Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1974 21 Maimias Johannessen: Maður 09 maurar I Reykjavík er starfandi njósna- og upplýsingadeild á vegum APN/Novosty, sovézku fréttastofunnar, sem alræmd er um allan heim. Ekki veit ég hve margir vinna hjá þessari stofn- un, en hitt veit ég: aS þar starfa íslendingar og snara sovézkum óhróðri um Solzhenitsyn á tungu vora. Síðan er þessi óhróður sendur okkur blaða- mönnum með kveðju frá Grechko landvarnaráðherra. Tengdasonur hans er nefnilega sendiherra Sovétríkjanna á ís- landi, dæmigerður fulltrúi hinnar nýju yfirstéttar, sem fer nú með húsbóndavald í komm- únistaríkjunum. þátttöku, til baráttu — með Solzhenitsyn, gegn þeim, sem rægja hann og og senda m'ðið á islenzku til íslenzkra fjölmiðla. Að vísu á bjagaðri islenzku, svo að minnir helzt á þann viðbjóð, sem nasistar hengdu upp I hernumdum löndum í síðasta stríði. Þeir, sem ganga erinda erlendra níðinga, eru sjaldnast sendibréfsfærir. I fréttabréfum APN á íslandi segir: „Frétlaþjónusta APN, Moskva, Pusjkinpl. APN, Reykjavík, Túngata 8, sími 25660.“ Og ennfremur: „Vin- samlega getið heimilda, ef efn- ið er notað.“ Heimildar þarf að vísu ekki að geta, asninn þekk- ist á eyrunum. Annars er það kaldhæðni örlaganna, eins og sagt er, að aðalstöðvar þessarar rógsvélar skuli vera við Púskín- torg. Við götu, sem ber nafn eins merkasta skálds í allri sögu Rússlands, er unnið að þvf nótt sem nýtan dag að semja níð og róg um ágætasta ritsnill- ing Rússa á vorum dögum. Skyldi ekki hið látna skáld hafa snúið sér við oftar en einu sinni í gröf sinni undanfarnar vikur? Hitt er lika athyglisvert, að Af „fréttabréfum" þeim, sem hér um ræðir, leggur meiri ódaun en venja er,þegar sendi- ráð leika sínar diplómatísku kúnstir. Bandaríkjamenn höfðu a.m.k. vit á að leggja nið- ur sína „fréttaþjónustu" á ís- landi fyrir Vietnamstríðið og var hún þó eins og skritla eftir Mark Twain samanborið við þann sovézka skarna, sem nú leggur fnykinn af i allar áttir. Það var ekki utan við helztu kenningar um dulvitund og ósjálfráð viðbrögð, þegar Gromyko, hinn eilífi utanríkis- ráðherra Sovétrikjanna, líkti Solzhenitsyn við „ólyfjan" í París fyrir skömmu. Þessi ósjálfráða skirskotun var eðli málsins samkvæm. Ég hef heyrt sagt: Fólk er að verða leitt á þessu máli Solzhenitsyns, það er útþvælt; það er alltof mikið um Solzhenitsyn í fjölmiðlum o.s.frv. Slíkt segja einungis þeir, sem viija ekki láta ónáða sig i öruggu skjóli vorra vest- rænu lifsgæða; þeir, sem vilja fá „frið“, vilja gleyma öllu, sem óþægilegt er. Sizt af öllu hef ég löngun til að gefa þessu fólki „frið“. Við eigum að ónáða það öllum stundum, neyða það til að hugsa og taka þátt í þeim Ógurlegu örlögum, sem Solzhenitsyn og félagar hans mega þola. Engin ástæða er til að gefa andlegum letingjum stundlegan frið. Það verður að kalla þetta fólk til ábyrgðar, til sjálfur bjó Solzhenitsyn við Gorkígötu i Moskvu og þangað sóttu sjö verkfæri úr sovézku öryggislögreglunni hann, fluttu hann i alræmt fangelsi, sem mjög kemur við sögu í G ulag-eyjahafinu, afklæddu hann, yfirheyrðu, sakfelldu um svik og landráð (viðurlög: aftaka í morgunsárið), þorðu ekki að fremja hinn fullkomna glæp, en fluttu skáldið nauðugt í útlegð. Skyldi ekki Sovét- skáldið Gorkí einnig hafa snúið sér við í sinni gröf, að þurfa að koma við sögu nútímabók- mennta i Sovétríkjunum með þessum hætti? Hann var einn af helztu félögum og stuðnings- mönnum Stalíns, enda talið að hann hafi verið drepinn á eitri. Ölyfjan, datt upp úr sovézka utanrikisráðherranum i París. Það var orð við hæfi. I Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins sunnudaginn 24. febrúar s.l. er minnzt á „frétta- bjónustu" APN á Islandi' og birt mynd af forsíðu eins snep- ilsins. Hann var frá miðviku- deginum 13. febrúar s.l. og er fyrirsögnin svohljóð- andi: „Solzjenitsyn — óvinur friðarins.