Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1974 13 Hljómsveitaböllin í gagnfræðaskólunum: Grundvellinum kippt undan félagslífinu ? Skólastjórar sátu við sinn keip Hagaekóla 18. 2. 1974. Prá or 28. febrdar nwatkomanði, segjum við undir- ritaðir nemendur, meðli"!ir f st.lórnum og nefndum á vegum Hagaskóla, af okkur störfum í mótmmlaakyni við uppgjafar- atefnu ekólayfirvalda í fálagsmálura og vegna lélegra undirtekta beirra við tillHgun ok’car til lauanar á vandanum. St,1órn ;íkólaf''la«'s Hagaskóla. /uan í ^ - w " . 'KöjukuA ýu'vrna *'fW St.lórn ”álfundaféla’H ííagaekóla. S-f'o^v 'V-" . ?/- '7C'd'/c Hitrefnd Hu^irus, skólablaða Hagnnkóla. A c>-_ //; . •-- , - 'TUi,»+........ .'i, rviAAVv\ fbróttanefnd Hagackóla. /.. , .. <• • •••'■ / í/s.4f«.'ntYl*ryi BRÉF það sem birtist hér að ofan er viðbragð forsvarsmanna nemenda f Hagaskóla við þeim aðgerðum skólastjóra í Reykjavík að stöðva allt dansleikjahald með aðkeyptum hljómsveitum í gagnfræðaskólum borgarinnar. Frá og með deginum í dag leggst að því er virðist svo til allt félagslif í þessum skóla niður. Aðeins fyrsti bekkur mun hafa f hyggju að reyna að halda úti einhverri félagsstarfsemi upp á eigin spýtur. 0 Áður hefur Slagsíðan fjallað um þetta hitamál. Þá stóðu vonir til að sættir myndu takast, — milli skólastjóra annars vegar, sem telja að böll með aðkeyptum hljómsveitum séu gróðrarstía drykkjuskapar, og nemendum hins vegar, sem telja stöðvun slíkra balla enga lausn á þeim vanda sem drykkjuskapur er, auk þess sem hún kippi grundvelli undan öllu félagslífi i skólunum. 0 Þegar Slagsíðan reifaði þetta mál fyrir nokkrum vikum stóð fyrir dyrum sameiginlegur viðræðufundur nemenda og skólastjóra. Þar lögðu fulltrúar nemenda fram móttillögur sínar til lausnar. Að sögn þeirra virtust þær fá allgóðar undirtektir hjá skólastjórum. Skólastjór- ar héldu sfðan lokaðan fund þar sem þeir tóku afstöðu til þessara málamiðlunartillagna, og mun þar hafa vcrið samþykkt að vísa þeim frá og halda fast við þær reglur um þetta efni sem settar voru 17. janúar síðastliðinn. Bréfið hér að ofan sýnir viðbrögð forsvarsmanna félagsllfs f Hagaskóla við þessari ákvörðun. Nemendur annarra skóla munu að sama skapi gramir yfir henni, þótt ekki sé vitað um slíkar afsagnir annars staðar, enda munu skólarnir nokkuð misjafnlega settir hvað það varðar að framfylgja reglunum. Slagsfðan hafði samband við Kristján J. Gunnarsson fræðslu- stjóra og innti hann álits á stöðu þessa máls f dag. Kristján sagði að skólastjórar hefðu rætt málamiðlunartillögur nemenda, en ekki séð sér fært að breyta reglugerð sinni í vetur. „Þessu verður þvf ekki breytt á þessu skólaári, þvf miður,“ sagði Kristján. ,JEn ég er persónulega þeirrar skoðunar að nemendur hafi fundið vel að ástandið í þessum efnum þurfti að batna, og þeir vildu standa að því.“ „Eg hef hins vegar mikinn áhuga á því,“ sagði Kristján J. Gunnarsson að lokum, „að félagslif í skólunum verði tekið til endurskoðunar í haust.“ Tveir forsvarsmenn nemenda i Hagaskóla, þeir Þorsteinn Alex- andersson, (fyrrverandi) for- maður Skólafélags Hagaskóla, Júlíus Aðalsteinsson úr (fyrrver- andi) stjórn Málfundafélags Hagaskóla, og Jörundur Guð- mundsson, formaður Skólafélags Gagnfræðaskóla Austurbæjar, ræddu við Slagsíðuna um þessi mál nú í vikunni. Komu í ljós hjá þeim mikil vonbrigði með þessa afstöðu skólayfirvalda, sem þeir kalla „uppgjafarstefnu“, — kannski fyrst og fremst vegna þess að þeir töldu málamiðlun nemenda sanngjarna og upp- byggilega lausn á vandamálinu. Þetta eru reglur þær sem skóla- stjórar halda fast við: Þetta eru málamiðlunartillögur nemenda: 1. „Nemendaráð taki að sér gæzlu þá er kennarar hafa haft með höndum, svo og leit að áfengi Og dyravörzlu, en eftirlit verði í höndum skólayfirvalda.