Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1974 Gísli, Elríkur og Helgi s eftir inglbjörgu Jönsdðltur En það var einn galli á gjöf Njarðar. Hvorugur þeirra kunni að lesa skrifstafi. „Ég kann ekki að lesa svona krábull,“ sagði Gísli móðgaður. „Það er ég viss um, að mamma hefur gert þetta einungis til þess að hrella okkur.“ „Nei, hún skrifar líka svona, þegar hún skrifar bréf,“ sagði Eirfkur, sem vildi verja mömmu sína. „Hún skrifar bara hinsegin á ritvél.“ „Ég held nú samt, að ég muni alveg, hvernig þetta er gert,“ sagði Gísli. „Já, ég man það alveg áreiðan- lega. Við skellum bókinni aftur í skúffuna og svo tökum við af hrærivélinni. Eiríkur, niður í skúffu með bókina. Nú byrjar ballið!“ Síðast kynnti ég ykkur fyrir bræðrunum Gísla og Eiríki, sem voru í raun og veru beztu strákar, en seinheppnir órabelgir á köflum. Mamma hafði farið til læknis og þar sem Eiríki þóttu svo einstaklega Auðœvi hafanna HAFFRÆÐINGAR hafa kannað ýmsa þá möguleika, sem í heimshöfunum levnast. Og það eru undrasýnir, sem þeir hafa eygt. Með atomorku má breyta sj() í ferkst vatn og með því mætti leysa vatnsskort heimsins um óf.vrirsjáanlega framtíð. Höfin eru svo rík af alls kyns efnum. að möguleikarnir virðast nær ótæm- andi. Stór svæði hafsbotnsins eru svo frjósöm að þar mætti rækta meira grænföður en hægt er að gera á þurrlendi jarðar. IVIeð skipulagningu mætti margfalda fiskveiðar, og nú eru aðeins nýttir í örlitlum mæli þeir möguleikar sem hafið getur veitt. 1 dag starfa um 100 verksmiðjur í Bandaríkjunum að því að breyta sjó í ferskt vatn og daglega eru unnin 200 tonn af magnesium úr 200 milljónum lítra sjávar. En þetta er aðeins örlítið bort af því, sem vinna mætti úr heimshöfunum. góðar súkkulaðikökur, ákvað Gísli að baka eina handa þeim. Hvorugur drengjanna gat lesið skrift, svo að uppskriftin var engin og allt gert eftir minni. Hrærivélin var komin í samband og nú beið skálin eftir því að eitthvað væri sett í hana. Þeytararnir voru á sínum stað og allt eins og það átti að vera. „Hvað gerirðu fyrst?“ spurði Eiríkur hrifinn og leit aðdáunaraugum á eldri bróður sinn. „Ég set hveiti í hrærivélarskálina," svaraði Gísli, „ég set svona hálfan dunk, því að þetta á að vera stór kaka.“ „Hvað kemur næst?“ spurði Eiríkur, þegar Gísli hafði nær fyllt hrærivélarskálina af hveiti. „Pund af sykri, eitt stykki af smjörlíki og egg.“ Eiríkur þaut að ísskápnum og opnaði hann. „Hvað viltu mörg egg?“ spurði Eiríkur. „Hvað eru mörg til?“ spurði Gísli á móti. „Tíu,“ svaraði Eiríkur. „Þá notum við tíu,“ sagði Gísli ákveðinn og hóf að brjóta eggin yfir hrærivélarskálinni. „Þarf ekki fleiri?“ spurði Eiríkur. „Það verður að duga, við eigum ekki fleiri til.“ Svo setti Gísli hrærivélina í gang. Hrærivélin hrærði og hrærði. Gísli setti hana á mestan hraða. „Þá verðum við fljótari,“ sagði hann f útskýringar- tón við Eirík. „Þetta verður að vera til, þegar mamma kemur heim.