Morgunblaðið - 23.11.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.11.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1973 SUNNUQ4GUR 25. nóvember 1973 17.00 Endurtekiö efni Þeir héldu suður Irsk kvikmynd um landnám og búsetu norskra víkinga á írlandi. Þvðandi og þulur Gylfi Pálsson. Aður á dagskrá 25. april 1973. 18.00 Stundin okkar Flutt er saga með teikning- um, en síðan syngur Rósa Ingólfsdóttir um stund. Sýndar verða myndir um Róbert bangsa og Rikka férðalang, og loks er svo spurningakeppnin á dagskrá. Unisjónarmenn Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Stjörn upptöku Kristín Páls- döttir. 18.50 Iþröttir Landsleikur í handknattleik kvenna Ísland-Noregur. II lé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.30 Ertþettaþú? Stuttur leiðbeininga- og fræðsluþáttur um akstur og umferð. 20.40 Stríð og friður Sovésk framhaldsmynd. 6. þáttur. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Efni 5. þáttar: F'rakkar hafa ráðist inn f.vrir landamæri Rússlands og fara nú sem logi urn akur. Nikolaj Bolkonski, faðir Andreis, fréttir af franigangi franska hersins og tekur þá atburði mjög nærri sér. Skömmu síðar tekur hann sótt og and- ast. Sjöunda september árið 1812 leggur Kutuzov til at- lögu við her Napóleons nærri þorpinu Borodino, alllangt f.vrir vestan Moskvu. Þar verður hin grimmilegasta orrusta og mannfall mikið í liði beggja. 21.40 Heyrðu mannil Bessi Bjarnason leggur spurningar fyrir fólk á förnum vegi. 22.05 Lífsraunir Fyrri myndin af tveimur frá sænska sjónvarpinu. þar sem rætt er við fólk, sem fengið hefur alvarlega, langvarandi sjúkdóma, eða örkumlast á einhvern hátt, og orðið að sernja sig að gjörbreyttum að- stæðum í lifinu. Þýðandi og þulur Dóra Haf- steinsdöttir. (Nordvision — Sænska Sjón- varpið) 22.45 Að kvöldi dags Séra Guðmundur Óskar Ölafsson flytur hugvekju. 22.55 Dagskrárlok /HN4UD4GUR 26. nóvember 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Maðurinn Fræðslumyndaflokkur um hegðun og eiginleika manns- ins. 9. þáttur. Handapat og fingrafum.. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.05 Frostrósir Sjónvarpsleikrit eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri Pétur Einarsson. Leikendur Herdís Þorvalds- döttir, Helga Jónsdóttir, Róbert Arnfinnsson og Þór- hallur Sigurðsson. Tönlist Sigurður Rúnar Jöns- son. Aður á dagskrá 15. febrúar 1970. í HlfAÐ EB AÐ SJA? Irska kvikmyndin um land- nám norskra víkinga á Irlandi er á margan hátt fróðleg fyrir íslendinga. Öll kennsla um þessa fornu frægð islendinga miðast við ævintýri og að strandhögg víkinga hafi verið sjálfsagt. Hin hliðin er svo sú, sem til dæmis kom fram er Tyrkir rændu og drápu hundr- uð manns 1 Vestmannaeyjum 1627. Þá var ævintýrið úti, en slíkri vá er ævintýraþjóðinni eðlilegra að gleyma, því það er nú einu sinni ævintýri að búa á íslandi. Þessi kvikmynd, sem var sýnd 1 apríl, verður endur- Sýnd n.k. sunnudag kl. 17. Eftir þægilega veðurlýsingu um kvöldið hittum við Bessa Bjarnason á röltinu að spyrja vegfarendur spjörunum úr. Hann rambar 1 bókabúðirnar, frystihúsin, um göturnar og svona vítt og breitt með 15 spurningar á mann, alls 10 manns. Bessi sagði, aðfólk væri yfirleitt viljugt að svara, en þó tæki einn og einn á sprett. A mánudagskvöld verða Frostrósir Jökuls Jakobssonar endursýndar og síðan geta áhorfendur vippað sér yfir til Brazilíu með því að sjá franska