Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRlL 1976 11 VERZLUNARSTORF í „ríkinu •'tó afgreiðslu TOLFRÆÐI Skólagangan lögð á banka • FLESTIR viðskiptavinir áfengisverzlunar rfkisins muna það sjálfsagt ekki að konur hafi nokkurn tíma afgreitt f vfnbúðum fyrirtækisins. Erlingur Ófafsson, aðstoðarverzlunarstjóri í vfn- búðinni á Lindargötu, sagði okkur þó að hér væri ekki um nvlundu að ræða, þar sem í strfðinu hefðu verið konur við afgreiðsfu. Var það áður en til skömmtunar áfengis kom. Þá hafa og til skamms tfma verið konur við afgreiðslu f vínbúð ATVR í Keflavfk. En fyrir Reykvikinga, sem ekki muna skömmtunina í stríðinu, er alla vega um nýjabrum að ræða. Gerður Einarsdóttir, dóttir Einars Ólafssonar, sem ræður ríkjum á Lindargötu, hóf þar afgreiðslu í haust. Til gamans má geta þess, að þegar Lindargöturíkið flutti úr Nýborg á Skúlagötu átti Mbi. viðtal við Einar föður Gerðar, sem þá hafði nokkru áður tekið við verzlunarstjórn af föður sínum. Fyrirsögnin á viðtalinu, sem birtist á baksiðu Mbl., var „Þeir erfa rikið prinsarnir" og var það hinn skemmtilegasti orðaleikur. Nú má segja að prinsessan i • LESTRARFÉLAG Borgar- fjarðar eystri verður 87 ára á þessu ári. Ástæðan til þess að við minnumst á það þótt ekki sé sér- stakt afmæli á þessu ári, er að ritstjóra Morgunblaðsins barst ekki alls fvrir löngu mjög skemmtilegt kort, sem gefið var út f tifefni 85 ára afmælis félagsins. Á kortinu er ágrip af sögu féiagsins, en þeð hefur þrisvar á þessum tfma flutzt húsa f milli þar eystra. Fyrstu 5 árin starfaði félagið á Bakka, síðan í tvö ár f Bindindishúsinu og á ára- bifinu 1907 til 1969 var það f Barnaskólanum, unz það 1970 fluttist f nýtt hús, Fjarðaborg. ríkinu sé Gerður Einarsdóttir. Hún sagði er Mbl. spjallaði við hana stuttlega: — Ég er búin að vera hér við afgreiðslu af og til síðan í haust og ég kann ágætlega við starfið og ætla að vera áfram hér. Gerður er eina konan, sem afgreiðir i vínbúðum ÁTVR í Reykjavik, og þvi spurðum við, hvernig viðskiptavinunum yrði við, þegar hún afgreiddi: A þessu skemmtilega korti eru glefsur úr fundargerðarbók Lestrarfélagsins. Þar segir m.a. frá því að á fyrsta starfsári félagsins hafi 3 sagt sig úr þvi en 7 bætzt við og jafnframt sagði að „formaður skal sjá um að bækur séu pantaðar það snemma að geti verið komnar til bókavarðar fyrir veturnætur." Þá var og formanni félagsins eitt sinn falið að sækja bækur á Seyðisfjörð, en stjórnin felldi þó við atkvæðagreiðslu að greiða þóknun fyrir ferðina. Þegar félagið hafði starfað i eitt ár og sjálfsagt höfðu þá margir fundir verið haldnir — kom fram sú tillaga, „að félagsmenn tali — Þeim er hætt að bregða — svaraði Gerður — en fyrst fannst þeim þetta heldur skrítið. Að- spurð um það hvort afgreiðslu- maður i vinbúð þyrfti ekki að vera mjög vel að sér um vín og tegundir, játti hún þvi og sagði að það kæmi allt með reynslunni. I búðinni kvað hún um nokkur hundruð tegundir af áfengi úr að velja Má því segja að úrvalið sé gott. einn í senn en ekki allir í einu...