Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1974 Gísli B. Björnsson, teiknari FÍT: Er ekki mœlirinn fullur? Uthlutun listamannalauna EINU sinni enn er úthlutun þess fjár, er kallað er lista- mannalaun, lokið. 119 einstakl- inga fengu í laun 10 milljónir króna. Sjö fulltrúar stjórnmála- flokka eru fengnir til að út- hluta þessu fé. Enginn þessara manna fellur undir það hugtak að vera lista- maður, enginn þeirra er til- nefndur af listamönnum eða samtökum þeirra. Fimm þeirra verða að teljast fulltrúar eldri kynslóðarinnar, ungur bókmenntafræðingur, og liklegast sá eini, sem er í ein- hverjum hugmyndatengslum við yngri kynslóð listamanna. Allir eru þeir á eina bókina lærðir, áhugamenn eða fræði- menn á sviði einhverrar grein- ar mennta, bókmennta, þ.e. skrifaðs máls, þrír þeirra skráð- ir ritstjórar. Víðsýni þeirra er sú, að af 119 einstaklingum eru 44 úr hópi þeirra er fást við bókverk. Hinar þrjár greinar lista, sem þeir viðurkenna, eru leiklist, 6 einstaklingar; tónlist 21, bæði tónskáld og túlkendur; og 36 fulltrúar myndlistar. Þó eru þar svo til eingöngu valdirþeir, sem fást við þá afmörkuðu grein myndlistar, olíumálun. Aðrar greinar myndlistar njóta mjög takmarkaðrar viðurkenn- ingar, tveir fulltrúar mynd- höggvara, einn skráður teiknari og einn vefari. Þessir sjömenningar viður- kenna ekki tilveru annarra list- greina. 1 Bandalagi íslenskra listamanna eru félög listdans- ara og arkitekta, enginn félagi þessara hópa hlýtur lista- mannalaun. Þar fyrir utan eru margar greinar þar sem list- sköpun er sinnt. Til eru hér . fjölmennir starfshópar, er fást við listsköpun, hvort allt er list þar sem annars staðar er annað mál. Það er engin trygging fyr- ir list.þótt einhver borgari fáist við að mála myndir eða skrifi ljóð eða bók í tómstundum sín- um sér til afþreyingar. Með þessu vil ég ekki rýra hlut lista- manna á bókmenntasviði, sem eru alls góðs maklegir. En vissulega ber að litast víðar um. Eftirtaldar greinar njóta ekki skilnings og trúlegast ekki einu sinni athygli nefndarmanna: Silfur- og gullsmíði, leirkera- smíði og glermuna, myndvefn- aður, textilhönnun, glermynda- gerð, auglýsinga- og bókateikn- un, húsgagnahönnun, ljós- myndun, kvikmydagerð, leik- tjaldamálun. Margar fleiri greinarmætti nefna. 1 hópi þeirra er hlotið hafa listamannalaun, eru menn, er ætla má að hafi góðar tekjur af öðrum störfum en listsköpun. Menn, sem sinna öðrum störf- um sem aðalatvinnu, ritsjtórar, bankastjóri, skólastjórar og fleiri stjórnar fylla flokkinn. Sú fullyrðing hefur heyrst af nefndarmanna hálfu, að arki- tektar séu það tekjuháir að þeir komi ekki til greina þess vegna. Kannski að listdansarar falli einnig þar undir? í hópi listamannalaunþega eru menn, sem opinberlega hafa ekkert látið frá sér fara árum og jafnvel áratugum sam- an. í hópi launþega eru sárafáir einstaklingar undir40 ára aldri og líklegast tveir til þrír undir 30 ára aldri. I hópi þeirra eru nokkur nöfn manna, sem eru svo „vel“ þekktir, eða ég svo illa upplýstur, að ég varð að leita upplýsinga hjá fjölda manna, hvaða listagyðju þeir þjónuðu. í hóp þeirra, er laun hljóta í þessu úthlutunarkerfi, vantar alltof stóran hóp manna, sem alvarlega vinna að list. Sýna eða birta verk sín, ár eftir ár, þannig að það er öllum ljóst, m.a. nefndarmönnum, að þeir svíkjast ekki um. Margir þess- ara manna hafa, þrátt fyrir ára eða áratuga störf, mjög sjaldan eða aldrei hlotið náð fyrir aug- um nefndarinnar. Hér er um að ræða alvarlega og óábyrga mis- munun. Engin ljós stefna er mörkuð af hálfu nefndarinnar. Eftir hverju er farið? Eru þetta laun? Greiðsla, þá fyrir hvað? Er þetta viðurkenning, verð- laun? Fyrir hvað? Styrkur, örv- un eða ölmusa? Heiður? Laun fyrir pólitíska fylgd? Vinátta? Frændsemi? Ekkert, eða sam- bland af þessu öllu? Ef þetta er heiður, þá væri hægt að hugsa sér aðra leið en peninga, .til dæmis