mynd um efnahags- og þjöð- félagsmál þar í landi. Á þriðjudagskvöld er enn einn heilsubótarþátturinn með jóga tilþrifum og hlýtur nú heilsa landsmanna að fara snar- lega batnandi, því eftir því sem skrafað er yfir kaffibollum, ku konur á öllum aldri vera farnar að stunda æfingarnar á stofu- gólfinu hjá sér og svo mikill er áhuginn sums staðar að gestir, sem rekast inn fá jafnvel bæði að sjá þátttinn í sjónvarpinu og húsfreyjuna taka léttu hreyf- ingarnar. Ekki veit maður hvar þetta endar. Á miðvikudagskvöld bregða brezku læknastúdentarnir á leik og er víst engin hætta á magasári af því að horfa á þá þætti. Á föstudagskvöld er lífleg dagskrá. Fyrst má þar telja norskan þátt um írska alþýðu- tónlist meðdönsum og ballöðu- söng. írar hafa löngum verið þekktir fyrir sönggleði sína og mörg af lögum þeirra hafa orð- ið vinsæl á islandi eins og 1 öðrum löndum. Má minnast þess, er Jónas Ámason al- þingismaður og rithöfundur samdi texta við írsk lög og flétt- aði síðan saman við Jörund hundadagakóng. Að lokinni irskri ballöðu- rómantik er Landshornið, en það er aldrei- ákveðið fyrr en fáum dögum fyrirfram hvað verður í þvi, svo ekki getum við flett hulunni þar af, en síðast á dagskránni er 18. þáttur Mannaveiða, en þar gengur væntanlega á ýmsu eins og ver- ið hefur. Á laugardagskvöld er meðal annars, f beinu framhaldi af Vöku, þáttur um dráttarkeppni I uxa. Er þar um að ræða mynd frá Kanada. __________________________________I, 21.55 Brasilía Frönsk kvikmynd um Brasilíu. Fjallað er um land og þjóð og rætt um ástand og horfur í efnahags- og þjóðfélags- málum. Þýðandi og þulur Dóra Haf- steinsdóttir. 23.15 Dagskrárlok ÞRIÐJUDIkGUR 27. nóvember 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Bræðurnir Bresk framháldsmynd. 2. þáttur. Til starfa Þýðandi Jón O. Edwald. Efni fyrsta þáttarr Robert Hammond er látinn. sjötugur að aldri. Hann lætur eftir sig aldraða eiginkonu og þrjá uppkomna syni. Elsti sonurinn, Edward, hefur allt frá unglingsárum unnið af miklum dugnaði við flutn- ingafyrirtækið, sem faðir hans kom á föt, og nú býr hann sig undir að taka rekst- ur þess í sinar hendur. En þegar erfðaskrá gamla mannsins er lesin, kemur margt óvænt f ljós. Hann skiptir fvrirtækinu í fjóra jafna parta og ánafnar þá sonunum þremur og einkarit- ara sínum. Jennifer Kinsley. sem verið hefur ástkona hans árum saman, án þess að fjöl- skyldu hans grunaði nokkuð þar um. 21.25 lleimshorn Fréttaskýringaþáttur um er- lend málefni. Umsjónarmaður Jön Hákon Magnússon. 22.00 Skák Stuttur, bandarfskur skák- þáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haraldsson. 22.05 Jóga til heilsubótar Bandarískur myndaflokkur með kennslu í Jögaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.30 Dagskrárlok /HIÐMIKUDKGUR 28. nóvember 1973 18.00 Kötturinn Felix Tvær stuttar teiknimyndir. Þýðandi Jöhanna Jóhanns- döttir. 18.15 Skippí Ástralskur myndaflokkur. Haflíffræðingurinn Þýðandi Jóhanna Jöhanns- dóttir. 18.40 Gluggar Breskur fræðsluþáttur með blönduðu efni við hæfi barna og unglinga. Þýðandi og þulur Gylfi Gröndal. 19.00 Ungir vegfarendur Fræðslu- og leiðbeininga- þáttur um umferðarmál fyrir börn á forskólaaldri. 19.15 II lé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Líf og I jör í læknadeild Breskur gamanmynda- flokkur. Hvaða vandræði. Þýðandi Jón Thor Haralds- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.