Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRIL 1976 23 Minning: Rannveig Jónsdóttir Gröf Reyðarfirði anna „hér er oss gott að vera“, einkum þó á Blönduósi, er við höfður lengst af um ævina dvalið. Guðmundur hafði hneigð til veiðiferða og var ungur er hann hóf að veiða lax á stöng úr Blöndu, rétt fyrir ofan Héraðs- hælið. Sótti hann fiskinn og átti marga ánægjustund við veiðarnar í jökulfljótinu er mátti segja að rynni við túnfótinn hjá okkur. Verkleg iðja, og athafnasemi var honum hugleikin, er mun hafa að nokkru um það ráðið að hann brá á það ráð að hverfa frá námi nú um miðsvetrarleytið og haldarakleytt út i atvinnulífið. Hugur Guðmundar hafði eigi rofið tryggð við hina gróðursælu byggðir heimahaganna i Húna- þingi. Þvi ætlun hans var að hefja nám í Bændaskóla á næstu árum, ásamt verðandi mági sinum. En Guðmundur hafði kynnst konuefni sinu á Reykjaskóla, Margréti Bjarnadóttur, Hákonar- sonar í Haga á Barðaströnd, hinni efnilegustu stúlku, en þau höfðu bundist tryggðum í april á fyrra ári og stofnað heimili í Hafnar- firði i íbúð foreldra okkar, í febr- úar sl. Þau hjónaefnin væntu sér án efa farsældar og langra lífdaga á lífsins göngu, líka voru þau ættuð úr nágrannasveitum i Vestur- Barðastrandarsýslu. Guðmundur bróðir minn réðst nú til sjós, enda var honum eigi sjómennskan ókunn, hafði föð- urafi okkar, Guðmundur Valdi- mar Elíasson frá Patreks- firði, stundað sjó um 60 ára bil, lengst af sem vélstjóri og farnað- ist vel á sjónum, átti hann ávallt ástriki miklu að fagna hjá konu sinni og börnum í Hafnarfirði er hann kom af sjónum. Þegar ég hugleiði hið sviplega fráfall bróður míns er skipið Haf- rún fórst þá verður mér skýrt í minni, er við systkinin ung að árum biðum bænir okkar við móð- urhné, er mamma hafði kennt okkur. En þær urðu mér mikill styrkur og gáfu mér hugarró, er hið mikla snjóflóð á Norðfirði gróf mig í sinn kalda hjúp, en ég fyrir Guðs náð bjargaðist úr ásamt dóttur minni. Ég trúi því að bróðir minn hafi kvatt þetta lif hér i heimi, í anda þess bænarmáls er okkur var in'nrætt. Hann hafi falið önd sína Drottni allsherjar og þá hafi aftur morgnað í sálu hans til æðri heima. Minnug orða sálmsins Ef sálirnar þyrstir, þú svölun þeim lér þær sáðning fá hungraðar frá þér. Vor Guð, þínu í Ijósinu Ijós sjáum vér, og lifsins er uppspretta hjá þér. Blessuð sé minning Guðmundar Sigursteinssonar, bróður míns. Rósa Margrét Sigursteinsdóttir. --------------------- Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að af-mælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. Þann 26. marz s.l. andaðist Rannveig Jónsdóttir frá Gröf. Hún var fædd 7. maí 1891 i Vaðla- vík i Reyðarfjarðarhrppi hin- um forna. Ég, sem þessar línur rita, hefi margs að minnast og mikið að þakka hinni látnu og hér á við máltækið: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ekki tel ég mig færan um að skrifa ævisögu þessarar elskulegu konu, en hins vegar mun ég stikla á þvi helzta í lífi hennar. Hún Rannveig var mjög glæsi- leg kona og góð kona i þess orðs fyllstu merkingu. Hún var mjög trúuð og reysti ætíð á þann, sem öllu ræður og nú geymir hana. Mitt hjartans þakklæti færi ég nú Ránnveigu, sem ávallt var mér sem bezta móðir. Rannveig var ein þeirra kvenna sem varð að fást við ýmiss konar störf bæði úti og inni. Hún var ein af forystukonum Kvenfélagsins og lét sér mjög annt um það. Hún var i sóknar- nefnd á Reyðarfirði í mörg ár, enda mjög kirkjurækin. En minnisstæðust mun hún verða fyrir sína miklu líknarhjálp sem hún stundaði í fjölda ára. Mikið var leitað til Veigu i Gröf eins og hún var oft kölluð, þegar illa stóð á og mörgum hjúkraði hún og líknaði. Hún var lika ljós- móðir margra barna i byggðarlag- inu, þó ekki væri hún lærð, en það fullyrtu allar konur að engu síðri hefði hún verið þeim lærðu. Ég veit að margar reyðfirzkar konur kunna henni sérstakar þakkir fyr- ir þá alúð og nærgætni, er hún sýndi undir þeim kringumstæð- um og sendi þeim kringumstæð- um og senda nú að leiðarlokum beztu þakkir fyrir vel unnin störf. Þegar börnin voru ung, stund- aði maður hennar sjóinn sem og hann gerði alla sína löngu ævi, en Rannveig var gift Birni Gíslasyni föðurbróður mínum, hinum mæt- asta atorku- og