Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975 ,uíiWíW> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar. Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Askriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið jóðleikhús er stórt orð og yfir því er mikil reisn, enda táknar það ekki einungis gráa steinveggi og stóra sali, heldur lifandi list, sem þjóöin öll á að njóta. íslendingar minnast þess í dag, að aldarfjórð- ungur er liðinn frá því að Þjóðleikhúsið tók til starfa. Það var merkur áfangi i sögu íslenzkrar menning- ar. Á þeim árum, sem lióin eru frá því að Þjóóleikhús- ið hóf göngu sína hefur það skotið föstum rótum í þjóð- félaginu og er nú hluti dag- legrar tilveru fólksins í landinu. Þaó er ekki ein- vörðungu reisn yfir húsinu við Hverfisgötu, heldur og þeirri starfsemi, sem þar fer fram. Á engan er hallað, þó að sagt sé, aó Þjóðleikhúsió sé einn mikilvægasti og mikil- virkasti þátturinn í ís- lenzku menningarlifi. En sé Þjóóleikhúsið snar þátt- ur í menningarlífi lands- manna nú, var þaö ekki síður mikill viðburóur, þegar það fyrst var opnað. Þjóðleikhúsið á sér langa sögu allt frá því aö fyrstu hugsjónamennirnir settu fram hugmyndina um ís- lenzkt þjóðleikhús og þar til tveggja áratuga bygg- ingarframkvæmdum lauk. í frásögn Morgunblaðsins af vígslu Þjóóleikhússins segir, að gestunum, sem þar voru þetta fyrsta kvöld, muni flestum hafa farið svo, aö þeir hafi undr- azt hve húsakynni Þjóð- leikhússins voru vegleg, þegar inn var komið. Þaó var mikið átak fyrir svo fámenna þjóð að reisa svo veglegt hús, og það var vissulega mikill viðburður, þegar því verki var lokið. I forystugrein Morgun- blaðsins á vigsludaginn fyrir tuttugu og fimm árum segir þetta m.a. um Þjóðleikhúsið: „Þaó á að vera höfuðvígi íslenzkrar listar. Það á i senn að vera þjóðlegt en veita þó stöð- ugt straumum nýrra menn- ingaráhrifa til þjóöar sinn- ar. Listin er alþjóóleg, en þvi aðeins getur hver ein- stök þjóð tileinkað sér heimsmenninguna eða brot af henni, að hún eigi sjálf sína eigin þjóðlegu menningu, sprottna upp úr jarðvegi síns eigin lands, sögu þess og baráttu. Á grundvelli þessa skilnings fagnar íslenzka þjóóin þjóðleikhúsi sínu.“ Óhætt er að fullyrða, að mikil og góð reynsla hafi i öllum aðalatriðum fengizt af starfsemi Þjóðleikhúss- ins. Að vísu er rétt að hafa í huga, að leiklistarstarf- semi stóð hér föstum fótum áóur en Þjóðleikhúsið tók til starfa. Með löngum starfsferli Leikfélags Reykjavíkur var leiklistar- starfsemin orðin föst í sessi og í því mikla starfi, sem þar lá aó baki, var grund- völlurinn aó Þjóðleikhús- inu að nokkru leyti fólginn. Meö tilkomu Þjóðleikhúss- ins hófst því ekki ný saga, því að leiklistin hafði þá lengi staðið á gömlum merg. En það uróu þátta- skil, þaó voru stigin ný spor íslenzkri leiklist og menningarlifi til fram- dráttar. Þjóðleikhúsið markaði einnig þáttaskil að því leyti, að með því fékk leik- listin í landinu opinbera vióurkenningu ekki aðeins i orði heldur á borði. Þjóð- leikhúsið átti ekki að verða eign Reykvíkinga, heldur íslendinga. Hlutverk þess hefur verið alhliða efling íslenzkrar leiklistar. Á hinn bóginn er ekki unnt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að vegna staðsetningar leikhússins eiga íbúar höfuðborgar- svæðisins vitaskuld auð- veldara með að njóta þess, sem þar fer fram, en aðrir. Engum getur dulizt, að áhugi íslendinga á leiklist er mikill og fer vaxandi. Gróskumikil starfsemi leik- félaga úti um byggðir landsins ber órækt vitni þar um. Þjóðleikhúsið á að vera bakhjarl þessarar starfsemi og uppspretta nýrra menningarstrauma. Aldarfjóróungur er í sjálfu sér ekki langur tími, en nógu langur til þess að mynda merkilegt baksvið í íslenzkri leiklistarsögu. Ef- laust