Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975 45 / Likið ð grasfletinum r/r 38 nýkominn frá því aö fást við óvenjulega ógeðslegt morðmál i Stokkhólmi og hef sannarlega fengið mig fullsaddan í bráð og lengd og þar sem móðir min hefur beðið mig um það, er ég hingað kominn til að vera í viku, áður en ég legg af stað til Englands, EN ÉG ER STAÐRAÐINN I AÐ VINNA EKKI I FRlINU MlNU hvað svo sem hver segir. Frekari morð afbeðin — i bili. Ég hef ekki áhuga á þeim — ég þoli hrei'nt ekki tilhugsunina um eitt morðið enn. Þessi orð Christers voru vissu- lega eins og töluð út úr hjarta föður mins, enda var augljóst að hann leit með mun meiri velvilja á Christer að gefinni þessari yfir- lýsingu. — Ég skil yður fullkomlega lögregluforingi. Þegar maður gegnir sliku starfi er sannarlega ekki vanþörf á aó slaka algerlega á í fáeinar vikur. Hvað stoðaði þá, að við Einar grátbændum hann og reyndum með öllum ráðum að fá hann á okkar band. Christer gat verið þverari en ailt sem þrjóskt var og hann var vingjarnlegur í hví- vetna, en virtist ósveigjanlegur í þessu efni og hann og faðir minn töluðu um að tefla eða renna fyrir fisk á næstu dögum. En Einar. sem hafði þekkt Christer Wijk frá bernsku hafði sýnilega enn trú á að okkur tækist að telja honum hughvarf. — Ef þú hefur í hyggju að hitta okkur eitthvað á næstunni kemstu að minnsta kosti ekki hjá því að heyra okkur tala um mál Tomas Holt. Ég verð að búa þig undir að ekkert okkar — kannski er þó rétt að undanskilja Jo- hannes — talar um neitt annað. Christer hló við. — Ég hef ekki verið i Skógum i tæpan sólarhring, en ég hef þegar fengið útgáfuna af málinu í óteljandi myndum, heima hjá móður minni, hjá rakaranum, við bensinstöðina, i tóbaksverzlun- inni og fyrir utan kirkjuna. Svo að ég skil ekki hvers vegna ég ætti að slá hendinni á móti einu raunhæfu framsetningu sögunn- ar, sérstaklega þar sem ég þekki af gamalli reynslu að Puck hefur prýðisgóða frásagnarhæfileika.. . Vió leystum frá skjóðunni og Christer hlustaði af athygli, án þess að spyrja eða koma með at- hugasemdir. Það vorum aðailega vió Einar, sem töluðum, en stöku sinnum skaut faðir minn inn i örstuttum athugasemdum. Við vorum búin að snæða kjarngóðan kvöldverð Huldu og vorum aftur setzt út á veröndina áóur en við höfðum lokið frásögninni af at- hugunum okkar og ályktunum. En eftir þvi sem við lögðum málið fyrir Christer því betur skynjaði ég hvað við vissum í raun og sann- leika lítið. — Er það ekki furðulegt? sagði ég hálfmæðulega — að það skuli vera hægt að ganga inn i annarra manna garð og taka annarra manna hníf og drepa mann rétt við nefið á fjölda manns án þess að skilja eftir sig nokkur spor... og halda svo áfram að umgangast nágranna sina án þess að segja eða gera neitt, sem virðist óeðli- legt eða grunsamlegt. — Nú er Lou Mattson grunuð um morðið, sagði Christer, — en þú heldur sem sagt að það sé ekki á rökum reist? — Ég er viss um að fleiri eru sama sinnis, sagði þreytuleg rödd i dyragættinni. — Meira að segja ég trúi því ekki lengur. Anders Löving var mæðan upp- máluð en það var líka sjón að sjá, hvað birti yfir svip hans, þegar hann uppgötvaði hver pipureyk- ingamaðurinn var, sem þarna var kominn — Christer Wijk. Ertu þarna holdi klæddur eða sé ég ofsjónir. Eða hefur forsjónin leitt þig hing- að þegar þin er mest þörfin? Christer hóf á ný að endurtaka ræðu sína um Stokkhólm og Öre- bro, en lögreglustjórinn afgreiddi rök hans með einni handar- sveiflu. — O, röfl og vitleysa! Ég hef I sannarlega ekki i hyggju að biðja | þig að sjá um hina opinberu rann- . sókn. Þessar nauðsynlegu yfir- • heyrslur og skýrslugerðir skal ég | annast með mestu gleði. En ég hef • sára þörf