Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975 Minning: Hafsteinn Vilberg Vilbergsson póstm. Fæddur 13. febrúar 1944. Dáinn 12. aprfl 1975 „Dáinn, horfinn, harmafregn." Þessi orð skáldsins komu mér í huga, er ég frétti andlát vinar mins og vinnufélaga um skeið, sem andaðist hinn 12. apríl s.l. eftir stutta legu. Hafsteinn heit- inn var með afburðum góður og skemmtilegur maður. Það var ávallt mikil glaðværð og fjör i kringum hann og svo var hann greiðasamur að af bar, góður drengur i þess orðs fyllstu merk- ingu. Er því ekki að furða þó að allir þeir sem honum kynntust tregi nú látinn vin og beri þakklæti i huga fyrir ógleymanlegar sam- verustundir. Er nú mikið skarð fyrir skildi bæði hjá þeirri stofn- un sem hann vann hjá hin siðustu æviár sin og mikill harmur kveðinn að hans nánustu ást- Útför EINARS ANDRÉSSONAR verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 22 april kl 1 3.30 Jófríður Gunnarsdóttir Anna Einarsdóttir. t Dóttir okkar og systir ÞÓRHILDUR STEFÁNSDÓTTIR Giljalandi 19. verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 22 apríl kl. 3 síðdegis. Sigríður Jónsdóttir, Stefán Hermannsson, Hermann og Jón Hallur Stefánssynir, + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir ÁRNI S. BÖOVARSSON fyrrv. útgerðarmaður Grenimel 35 verður jarðsunginn frá Dómkírkjunni miðvikudaginn 23. april kl 1 3 30 Marfa Heilmann Eyvindardóttir Erna Árnadóttir Bjarni Kristinsson Margrét Gestsdóttir Eyvindur Árnason Guðmunda Gunnarsdóttir Böðvar Árnason Stefanía Stefánsdóttir Gunnar Árnason Ásdis Magnúsdóttir Gottfreð Árnason t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar míns og bróður okkar GUNNLAUGS TRAUSTA GlSLASONAR. Inpilegar þakkir til kirkjukórs Keflavikurkirkju Guð blessi ykkur öll. Ingveldur S. Pálsdóttir, Eygló Gisladóttir, Ingólfur G. Þorsteinsson, Vignir P. Þorsteinsson. t Við þökkum mnilega hluttekningu og samúð er okkur var sýnd við andlát og útför systur okkar, SIGRÍÐAR EIRlKSDÓTTUR, kennara, Hjarðarhaga 28, Við þökkum sérstaklega Þórarni Guðnasyni lækni og hjúkrunarliði Borgarspitalans fyrir einstaklega góða og elskulega hjúkrun Einnig þökkum við öllum þeim, sem styttu henni stundir með heimsóknum og sýndu henni vináttu og tryggðí löngum og ströngum veikindum. Guðrún Eiriksdóttir, Guðbjörg Eiríksdóttir, Ásta Eiríksdóttir, Eirikur Eirfksson og aðrir vandamenn. t Þökkum af alhug öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa JÖRGEN C.C. NIELSEN, bakarameistara Bergstaðarstræti 29. Guðrún Nielsen, Sofffa Nielsen, Guðjón Sigurðsson, Guðrún Nielsen, Gunnar Guðröðarson, Valdimar Nielsen, Fjóla Kristjánsdóttir, Ólafur Nielsen, Ragnheiður Stefánsdóttir, Helga Nielsen, Garðar Jökulsson og barnabörn. vinum, eiginkonu, börnum og öðr- um ástvinum og vinum og vinnu- félögum. Sigurbjörn sonur minn og Haf- steinn heitinn voru ákaflega mikl- ir vinir, og voru þeir báðir bif- reiðastjórar hjá Pósthúsinu, og tregar hann nú góðan vin og fé- laga meira en orð fá lýst, og það hygg ég að margir aðrir geri, því að betri félaga og vin en Hafstein heitinn hygg ég að geti varla. Þakklæti er i hugum okkar allra fyrir allt og allt. Eins og áður segir var ávallt fjör og sólskin í kringum þennan góða dreng, og er því ákaflega erfitt að skilja það, að hann skuli vera horfinn sjónum okkar, en við t Eiginmaður minn