn. Kennslugreinar: Söngur, heyrn- arþjálfun (tónheyrn og hljóðfall), nótna- lestur, kórsöngur. Inntökuskilyrði engin fyrir byrjendur, en einnig verður starfræktur framhalds- flokkur fyrir lengra komna. Kennslu- gjald kr. 2.000.- greiðist fyrirfram. Innritun í síma 2 66 11 á skrifstofutíma. PÓLÝFÓNKÓRINN. Ai - ÞINGHOLT- Ráhstefnu- og veizlusalur Sírni: 21050 0 Kirkjufell Mig langar til að leggj a orð í belg með Vestmannaeyinigum- Þeir eiga þetta fagra fjall, Heligafell. Nú hafa þeir fengið annað stórt og mikið. Ég bið þess, að það verði látið heita KirkjufeM. Hin hulda hönd hef- ur byggt bæði fellin og þa>u eiga eftir að skýla og vernda. Fögur eru þau á að llta, og eiga bæði skilið prýðileg nöfn. Lifum í sátt og starfi, til að rækta alit það bezta, sem til er í starfi okkar. Hveragerði, 3. sept. 1973. Árný Filippusdóttir." 0 Hvers vegna? Dagný Ó. Guðmundsdóttir. „Kæri Velvakandi! Fyrir nokkrum dögum las ég í Morgunblaðinu um niðurfell- ingu z úr íslenzku. Fellur mér þessi breyting mjög illa og get ég alls ekki sætt mig við það að hætta að nota z og skrifa þau orð sem hingað til (eða frá því z var sett inn i islenzkt ritmá’x) hafa verið skrifuð með z. Hvers vegna var .þessi bréýt- ing gerð? Vel má vera að sum um finnist þessi tilhögun tli bóta, en getur ekki lika "verið hætta á, að fólk fari að, skrifa íslenzkuna eftir framburði? Mér er spurn, hvernig mun íslenzkt ritmál þá líta út að nokkrum árum liðnum? Búast má við, að tatenalið fari ekki varhluta af afleiðingum þessa. Þá emda ég þetta bréf mitt, þið ráðið því hvort þið birtið það eður ei. Með kærri kveðju, Dagný Ó. Guðmundsdóttir, Eyri, Flókadal, Borgarfirði. Margir hafa spurt þessarat sömu spumingar — hvers vegna z hafi verið numin úr ís lenzku ritmáli. En það er nú bara svo margt, sem við menn irnir skiljum ekki. Eina "vonin er sú, að næsti menntamálaráð- herra lagfæri þennan hégóma. argus auglýsingastofa Lykiloröiö er YALE Frúin nefnir þær túlípana- læsingar, en karlmennirnir líkja þeim við koníaksglös. Samt sem áður gleymir hvorugt þeirra að biðja um YALE. YALE læsingar með túlí- panalaginu fara vel í hendi. Aðeins rétti lykillinn opnar YALE læsingu — lykillinn yðar. VERIÐ VISS UM AÐ MERKIÐ SE YALE ÖRUGGAR OG FALLEGAR LÆSINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.