Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1975 Punktar.. ó tjaklinu BROT AF PLÖTUNNI 2000 ARA GAMLI MAÐURINN Fyrst heyrðist í 2000 ára gamla manninum uppúr 1950, þegar Mel Brooks og Carl Rein- er skópu þennan vinsæla út- varpsþátt. Brooks var gamal- mennió en Reiner spyrillinn. Þessi samtök urðu upphafið að mjög vinsælli röð hljómplatna. Hér er smábrot af þeirri fyrstu: Er það rétt að þú sért tvöþús- und ára gamall? Oooooooboy. Virkilega tvöþúsund ára gamall? Ekki alveg, ég verð 2000 ára 16. október. Hvernig var það í gamla daga? Við vorum svo heimskir, að við vissum ekki hverjir væru kvenkyns. GeturðU sagt okkur leyndar- dóminn fyrir langlífinu? Nú, aðalatriðið er. . . aðal- atriðið er að ég snerti aldrei djúpsteiktan mat, og ég hleyp heldur aldrei á eftir strætis- vagninum. Það kemur alltaf annar. Það voru nú öngvir strætis- vangar í þá daga. Hver voru aðalsamgönguta;kin? Aðallega ótti. Flutti óttinn ykknr? Ötti, já. Maður heyrði öskur úr villidýrsbarka og komst tvær mílur á minútunni. Flestir vilja uppskera langt og frjósamt líf, líkt þínu... Uppskeran er góð, lika. Avextir héldu mér gangandi eitt sinn í 140 ár, þá var ég í ströngum megrunarkúr. At aðallega nektarínur. Eg elska þann ávöxt. Hann er hálf ferskja og hálf plóma. Þetta er dýrðlegur ávöxtur, ekki of sval- ur og ekki of heitur. Aðeins stórfínn. Jafnvel úldinn er hann góður. Svo mikið elska ég hann, að frekar æti ég rotna nektarínu en ferska plómu. Hvað finnst þér um það?. . . ÚR HANDRITI MYNDARINN- AR YOUNG FRANKENSTEIN — Þegar hér er komið sögu er Frankenstein jr., þegar tek- inn til við kjallaraiðju afa síns. Hann hefur, með hjálp þjónsins Igor, (sem er sjálfsögðu kryppl- ingur), komist yfir glóð- volgt lík, og er einnig bú- inn að senda þjóninn eft- ir heila í heilabankann. Þar átti Igor að hnupla heila úr nýlátnum vísinda- manni, en missti krukkuna i gólfið svo allt fór í einn graut. I fuminu tók hann þá næstu, án þess að taka eftir því að á henni stóð, NOTIÐ EKKI ÞENNAN HEILA. ABNORMAL. Igor réttir samt hinum nýja húsbónda sínum heilann og honum er troðið í hauskúpu líksins. Síðan er í öllu farið eftir kokkabókum Franken- stein eldri, en allt kemur fyrir ekki, líkið bærir ekki á sér. Frankenstein yngri, aðstoðar- stúlka hans, Inga, og Igor, taka sér kaffihlé. En allt i einu fær- ist líf í þann dauða. Hann styn- ur í sífellu mmmmmmm MMMMMmmmmm, og Frankenstein jr., gerir allt til að þóknast þessu „sköpunar- verki sínu. Og að lokum, gegn vilja sinum leysir hann skrímsl- ið af bekknum... Skrímslið: (langt, tortryggn- islegt urr) mmmmmm- MMMMMMmmmmmmMMMM- mmm Fr. jr. (réttir út hendurnar): O, leggðu hendur þinar í mínar. Með varkárni réttir skrímslið Fr. jr., hendurnar . . . annað- hvort i samþykki, eða til að kyrkja hann, við erum ekki viss. Fr. jr., tekur um hendur skrímslisins, og leiðir það fyrstu, þunglamalegu skrefin. Inga (hvislar um leið og hún forðar sér): 0, læknir, ég er hrædd. Igor (Nælir sér í sígarettu, með óstyrkum höndum. Hann kveikir áeldspýtu og.. . Skrfmslið (óttaslegið af eldinum); MMMMMMMMM MMMMMMM Fr. jr. (til skrímslisíns) Hvað er þetta, hvað er að? Skrimslið grípur um háls Fr. jr. Fr. jr.: Fljót, gefið því--- Skrímslið kreistir. Fr. jr. kemur ekki upp hljóði. Eitt augnablik slappar skrímslið af. Fr. jr.: Fljót, gefið því--- Skrímslið herðir á takina Fr. jr. kemur