“ 2. „Reglur um reykingar verði i höndum skólanna sjálfra hvers um sig.“ 3. .Nemandi sem gerist brot- Þeir ræddu við Slagsfðuna: f.v. Þorsteinn, Júlíus og Jörundur. legur við fyrirliggjandi skemmt- analöggjöf, sé vísað frá félagslifi það sem eftir er vetrar eður úr skóla um tilsettan tima eftir þvi sem til fellur.“ ' 4. „Það sé í valdi hvers skóla- stjóra fyrir sig, hvort bjóða megi gestum á skemmtanir." 5. „Tímasetning sé strangt tekið sú sama og fyrir var,“ (þ.e. bölltil eitt e.m.) ,,og hljómsveitir leyfð- ar.“ 6. „Að öðru leyti liggur fyrir samþykki fyrir öðrum ákvæðum reglugerðar þeirrar er sett var á skólástjórnarfundi 17. janúar." Þess má geta að ekki mun hafa náðst algjör samstaða milli skóla um reglugerðina frá 17. janúar, t.d. hefur Réttarholtsskóli fengið undanþágu út þetta skólaár á þeim forsendum að búið sé að skipuleggja félagsstarfið í vetur. „Þeir eru búnir að bjarga sér í bili,“ sögðu félagarnir sem Slag- síðan ræddi við. Eftir fundinn með skólastjór- unum töldu nemendur nokkuð öruggt að þeim yrði gefinn kostur á að halda eins konar reynslu- dansleik, sem yrði prófsteinn á fyrirkomulagið í framtíðinni. Töldu þeir undirtektir skólastjóra hafa verið jákvæðar í heildina, þótt auðvitað hafi einn og einn tekið harðari afstöðu. Með það í huga að einn slíkur reynsludans- leikur yrði leyfður, gengust nem- endur fyrir undirskriftasöfnun þar sem mönnum var gefinn kost- ur á að undirrita drengskapar- yfirlýsingu svohljóðandi: „Vér undirritaðir nemendur í (...) heitum með undirskrift vorri að viðlögðum drengskap að neyta ekki áfengis fyrir eða á skemmt- un í skólanum og neyta þess ekki i námunda við skólann að skemmt- un lokinni." Sögðu þeir félagar að almennt megi segja að þátttaka í þessum undirskriftum hafi verið um eða yfir 90%. Voru undir- skriftalistarnir lagðir fyrir skóla- stjóra, en munu ekki hafa dugað til að hnika til afstöðu þeirra. „En ef þessi reynsludansleikur hefði ekki heppnast, þá hefðum við samþykkt ráðstafanir skóla- stjóra.“ Meðal annars töldu þeir að hugsanlega spilaði hér inn í ein- hver spurning um stolt skólayfib- valda, — þeim finnist ekki hægt að bakka með útgefnar og birtar reglur sínar. Slikt kynni að líta illa út gagnvart almenningi og þá foreldrum sérstaklega. Annars vildu þeir félagar vekja athygli á þvi að foreldrar hefðu tilhneig- ingu til að kenna skólunum um hluti sem þeir ráða ekki við og eru ekki þeim viðkomandi. Töldu þeir afar marga ágalla á reglugerð skólastjóra, — svo marga að hún ætti jafnvel eftir að gera ástandið i þessum efnum enn verra. „Við vitum vel að drykkjuskapur í skólum er vanda- mál. Það er þó ekki eins mikið vandamál og sumir skólastjórar hafa látið í veðri vaka. Sum blöð hafa líka blásið fylliríissögur óþarflega upp, og þetta er mis- jafnlega alvarlegt ástand eftir skólum. En þeirri staðreynd verður ekki breytt að hljómsveit- arböllin eru og verða miðpunktur alls félagslífs. Reglur skólastjóra hafa það í för með sér; að ekki aðeins dettur þátttaka í félagslif- inu niður, heldur fer fólkið nú að sækja aðra staði í mjög auknum mæli, — Tónabæ, Þórskaffi og skólaböll menntaskólanna þar sem er mun minna eftirlit og oft á tiðum allt logandi í fylliríi.