ágætismanni, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Þá var siður að vera í veri úti í Brejðuvik. Öll þau sumur sem hann var þar var kona hans með honum og lagði gjörva hönd á margt. Fiskvinnu stundaði hún jöfnum höndum með heimilisstörfunum. Marga vökunóttina átti hún, þegar Björn var á sjó og við- tökurnar voru hlýjar, enda hefi ég aldrei kynnzt eins ástríku hjónabandi. Þar bar aldrei skugga á. Við fráfall Rannveigar er horf- inn einhver bezti borgari Reyðarfjarðar, sem ég veit að er þar sárt saknað, en einnig þakkað fyrir hennar miklu og góðu störf í þágu byggðarlagsins. Þau hjón eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi og hinir mætustu þjóðfélagsþegnar, en þau eru: Þórunn, gift Björgvini Jónssyni kaupmanni hér í borg, Jón, yfir- fiskmatsmaður, sem kvæntur er Nönnu Þorsteinsdóttur, en þau búa á Reyðarfirði, og María, gift Olafi Kristjánssyni, fyrrv. bæjar- stjóra í Vestmannaeyjum. Ég get ekki svo lokið við þessa grein, að ég geti ekki um síðustu æviár hennar hjá Þórunni dóttur sinni og Björgvin manni hennar. Það veit ég, að ekkert gamal- menni á Islandi hefur hlotið betri umönnun og elskusemi en hún og þeim skulu færðar hjartans þakk- ir fyrir það. Og þá kemur mér í hug hjarta- hlýjan og gestrisnin í Gröf i gamla daga, þar nutu margir góðs af og í þeirra hópi er undirritaður, sem þakkar nú af alhug allar þær góðu stundir, bjartar og hlýjar. Utför hennar fer fram i dag frá Búðarkirkju á Reyðarfirði. Svo enda ég orð mín á kveðju til elsku Veigu minnar með því að segja: Far þú i friði friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Jóhann Þórólfsson, — Lestrar- félög Framhald af bls. 11 2—4 á laugardögum en áður hafði fólk getað komið, „þegar það átti leið framhjá". Ari siðar eða 1913 var borin fram tillaga í stjórninni um að gömlu bækurnar, sem lestrarfélagið ætti, yrðu seldar og nýjar keyptar í staðinn. Selja átti þær bækur sém búið væri að lesa. Þá var einnig ákveðið, að „þeir rómanir, sem félagið kann að eignast skulu heyra undir sömu lög og aðrar bækur.“ En hvað svo um lestrarfélagið sjálft: „Siðla vetrar 1889 komu 20 bændur í Borgarfirði eystra saraan til að ræða um stofnun lestrarfélags. Ekki hugðust þeir takmarka bókakaupin eingöngu við islenzkar bækur, því að þegar á fyrsta fundi var ákveðin fjár- hæð til kaupa á dönskum bókum, en megináherzla var þó lögð á þjóðlegan fróðleik, skáldskap og merk tímarit. Er þetta gott dæmi um óvenjulega menningarstarf- semi og félagshyggju i fámennu og afskekktu byggðarlagi og má slíkt framtak ekki falla í gleymsku. Forgöngumenn að stofnun lestrarfélagsins og lengi hvetjandi alls er til heilla horfði í framfaramálum Borgarfjarðar voru: Þorsteinn Magnússon, Höfn, Sigfús Gíslason, Hof- strönd, Hannes Sigurðsson, Bjargi, Árni Steinsson, Bakka- koti. Bókaeign fyrsta árið voru 30 bækur, íslenzkar og nokkrar danskar. Félagsgjald fyrir konur var ein króna og karla 2 krónur. Kappsamlega var unnið að öflun bóka og óx safnið furðu fljótt. Um aldamótin voru þó til í sjóði 5 krónur og 73 aurar." Árið 1904 flyzt Lestrarfélagið svo f Bindindishúsið og voru þá af 260 bókum félagsins aðeins örfáar i útláni. Húsið brann til grunna árið 1906. I ágripi af sögu félagsins á kortinu góða segir: „Bókaperlur, sem fólk leit á sem góða vini, urðu eldinum að bráð. Margur hefur áreiðanlega fellt tár yfir þeim rústum, sem áfram var haldið.“ Nú flyzt félagið i Barnaskólann og árið 1908 barst félaginu bréf frá Oddi Björnssyni bókaútgefanda á Akureyri, þar sem hann bauð allar útgáfubækur sínar að gjöf til þess tíma. Á árunum 1911 til 1918 var Þor- steinn M. Jónsson formaður félagsins og starfaði hann ásamt konu sinni Sigurjónu Jakobs- dóttur af eldlegum áhuga fyrir félagið. 1918 hækkaði félagsgjald- ið í 4 krónur og var þá gjaldið jafnt fyrir konur sem karla. Á árunum 1922 til 1940 var Anna Guðný Guðmundsdóttír formaður félagsins. Síðastliðin 10 ár hefur Sigriður Eyjólfsdóttir verið for- maður félagsins. I lok þessa stutta ágrips af sögu Lestrarfélags Borgarfjarðar eystri segir: „Stöndum vörð um þá menningar- arfleifð, sem okkur er trúað fyrir. Megi andi samhjálpar og félags- hyggju vera leiðarljós þeim sem að félagsmálum Borgfirðinga vinna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.