“ Síðan hafa fjögur „fréttabréf" verið send út dags. þriðjudaginn 19. febr. miðvikudaginn 20. febr., fimmtudaginn 21. febrúar og mánudaginn 25. febr, svo að mikið þykir við liggja í herbúð- um Grechkos á íslandi. Það er i senn raunalegt og viðbjóðslegt að lesa þann óhróður, sem þar er borinn á borð, matreiddur af íslenzkum kokkum, sem fróð- legt væri, úr því sem komið er, að vita hverjir eru. Ef þeir þora að koma fram f dagsljósið og kannast við sjálfa sig, er þeim heimilt allt það rúm í Morgun- blaðinu, sem þeir kæra sig um. Þjóðin hefði áreiðanlega áhuga á að sjá framan i þær skin- heilögu ásjónur, sem hlut eiga að máli. Er Morgunblaðið reiðu- búið að birta myndir af þessum íslenzku eiturbrösurum án at hugasemda. En gott væri að fá nokkrar upplýsingar um þær tekjur, sem þetta fólk hefur af iðju sinni. Rússar greiða vel, jafnvel erlendu námsfólki, sem sækir háskóla þeirra, hefur Árni Bergmann sagt mér. Það var i Sovézka sendiráðinu við Túngötu, sem hann leiddi mig i allan sannleika um þetta, enda leiddist okkur báðum að horfa upp á yfirstéttartilburði sendi- herrans og diplómatískt daður i þeirri forsnobbuðu veizlu, sem okkur var boðið til. Sovétar snobba upp á við, Ameríkanar niður á við, svo að liklega mætast þeir einhvers staðar á miðri leið — og er það kallað deténte, eða friðsamleg sam- búð. Þetta fyrirbrigði hefurnú, að sumra áliti, bjargað h'fi Solzhenitsyns, þvi að allt hefði verið í óvissu um þessi daður- læti og þetta pólitíska pornó, ef rithöfundurinn hefði verið réttaður. „Soljenitsyn verður nú innanríkismál Vestur- landa,“ segir i „fréttabréfi" APN frá 19. febrúar. Og það er mátulegt á hann, má lesa milli linanna. En upp á þessi býti eiga nú allir að vera saupsáttir. Og svo kemur gleymskan og lykur um Solzhenitsyn, fórnir hans og lífsþraut eins og hver önnur mengun i mannlífinu. Og „fréttaþjónusta APN“ á Islandi heldur áfram eins og ekkert hafi i skorizt, ódaunninn af sovézka óhróðrinum hverfur til himins með peningalyktinni úr loðnubræðslunum — og pólitíska pornóið heltekur hjörtu og nýru meðreiðar- sveina samferðamanna, sak- leysingja — allra nema Kín- verja. Guði sé lof fyrir þá — og Konfúsfus! Um þá, sem lifa til að gleyma, hefur Solzhenitsyn skrifað stutta, eftirminnilega dæmi- sögu. Hún er svona:' „Ég kastaði fúnum Iurk á eld- inn án þess að veita þvi athygli, að á honum var krökkt af maur- um. Eldurinn snarkaði, maurarn- ir komu þjótandi út ogþutu um í flaustri og óðagoti. Þeir kjöguðu eftir lurknum og engd- ust sundur og saman, meðan logarnir sviðu þá. Ég greip lurkinn og henti honum á hlið- ina. Mörgum mauranna tókst að komast undan niður á sandinn eða yfir á furunálarnar. En þótt einkennilegt megi virðast, flúðu þeir ekki eldinn. Þeir höfðu ekki fyrr sloppið við voðann en þeir sneru við — eitthvert afl dró þá aftur að hinum yfirgefna bústað þeirra. Þeir voru margir, sem skriðu aftur upp á brennandi lurkinn, þutu þar fram og aftur og fórust." Solzhenitsyn hefur reynt að bjatga samtið sinni úr eldinum. En munurinn á maður og maur er eitt litið ð. Eins og maurarn- ir ana margir i eldinn. Hvar eru nú fundirnir? Yfirlýsingarnar? Réttlæti^ilfinningin? Frelsis- þráin? Sai.ivizkan? Þessi líka samvizka. Eg er ennþá gjaldgengur meðal þeirra ungu SOVÉZKI stórmeistarinn Vas- lily Smyslov sigraði með nokkr- um yfirburðum á VI. Reykja- vfkurskákmótinu, og þótti okk- ur þvf við hæfi að eiga við hann stutt samtal, sem fer hér á eft- ir. Við spurðum henn fyrst um það mót, sem nú er nýlokið, hver væru viðhorf hans til þess og hvort honum hefði þótt það erfitt. „Öll mót eru erfið og öll mót verður að taka alvarlega," sagði Smyslov, „þetta mót var engin undantekning. Ég er vissulega mjög ánægður með sigurinn, hann var ekki auðveldur og mér tókst að tefla allmargar góðar skákir. Það, sem mestu máli skiptir fyrir mig, er þó, að mótið sannar mér, að ég er enn- þá gjaldgengur á meðal hinna yngri.