Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRlL 1976 7 Óafsakanlegt framferði Dagblaðið Timinn segir i leiðara l gær: „Undir því er þungt að búa, að íslenzkir skipstjór- ar fiskibáta skulu tugum saman leika þann gráa leik að stunda ólöglegar togveiðar, eins og nú hef ur gerzt við suðurströnd landssins. Engir ættu að hafa á því gleggri skilning en fiski- mennirnir sjálfir, að ákvæðum um veiðitak- markanir beri að hlýða; og miklu alvarlegri eru þessi brot en ella vegna þess, að þau eru framin f miðju landhelgisstríði, þar sem hin brýna nauðsyn á fiski- vernd er meðal helztu raka okkar. Þessir menn eru því ekki aðeins að brjóta lög og reglur, held ur leggja þeir óvinum okk- ar vopn í hendur, þegar sfzt skyldi. Og svívirðilegt er að hyllast til slíkra afbrota og rányrkju, þegar landhelg- isgæzlan, með sinn tak- markaða kost skipa og flugtækja, á í vök að verj- ast gegn yfirgangi og ófyr- irleitni brezka flotans. Þess konar framkoma er „hetjum* hafsins" til minnkunar og vansæmd- ar." Þá birtir Tíminn og f gær viðtal við Ólaf Jó- hannesson, dómsmálaráð- herra, um þessi landhelg- isbrot. Þar segir ráðherr- ann: „Það er hörmulegt, að slfkt skuli koma fyr- ir. . . Að íslendingar skuli haga sér á þennan veg, getur aldrei orðið nema til að veikja málstað okkar." Verkfallsréttur opinberra starfsmanna. Verkfallsréttur opinberra starfsmanna „Hvernig Itzt þér á sam- komulag BSRB og ríkis- ins?" Þessari spurningu beinir dagblaðiðTíminn til fimm aðila. sem allir eiga nokkurn hlut að máli. Svör þessara aðila voru á þessa leið: 0 Þorvaldur Ágústs- son, aðalféhirðir: „Ég hef ekki beðið neinn að semja fyrir mig. og ég kæri mig ekkert um verkföll. Þeir einir græða á verkföllum. sem æsa til þeirra." 0 Hrönn Hafliðadóttir, ritari: .,Ég er á móti verk- fallsrétti opinberra starfs- manna, sérstaklega eins og að honum er staðið með þvf að ætla að lög- bjóða einhverja undan- þáguhópá." 0 Hrefna Friðgeirs- dóttir. ritari: „Ég er and- vig því að opinberir starfs- menn hafi verkfallsrétt, einkum ef það á að kosta það að f sumum stofnun- um fari fáir ! verkföll fyrir hina, sem eru ! undan- þáguhópum og verða á fullum launum." 0 Ásmundur Sigur- jónsson, deildarstjóri: „Mér finnst sjálfsagt að hafa verkfallsrétt. Ætli stjórnarráðið verði raunar ekki allt á undanþágu, og þar með Hagstofan Ifka. svo þetta verður takmark- aður verkfallsréttur." O Marfa Jóhannsdótt ir, deildarstjóri: „Mér finnst sjálfsagt að opin- berir starfsmenn fái verk- fallsrétt. Það er óréttlátt að aðrir fari ! verkfall fyrir mann eins og ASÍ hefur gert. . . Þar fyrir vinnst ekkert með verkföllum — þau hafa verið vita gagnslaus að undanförnu. Ég hef ekki mikla trú á verkföllum eftir þetta sfð- asta." Niðurstöður Að sjálfsögðu er hér ekki um að ræða heildar- mynd af skoðunum ríkis- starfsmanna. Úrtakið er ekki nægilega mikið til að vera marktækt sem sýnis-( horn af heildinni. Engu að síður eru þessi svör lær- dómsrlk. Þrfr af fimm að- spurðum eru mótfallnir verkfallsrétti opinberra starfsmanna. Tveir telja hins vegar að þessi réttur skuli ná til opinberra starfsmanna, en annar þeirra telur jafnframt að „ekkert vinnist með verk- föllum — þau hafi verið gagnslaus. ." Það er vaxandi skoðun meðal launþega, að verk- föll þjóni vafasömum til- gangi og finna þurfi aðrar leiðir til að tryggja kaup- mátt launa. í því efni séu fyrst og fremst tvær leiðir raunhæfar: 1) að stöðva verðbólguskriðið, tryggja jafnvægi I efnahagslífi þjóðarinnar og nægilegt atvinnuframboð til að fyr- irbyggja atvinnuleysi, 2) að stuðla að framleiðslu- og verðmætaaukningu i þjóðarbúinu, þann veg, að meira verði til skiptanna milli starfsstétta og þjóð- félagsþegna. Og verkföll þjóna vafasömum til gangi í slíkri viðleitni. Það er bitur reynsla, sem draga verður rétta lær- dóma