Morgunblaðið - 23.11.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÖVEMBER 1973 23 fclk í fréttum ÞEGAR FRÚIN FÉKK FLUGVÉL Jackie Onassis getur brátt lagt reiðhjólinu og farið ferða sinna f risaþotu. Richard Burton gaf Liz Tay.lor af miklu örlæti demant, som kostaði nokkra tugi milljóna króna, og nú rífast þau um eignarróttinn yfir hon- urn. Hussein Jórdaníukonung- ur var einnig í eyðsluham ný- lega þegar hann færði 25 ára gamalli konu sinni. Aliu prinsessu. höll að gjöf, sem hann hefði getað keypt marga Burtons-demanta fyrir. En þetta eru bara smámunir í samanburði við gjiifina. sem oliuskipakóngurinn Onassis er sagður ætla að færa konu sinni. Jackie. Hann er sagður ltúinn að panta þotu handa henni, og mun Boeingverk- smiðjurnar afhenda hana á næsta ári. Þotur er hægt að fá af ýms- um stærðum og gerðum. rétt eins og kvenhatta. En ekkert virðist of stórt eða of dýrt fyrir Onassis. Flugvélin, sent hann hefur augastað á. getur flutt 358 farþega og kostar um 3400 "nilljónir fsl. króna. Ekkert er í raun yitað unt, hvað Jaekie ætti að gera við slíka risaflugvél. en meira að segja nánustu vinir Onassis furða sig á því, að hann skuli gefa henni svo dýra gjöf. En rætt er um, að e.t.v. eigi að líta á flugvélina sent eins konar sáttagjöf. vegna þess að Onass- is er sagður hafa að undan- förnu lifað nokkuð glaumgosa- legu lifi. En hvað sent til er í þessari sögu, um flugvélakaup handa Jackie, er þó langlfklegast. að Onassis hafi í raun og veru pantað þotu frá Boeingverk- smiðjunum. En menn kynnu að draga rangar ályktanir: Onassis á nefnilega stóran hlut í griska flugfélaginu Olympic Airways. Utvarp Reykjavík ^ FÖSTUDAGLR 23. nóvcmhcr 7.00 IVIorKunút varp VeðurfrcKnir kL 7.00. 8.15 «k 10.10. Morgunleikfinii kl. 7.20 Kréttir kl 7.30, 8.15 (og f orustugr. daKbl.). 9.00 10.00. MorKunban kl. 7.55. Mornun- stund barnanna kl. 8.45: Ol^a Ouðrún Ámadóttir heldur áfram lestri sök- unnar ..Börnin taka til sinna ráða" eftir dr. (lorlander (8). Moruunleik- fimi kl. 9.20. Tilkynnin«ar kl. 9.30. Þingfrðttir kl. 9.45. Létt Iök á milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. MorKunpopp kl. 10.25: Three Do« Nij’ht syn«ja o« leika. MorKuntón- leikar kL 11.00: Janos Sebetyan o« unfíversk kammersveit leika Sembal- kopsert í A-dúr eftir Karl Ditters von Dit tersdorf/Alexandre La«oya f'ítar- leikari o k Oxford-kvartettinn leika Kvintett i D<lúr e.ftir Bocherim/Felix Ayo o« I Musid leika Fiðlukonsert í E-dúr eftir Baeh. 12.00 Dafískráin. Tónleikar. TilkynninMar. I2JÍ5 Fréttirofí veðurfre^nír. Tilkynninfiar. Tónleikar. 13.30 Meðsfnula«i Svavar Gests kynnir löj* af hljóm- plötum. 14.30 SfðdeKissaf'an: „Saga Eldeyjar- Hjalt a‘‘ eftir G uðmund G. Hanalfn Höfundur les (12). 15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Sjostakovitsj Tsjaíkovský-kvartettinn leikur Kvart- ett nr. 3 op 73. Svjatoslav Rikhter leikur á pianó prelúdfur o« fúgurop 87. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veð- urfregnir). 16.20 Popphornið 17.10 ÚtvarpssaKa barnanna: „Mamma skilur allt“ eftir Stefán Jónsson Gisli Halldórsson les (12). 17.30 Framburðarkennsla í dönsku 17.40 Tónleikar. TilkynninKar. 18.30 Fréttir. 18.45 VeðurfreKnir. 18.55 TilkynninKar. 19.00 Veðurspá. FréttaspeKÍI I 19.20 ÞinKsjá Davið (Xidsson sérum þáttinn. 19.45 lleilhrÍKðismál: Barnal a‘kn inKar; — annar þáttur Björn Júlíusson læknir talar um óværð unKbarna. 20.00 Sinfónfskir tónleikar Hlharmóniusveitin i Osló leikur Sin- fóniu nr. 2 eftir Otto Klemperer; Urs Sehneiderstj. Árni Kristjánsson tónlLstarstjóri kynnir. 20.35 TveKKja manna tal Þorsteinn Matthíasson talar við Árna Jónsson frá Syðri-Þverá. 21.05 „Meyjarskemman“ Sonja Sehöner. Luise Camer. Donald Grobe. Harry Priedauer ok hljómsveit þýzku óperunnar i Berlin flytja atriði úr óperettunni. sem byKKð er á löKum eftir Fránz Sehubert; Hermann HaKe- stedt stj. 21.30 ÚtvarpssaKan: „DverKurinn“ eftir Pár Lagerkvist i' þýðinKU Málfríðar Einarsdóttur. Hjörtur PáLsson les (12). 22.00 Fréttir. 