það er viss persónulegur sigur. Eg varð mjög ánægður þegar mér var boðið að fara til íslands. Fram til ársins 1972 var ísland eiginlega hið sama og Friðrik Ólafsson i huga min- um, ég hafði ósköp litið heyrt um landið og aldrei fengið tækifæri til að kynnast þvi. Þegar einvígið um heimsmeist- aratitilinn var háð hér varð ís- land hins vegar frægt um allan heim. Ég hef átt þess kost að tefla í flestum löndum Evrópu og nú kom ég til nýs lands. Og það, sem meira er, þetta er mik- ið skákland, áhugi á skák er auðsjáanlega mjög mikill hér, allir virðast tefla og áhorfenda- fjöldinn á mótinu var mjög mikill." Hver var bezta skák þín í mótinu? — Ég er ekki alveg viss, en ég held samt, að skákin við Friðrik hafi verið sú bezta. Friðrik er mjög sterkur skákmaður og hann tefldi þessa skák í raun- inni mjög vel. Ég varð að taka á öllu, sem ég átti til, og ég vissi, að ef ég tapaði gæti ég misst af efsta sætinu. Þetta varþvi mik- ið álag. Annars skal ég segja þér, að ég átti alltaf von á því, að Friðrik Ólafsson kæmi fram sem sterkur skákmaður löngu áður en hann var þekktur utan Islands. Arið 1949 að mig minn- ir fór vinur minn, skákmeistar- inn Alatorzew, í heimsókn til íslands, og þégar hann kom aft- ur heim sagði hann við mig: áður en langt um líður muntu heyra af nýrri islenzkri skák- stjörnu, sem heitir Friðrik Ólafsson Nú hefur þú teflt á fjölda- mörgum skákmótum um dag- ana, en hvaða skák er þér eftir- minnilegust? „Ég held, að 17. skákin i ein- víginu við Botvinnik árið 1957 sé sú eftirminnilegasta. Bot- vinnik hafði haft betra lengst af, en þegar við höfðum teflt flókið endatafl um hrið bauð hann jafntefli. Eg hafði þá fengið hugmynd, sem ég var mjög hrifinn af, og hafnaði boð- inu. Svo fór, að Botvinnik áttaði sig ekki á því, sem ég hafði i huga, fyrr en of seint, og ég vann. Þar með náði ég ótvi- ræðri forystu í einvíginu. Þetta er ekki mín bezta skák, en tví- mælalaust sú eftirminnileg- asta.“ Er Botvinnik alveg hættur skákiðkunum? Nei, hann ferðast um og teflir fjöltefli og flytur fyrirlestra um skák, en hins vegar tekur hann ekki þátt í kappmótum framar." Hver verður heimsmeistari í skák eftir næsta einvígi? „Það er ekki gott að segja, sfðan einvíginu hér I Reykjavík lauk hefur Fischer ekki teflt og þess vegna er erfitt að átta sig á því, í hvernig formi hann er. Ef Spassky teflir við hann aftur tel ég, að þar yrði um mjög spennandi keppni að ræða.“ Heldurðu, að Spassky verði næsti áskorandi? „Hann er óneitanlega mjög liklegur, en hann þarf fyrst að sigra Karpov og síðan annað- hvort Kortsnoj eða Petrosjan og það gerir enginn fyrirhafn- arlaust." Var sigur Fischers áfall fyrir sovézka skákmenn ? Smyslov hlær við og svarar: „Það held ég ekki, kannski fyr- ir Spassky sjálfan, en ég held að flestir hafi verið samdóma um, að sá sigraði, sem betur tefldi.“ Þú hefur fengið orð fyrir að vera góður söngmaður, liturðu á tónlistina sem aðra atvinnu þína? „Nei, á timabili hafði ég i hyggju að leggja tónlistina fyr- ir mig, en skákin varð yfirsterk- ari. Nú lifi ég á skák, en syng fyrir vini mína. Hins vegar er því ekki að neita, að tónlistin er snar þáttur i lífi mfnu og hefur hjálpað mér mikið í skákinni. Ég fæ oft eins og innblástur af því að hlutsa á góða tónlist og sömuleiðis veitir hún mér oft hvíld.“ Við látum þá þessu spjalli lokið og þökkum Smyslov fyrir og óskum honum til hamingju með sigurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.