LÁRUS JÓNSSON, organisti er lézt 15 apríl s.l verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 23 april kl. 2 e.h. Blóm og kransar afþakkað. Karólfna Kristfn Björnsdóttir. vitum að Guð er fær um að gefa líkn með raun og styrkja og hugga alla sem bera harm i hjarta út af andláti þessa vinar og heimilis- föður. Hafsteinn heitinn var fæddur á Patreksfirði hinn 13. febrúar 1944 og voru foreldrar hans Sig- ríður Fanney Björnsdóttir og Vil- berg Jónsson, sem þar áttu heima, en þegar hann var 5 ára gamall, fluttist hann til Sumarliða Guð- mundssonar og Signýjar Björns- dóttur að Gróustöðum i Geiradal og dvaldi þar unz hann var 12 ára, að hann fór að Fornahvammi, og var þar þangað til hann fluttist til Reykjavíkur, árió 1969. Hinn 21. desember 1968 kvænt- ist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Hansínu Jónsdóttur, og eignuðust þau tvö börn, sem nú trega ásamt móður sinni elsku- legan eiginmann og föður og for- eldrar hans, ástkæran son. Skömmu eftir að Hafsteinn fluttist til Reykjavikur, eða árið 1971, hóf hann störf hjá pósthús- inu í Reykjavik, og starfaði þar sem bifreiðarstjóri, af mikilli elju og trúmennsku til hinztu stundar. Við, vinir Hafsteins heitins söknum hans ákaflega mikið. Biðjum við algóðan Guð um að blessa minningu þessa góða drengs. Bjarni Þóroddsson. Kveðja frá Póstmannafél. Isl. Enn hefur verið höggvið skarð i raðir póstmannastéttarinnar. Haf- steinn Vilbergsson póstbifreiðar- stjóri lést skyndilega laugardag- inn 12. þ.m. Hann hóf störf hjá Póststofunni í Reykjavík í októbermánuði 1971 og starfaði alla tið sem bifreiðar- stjóri. Starf bifreiðarstjóra er erilsamt og oft á tiðum erfitt. Mikla nákvæmni þarf til verka, því í gegnum hendur þeirra fara geysileg verðmæti; þarf því að vanda vel val þessara manna. Saga Hafsteins er dæmigerð fyrir það álag, sem ungir menn verða að leggja á sig i dag, til þess að sjá sér og fjölskyldum sínum farboróa og munu þeir ótaldir ungir menn sem dáið hafa langt um aldur fram fyrir allt of mikið álag. Hafsteinn átti létta lund og t Eigmmaður minn, SIGURMUNDUR ÞÓRODDSSON frá Flateyri, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 22. apríl kl. 1.30. Ásta Jónsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa MAGNÚSAR JÓNASSONAR, Reynimel 50. Börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginmaður minn. JÓN BJARNASON, Kaplaskjólsvegi 11, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 22. apríl kl. 1 0.30 f.h. Þeír, sem vildu minnast hans vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Kristín Pálsdóttir. Þökkum innilega samúð og vináttu víð andlát og útför DAVÍÐS BENEDIKTSSONAR, Öldugötu 32. F.h. systkina hans Elisa Guðjónsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa SIGURÐAR GUÐJÓNSSONAR, kaupmanns Suðurgötu 37 Camilla Sæmundsdóttir Guðjón Ingi Sigurðsson Svava Valgeirsdóttir Sigurdis Sigurðardóttir Kristján Þorkelsson og barnabörn var alltaf glaðværð i kringum hann. Hann var með afbrigðum greiðvikinn maður, svo að oró fór af. Daginn áður en Hafsteinn dó, ræddi hann við okkur í stjórn Póstmannafélagsins ásamt vinnu- félögum sínum ýmis vandamál er vörðuðu hann og félaga hans í störfum þeirra. I þeim viðræðum kom fram glöggskyggni hans og brennandi áhugi hans á þeim málum, sem þar voru rædd. Vist er að samstarfsmenn hans báru mikla virðingu