má benda á eitt og annað, sem betur hefði mátt fara, svo er um flesta þætti mannlegrar starf- semi. En mestu máli skipt- ir, að i heild hefur þetta starf borið góðan ávöxt og svo mun vafalaust verða á komandi árum. Það eru margir menn, sem lagt hafa hönd á plóginn frá því fyrst, að menn fóru að ræða um það í alvöru að reisa Þjóðleikhús og fram til þessa dags. Þar hafa margir komið við sögu og lagt gjörva hönd að verki, en mestan heiður eiga að sjálfsögðu þeir, sem í þessu húsi hafa skapað lifandi list. Á slíkum tímamótum, sem Þjóðleikhúsið stendur á i dag, líta menn gjarnan til baka yfir farinn veg. En um leið er vert að horfa til framtíðarinnar. Leikhús er í eðli sínu lifandi stofnun, sem stendur vörð um gaml- an menningararf um leið og það er uppspretta nýrra hugmynda. Þjóðleikhúsinu þarf því ávallt aó skapa starfsskilyrði i samræmi við breytta tíma. Því verk- efni þarf að gefa gaum, og þá er víst að Þjóðleikhúsið verður enn um langa fram- tíð einn af hornsteinum menningarlífs í landinu. Þ J ÓÐLEIKHÚ SIÐ 25ÁRA ♦Laugardagur 19. apríl Sjómanna- samningarnir Þegar samkomulag hafði náðst milli samninganefnda sjómanna og vinnuveitenda þeirra, gerðu menn aó vonum ráð fyrir, að kjaradeilan væri leyst, þótt at- kvæðagreiðslur ættu eftir að fara fram í félögum aðila. Mönnum brá því í brún, þegar samkomu- lagið var fellt í sjómannafélögun- um með naumum meirihluta, en þátttaka í atkvæðagreiðslunni var hverfandi lítil. Liklega ætti að vera óhætt að álykta, að þessi litla þátttaka hafi stafað af því, að sjómenn sjálfir hafa eins og aðrir talið, að málin væru leyst og ástæðulaust væri þess vegna að ómaka sig við að greiða atkvæði. En þeir, sem samningunum voru mótfallnir hafi af einhverjum ástæðum fremur látið til sín taka. En hvað sem um þessa skýringu er að segja, þá er hitt ljóst, að þessi litla þátttaka getur ekki gef- ið neina mynd af vilja sjómanna almennt til samninganna. Þegar þetta er skrifað, veit eng- inn, hver niðurstaðan muni verða, en aðilar leitast þó við að setja deilumálin niður og tekst það von- andi. Eins og áður hefur verið bent á, hafa ráðstafanir í efnahagsmálum undanfarna mánuði fyrst og fremst miðað að því að bæta hag sjávarútvegsins, sem algjörlega var kominn í þrot. Geysimiklar tilfærslur hafa átt sér stað til sjávarútvegs- og fiskvinnslu frá öðrum greinum þjóðlífsins. Fólk- ið allt hefur orðið að axla byrðarnar, en ekki þeir einir, sem við útveg og vinnslu sjávarafla hafa fengizt. Flestir eða allir skilja raunar nauðsyn þess að treysta hag útvegsins með þessum hætti. En sú staðreynd, að fólkið hefur axlað þessar byrðar, leggur auðvitað enn þyngri ábyrgð á herðar þeirra, sem framfæri sitt hafa af þessum meginatvinnuvegi landsmanna. Það gera menn sér væntanlega ljóst og leitast við að koma í veg fyrir stöðvun útvegs- ins. Hverjar eru byrðarnar? Lárus Jónsson alþm. skrifaði ágæta grein hér í blaðið s.l. þriðjudag, þar sem hann fjallar um efnahagsáföllin og kjara- skerðinguna. Hann segir orðrétt: „Það eru áreiðanlega ekki allir, sem hafa gert sér nægilega ljóst, að við getum nú keypt rúmlega þriðjungi minna af nauðsynlegum vöruinnflutningi fyrir hvert tonn, sem vió flytjum út af almennum sjávarafurðum en við gátum gert í byrjun ársins 1974. Þetta er langmesta viðskiptakjararýrnun, sem komið hefur yfir þjóðina um áratuga skeið og er miklum mun meiri en gerðist 1967 og 1968. En þá er þess að gæta, að við verðfall sjávarafurða bættist þá síldar- bresturinn.