heiðurs- peninga til viðurkenningar. Sérstaklega til þeirra, er ekki eru fjár þurfi. Mér er spurn, hvernig getur nefnd alþingismanna, eða þessi nefnd, valið menn, og varið það, aðmeðan myndlistarmenn- irnir Asmundur Sveinsson, Finnur Jónsson og Ríkarður Jónsson eru í heiðurs launa- flokki, eru þar ekki Sigurjón Ólafsson, Þorvaldur Skúlason, Svavar og Jóhann Briem. Hvernig er hægt að leyfa sér á þennan hátt að flokka menn í þessa þrjá gæðaflokka. Eigi þetta að vera heiðurs- laun, verðlaun, viðurkenning, þakklæti, til dæmis til þeirra, er hæst bera íslenska myndlist, og þá nafn Islands, m.a. með störfum erlendis, þá sjást þess engin merki. Ég nefndi hér nöfn eins og Erro (Guðmundur Guðmundsson), Gerður Helga- dóttir, Jóhann Eyfells. Ef þetta eiga að vera laun fyrir mikil störf og sköpun, sem sé sýnd í verki og ekki er greidd af öðrum, þá vantar hér meira. Ljósari stefnu og meira fé. Eigi þetta að vera stuðningur við listamenn til að þeir geti sinnt listsköpun sinni til dæmis frá öðrum störfum brauðstrits., þá er ekki rétt haldið á málum. Rök fyrir því eru m.a., að ung- um mönnum er minnst sinnt, þeir eru fæstir og fá minnst í hlut. Ef þetta á að vera örvun til þeirra, er fást við að sinna nýjum eða hér lítt þekktum list- greinum, breikka sjóndeildar- hring okkar, þá er það alls ekki. Sé þetta stuðningur við þá, er sinna vilja fjárfrekum list- greinum hvað tækjabúnað eða efni snertir, þá sjást þess ekki merki. Er þetta uppbót eða laun til manna fyrir pólitíska fylgd, frændsemi eða vinsemd við nefndarmenn? Svona væri hægt að halda lengi áfram og fjöldi lesenda gæú bætt við nýjum dæmum. Sú aðferð, sem nefndin hef- ur, að þeir launþegar, sem einu sinni komast í heiðurslauna- flokk og efri flokkinn, sitji þar áfram, býður upp á mikla erfið- leika og hættu í framkvæmd. Þetta þrengir allt val og mat á mönnum, og að auki þrengir það fé, sem til umráða er fyrir neðri hópinn. Og hvað um það, ef slokknar á listaneistanum? Viðkomandi snýr sér að öðrum störfum, fulllaunuðum, og sinn- ir ekki listsköpun, á hann þá að taka laun ævilangt? 1 Svíþjóð er úthlutað starfs- styrkjum til listamanna (Grein í Dagens Nyheter 14. febrúar). Athygli vekur þar breidd i starfsheitum listamanna. Nefni hér nokkur dæmi: Jassleikar- inn, keramikhönnuðurinn, flautuleikarinn, kvikmynda- gerðarmaðurinn, leikstjórinn, dansarinn, silfursmiðurinn, listiðnaðarmaðurinn, hljóm- sveitarstjórinn, grafíski hönn- uðurinn, gítarleikarinn, o.s.frv. Vinnubrögð og varnir af hálfu þeirra manna, er nefnd- ina skipa, skoðanir þeirra eða skoðanaleysi, komu best i ljós fyrir ári, er þeir sátu fyrir svör- um í sjónvarpssal. En verst er, að af þvi, er þar kom fram, hafa þeir ekkert lært. Ég hef sterkan grun um, að þeim sé margt af þessu ljóst, en kerfið hefur tekið völdin. Inn- an þessa ramma verður ekki snúið, og þeim hlýtur að vera ljóst, að kerfið býður upp á röð mistaka og ranglætis. Að lokum þetta, vinsamleg ráðlegging til nefndarmanna. Hættið þessum leik, leggið sjálfir fram ykkar tillögur um nýja og betri leið til stuðnings listsköpun. Byggið þær tillögur á þeim hugmyndum og ráðlegg- ingum, sem þið hafið heyrt fjöldann af á síðustu árum. Fáið fram skýrt markmið á því hver sé tilgangur þessarar fjár- veitingar. Leggið fram ykkar tillögur til umræðu. Ef þið fáið fylgi, þá leggið að Alþingi að samþykkja þær. Hver sem út- koma dæmisins verður, þá eiga nýir menn að vinnaþað verk. Mín tillaga er sú, að vettvang- ur þess, hvað sé list, verði víkk- aður. Fleiri listgreinum verði sinnt. Markmiðið sé að efla listræna sköpun meðal þeirra, er í dag vinna að list, peningum verði stefnt til þeirra, er þörf hafa og ætla má að noti þá í þeim til- gangi, er þeim erætlaður. Stór lega verði eflt það kerfi, sem aðeins er byrjað á, þ.e. úthlut- un starfsstyrkja. Menn leggi fram hugmyndir sínar um verk- efni og fái jafnvel stuðning til óljósra