fyrir honum og liklegt er, að hann hefði orðið að góðu liði i félagsmálum póst- manna, ef honum hefði enst aldur til. Póstmenn senda eftirlifandi eiginkonu, börnum þeirra og öðr- um vandamönnum innilegar sam- úðarkveðjur og biðja Guð að styrkja þau og styðja í sorg þeirra. „ÞEIR sem guðirnir elska, deyja ungir“. Þessi orð hafa verið mér efst í huga eftir að vinur minn og mág- ur, Hafsteinn Bilbergs Vilbergs- son, lézt svo snögglega. Þar er genginn drengur góður, og hver hefði trúað þvi að hann, sem var gæddur svo mikilli lifsorku og starfskrafti, skyldi hverfa svo fijótt af sjónarsviðinu. Við Haddi, eins og hann var oftast kallaður meðal vina og skyldmenna, þekktumst mjög vel og margar góðar og skemmtilegar minningar rifjast þvi upp nú þegar hann er allur. Hann var á ýmsan hátt sérstæður persónu- leiki, góður vinur, félagslyndur og glaðvær, og átti mjög gott með að umgangast annað-fólk. Honum var ýmislegt til lista lagt og ófáir voru þeir sem þurftu á aðstoð hans að halda og nutu hennar í ríkum mæli, því Haddi var afar hjálpfús og hjálplegur öllum þeim sem til hans leituðu. Það þekki ég af eigin raun og fyrir alla þá aðstoð sem hann veitti mér, og þeirra mörgu ánægjulegu stunda sem við áttum saman minnist ég með þakklætishug. Mörg erum við áreiðanlega sem söknum hans, þessa góða vinar sem skilur eftir sig svo stórt skarð er aldrei verður uppfyllt að nýju. En það er huggun harmi gegn, að gott er að minnast hans, þó erfitt verði að sætta sig við fráfall hans, þessa vingjarnlega og káta félaga, er ætíð tókst að sjá skoplegu hliðarnar á lífi'nu og með glað- værð sinni kom öllum í gott skap. Sá er þessar linur ritar mun hér eigi geta um ætt né æviferil þessa ágæta drengs, til þess voru kynn- in of stutt og náðu of skammt. En engu að síður get ég ekki látið hjá liða að minnast þess árs er Haf- steinn vann með okkur í Fönn, því sá léttleiki og persónutöfrar er hann hafði yfir að ráða er fáum gefið. Avallt er Hafsteinn birtist létti andrúmsloftið í allri merk- ingu mannlegra samskipta. Ég man þá tíð er Hafsteinn hóf störf hjá Fönn, óskað hafði verið eftir bifreiðastjóra og margir birtust og allir töldu sig hafa alla þá kosti er hæfa þóttu slíkum manni, nema hvað i lok dagsins kemur einn, sem ég í fyrstu taldi að óþarfi væri að eyða tímanum í, en það var byrjunin á ánægjulegum kynnum okkar Hafsteins, þvi það kom fljótlega í ljós að maðurinn var með eindæmum hreinlyndur og mat sjálfan sig hverju sinni eins og mönnum ber og mættu margir læra þennan mannkost. Þessar linur áttu aldrei að verða margar og til þess liggja margar ástæður en þær helstar að hafi einn maður verið annars hug- ljúfi, þarf hvorki lofræður né rit- smið til að minnast hans, til þess gleymist slíkt of fljótt, en það sem ekki fellur um sjálft sig er minningin um mann eins og Haf- stein, sem enginn mun gleyma um ókomin ár vegna þeirra mann- kosta er hann deildi til þin og mín. Nánustu ættingjar Hafsteins hafa vissulega misst mikið, en það er ekki öllum gefið að kveðja mann sem Hafstein sem skilur alla þá er honum kynntust eftir með þá einu hugsun, að þarna hafi góður drengur farið allt of fljótt. Við í Fönn kveðjum Haf- stein með söknuði og biðjum góð- an Guð að vernda börnin, ekkjuna og aldraða foreldra hans. Guðmundur Arason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.