Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRlL 1976 Súrrealistarnir árið 1930, talið frá vinstri Tarza, Breton, Dali, Ernst, Man Ray. t efri röð Eluard, Arp, Tanguy og Crevel. París 2. apríl. Reuter £ MAX Ernst. einn mestur frömuður súrrealismans í myndlist, lézt i gærkvöldi að heimili sinu í París á 85. afmælisdegi sinum. Ernst var af þýzku bergi brotinn, sat í nauðungarbúðum nazista um tima skömmu eftir að heimsstyrjöldin brautzt út og er hann slapp þaðan flutti hann búferlum til Bandaríkjanna. Þargerð- ist hann bandariskur rikis- borgari, en bjó i París mörg siðustu æviár sin. Max Ernst fæddist i Bruhl í Vestur-Þýzkalandi. Hann lagði stund á heim- speki, sálarfræði og lista- sögu, en sneri sér siðan að myndlist. Ásamt Johannes Theodor kom hann á fót dadaistahreyfingunni árið 1919 og vakti gifurlega hneykslan með málverka- sýningu sem hann hélt og bauð gestum að eyðileggja þær myndir sem þeir vildu. Endanlega gekk hann til Max Ernst látinn liðs við súrrealisma i verk- um sínum upp úr 1920, en langt var þá enn i land að hann hlyti viðurkenningu og að verk hans væru tekin alvarlega. Það var ekki fyrr en árið 1 936 með sýningu í Bandaríkjunum, sem hann kallaði „Fáránleg list, dada og súrrealismi". Árið 1 938 sagði hann skilið við frönsku súrrealistana vegna ágreinings við for- vígismann þeirra, André Breton. í Bandaríkjunum gekk hann á fullorðinsaldri að eiga Peggy Guggen- heim, vellauðuga og list- elska konu sem átti sýn- ingarsal. Ernst sagði sjálfur að henn hefði um ævina málað um tvær milljónir mynda sem væru listaverk, það hið fyrsta þegar hann var ársgamall. Listamenn eins og Salvador Dali og Rene Magritte gengu í smiðju hans og hann hefur haft ómæld áhrif á samtíma sinn. Við andlát hans hafði hann öðlazt viðurkenningu sem einn merkastur mynd- listarmaðurá þessari öld. BHM hefur ekld afsalað sér neinum lífeyrLssjóðsréttindum Morgunblaðið sneri sér til Björns Jónssonar, forseta Alþýðusam- bands tslands, og leitaði álits hans á þvf samkomulagi sem orðið er milli BSRB og rfkisins um samningsréttarmál opinberra starfsmanna. Björn kvaðst ekki hafa annað en gott um samkomulag þetta að segja svo langt sem þessi réttur næði. Hann væri allmiklu þrengri en almennt gerðist innan Alþýðu- sambandsins og verkalýðsfélag- anna, „Þetta er þó vafalaust spor í áttina, og það hefur verið okkar stefna að starfa að því að opinber- ir starfsmenn fengju fullan samningsrétt. Þess vegna fagna ég þeim áfanga sem þeir hafa náð.‘‘ 1 desemberályktun ASl var lýst yfir stuðningi við opinbera starfs- Úr skýrslum bandaríska utanríkisráðu- neytisins 1 StÐUSTU Lesbók Morgun- blaðsins birtust úrdrættir úr skýrslum um viðræður varð- andi tsland, sem áttu sér stað á dögum kalda strfðsins. Hafa þessir úrdrættir að vonum vak- ið athygfi og ska) bent á að sfðari hlutinn birtist nú í Les- bók. Ahugamenn um þessi mál hafa spurt um heiti bókarinn- ar á ensku og er það; Foreign Reiations of the United States, 1949. Volume IV. Western Eu- rope. Utgefandi: Department of State, Washington 1975. menn i baráttu þeirra fyrir samningsrétti, en jafnframt tekið fram að þeir yrðu þá að sitja við sama borð og launþegar á hinum almenna vinnumarkaði I sam- bandi við æviráðningu og lífeyris- sjóðamál. 