Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 1
32 SIÐUR OG LESBOK 74. tbl. 63. árg. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. EBE: Toppfundurmn árangurslaus Luxemburg 2. apríl. Reuter. FUNDI æðstu manna Efnahags- bandalagsins, sem haldinn var í Luxemburg, lauk í dag án þess nokkur árangur hefði náðzt um þau meginmái sem til umfjoll- unar voru. Vegna ágreinings m.a. Breta og Vestur-Þjóðverja varð að varpa fyrir róða tilraunum til að móta sameiginlega stefnu f efna- hagsmálum, baráttu gegn at- vinnuleysinu og sömuleiðis var hætt við að samþvkkja tillögur um beinar kosningar til EBE- þingsins. Sú eina samstaða virðist hafa orðið á fundinum að skora á minnihlutastjórn hvftra manna f Ródesíu að veita svertingjum meirihlutaforráð sem allra fvrst. Af fréttum má marka að leið- togum hafi fundizt fundurinn misheppnaður með öllu og Anker Jörgensen forsætisráðherra Dan- merkur lét í ljósi óánægju með að ekki hefði tekizt að samræma efnahagsstefnu landanna né hefði yfirleitt neitt miðað að marki á þessum fundi. Helmut Kyrrt í Líbanon í gærkvöldi Beirut 2. apr. NTB. Reuter. I KVÖLD hafði ekki dregið til umtalsverðra tiðinda i Líbanon eftir að vopnahlé í tíu daga var ákveðið þar í gær. Þó heyrðust skothvellir viða í Bei- rut og fréttaskýrendur segja að mjög lítið megi út af bera til að allt fari á ný í bál og brand. Pierre Geymal og Kamal Junblatt, leiðtogar kristinna og múhameðstrúarmanna, sögðu báðir að þeir vildu leggja sitt til að vopnahléið yrði virt, en báðir virtust sömuleiðis kvíðafullir um að ekki tækist að nýta það hlé sem verður nú til þess að finna einhverja raunhæfa lausn á vandamálunum sem við er að glíma. Schmidt, kanslari, gagnrýndi mjög Harold Wilson, forsætisráð- herra Breta, fyrir hvernig haldið hefði verið á málum hvað snertir atvinnuleysi i Bretlandi og sagð- ist ekki fallast á þá kenningu að atvinnuleysi þyrfti að vera varan- legt böl, sem ekki væri gerlegt að sigrast á. Framhald á bls. 31 Róttækt olíumála- frumvarp í USA Washington 2. april — Reuter. UNDIRNEFND dómsmálanefnd- ar bandarfsku öldungadeildar- innar, sem fjallar um auðhringi, hefur samþvkkt að stefna beri að því að 18 stærstu olfufélög Banda- rfkjanna verði leyst upp. Nefndin samþvkkti naumlega f gær, eða með 4 atkvæðum gegn 3, frum- varp sem gerir ráð fyrir þvf að fyrirtækin séu skyldug til að losa sig við olfuhreinsunarstöðvar og bensínstöðvar sfnar innan fimm ára. Fer frumvarpið nú til dóms- málanefndarinnar sjálfrar og eru stuðningsmenn þess bjartsýnir um að það hljóti þar einnig sam- Framhald á bls. 31 Ný stjórnarskrá í Portúgal Líklegt að deilur verði um „sósíalískt inntak” hennar Lissabon 2. apríl Reuter NTB PORTUGALAR fengu f dag nvja stjórnarskrá, sem stjórnlagaþing- ið hefur unnið að þvf að semja sfðan kosningar til þess fóru fram í fvrra. Costa Gomes forseti stað- festi stjórnarskrána í kvöld en þegar hafa heyrzt miklar óánægjuraddir með það hversu langt sé hneigzt til vinstri f skránni og hafa talsmenn nokkurra svokallaðra mið- og hægriflokka lýst gremju sinni. Kommúnistar hafa aftur á móti látið f Ijós fögnuð og sagt þessa stjórnarskrá merkasta áfanga sem náðst hafi f kapitalfsku rfki. Samkvæmt stjórnarskránni fær Byltingarráðið ákveðinn rétt til að gefa gaum að framkvæmd mála en þingbundin lýðræðis- stjórn skal vera i landinu. I texta segir að portúgal skuldbindi sig til að fylgja eftir sósíalisma, meðal annars með því að skapa skilyrði til að verklýðsstéttinn fái veruleg völd i sinar hendur eftir lýðræðislegum