“ Þá kváðu þeir félagar regluna um að böllum skuli ljúka kl. 23.30 til þess eins fallna að auka flakk að þeim loknum. Fólk sé yfirleitt ekki búið að skemmta sér nóg á þessum tima og verði þá aðeins farið í „partý eða á rall um bæinn, jafnvel í önnur danshús. Félagslíf í íslenzkum gagn- fræðaskólum væri allt of einhæft, — það voru þeir félagar sammála um Þó væru nemendur orðnir anzi langþreyttir á stöðugum skír- skotunum skólastjóra til hvernig þetta væri i Svíþjóð eða Banda- rikjunum. Ástand málsins í þess- um löndum breytti engu um mik- ilvægi dansleikjanna hér; það væri þá bara séríslenzk hefð, sem mætti auðvitað reyna að breyta, en ekki væri hægt áð horfa fram hjá. Þeir félagar kváðu fulltrúa nemenda hafa orðið fyrir von- brigðum með það, að hófsamar tillögur þeirra skyldu ekki hafa mætt meiri skilningi hjá skóla- stjórunum. „Það hefði kannski verkað betur ef við hefðum í upp- hafi lagt fram tómar öfgar, til að geta slegið af þeim smám saman.“ „Okkur fannst það heiðarlegast að segja af okkur,“ sögðu Haga- skólamennirnir. „Það er búið að kippa þeim grundvelli undan fé- lagslifinu sem við höfðum starfað á, og við töldum réttara að stoppa þetta strax, fremur en láta það fjara út, eða reyna að fara i kring- um reglugerð skólastjóra, — sem raunar yrði mjög auðvelt." „Við erum búnir að gera það sem við getum,“ sögðu þeir Þor- steinn, Júlíus og Jörundur að lokum. „Um það eru bæði nem- endur og skólayfirvöld sammála. Það er ekkert meira hægt að gera til að fá þessu breytt nema ein- hver læti, sem svo borga sig alls ekki á endanum." „SLAGSÍÐAN” MORGUNBLAÐIÐ PÓSTHÓLF 200 REYKJAVÍK Jesper og Þórunn spyrja: Er alveg hætt að birta „popp- skýrslur“ t því formi, sem þær voru hér áður fyrr? Svar: Poppskýrslurnar voru fengnar úr brezka blaðinu Melody Maker, en það birti þær í nokkrum áföngum, 20 i hvert skipti, fyrrihluta síðasta árs. Poppkorn Morgunblaðsins birti aðeins þær 20, sem fjöll- uðu um brezkar hljómsveitir, en af birtingu skýrslnanna um brezka einstaklinga, banda- riska einstaklinga og banda- rískar hljómsveitir varð ekki. Efni þetta hefur úrelzt mjög, þótt skammur tími sé liðinn, enda er poppheimurinn hverf- ull mjög. SLAGSÍÐAN hefur þvi fremur í hyggju að halda uppi slíkri upplýsingamiðlun, sem skýrslurnar voru, i bréfa- dálkum sinum og i greinum og fréttum. Akureyringur spyr: Væri ekki hægt að birta grein um hljómsveit eða sögnv- ara, t.d. á hverjum sunnudegi, og þá líka um islenzkar hljóm- sveitir? Hver eða hverjir sjá um SLAGSÍÐUNA? Svör: Slagsíðan hefur haft það að stefnumarki, að liafa fjölbreytni efnis síns sem mesta, helzt þannig, að lesend- ur gætu að jafnaði ekki sagt fjTir um efni næstu slagsíðu. Eina undantekningin frá þessu hefur verið bréfadálkur- inn, sem á að birtast sem oft- ast. En kynningu á hljómsveit- um og söngvurum, íslenzkum sem erlendum, verður haldið uppi eftir megni og ræðst kynningin bæði af bréfum til síðunnar, erlendum poppblöð- um og fréttum og helztu við- burðum i íslenzku popplifi. Umsjón með SLAGStÐ- UNNI hafa blaðamenn við Morgunblaðið og er ekki ástæða til að nafngreina þá sérstaklega. Einn aðdáandi spyr: Geturðu nokkuð sagt mér, hvar leikkonan Barbra Streis- and býr? Svar: Nei. Ef ég vissi það, væri ég farinn þangað! En þú getur skrifað eftir áiútaðri mynd af henni og e.t.v. ein- hverju fleiru til: Barbra Streisand, c/o CBS Records, 51 West 52nd Street, New York, U.S.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.