“ Hefur greinilega verið þörf á að gera þessa bragarbót á fundar- sköpum félagsins. Árið 1895 er stjórninni falið að kynna sér verð á bókaskáp, sem pantaður var hjá Magnúsi á Hvoli og taka ekki við skápnum ef hann kostaði meira en 20 krónur. Sjálf- sagt hafa 20 krónur verið mikið fé í þá daga og félagió ekki haft mikið fjárhagslegt bolmagn eins og raunar dæmið um ferð for- mannsins til Seyðisfjarðar ber með sér. Árið 1912 auglýsti bókavörður ákveðinn tíma til útiána bóka, kl. i Framhaid á bls. 23 0 Þt ERT kannski einn þeirra, sem alltaf varst skussi f skóla, hrasaðir oft á menntabrautinni og fegnastur þvf að skólaganga þfn skulí gleymd og grafin. En hrósaðu happi af gætni, félagi, það getur nefnilega allt eins verið að skrykkjótt leið þín um menntastofnanirnar sé dyggilega geymd og skráð. Kerfið hefur séð fyrir því, og það tjóir ekkert að muldra um persónunjósnir. Til- gangurinn er nefnilega göfugur og hefur vfst ótvfrætt þjóðfélags- legt gildi. Og þar með ert þú mát. „Jú, þetta er alveg rétt,“ sagði Klemenz Tryggvason hagstofu- stjóri okkur eftir að við höfðum haft spurnir af þessari skráningu og spurðum hann nánar út i hana. „Við höfum frá 1965 starfrækt almenna skráningu á námsferli allra skólanemenda á tilteknum bekkjarstigum. Siðan er ætlunin að koma upp databanka með öll- um þessum upplýsingum, en ég býst við að enn eigi eftir að líða önnur 10 ár eða jafnvel 15 þar til hann sér dagsins ljós. Okkur þótti tilvalið að fara út í þessa skrán- ingu, þar eð það er tiltölulega lítið verk að hengja þessar upplýsing- ar við þjóðskrána, þar sem við höfum véltækar upplýsingar um alla landsmenn." Klemenz lét okkur i té ýmsar frekari upplýsingar um þessa námsferilsskráningu. Þar kemur fram að almenn nemendaskrán- ing hófst með skólaárinu 1966/67. Frá upphafi og fram að siðast skólaári voru þeir nemendur teknir inn í skrána, sem hófu nám á næstsiðasta ári skyldunáms, en frá hausti 1975 eru teknir inn þeir nemendur, sem hefja nám á síðasta ári skyldunáms, þ.e. í 2. bekk gagnfræðastigs eða í 8. bekk miðað við bekkjartal grunnskóla. Tilgangur spjaldskrár yfir alla islenzka skólanemendur frá og með ákveðnu skólastigi er aðal- lega þessi: a) Að láta i té efnivið til nákvæmrar skýrslugerðar um skólagöngu og menntun æsku- fólks, bæði um almenna og verk- lega menntun þess. 1 þessu skyni verður fylgzt með námsferli hvers einstaks skólanemanda frá og með næstsíðasta ári skyldunáms. Mikilvægur þáttur þessarar skýrslugerðar verður öflun vitn- eskju um tölu og menntunarstig þess fólks, sem á ári hverju lýkur skólagöngu og hefur störf í at- vinnulífinu. Skýrslur um þetta hafa hingað til verið mjög i mol- um, og mun þvi með tilkomu nem- endaskrár verða bætt úr brýnni þörf fyrir upplýsingar á þessu sviði. b) Að láta fræðsluyfirvöldum i té nauðsynlegar upplýsingar til stjórnar og eftirhts. Gert er ráð fyrir, að sumar \ pplýsingar, sem hingað til hafa fengizt úr skýrsl- um skólastjóra til fræðsluyfir- valda, fáist framvegis með ein- faldari og fyrirhafnarminni hætti úr