ekki upp minnsta bofsi. Igor: Hvað? Gefa honum hvað? Fr. jr. bendir í örvinglun á handlegg skrímslísins. Igor: Handieggur! Gefa hon- um handlegg! Fr. jr. hristir höfuðið neit- andi. Hann rekur þumalinn á milli vísifingurs og löngutang- ar, og hermir þannig eftir inn- sprautun. Igor: Gefa honum sígarettu? Fr. jr. hristir höfuðið neit- andi og réttir upp þrjá putta. Hann er að kikna undan þrjú- hundruð punda fargi. Igor: Þrjú atkvæði? Fr. jr. Nikkar höfðinu ját- andi. Réttir upp einn fingur. Igor Fyrsta atkvæðið. Fr. jr. Beinir fingrinum að eyranu. Igor: Hljómar einsog. . . Fr. jr. Bendir á skrímslið. Inga: Hró. F’r. jr. Kinkar kolli, sigi hrósandi. Inga og Igor: Hró! Fr. jr. Réttir upp tvo fingur. Inga: Annað alkvæðið. F'r. jr. Stafar litið með fingrunum. Inga: Lítið orð? F’r. jr. kinkar kolli. Inga: 0? Igor: A? F’r. jr. kinkar kolli. Inga og Igor: Hljómar einsog. . .? F’r. jr. Stafar fjandi, með fingrunum. Inga: Fjandi? F’r. jr. kinkar hamstola kolli. Igor: HRÓ-A-FJANDI: ?? Gefa honum hró-a-fjandi? F’r. jr. hristir höfuðið. Inga: andi! RÖANDI! Gefa honum róandi! F’r. jr., sem nú er næstum allur, bendir á nefið. Igor: sprauta í nebbann. Inga hleypur að borðinu, sækir sprautu með róandi lyfi og sprautar í nefið á skrímsl- inu. Augu þess frjósa, og lita af einu þeirra á annað. Siðan skellur það um koll likt og risafura. Fr. jr.: Viltu segja mér eitt, úr hverjum var heilinn sem ég græddi í? Igor: Og þú ætlar ekkert að verða vondur við mig? F'r. jr.: Ég verð ekki vondur. Igor: Það var úr einhverjum Abbey. F’r. jr.: Abbey??, Abbey hverjum? TÓNABÍÓ: ,JÉG OG MAFIAN“ ie if f!g og Mafían er ágæt skemmtun, þar sem oft ból- ar á hinum gamla góða danska „humor“. Maður var farinn að stórefast um að hann hefði lifað af klám- kennda fimmaurafæri- bandaframleiðsluna sem einkennt hefur kvikmynda- gerðina á ættjörð Dreyers. En humorinn hefur semsagt þraukað af klámöldina sem hefur heldur betur þjarmað að þessum ágætu frændum vorum. Myndin virðist fyrst og fremst vera vettvangur fyrir hæfileika gamanleikarans Dirch Passer og fer hann með ein tíu hlutverk, (þ.e. tugur gerfa). En þó hann geri ýmislegt ágætlega, er maður samt innst inni, for- sjóninni bakklátur fyrir að ekki er til nema einn Dirch Passer. S.V. AUSTURBÆJARBlÓ: „ALLIR ELSKA ANGELU“. if if Þetta er mynd sem kemur þægilega á óvart. Af auglýsingunni er ósköp lítið að ráða, nafnið óþekkt og leikararnir sömuleiðis, allt bendir til að hér sé á ferð- inni enn ein ómerkileg, evrópsk gerviklámmynd. Svo er ekki. Hér er bæði snyrtilega og sniðuglega far- ið með fyrstu kynóra þrettán ára drengs og hold- lega ást hans tii föngulegr- ar ráðskonunnar. En hann á f harðri keppni um unað lfkama hennar, þar sem fað- ir hans er, en mamma er nýdáin... Þetta er smekklega gerð smámynd, oft bráðfyndin og háðsk — og ráðskonan er sannkallað augnayndi. S.V. Igor: Abbey Normal. Fr. jr.: ABBEY NORMAL??? Igor: Ég er næstum þvi viss um að það var nafnið. Fr. jr. Gripur um hálsinn á Igor. Ég græddi abnormal heilabú í höfuðið á tvéggja- kommatuttugu metra langri og rösklega 1 metra þrekinni GORILLU??? .. . HAÐFUGLINN mel BROOKS Vegur Mel Brooks til frægðarinnar hefur verið lang- ur, grýttur og glompóttur. I dag er Brooks einn hæst launaði leikstjóri og handrita- höfundur veraldar og einn af sárafáum þeirra sem fær að ganga endanlega frá myndum sinum. Hann