22.15 VeðurfreKnar. Eyjapistill 22.40 Draumvfsur Sveinn Árnason ok Sveinn MaKnússon kynna Iök úrýmsum áttum 23.40 Fréttir i'stuttu máli. DaKskrárlok. A skjánum ^ FÖSTUDAGUR 23. nóvember 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veðurog auglýsingar 20.35 Hljómar Endurtekinn þáttur frá árinu 1967. Hljómar frá Keflavík flytja fslenzk og erlend lög við texta eftir Ómar Ragnarsson og ólaf Gauk. Hljóm- sveitina skipa Engilbert Jensen, Erlingur Björnsson, Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson. Þessi þáttur var frumsýndur 6. nóv- ember 1967. 21.00 Landshom Fréttaskýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 21.30 Mannaveiðar B resk f ramhal dsmynd. 17. þáttur. Ranghverfa strlðsins Þýðandi Kristmann Eiðsson. Efni 16. þáttar. Gratz sendir breskan fanga til fundar við Ninu, en hún neitar að hlusta á þær fréttir, sem hann hefur að segja. Meðan Bretinn er í íbúð Gratz koma stormsveitarmenn í leit að honum. Grayz tekst að fela Nínu og flótta- manninn og þau heyra á tal Gratz og komumanna. Bretanum verður nú ljóst samband Nínu við Gratz, og hann sér nú að vonlítið er að koma henni úr landi. Hann reynir að skjóta hana, en tekst ekki. Þá ræðst hann á Gratz, en Nína bregeur við og leggur til hans með hnifi og bjargar þannigGratz. 22.25 Dagskrárlok. r, . félk f fjclmiélum V* AFKLÆÐAST BAÐFÖTUNUM Stúlkurnar á Mustang Ranch- vændishúsinu í Nevada ætla að afklæðast bikini-baðfötunum á meðan orkuskortur varir. Joe Conforte, eigandi hússins — vændishús eru lögleg víðast hvar fNevada — sagði, að stúlk- urnar myndu klæðast kvöld- kjólum í stað bikinibaðfat- anna, og gæti hann þvf fært hitastilli hússans niður um nokkrar gráður. FRÉTTIR NÆSTU MÁNAÐA Stjörnuspámaðurinn Hal Gould, sem spáð hafði fyrir um, að Spiro Agnew myndi láta af embætti, áður en kjörtimabil- inu lyki, hefur nú kíkt nánar á framtiðina og leyft lesendum dagblaðs i New York að njóta útsýnisins: Richard Nixon verð- ur ekki settur af, og eina ástæð- an fyrir því, að hann kynni að láta af embætti, væri heilsu- brestur. Tricia Cox, dóttir hans, mun eignast tvfbura. Forseta- frúin, Pat Nixon, mun loksins æsa sig á almannafæri, ,,mill- jónum manna til mikillar ánægu." Elizabeth Taylor og Richard Burton munu „kyssast og sættast“ og Jane Fonda mun venda kvæðinu i kross í stjórn- málaskoðunum, vegna áhrifa frá hlutverki, sem hún mun leika í kvikmynd á næstunni. EINKARITARI NIXONS Þetta er Rose Mary Woods, einkaritari Nixons forseta. Hún var á dögunum kvödd fyrir dómstól hjá John Sirica dómara til að vitna um hljóðritanirnar, sem glatazt hafa eða eru ekki til. Var ákveðið að kalla hana fyrirdómstólinn.eftir að starfsmaður Hvíta hússins hafði borið þvi vitni, að hann hefði séð hana hlusta á hljóðritanir og vélrita eftir þeim. Hvort sem Rose Mary hefur verið að vélrita eftir Watergate-hljóðritunum eða ekki, er áreiðanlegt, að hún veit ýmis- legt um málið. í DAG kl. 13.30 er þátturinr. Með sfni lagi, en nánasti vanda- maður þess þáttar er Svavar Gests. Eins og nafnið bendir til er þetta tónlistarþáttur. og sagði Svavar okkur. að i dag myndi hann leika lög eftir Richard Rogers einvörðungu. Svavar sagði tilefnið vera klausu. sem hann las nýlega í Morgunblaðinu, um Burt Bacharach og Richard Rogers. Lögin eru úr söngleikjum Rogers og Oscars Hammer- steins, sem allir kannast við til dærnis South Pacific, Oklahoma og Sound of Music. í KVÖLD kl. 21.00 er Landshorn á dagskrá sjón- varpsins, — að þessu sinni i umsjá Guðjóns Einarssonar fréttamanns. Þjónaverkfallið og atburðir. sem það hefur haft f för tneð sér, verður tekið fyrir. og ræðir Guðjón við þá Öm Eglisson frá félagi framreiðslumanna og Jón Hjaltason, sem greinir frá sjónarmiðum veitinga- og gisti- húsaeigenda. Baldur Óskarsson bregður sér í Fiskvinnsluskólann í Ilafnarfirði og ræðir þar við skólastjóra og nemendur, auk fleiri aðila. Loks fjallar Gunnar Eyþórsson um byggðaþróun á Vestfjörðum. Segir hatin frá heimsókn til ísafjarðar og ræðir við þá Bolla Kjartansson ba'iarstjóra þar og Jón Hanni- balsson skölameistara Mennta- skólans á ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.