Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1974 Oddgeir Kristinn Hermaníusson Fæddur 22. maí 1932. Dáinn 4. febrúar 1974. Síðastliðinn laugardag var hald- in minningarathöfn um Oddgeir Kristinn Hermaniusson, en hann hafði búið í Perth í Ástralíu s.l. 7 ár. Kristinn lézt í Perth 4. febr. s.l. eftír langvarandi veikindi. Kynni okkar Kristins voru stutt, en í alla ’staði góð og stóðu nógu lengi til að binda tryggða- bönd. Þau hófust er ég kom til Perth ásamt félögum minum og hann tók á móti okkur á flugvell- inum þar í maí 1969. Þá var hann búinn að útvega okkur samastað og hvenær sem var upp frá því var hann boðinn og búinn til að þjálpa löndum sínum hverju nafni sem þeir nefndust. Það var algengt að landarnir leituðu tii Kidda, eins og hann var kallaður i daglegu tali, og það var sama hvort heldur var á nóttu eða degi. Alltaf var Kiddi reiðubúinn til að aðstoða og hjálpa. Hann gekk í ábyrgð fyrir íslenzku innflytj- endurna, útvegaði þeim húsnæði, hjálpaði þeim að kaupa bíla og eyddi þannig miklu af tíma sinum til að gera náunganum greiða. Kristinn var mikils metinn hjá fyrirtækinu Dimond Food’s, þar sem hann starfaði lengstum þau ár sem hann bjó í Perth. Gegndi hann þar starfi yfirmanns alls bílaflota og verkstæðis fyrirtæk- isins. í október 1971 fór Kiddi til lækninga í Bandaríkjunum, en hann hafði þá lengi kennt sér meins. Lækningatilraunir sem hann gekk í gegn um í þessu ferðalagi gáfu honum frest á hans erfiða sjúkdómi og er Kiddi kom aftur til Perth var hann sem nýr maður, t Þökkum hlýhug og vinsemd við andlál og jarðarför SIGURLAUGAR DANÍELSDÓTTUR frá Hreðavatni. Vandamenn. fullur af starfsorku og vilja, létt- ur í skapi og þá stofnaði hann sitt eigið flutninga- og þjónustufyrir- tæki í félagi með vinum sínum. Komst það fljótt á traustan legg og gekk vel. Því miður skildu leiðir okkar Kidda þegar ég flutti heim til Islands um mitt ár 1972, en hann fylgdi okkur hjónunum út á flug- völl. Þá datt mér ekki í hug að ég ætti eftir að fá þessa sorgarfregn svo fljótt. Þessi fáu orð segja ekki mikið um góðan dreng, en eru minning okkar hjónanna um vin, sem var vinur allra. Megi hann hvíla í friði. Við sendum öllum ættingjum hans beztu kveðjur og óskum þeim Guðs blessunar. Jóhann Pétur Jónsson. Minning: Einar Jóhannsson, Mýrakoti í Hofshreppi Hann var fæddur 19. apríl 1877 að Höfða á Höfðaströnd, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Jóhanns Einarssonar, sem bæði dóu í hárri elli hjá syni sínum Einari að Mýrakoti. Einar fluttist frá Höfða með foreldrum sínum tveggja ára gamall inn í Bæjarkletta, en síðla árs 1880 flytjast þau að Mýrakoti í Hofshreppi. Einar var fjögurra ára, þegar hann kom fyrst á óðal sitt, þar sem hann átti eftir að dvelja i 92 ár, en hann andaðist 11. febrúar síðastliðinn og var jarðsettur að Hofi 20. febrúar. Einar var hár maður og myndar- legur að vallarsýn, gekk tein- réttur fram á síðustu ár, og þar sem hann fór var tekið eftir honum. Á yngri árum var hann talinn og reyndist í mörgu á und- an sinni samtíð og var ætíð opinn fyrir öllum nýungum, sem hann heyrði um, t.d. var hann fyrsti maður hér um slóðir, sem reyndi með góðum árangri að veita vatni á engjar sínar, varð hann þar til fyrirmyndar mörgum öðrum. Hann var með fyrstu mönnum, sem fengu sér útvarp hér í hrepp og var ótrúlega opinn fyrir allri tækni á því sviði. Einari fannst að búskapurinn, eins og hann var rekinn þá, væri of smár til að hægt væri að lifa þar af, lærði hann því vefnað á unga aldri og óf um tíma bæði fyrir sitt heimili og aðra. Þá fór hann sem ungur maður í bókbandsnám til Akur- eyrar, lærði þar i 2 til 3 ár og þá atvinnu stundaði hann með bú- skap sinum æ síðan og veit ég til, að síðustu bókina batt hann 95 ára gamall, sem er merkilegt handbragð og óvenjulegt af svo öldnum manni. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför mágkonu minnar og föðursystur. HELGULÁRUSDÓTTUR, Bergstaðastræti 68. Vigdís Árnadóttir, Gyða Ingólfsdóttir og aðrir aðstandendur. Maðurinn minn t ÓLAFUR R. HJARTAR Járnsmiður frá Þingeyri andaðist þriðjudaginn 26 febrúar Sigriður E. Hjartar Eiginkona mín t STEFANÍA BJARNARSON, Hraunbæ 54, andaðist að Landspítalanum aðfaranótt 2 7 febrúar. Jarðarförin auglýst síðar Fyrir hönd vandamanna Stefán Bjarnarson. t Bróðir okkar, GUÐMUNDUR H. JÓNSSON. Brjánsstöðum, Skeiðum, er lézt 21 febrúar, verður jarðsundinn frá Ólafsvallakirkju, laugardag- inn 2. marz kl. 2 e.h. Systkini hins látna. t Útför ELÍASAR ÓLAFSSONAR, klæðskerameistara. fsafirði ferframfrá fsafjarðarkirkju, föstudaginn 1. marz kl 2. e.h. Va ndamenn. t fc'iginkona mín og móðir okkar ANNA ELÍN GÍSLADÓTTIR Breiðabólsstað i Fljótshllð verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju laugardaginn 2. marz, kl. 2 e.h. Bilferð verðurfrá Umferðarmiðstöðinni kl. 1 1 f.h. Sváfnir Sveinbjarnarson og börn t Útför TORFHILDAR JÓHANNESDÓTTUR Rauðarárstíg 40, ferframfrá Fossvogskirkju, föstudaginn 1. marzkl. 1.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bentá Barnaspítala Hringsins. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna Guðrún Halldórsdóttir, Steinþór Guðmundsson, Anna Guðmundsdóttir. t Minningarathöfn um ástkæran son okkar, föður, bróður og frænda MATTHÍAS SÆVAR STEINGRÍMSSON Hvassaleiti 49. sem lézt af slysförum 31. janúar, fer fram í Háteigskirkju föstudaginn 1 marz kl. 2. Steingrímur Guðmundsson, Fjóla Sigurðárdóttir, Sigurður Gunnar Matthlasson, Hrönn Steingrímsdóttir Þórir Steingrímsson. Steinunn Fjóla Jónsdóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför JÓHANNS E. ELÍASSONAR, póstmanns. Sérstakar þakkir skulu færðar starfsfólki og læknum Landakotsspítala. Margrét Elfasdóttir, Jón Júl. Þorsteinsson, Haukur Björnsson Louise Steindal. t fciginmaður minn og faðir okkar GUÐMAR JÓN KRISTINSSON, rafvirki, Hrísey, andaðist þriðjudaginn 26. febrúar. Ólöf Friðriksdóttir, Sæbjörg Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir. Einar Jóhannsson var öðlings- maður á allan hátt og vildi i engu vamm sitt vita, þess vegna held ég, að hann hafi ekki trúað nema öllu góðu um hvern mann, og ég heyrði hann ekki leggja hnjóðs- yrði til manná, er það fátítt um svo háaldraðan mann. Einar var aldrei-stórbóndi, en komst þó vel af, enda hafði hann nokkrar auka- tekjur af bókbandi, sem hann tók bæði utan héraðs og innan. Ekki veit ég til, að hann kæmist veru- lega í heyþröng, en mun frekar hafa hjálpað öðrum. í eitt skipti man ég þó til, að hann þöttist tæpur með hey og rak hann þá allt fé sitt fram í Skagafjörð til beitar og aðhlynningar, þá sagði Einar að sér hefði liðið verulega illa. Við, sem nú erum komin á efri ár, munum Einar í Mýrakoti sem fullorðinn mann, afbragðs ná- granna, öðlingsmann. Einar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Geirlaug Gunn- laugsdóttir og eignuðust þau f jögur börn, G unnlaug, sem er bú- settur á Akureyri, Elinu, búsetta i Hafnarfirði, Sigurð, búsettan í Kópavogi, og Nikolínu, sem and- aðist mjög ung. Geirlaug andaðist þriðja febrúar 1922. Siðar kvænt- ist Einar Hólmfríði Helgadóttur frá Læk, þau eignuðust ekki börn. Hólmfrfður andaðist 1966. Við munum Einar sem ljúflings mann. Minning hans er okkur öllum kær. Björn í Bæ. t Bróðir okkar, HÁKON JÓNSSON, Hringbraut 82, andaðist 26. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda. Guðbjörg Jónsdóttir, Gislina Gisladóttir. t Elsku sonur okkar, bróðir, mágur og barnabam SIGURBOÐI ÞORGEIRSSON, Garðavegi 9, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði 1. marz kl. 2. Helga Haraldsdóttir, Þorgeir Þórarinsson, systkini, mágur og amma. .. ■ -jfr’rwéaUb&at'XP' ■ * -^.>51 H- ,v, J,- -vi '■•-"t-íi j«1IKfl«-| V f ié4 æKr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.