“ Lárus rekur það síðan, að inn- flutningsverðlag á árinu 1974 hafi hækkað um hvorki meira né minna en 35% í erlendum gjald- eyri. En þetta merkir, að við þurf- um að greiða sem svarar 7,7 millj- örðum kr. aukalega í erlendum gjaldeyri á árinu 1974 fyrir sama innflutníngsmagn og til landsins var keypt árið 1973. Síðan segir Lárus: „Ég hef reiknað lauslega út, hvert verðmæti framleiðslu helztu sjávarafurða á árinu 1974 hefói orðið, ef fengizt hefði fyrir hana það verð, sem gert var ráð fyrir í forsendum fiskverðs í janúar 1974 og borið útkomuna saman vió þá upphæð, sem hefði fengizt fyrir sömu framleiðslu miðað við markaðsverð í dag. Niðurstaðan er sú, að fengizt hefði 47 milljón dollurum meira fyrir framleiðsluna, ef viðmið- unarverð í janúar 1974 hefði hald- izt og hún öll selzt á þvi verði. Hér er um að ræða nálega 7000 millj. kr. í erlendum gjaldeyri miðað við núverandi gengi.“ í stuttu máli má þvi segja, að rýrnun viðskiptakjaranna sé sú, að innflutningurinn hafi hækkað um tæpa 8 milljarða, en út- flutningsverð lækkað um nálægt 7 milljarða, þannig að heildar- kjaraskerðingin sé nálægt 15 milljörðum króna. Þetta er sú heildarmynd, sem við blasir fyrir þjóðarheildina, og ættu víst allir að geta skilið, að kjaraskerðing verður hjá hverjum og einum, þegar þannig árar. Efnahagsfrum- varp ríkis- stjórnarinnar Eins og ákveðið var, þegar efna- hagsfrumvarp rikisstjórnarinnar var lagt fram fyrir páska, hefur það verið til meðferðar í nefnd og til umræðu við ýmissa aðila, með- an unnið hefur verið að sam- komulagi á vinnumarkaðnum. Hugmyndin var, að frumvarpið kæmi til afgreiðslu nú fyrir nokkrum dögum, en þá hugðu menn, að bráðabirgðasamkomu- lag hefði náðst milli allra megin- aðila á vinnumarkaði. En þá voru sjómannasamningarnir felldir og þess vegna ekki timabært að taka inn í frumvarpið ákvæði, sem rikisstjórnin hugðist beita sér fyrir til lausnar þeirri deilu. Af þeim sökum m.a. hefur dráttur á því orðið, að frumvarp þetta yrði lögfest. Nú eftir helgina verður tekið til óspilltra málanna að ræða frum- varpið og fá það lögfest. En meginatriði þess er, eins og kunnugt er, að lækka skatta um 2 milljarða, ýmist beina skatta eða óbeina, og hins vegar að skera niður opinberar framkvæmdir um allt að 3,5 milljarða kr. Eins og að líkum lætur sýnist nokkuð sitt hverjum um leiðir þær, sem heppilegast sé að fara, bæði að því er varðar skattalækk- anirnar og niðurskurð á fjárlög- um. Láta þar margir til sín taka, aðrir en þingmenn, enda hlut- skipti forustumanna i hinum ýmsu samtökum í þjóðfélaginu að gæta stéttarhagsmuna. Glöggt hefur raunar komið í ljós, að sjónarmiðin fara ekki eftir flokk- um, því að menn getur greint á um einstök framkvæmdaratriði, þótt þeir séu flokksbræður. Hitt er svo annað mál, að stjórnar- flokkarnir bera ébyrgð á fjár- málastjórn landsins og eru stað- ákveðnir í að bregðast ekki skyldu sinni. Þess vegna eru sjónarmiðin samræmd, allir ábyrgir menn slá af ýtrustu kröf- um sínum og hin endaniega niðurstaða verður að sjálfsögðu lögfest með þingstyrk stjórnar- flokkanna, þótt hins sé að vænta, að stjórnarandstaðan snúist nú sem löngum fyrrum gegn aðgerð- um af þessu tagi, og við því er raunar ekkert að segja. Hitt er líka alveg ljóst, að tekizt verður á um niðurskurðinn, þegar menn snúa sér að honum nú alveg á næstunni. Þar gæta menn mis- munandi hagsmuna, og kjör- dæmasjónarmið koma þar vafa- laust eitthvað inn i líka. A hinn bóginn er alveg ljóst, að þing- menn stjórnarflokkanna gera sér fulla grein fyrir þvi, að fólkið í landinu ætlast til þess, að þeir takist af röggsemi og festu á víð þann mikla vanda, sem við er að etja, og þar á meðal með því að ganga ótrauðir til verks og lækka útgjöld fjárlaga. Þá er þess og að geta, að þar sem um verður að ræða niður- skurð á verklegum framkvæmd- um, þá þýðir þaó að sjálfsögðu ekki, að þessi verkefni verði látin bíða um langa tið. Þvert á móti má gera ráð fyrir þvi, aó sérhvert það verkefni, sem nú verður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.