1 þessu sambandi sagði Björn, að samkomulagið nú um samningsrétt opinberra starfs- manna gengi það skemmra en gerðist á vinnumarkaðinum almennt, að Alþýðusambandið gæti naumast haft neitt við það að athuga þótt opinberir'starfsmenn Hvaða skut- togara sem er Sjávarútvegsráðuneytið hefur, eins og áður hefur verið getið f fréttum, verið að leita eftir pólsk- um skuttogara til rannsókna- starfa fyrir Hafrannsóknastofn- unina. Hefur verið leitað til allra eigenda pólskra skuttogara og hafa þeir allir færzt undan að leigja skip sfn til rannsókna- starfa. Þórður Ásgeirsson, skrifstofu- stjóri í ráðuneytinu, sagði i viðtali við Mbl. í gær, að þó væri ráðu- neytið ekki úrkula vonar meó einn pólskan togara. Reynslan af viðræðum við útgerðarmenn hefði þó orðið til þess að ráðu- neytið hefur víkkað þann hóp togara, sem hún falast nú eftir. Víll ráðuneytið nú ná tali af öllum togaraeigendum, sem hugsanlega vildu leigja skip sín. Áður hefur verið leitað til Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda og kvað Þórður ráðuneytið mundu gera það nú á ný. héldu eftir sem áður sératriðum sínum. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Jónas Bjarnason, for- mann samninganefndar Banda- lags háskólamanna og spurði hann hvernig honum litizt á samningana. Jónas kvaðst álíta að um leið og rætt var um æviráðningar hefði átt að taka lög og réttindaskyldu opinberra starfsmanna til um- ræðu. Þá sagði hann, að margir af starfsmönnum ríkisins, sem væru innan BHM, væru undanþegnir verkföllum, „en það liggur ljóst fyrir að Bandalag háskólamanna hefur ekki afsalað sér neinum líf- eyrissjóðsréttindum. Samkomu- lag B.S.R.B. við ríkissjóð snertir ekki það fólk sem er innan vébanda Bandalags háskóla- manna. Tekinn með tæp 1200 grömm af fíkniefnum A FIMMTUDAGINN var 18 ára piltur handsamaður á Keflavíkur- flugvelli með tæplega 1200 grömm af fíkniefnum. Var hann að koma flugleiðis frá Kaup- mannahöfn. Ekki verður ljóst fyrr en efnagreining hefur farið fram hvaða efni er hér um að ræða, en flest bendir til þess að þetta sé hass. Fíkniefnadómstóll- inn hefur mál þetta til rann- sóknar og hefur pilturinn verið úrskurðaður í allt að 20 daga gæzluvarðhald á meðan hún fer fram. Mexikönsku kart- öflurnar komnar MEXIKÖNSKU kartöflurnar, sem verið hafa á leiðinni til landsins undanfarna daga, eru nú komnar í verzlanir. I fyrrinótt var unnið að pökkun f Grænmetis- verzluninni og f gærmorgun var kartöflunum ekið í verzlanir. Að sögn Jóhanns Jónassonar, forstjóra Grænmetisverzlunar- innar, eru kartöflurnar ekki fallegar. Þær eru frá uppskeru, sem tekin var upp nú í janúar og eru ræktaðar í leir. Gefur það þeim dökkt útlit. „Þær eru því ekki fallegar," sagði Jóhann, „en hafa nú heldur ekki drepið neinn ennþá,“ sagði hann spotzkur að vanda. Jóhann kvað kartöflurnar hafa verið sendar með skipi frá Mexico til Hollands, þaðan sem þær koma hingað. Skipið mun hafa verið fjórar vikur á leiðinni frá Mexíkó til Hollands og munu þær hafa náð að spíra á þeim tima. Næsta sending af þessum kartöflum kemur eftir helgi og um svipað leyti kemur einnig skip frá Póllandi. Standa vonir til að pólsku kartöflurnar verði fallegri en hinar mexikönsku. Um það vildi Jóhann þó ekkert fullyrða, en hann sagði: „Alla vega hafa Pólverjar svikið mig illa, ef þær eru ljótari en þessar, sem nú eru komnar.“ Þá ber að geta þess, að einn framámanna í verkalýðshreyfing- unni hringdi i Morgunblaðið i gær, rétt í þann mund, er hann var að fá nýju kartöflurnar inn úr dyrunum. Var hann reiður mjög og sagði að hann hefði aldrei séð neitt því líkt. Kvað hann þessar kartöflur vera gott vitni þess, hve fyrirlitning forystumanna Græn- metisverzlunarinnar væri tak- markalaus á neytendum. „Það er hreinlega verið að egna okkur“, sagði hinn reiði verkalýðsforingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.