er því all vel sett- ur í sínum nýju aðalstöðvum við „HELLO DOLLY“ götuna i 20th Century — Fox kvik- myndaverinu i Hollywood. Næst nýjasta mynd hans, BLAZING SADDLES, gerð af Warner Bros, varð ein af best sóttu myndunum árið 1974, og sú síðasta, framleidd af Fox, var frumsýnd í desember síðastl., og er ekkert farin að dala enn, hvað aðsókn snertir. Er hún nú þegar orðin mun vinsælli en B.S. Kvikmyndin, sem er fádæma skemmtilegur farsi í hryllingsmyndarformi, nefnist YOUNG FRANKEN- STEIN. Brooks sem tók mynd- ina i svart hvítu, gerir hér góð- látlegt grín að gömlu, góðu hryllingsmyndunum. Frægur skurðlæknir, sonar- sonur Frankenstein, skreppur i heimsókn til óðalsseturs forföð- ur sins, og finnur þar bókina „Hvernig mér tókst það“, eftir afann, (sjálfsagt vita flestir hvað það var sem gamla mann- inum tókst!), og þá má ráða i eftirlikinn. Sonarsonurinn, sem ekki vill vera eftirbátur afa sins, hefst þegar handa og fer að viða að sér „efni" i sitt eigið ,,sköpunarverk“. Með aðalhluiverk í myndinni fara þau Gene Wilder sem Franken- stein jr., Peter Boyle sem skrímslið, Madeleine Kahn, (PAPER MOON), sem að- stoðarstúlka Inga og sjónvarps- leikarinn breski, Marty Feld- man, sem fer með hlutverk bæklaða þjónsins Igor. Brooks, sem nú er 48 ára gamall, er fæddur og alinn upp í fátækrahverfi í Brooklyn. Hann er gyðingur, og tók af heilum hug þátt í síðari heims- styrjöldinni, og barði þá dug- lega á þjóðverjum, sem hann hatar eins og pestina. Brooks tók m.a. þátt í innrásinni i Belgiu, en líkaði ekki hávaðinn sem var henni fylgjandi: Eftir stríðið gerðist hann bumbuslagari í hljómsveit, en réðst fljótlega til gamanleikar- ans Sid Caesar, sem brandara höfundur. Hann þénaði dável á þeirri iðju, og skopskyn hans óx Og dafnaði. En þegar Brooks gerði fyrstu plötuna um 2000 ára gamla manninn, þá fyrst varð nafn hans á allra vörum. Platan var gerð i samvinnu við grínistann Carl Reiner, en hann á að vera fréttamaður sem á viðtöl við þann tvöþús- und ára gamla, um hans hlut- verk sá Brooks. Plöturnar urðu fjölmargar og seldust í stórum upplögum, og Brooks varð tal- inn einn fyndnasti maður vest- anhafs. Enþetta gerðist á árun- um uppúr 1950. All-löngu síðar semur Brooks satíru um æskuár erkióvinar síns, Adolfs Hitler. Bókin sú var aldrei gefin út, ef aftur á móti varð hún innblástur að kvikmyndahandritinu THE PRODUCERS. Handritið var seinna kvikmyndað, undir stjórn Brooks, með þeim Zero Mostel og Gene Wilder í aóal- hlutverkunum. THE PRODU- CERS, (sýnd í Hafnarbíó fyrir nokkrum árum), er drephlægi- legur farsi, og færði Brooks Oskarsverðlaunin fyrir besta frumsamda handritið. En myndin hlaut takmarkaða hylli meðal almennings. Næst gerði Mel Brooks kvik- Framhald á bls. 26 Brooks og samstarfsmenn. Frá vinstri til hægri að ofan: Gene Wilder reynir að koma skrfmslinu í YOUNG FRANKENSTEIN (leikið af Peter Boyle) aftur til lffsins. Marty Feldman og Brooks fylgjast með; Brooks og Robyn Hilton f BLAZING SADDLES; Madeline Kahn og Cleavon Little f sömu mynd; Brooks f matarhléi ásamt Boyle og Feldman; Zero Mostel gj^tur augum á Lee Meredith f THE PRODUCERS; og Brooks við kvikmyndatöku Y.F. Brooks slappar af á skrifstofunni f kvikmyndaverinu. Fyrir ofan hann hanga plaköt hinna tveggja, dæmalausu mynda, YOUNG FRANKENSTEIN og BLAZING SADDLES.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.