fyrir ráðleggingar þín- ■ ar, hugmyndir og hjálp til að ráða | við þetta þvermóðskufulla og sér- i vitra fólk Hér i Skógum, sem virð- * ista standa í þeirri trú að það sé I borgaraleg skylda hvers og eins I að vinna af alefli gegn lögregl- J unni. Annað hvort er mér ekki I svarað — hann leit vandræðalega | i áttina tíl eldhússins — eins og af i þessari fýluskjóðu hér á bæ elleg- ! ar fólk lýgur upp í opið geðið á I mér eins og Petrenkellingarnar | og Lou Mattson. . . — Lou myndi fá slag, ef hún I heyrði að þú liktir henni við | dæmigerða Skógaíbúa, skaut ■ Einar inn í frá sér numinn. Meira að segja Christer gat ekki | varist brosi. — Svona erum við nú hér um J slóðir, sagói hann hughreystandi. I — Við höfum aldrei beinlínis I unnað hugástum forvitnum lög- J reglumönnum. En hvernig standa I málinmeðLou? Það kom i ljós að hún hafði j gefið mjög þokukenndar upplýs- . ingar varðandi tvennt — í fyrsta * lagi um það hvenær Yngve hafði j VELVAKANDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 10.30'— 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Fornihvammur. Velvakanda hefur borizt eftirfarandi frá Vegagerð ríkis- ins: Vegna skrifa Geirs Gunnarsson- ar I dálkum Velvakanda 18. apríl sl. óskast tekið fram eftirfarandi: Samkvæmt ákvörðun sam- gönguráðuneytisins var rekstri gistihúss í Fornahvammi hætt á fardögum 1974, en rikissjóður hafði, skv. sérstöku samkomulagi við leigutaka, tekið umfangsmik- inn þátt i rekstrinum. Leigutakinn, Hafsteinn Ólafs- son, tjáði sig ekki fúsan til þess að víkja af jörðinni að svo komnu máli, og varð að samkomulagi, að hann sæti jörðina til fardaga 1975 án þess að gert væri ráð fyrir rekstri gistihússins. Með bréfi, dags. 24. apríl 1974, óskaði Brunamálastofnun tslands eftir vissum úrbótum á húsnæði gistihússins rneð tilliti til öryggis gegn eldi. Var Brunamálastofn- uninni tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að rekstrinum skyldi hætt og yrði því ekki ráðist i kostnaðarsamar úrbætur, enda fjárveiting ekki fyrir hendi, en i öryggisskyni voru herbergi á efri hæð innsigluð. Þar sem ekki var um að ræða frekari aðstöðu fyrir starfsmenn Vegagerðarinnar og vegfarendur, sem i erfiðleikum kynnu að lenda, i Fornahvammi, var til öryggis komið upp aðstöðu við heiðar- sporð Holtavörðuheiðar og við Sveinatungu í Norðurárdal. Til þessa voru notaðir vegavinnu- skúrar, sem yfirleitt eru ekki nýttir á vetrum. Starfsmenn Vegagerðar rikis- ins i Borgarnesi tóku ekki ákvörð- un um það fyrirkomulag, sem nú er i Norðurárdal til þess að tryggja öryggi vegfarenda, og er því ómaklega að þeim veizt í téð- um skrifum. f.h.v. Gunnar Gunnarsson. # Fjöldi sendiráðsmanna Hermann Bridde skrifar: „Utanríkisráðherra hefur svar- að fyrirspurn um fjölda skráðra sendiráðsstarfsmanna og fast- eignir erlendra sendiráða á Is- landi. Sú spurning vaknar, hvað hafi vakað fyrir spyrjanda. Sumir halda, að um sýndar- mennsku hafi verið að ræða, en aðrir telja, að með auknuin sam- skiptum við Rússa hafi fyrir- spurnin verið sett fram til að draga úr áhrifamætti aukins fjölda rússneskra sendiráðsstarfs- manna. Hin nýja fimm ára áætlun í menningarsamskiptum Islands og Rússlands gefur til kynna, að Rússar vilji koma til Islands fleiri rússneskum starfskröftum. Hér á skilyrðislaust að gilda reglan maður fyrir mann, og gagnkvæmt ferða-, prent- og mál- frelsi. Vill sami fyrirspyrjandi leggja fram fyrirspurn til utanrikisráó- herra i sölum Alþingis um það hvort algert ferðafrelsi riki fyrir íslenzka sendiráðsstarfsmenn í Sovétríkjunum? Vill sá hinn sami leggja fyrirspurn fyrir utanrikis- ráðherra varðandi leigu erlendra sendiráðsstarfsmanna á húseign- um, íbúðum og sumarbústöðum, og hvernig skiptingin er milli hinna erlendu sendiráða á leigu þessara fasteigna? Þegar þessum fyrirspurnum hefur verið svarað má gera ráð fyrir þvi, að þeir alþingismenn fyrirfinnist, sem sjá, að of stór skammtur af rússneskum sendi- ráðsmönnum, blandaður hæfileg- um fjölda frá öðrum austantjalds- löndum, gæti orðið banabiti is- lenzks lýðræðis, verði ekki aðgætt nú þegar, að þessi skammtur verði ekki of stór. Hermann Bridde.