Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRlL 1976 Sveinbjörg Hallsdóttir leggur land undir fót Bjarni Einarsson bæjarstjóri á Akureyri hættir BJARNI Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri, hefur sagt starfi sínu lausu og mun hann láta af störf- um nú í sumar. Tekur hann við starfi hjá Framkvæmdastofnun rikisins og mun hafa þar með byggðamál að gera, að því er Bjarni skýrði Morgunblaðinu frá í gær. Morgunblaðið spurði Bjarna hvort hann myndi þá ekki flytjast suður yfir heiðar. ,,Jú, óhjá- kvæmilega mun ég þurfa þess," svaraði Bjarni, „því að mið- stjórnarvaldið er í Reykjavík og mun víst verða enn um sinn, enda þótt Akureyri sé mun notalegri bústaður." Lýst eftir konu á blá- um Volkswagen SLYSARANNSÖKNARDEILD lögreglunnar þarf nauðsynlega að ná tali af konu, sem fimmtudags- morguninn 1. apríl ók niður Laugaveg á blárri Volkswagenbif- reið. A móts við Laugaveg 32 ók bifreíðin utan í unga stúlku, sem var á gangi ásamt stöllu sinni á götunni, rétt við gangstéttina. Ökukonan hefur væntanlega ekki orðið vör við það þegar hún ók á stúlkuna, því hún hélt ferð sinni áfram og beygði niður Vatnsstíg. Þarf slysarannsóknardeildin að ná tali af konunni svo og vitnum, en bifreiðin var með R-númer. Sími deildarinnar er 11166. GAMANLEIKURINN Sveinbjörg Hallsdóttir hefur undanfarið ver- ið sýndur í Borgarnesi og ná- grenni við góða aðstoð og undir- tektir. Sýningar á leiknum eru orðnar 12 en næstu sýningar verða I bíóhöllinni á Akranesi föstudaginn 2. apríl kl 21 og í Kópavogsblói sunnudaginn 4. apríl ki. 21. Leikrit þetta er eftir ungan Borgnesing, Trausta Jónsson, og er nú flutt í fyrsta sinn. Leikarar eru allir úr Borgarnesi, og leik- stjórinn er Theodór Þórðarson. Sl. miðvikudag bauð hrepps- nefnd Borgarneshrepps leikurun- um og fleira áhugafólki um leik- list í Borgarnesi til kaffisamsætis. Þar voru sérstaklega heiðruð þáu Freyja Bjarnadóttir, Ragney Eggertsdóttir og Þórður Magnús- son, en þau hafa lengi verið mikl- ír burðarásar í leiklistarlífi í Borgarnesi. Stjórn Menningar- sjóðs Borgarness veitti höfundi leikritsins, Trausta Jónssyni, viðurkenningu með nokkru fjár- framlagi. Söngskemmtun í Hveragerði I fréttatilkynningu sem blað- inu hefur borizt, segir að á laugardag haldi Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandar- sóknar söngskemmtun í Hvera- gerðiskirkju. Stjórnandi er Anna J. Stefánsdóttir en undir- leik annast Ólafur Sigurjóns- son. Einnig syngur Sigrún Gestsdóttir nokkur lög við und- irleik Sigursveins Magnússon- ar. Allur ágóði rennur í orgel- sjóð Hveragerðiskirkju og er fólk hvatt til að mæta. Kvöldmvnd af Hveragerði Ijósm. Ragna Hermannsdóttir. VORÐUR 50 ÁRA 1926- 13. FEBR,- 1976 AFMÆLISHATIÐ FÖSTUDAGINN 9. APRÍL 1976 HÓTEL SÖGU wm SÚLNASAL e» Sjálfstæðis- menn athugið Vegna mikillar aðsóknar að 50 ára afmæiishátíð Varðar og tii að auð veida undir- búning og skipulag hátíðar- innar viijum við hvetja þá, sem hyggjast sækja af- mælishófið og enn hafa ekki tryggt sér miða, að gera það hið fyrsta og ganga jafnframt frá borða- pöntunum í síma 82900 og 82963 (Sjáifstæðishúsinu Bolholti 7). Miðaverð er kr.: 3.500 — Auk venju/egs skrifstofu- tíma verður opið föstudag- inn 2. apri! frá klukkan 20—22.30 og /augardag- inn 3. klukkan 2— 7 e.h. Sunnudaginn 4. apríl verður opið frá klukkan 3— 7 e.h. Þar sem gy/ltu afmæ/is- peningarnir eru nú a/veg uppseldir og þeir silfruðu mjög gengnir ti/þurrðar, er þeim sem hug hafa á að eignast þennan minjagrip bent á að tryggja sér eintak hið fyrsta. Þeir Sjálfstæðismenn sem ekki hafa fengið senda prentaða hátíðardagskrá, eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til skrifstofu Varð- ar í Sjá/fstóéðishúsinu Bol- holti 7. Hátíðarne fndin B.