nemendaskrá. Auk þess mun nemendaskráin geta látið fræðsluyfirvöldum í té ýmsar gagnlegar upplýsingar, sem fram að þessu hafa ekki verið tiltækar, eða aðeins fáanlegar með mikilli fyrirhöfn. Einnig verður hægt a.m.k. þegar frá líður, að fram- leiða i skýrsluvélum ýmis starfs- gögn handa fræðsluyfirvöldum og skólastjórum, í því skyni að spara vinnu og bæta verktilhögun. c) Að vera hjálpartæki til áætl- unargerðar um fræðslukerfið, t.d. í sambandi við skólabyggingar, kennaraþörf og ýmis skipulagn- ingarmál. d) Að gera mögulegar margvis- legar rannsóknir á menntunar- stigi þjóðarinnar og fræðslukerfi hennar. Hér er annars vegar um að ræða athuganir, sem unnt er að gera með tiltölulega fyrirhafnar- litlum hætti.með því að leiða sam- an í skýrsluvélum upplýsingar i nemendaskrá og upplýsingar um nemendur og foreldra þeirra í þjóóskrá og öðrum skrám, sem byggðar eru á henni og liggja fyrir á vélspjöldum — svo sem skattskrám. Hins vegár er hér um að ræða athuganir, sem byggðar eru á sérstakri öflun gagna, en hagnýta að öðru leyti nemenda- skrána sem grundvöll að fram- kvæmd verksins. Hver nemandi fær sitt vélspjald með upplýsingum um nafn og fæðingarnúmer samkvæmt þjóð- skrá, lögheimilissveitarfélag fyrri skólagöngu — hvers konar skóla Framhald á bls. 31 SÁ embættismaður, sem mjög hefur verið f sviðs- Ijósinu að undanförnu er verðlagsstjóri. Hann er Ge- org Ólafsson og hefur gegnt embættinu f tæpt hálft annað ár eða frá ára- mótum 1974 til 1975, cr hann tók við starfinu af Kristjáni Gfslasyni. Georg er viðskiptafræðingur, út- skrifaðist frá Háskóla Is- lands árið 1970, en að prófi loknu vann hann fyrst hjá Seðlabanka Islands, fór sfðan utan til framhalds- náms og starfa f Danmörku f 2 ár, en hóf sfðan að nýju störf f Seðlabankanum unz hann fékk veitingu fyrir verðlagsstjóraembættinu. Morgunblaðið ræddi nú f vikunni við Georg til þess að fræðast um starf hans. 1 fyrstu var hann spurður að þvf, hvort það væri lifandi og skemmtilegt. Hann svaraði: „Starfið er vissulega lif- andi, ég hefi mikil sam- skipti við fulltrúa ýmissa atvinnugreina og félaga- samtaka, auk þess sem talsvert er um persónuleg samskipti við almenning.“ — Þá spurði Mbl. um það, hvort mikill þrýstingur Þar sem virk sam- keppni er ræður markaður- inn verð- |ag» væri frá aðiljum, sem ættu. undir embættið að sækja og játti hann þvf. Hann sagði: ,Jú þvf er ekki að leyna, að mjög fast er sótt um hækkanir, sérstaklega ef snöggar kostnaðarhækk- anir hafa orðið erlendis, launahækkanir og fleira. Við sjáum nú fram á að þetta ár verði mjög erfitt, þar sem samið hefur verið um tfðar launahækkanir, 1. júlf, 1. október og 1. febrúar 1977 og ef tif vill ekki sízt vegna þeirra rauðu strika sem samið var um.“ „Þið skerið oft niður hækkunarbeiðnir eða hreinlega synjið aðilum um hækkanir. Á hvaða for- sendum gerið þið það?