“ # Erfitt líf Fyrst diplómatar eru á dag- skrá og nú er sunnudagur er hér smásaga um stéttina: Tveir diplómatar hittust I boði, og annar þeirra fór að bera sig upp við hinn. Hann kvartaði sár- an undan því að þurfa alltaf að vera að tala við fólk í veizlum, þannig að hann hefði aldrei tima til að borða matinn sinn I friði. Kollega hans sagðist geta bent honum á ágæta lausn vandamáls- ins: „Sko, þegar súpan er komin á borðið, þá skaltu snúa þér að döm- unni, sem situr þér á hægri hönd og spyrja hana hvort hún sé gift. Þá segir hún kannski nei, og þá skaltu spyrja hana hvað hún eigi mörg börn. Þá verður hún svo reið, að hún steinþagnar, og þú færð næði til að borða súpuna þina. Þegar kjötrétturinn er kominn á borðið snýrðu þér svo að þeirri sem Situr vinstra megin og spyrð hana hvort hún sé gift. Ef hún er það, þá spyrðu hana hvað hún eigi mörg börn. Þegar hún segist eiga S\GEA V/öGA g -(iLVtWW þrjú eða fjögur, eða hvað sem það ' nú er, þá spyrðu: „Með hverj- | um?“ Þá ertu búinn að móðga | hana svo, að hún heldur sér sam- J an það, sem eftir er. Nú hefurðu fengið frið til að | borða bæði súpuna og kjötið og ■ ekkert eftir nema eftirrétturinn. • Þegar hann er kominn á diskinn | skaltu beina máli þinu að þeirri, i sem situr á móti þér og spyrja J hana um það sama. Ef hún segist I vera gift, en á engin börn, þá I skaltu spyrja, hvernig i ósköpun- . um hún hafi farið að því að eiga I engin börn. Þá verður hún ofsa- | lega vond og segir ekki orð eftir . það.“ Þetta fannst matarlausa | diplómatanum mikið snjallræði I og beitti því við fyrsta tækifæri. J Skömmu siðar hitti hann þann I ráðagóða, en sagði farir sínar ekki | sléttar: „Yfir súpunni spurði ég þá, sem sat til hægri handar hvort hún væri gift og ætti börn. „Sjö,“ sagði hún. Þá varð ég svo hissa að ég missti matarlystina. Þegar kjötið var komið á borðið, | spurði ég þá, sem sat til vinstri. . Hún var gift og sagðist eiga fjög- • ur börn. Þá spurði ég hverjir | væru feður þeirra. „Hvernig ætti ég að vita það?“ sagði hún. Þá fékk ég annað sjokk og langaði | ekkert i kjötið. Sú, sem sat á móti mér sagðist vera gift en barnlaus. „Hvaða að- ferð hafið þér beitt til að koma i veg fyrir það," spurði ég. Og hvað heldurðu að menneskjan hafi þá sagt? „Komdu upp á loft eftir matinn og ég skal lofa þér að sjá.“ Þannig, að ég fékk ekki frekar i mat í þessu boði en öðrum,“ sagði J diplómatinn við hinn ráðsnjalla I starfsbróður sinn. -----------------------------------j FLEY ER FRAMTlO Bátalóns- bátar Höfum góða kaupendur að nýjum og nýlegum Bátalónsbátum. Höfum einnig kaupendur að 6—10 tonna trillum. $ AÐALSKIPASALAN Austurstræti 14, 4. hæð sími 26560 — 28888. Kvöld- og helgarsimi 82219. WARN bifreiðavörur Læst mismunadrif í flestar gerðir fjór hjóladrifs'bifreiða. Framdrifslokur í allar gerðir fjórhjóla drifsbifreiða Rafmagnsspil á allar gerðir bifreiða. Léttir rafdrifnir kranar á pick-up bif reiðar og minni vörubifreiðir. Aðvörunarljós fyrir lögreglu og sjúkrabifreiðar, vinnuvélar og vöru bifreiðar. Aðvörunarkerfi á vörubifreiðar, sem gefur til kynna þegar bifreiðinni er ekið afturábak. Einkaumboð: Guðjón Sigurgeirsson slmi 51976 Söluumboð: H. Jónsson & Co. Braut arholti 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.