verkefna. Upphæðir styrkja séu miðað- ar við efni og ástæður lista- manna, og sérstaklega við eðli og umfang verkefnanna. Heiðurslaun verði greind frá þessu kerfi. Þar er hægt að hugsa sér augljósa viðurkenn- ingu í formi fjár eða heiðurs- peninga. Þessu verði varið eftir þörfum og ástæðum til þeirra, er mestu ævistarfi sinu hafa lokið, eða aflað sér verulegrar viðurkenningar. Er ekki mælirinn fullur? ■AfiENS NVHKTEK Torsdagen den 14 februari 1974 Stipendier pá 2 milj till 270 konstnárer Konstnarsstipenflienaranden utdelade pá onsdagen arbets- och rescstipendier pá eirka 2 niilj kr. Stora ar- betsstipendier pá 15 000 kr gick till 60 konstnárer, ar- betsstipendier pá 7 500 eller 5 000 kr fick 144 oeh 66 fick pengar att resa för. Stora arbetssti|>eiidiet pá 15 000 kr Visdiktaren Olle Adnlphson. St"rk- holm 3jom Alke-kvartettrn (ba.sistrn Bjdrn Alke. saxofonistcn Gunn.tr Heru- sten, trumslagaren Fredrik Noren. pia- nisten Göran Strandberg. alla St.u k- holm). dramatikern Bosse Andersson. Alingsás, danspedagogen Britt-Marie Berggren. Vállingby. fiLmregissören Stig Björkman, Stockholm. illustrato- ren Sven Bjömson. Sotckholm, ja/z- musikern Per Broberg. Arvika. belys- ningsmástaren Sven Broström (Grupp- Ktipendium för teaterteknikergrupp) K&llered. flöjtisten Anilers Bystrom (Gruppstipendium f« r Helsingborgs ba- rockensemble). Helsincbor*:. filmaren Peter Cohen (Gruppstipendium för Pnj- gruppen), Stockholni. grafiske f«»rmgi- varen Olle Ekse'.l. StMckhoTm. kcrnmi- kem Fred Forslund. Álvsj<». i!lustrnt»T- ren Bjöm Gidstam. S"llcntunn. sil- versmeden Sven Arne Gillgren. Stf.rk- holm, skádespelnren Anders Gran- ström (Gruppstipondium lör Musiktc.:- tergruppen Oktober). Lund. textil- konstnaren Mnrja Grá<et Anders<on. Knivsta. textilkonstnáren Lotta Hnucr- man. Stockholm, sangaren Sten Heijer (Gruppstipendium för Luleá Kammar- kör), Skellefteá. fiolb'ggaren Magnus Hágg. Stockholm, textilkonstnáren Sandra Ikse-Berpman. Göteborg. ská- despelaren Rolf Uno Johansson (Gruppatipendium för Bruksteatem). Malmö, operas&ngaren Hans Josefsson, Milano, Italien. teatermusikema Göran Karlsson och Jan-Olof Lindstedt. báda Norrköping, dansaren István Kisch. Li- dingö. regissören Barbr«> Larsson, Snlí- sjö-Boo. grafiske formgivaren Bo Lind- berg. Lidingö. regissören Christian Lund, Gávle. silmersmeden Jan Lund- gren. Sollentuna. illustratören Jan Lundquist, Uppsala, skádespelaren An- dísrs Mellander (Gruppstipendium för Nationalteatern), Göteborg. miljöarbe- taren Eva Nilsson (Gruppetipendium för Arkiv samtal). Smedjebacken. pia- nisten Göran W Nilson, Stockholm. sameslöjdaren Marianne Nilsson. Vil- helmina, dramatikern Ulf Oldberg. Malmberget, fotografen Karl-Erik Ols- son. Höör, sk&despelaren Thom.is Rnos (Gruppstipendium för Modellteatern). Eskilstuna. fagottisten Hans. Samuels- son. Stockholm. sángerskan Marie Se- lander, Stockholm, teatersekreteraren Olle Skogh (Gruppetlepndlum för Dala- teatem), Falun, illustratören Gerard Skogberg, Stockholm, dramatiköver- • Mnj U ct'hsrlmann --- l.y 000 kronor. • VI/ Oldberg — 15 OOO kronor• varcn' Ix?if Zetterling, Sollcntunn, oboiston Bo rijebo. Kimstad. skádcsp>e- laren Per-Erik ohm, Göteborg. Sma arbctsstipendicr j>a 5 (M)() kr Keramikem Mari Alrnqvist , Stock- h'.lm. sangarcn Mats Andersson. Mölndal. konsthantverkaren Sven Olof Andersson. Borlánge, silversmeden Olov Barve, Bromma. silversmeden Bertil Berggren, Enskede, musikdirek- törcn Inger Berggren, Nacka. kompoci- t« ren Torgny Björk. Stockholm, mu- sikdirektören Gullan Bornemark. Mal- nio. sangerskan Eva Boström. St(»ck- holni. musikern Christer Bothén, Ar- jang, inredningsarkitekton Beogt Car- ling. Lidingö. textilkonstn&ren Pia Carlsson. Kungsbacka. textilkonstnft- Úrklippa úr Dagens Nyheter þar sem skýrt er frá úthlutun lista- mannalauna f Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.