Ú.R kaupir Freyju RE A FUNDI borgarstjórnar í gær- kvöldi staðfesti hún samþykkt borgarráðs frá í gær um kaup á skuttogaranum Freyju RE 38. Helzti rökstuðningur kaupanna er, að Ijóst er, að stórbæta þarf skipastólinn og aðstöðu til fisk- móttöku hjá B.U.R. Freyja RE 38 er í eigu Gunnars I. Hafsteinssonar. Hún er smíðuð i Frakklandi 1972. Freyja RE 38 er 46.55 m á lengd og 9.3 m á breidd. Fiskilest er 350 rúmm. Áhöfn er 19 manns. Fullkomin fiskvinnslutæki eru í skipinu, þar er einnig ísvél sem framleiðir 10 tonn á sólarhring. Aðalvél skipsins er af gerðinni British Húsavík: Bærinn afhendir tíu leiguíbúðir Húsavík 1. april BÆJARSTJÓRINN í Húsavik, Haukur Harðarson, afhenti i dag tíu leiguíbúðir, sem byggðar hafa verið á vegum bæjarins, sam- kvæmt lögum frá 1973 um bygg- ingu 1000 leiguíbúð á landinu. Byggingarframkvæmdir hófust í október 1974 og var verktaki Barði hf. á Húsavík, sem skilað hefir íbúðunum vel frágengnum og hinum vistlegustu. Formaður byggingarnefndar er Guðmundur Níelsson, bæjarritari. — Fréttaritari. Polar og er 1800 hestöfl. Gang- hraði Freyju RE 38 er 13.5 hnútar miðað við 1550 hestöfl. Fiski- leitartæki eru af Simrad-gerð. Aætlað kaupverð mun vera i kringum 350 milljónir króna. Skipið afhendist fullbúið með veiðarfærum. — Fermingar Framhald af bls. 13 Br>nja Björk Halldórsdóttir, Jaðarsbraut 5 Kdda Gerður Guðmundsdóttir, Heiðarbraut 37 Elfa Þorsteinsdóttir, Stekkjarholti 18 Elísabet Jóna Jónsdóttir, Garðabraut 45 Guðbjörg Þórisdóttir, Esjuhraut 37 Guðrún Þórey Vestmann, Presthúsabraut 26 Hafdís Aðalsteinsdóttir, Bjarkargrund 43 Ingibjörg Kristfn Valsdóttir Vallholti 9 Kristín Asgeirsdóttir, Furugrund 37 Soffía Guðrún Omarsdóttir. Háholti 29 Ferming kl. 2 síðd. DRENGIR: Birgir Arnar Birgisson. Brekkubraut 31 Ingólfur Geir Gíssurarson, Heiðarbraut 47 Ingvar Matthíasson. Jaðarsbraut 37 Jóhann Sigurður Gestsson, Akurgerði 22 Jón Páll Björnsson, Merkigerði 7 Jón Pétursson. Esjuhraut 41 Jón Ágúst Þorsteinsson, Grundartúni 5 Kristján Guðmundsson, Vogabraut 32 Kristján Helgason, Brekkubraut 7 Magnús Bragi Gunnlaugsson, Vesturgötu 140 Sigurbjörn Guðmundsson, Suðurgötu 64 Þorleifur Geir Sigurðsson, Furugrund 2 Ægir Guðmundsson, Furugrund 42 Ægir Pálsson, Furugrund 5 STÚLKUR: Kristín Guðmundsdóttir, Brekkubraut 25 Laufey Sigurðardóttir, Garðabraut 18 LiljaBjörk Högnadóttir. Hjarðarholti 13 Ragnheiður Jónasdóttir, Vesturgötu 155 Rannveig Sigurjónsdóttir, Vogabraut 44 Rósa Jónsdóttir, Krókatúni 15 Sara Björnsdóttir, Garðabraut 15 Sigríður Guðlaug Olafsdóttir, Brekkubraut 21 Sigrún Ríkharðsdóttir, Ileiðarbraut 53 Sigþóra Ársælsdóttir, Brekkubraut 10 Stefanfa Dagbjört Guðmundsdóttir, Skagabraut 17 Þórey Helgadóttir, Jaðarsbraut 19 Þurfður Björnsdóttir, Stekkjarholti 3 Treval hf. Súóarvogi 28 86894

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.