“ Eggjaslettur og hveitiflygsur sentust upp um veggina og smjörlíkisklessur hreiðruðu um sig í loftinu. „Setur maður ekkert fleira í köku?r‘ spurði Ei- ríkur, sem nú var mjög hrifinn af dugnaði og kunnáttu Gísla. „Jú, lyftiduft,“ sagði Gísli. „Náðu í lyftidufts- krukkuna, Eiríkur!" bætti hann svo skipandi við. Eiríkur stökk niður af borðinu og hraðaði sér að sækja krukkuna með lyftiduftinu. „Má ég láta það í?“ spurði Eiríkur. „Nei, þú mátt það alls ekki,“ svaraði Gísli. „Kannt þú kannski að baka köku eða hvað?“ Aumingja Eiríkur varð að viðurkenna, að það kynni hann ekki. Hann varð að sætta sig við að rétta Gísla lyftiduftið. „Viltu ekki skeið?“ spurði Eiríkur. „Til hvers?“ spurði Gísli rogginn. „Mamma mælir lyftiduftið með mæliskeið,“ sagði Eiríkur og ég er ekki frá því að Ögn af efavotti hafði Iæðst inní huga hans um hæfni Gísla til að baka raunverulegar kökur. cZJVonni ogcTManni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi „Ég heiti Nonni, og bróðir minn heitir Manni“. „Einmitt það. En heyrðu, Nonni, heldurðu, að ég geti fengið að vera í nótt hjá ykkur?“ „Ég skal spyrja hana mömmu að því. En hvað lieit- ið þér annars?“ Ókunni maðurinn horfði á okkur um hríð eins og hann væri að hugsa sig um. Því næst sagði hann: „Ég heiti — Haraldur Helgason“. Við Manni hörfuðum ósjálfrátt eitt skref aftur á bak. Okkur brá svo við, að við gátum engu orði upp komið. En maðurinn tók eftir fátinu, sem kom á okk- ur, og sagði brosandi: „Þið þurfið ekki að vera hræddir við mig. Ég er ekki sá, sem þið haldið“. Við þetta varð okkur rórra. „Þú ert þá ekki útilegumaðurinn“, hvíslaði Manni. „Nei, nei, góði minn. Útilegumaðurinn heitir Hall- dór, en ég heiti Haraldur. Og ef ég væri útilegumaður, þá mundi ég ekki vera kominn hingað“. „Hvar eigið þér heima?“ spurði ég. „Ég á heima í stórum dal hinum megin við fjöllin“. „Þekkið þér Halldór Helgason frá Borg?“ „Já, hann þekki ég vel. Við Halldór erum tvíburar“. Aftur hrukkum við Manni ósjálfrátt frá honum. En samt vorum við ekki eins hræddir og áður. Við virtum hann fyrir okkur frá hvirfli til ilja hálf- hikandi. Síðan spurði ég: „Hvar er bróðir yðar núna?“ „Það veit enginn með vissu. Þeir eru alltaf að leita að honum“. Nú fylgduin við Haraldi heim til bæjar. Og ég hvíslaði að Manna litla: „Hlauptu inn til hennar mömmu og segðu henni, að maðurinn sé kominn af fjallinu og hann langi til að vera hjá okkur í nótt“. Manni hljóp inn á undan. Að lítilli stundu liðinni kom mamma fram. Haraldur heilsaði henni og sagði: íneiimorguiilKiffiAu — Samband okkar er vonlaust, Valli. Þú vilt eggjaköku með bakon en ég vil eggjaköku án bakons. öiP/o/b — Augnablik. Læknirinn hef- ur verið að gera tilraunir, alveg frá því að þér hringduð. Voii >i» ~~t£. — Þetta var gott hjá þér. Hertu svo upp hugann og hoppaðu niður hinu megin. — Allir hafa yfirgefið mig á stund neyðarinnar. Konan mín, fjölskylda mín, vinir mínir... allir nema gamli tryggi hundurinn minn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.