“ „Við þessari spurningu er erfitt að gefa einhlftt svar, en ef ég gef almennt svar við henni, þá könnum við hvaða kostnaðarhækkanir hafa átt sér stað frá þvf er sfðar var heimiluð hækk- un. Ennfremur könnum við rekstrarafkomu fyrir- tækja, t.d. með þvf að kalla inn ársreikninga, en einn- ig leitum við eftir öðrum upplýsingum, sem við telj- um nauðsynlegar og lftum á framtfðarhorfur fyrir- tækisins. Þessar upplýs- ingar eru svo metnar og f lögunum segir að verðlags- ákvörðun eigi að miðast við þörf fyrirtækis f hverri grein, sem hefur vel skipu- lagðan og hagkvæman rekstur. Erindum er synj- að ef hækkanir reynast ónauðsynlegar.“ „Verðlagsskrifstofan hef- ur oft verið gagnrýnd fyrir að hafa of þéttriðna möskva og að jafnvel ráðu- neytið sé ekki eins fast- heldið á hækkanir. Hvað viltu segja um þetta?" GEORG ÓLAFSSON. verðlagsstjóri „Eg vil sem minnst ræða um störf annarra verðlags- yfirvalda, en við veitum nauðsynlegt aðhald, án þess þó að stefna rekstri fyrirtækja f hættu.“ „Verður verðlagsstjóri ekki óvinsæll f starfi með- al þeirra, sem undir hann eiga að sækja?“ „Það má vel vera,“ — sagði Georg Ólafsson, „en f mfnu starfi sem öðrum opinber- um störfum, verður að taka málefnalega afstöðu án tiliits til þess, hvort það er óvinsælt eða ekki.“ „Hvað um verðlagseftirlit- ið f verzlunum?“ „Hið venjulega eftirlit fer þannig fram, að gengið er úr skugga um að verð sé samkvæmt verðlagsákvörð- unum. Þá höfum við beitt okkur fyrir þvf að verzlan- ir verðmerki vörur sfnar og ég mun beina starfsemi embættisins meir inn á það f framtfðinni, að gerð- ar verði kannanir f verzl- unum á verðlagi og þær sfðan birtar opinberlega. Með því ætlum við okkur að auka verðskyn almenn- ings, en það virðist hafa slæpzt mjög í verðbólg- unni að undanförnu. Hins vegar höfum við orðið var- ir við það — hvort sem það fylgir minnkandi kaup- mætti eða ekki — að fólk hefur meiri áhuga á að fá upplýsingar um hvar verð sé lægst. Er t.d. mikið hringt til okkar, þar sem fólk bendir á ákveðið á einhverju og biður okkur um að kanna réttmæti þess. Slík könnun er auð- vitað einn þátturinn f starfi okkar. „I stjórnarsáttmálanum er sérstaklega gert ráð fyrir endurskoðun á verðlags- löggjöf. Hvað lfður henni?“ „Viðskiptaráðherra hefur falið þremur mönnum, skrifstofustjóra viðskipta- ráðuneytisins, Björgvini Guðmundssyni, lögfræð- ingi ráðuneytisins, Gylfa Knudsen, og mér, að vinna að þessu verkefni og höf- um við að undanförnu ver- ið að vinna í því. Það gefur að skilja, að ein af grund- vallarreglum verðlagsmála er að þar sem virk sam- keppni er rfkjandi, er markaðurinn látinn ráða verðlaginu. Starf verðlags- yfirvalda er þá fyrst og fremst að fylgjast með verðlagi og grfpa inn f þar sem samkeppnin er ekki virk og koma f veg fyrir samkeppnishömlur. Eg get lítið sagt um starf okkar að þessu verkefni enn sem komið er, en Ijóst er að við munum kynna okkur verð- lagslöggjöf margra landa. þ.á m. á Norðurlöndunum. Fram hjá þvf verður þó ekki gengið, að vegna fá- mennis hér á landi eru all- frábrugðnar aðstæður hér og til þess verður að taka tillit," sagði Georg Ólafs- son, verðlagsstjóri, að lok- um. GE0RG ÓLAFSS0N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.