leiðum. Menntun skal stuðla að þróun hins sósialíska samfélags og stjórn- málaflokkum er uppálagt að taka þátt í „þróun byltingarinnar." Reuterfréttastofan segir að efa- semdir séu á kreiki um hvort inni- hald stjórnarskrárinnar og það sem hún boðar sé i reynd i takt við þá umtalsverðu „hægri- sveiflu" sem hafi orðið í landinu á Framhald á bls. 31 Líklegt að Kanada og Nor- egur færi út í 200 mílur í ár Landlukt, afskipt ríki reyna að skerða réttindi strandríkja • MORGUNBLAÐIÐ hafði I gær samhand við Eyjólf Konráð Jónsson fulltrúa Sjálf- sta’ðisflokksins f fslenzku sendinefndinni á hafréttarráð- stefnunni f New York, og spurði hann frétta af gangi mála á ráðstefnunni. Kom fram hjá Evjólfi, að umræður um auðlindalögsöguna hefðu hafizt að ráði í annarri nefnd hafréttarráðstefnunnar f gær. Þar höfðu fulltrúar landluktu rfkjanna svonefndu sig talsvert f frammi, og gagnrýndu ákvæð- in um einkarétt strandrfkjanna um hagnýtingu auðlinda innan 200 mflnanna. Hans G. Andersen flutti örstutta ræðu, hvatti menn til að forðast allar málalengingar og lýsti fullum stuðningi íslenzku sendi- nefndarinnar við 45. grein upp- kastsins, sem er upphafsgrein kaflans um efnahagslögsöguna. % Störfin ganga samkvæmt áætlun að mati þeirra sem bezt þekkja. Sagði Evjólfur, að meðal fulltrúa á hafréttarráð- stefnunni væri nú talið líklegt, að Kanadamenn muni færa ein- hliða út i 200 mílur strax á þessu ári, ef ekki næst sam- komulag á fundum hafréttar- ráðstefnunnar. Stjórn Kanada hefur þegar samið löggjöf þar að lútaudi og þarf aðeins Framhald á bls. 31 Sjóðir Breta minnka London, 2. apríl. Reuter Gjaldeyrisvarabirgðir Breta rýrnuðu meira f sfðasta mán- uði en nokkru sinni fyrr vegna ráðstafana sem hefur þurft að gera til að treysta gengi pundsins. Jafnframt varð enn ein metlækkun á gengi punds- ins gagnvart helztu gjaldmiðl- um. Varabirgðirnar í gulli og er- lendum gjaldevri minnkuðu um 1.119 milljónir dollara eða einn sjötta f 5.905 milljónir dollara. Ef lán f erlendum gjaldevri eru reiknuð með nemur raunveruleg rýrnun gjaldevrisvarasjóðsins 1.277 milljónum dollara. Pundið lækkaði um eitt og Framhald á bls. 31 Flugslys Bogota2. apríl. Reuter. KÓLÖMBISK vél í innanlands- flugi með 29 farþega fórst í frumskógi í grennd við landa- mæri Perú og Kolobíu í kvöld að þvi er talsmaður flugfélags- ins skýrði frá. Hann sagði að óvist væri um afdrif fólksins um borð, en björgunarleið- angur væri lagður af stað. Fulltrúadeild- in samþykkir beiðni Fords Washington 2. apríl AP FULLTRÚADEILD banda- ríska þingsins samþykkti ein- róma tillögu Fords forseta í dag um 135 milljón króna fjár- veitingu til framleiðslu á bólu- efni við svínavírusinum. Segir i fréttum að búizt sé við að málinu verði hraðað eftir föngum og þingið geti búið það i hendur forsetanum innan tveggja vikna. Tveir Sovétar reknir frá Hollandi Haag2. april. Reuter TVEIMUR starfsmönnum verzlunarnefndar Sovétrikj- anna í Hollandi hefur verið skipað að fara úr landi. Heimildir Reuterfréttastof- unnar höfðu fyrir satt að mennirnir tveir hefðu reynt að afla sér upplýsinga um banda- risku orrustuvélina F-16 og auk þess um rafeindatækni- búnað sem framleiddur er hjá hollenzkum fyrirtækjum til hernaðarnota. í yfirlýsingu Hollands- stjórnar var ekki tekið fram um hvaða flugvélategund væri að ræða. NATO-ríkin Holland, Danmörk, Belgia og Noregur ákváðu í fyrra að kaupa þessar vélar, sem fara með tvöföldum hraða -hljóðsins og eru búnar eldflaugum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.