af. ftlcöSur á rnorgun Guðspjall 5. sunnudags I föstu er I Luk. 1, 26—38: Boðunardagur Marfu. Fjólublár, sem er litur iðrunar og yfirbótar, er einkennislitur föstunnar. DÖMKIRKJAN Fermingar- messa kl. 11 árd. Séra Öskar J. Þorláksson dómprófastur. Fermingarmessa kl. 2 síðd. Sé- ra Þórir Stephensen. Barna- samkoma í Vesturbæjarskólan- um við Öldugötu. Séra Þórir Stephensen. LAUGARNESKIRKJA Messa Kl. 10.30 árd. Ferming. Altarisganga. Séra Garóar Svavarsson. NESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Guðmundur Ösk- ar Ölafsson. Fermingarguó- þjónustur kl. 11 árd og kl. 2 síöd. Sóknarprestarnir. FELLA- OG HOLASOKN Barnasamkoma kl. 11 árd. í Fellaskóla. Guóþjónusta í skólanum kl. 2 síðd. Séra Hreinn Hjartarson. BÚSTAÐAKIRKJA Ferm- ingarguðþjónustur kl. 10.30 árd. og kl. 1.30 síðdegis. Altaris- ganga þriðjudaginn 5. apríl kl. 8.30 síðd. Séra Ölafur Skúlason. IIALLGRlMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Altarisganga. Séra Karl Sigurbjörnsson. Fjöl- skyldumessa kl. 2 síðd. Pétur Þórarinsson stud. theol. prédik- ar. Kvöldbænir alla virka daga nema miðvikudaga klukkan 6. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Fermingarguðþjónusta í Bústaðakirkju kl. 4 síðd. Altarisganga. Sunnudagaskóli i Breiðholtsskóla kl. 10.30 árd. Séra Lárus Halldórsson. FlLADELFlUKIRKJAN Ut- varpsguðþjónusta kl. 11 árd. Safnaðarguðþjónusta kl. 2 síðd. Almenn guðþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. KIRKJA OHAÐASAFNAÐAR- INS. Fermingarmessa kl. 10.30 árd Séra Emil Björnsson. HJALPRÆÐISHERINN Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 siðd. Hjálpræðissamkoma kl. 8.30 siðd. Kapt. Ennstad og frú tala. Kapt. Daníel Öskarsson. DÖMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. og lágmessa kl. 2 síód. HATEIGSKIRKJA Fermingar- guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Jón Þorvarðsson. Siðdegismessa kl. 5. Séra Arngrímur Jónsson. FRlKIRKJAN Reykjavik Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. F’ermingar- guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. AÐVENTKIRKJAN Reykjavik guðþjónusta kl. 5 síðd. Sigurður Bjarnason prédikar. LANGHOLTSPRESTAKALL Fermingarguðþjónusta kl. 10.30. Séra Sigurður Haukur Guójónsson. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Sóknarnefndin. GRENSASKIRKJA Fermingar- guðþjónustur kl. 10.30 árd. og kl. 2 síðd. Séra Halldór S. Gröndal. ASPRESTAKALL Ferming í Laugarneskirkju kl. 2 síðd. Séra Grimur Grimsson. FÆREYSKA Sjómannaheimil- ið. Samkoma verður kl. 5 siðd. Jóhann Ölsen. arbæjarprestakall Barnasamkoma í Arbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðþjónusta í skólanum kl. 2 síðd. Séra Guð- mundur Þorsteinsson. DIGRANESPRESTAKALL Barnasamkoma í Víghólaskóla kl. 11 árd. Fermingarmessa i Kópavogskirkju kl. 2 siðd. Séra Þorbergur Kristjánsson. KARSNESPRESTAKALL Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Fermingar- guðþjónusta í Kópavogskirkju kl. 10.30 árd. Séra Árni Páls- son. MOSFELLSKIRKJA Guð- þjónusta kl. 2 síðd. Afhjúpaður minnisvarði um Stefán Þorláks- son að guðþjónustu lokinni. Séra Bjarni Sigurðsson. GARÐAKIRKJA Barnasam- koma í skólasalnum kl. 11 árd. Guðþjónusta kl. 10.30 árd og kl. 2 síód. — Ferming. Séra Bragi Friðriksson. HAFNARFJARÐARKIRKJA Fermingarmessur kl. 10.30 árdegis kl. 2 síðdegis. Séra Garóar Þorsteinsson. FRlKIRKJAN í Hafnarfirði Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Aóal- safnaðarfundur að lokinni messu. Safnaðarprestur. NJARÐVÍKURPRESTAKALL Guðþjónusta í Stapa kl. 11 árd. og í Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 2 síðd. Séra Páll Þórðarson. KEFLAVIKURKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Fermingarguðþjónusta kl. 2 síðd. Altarisganga verður mánudaginn 5. apríl kl. 8.30 siðd. Séra Ólafur Oddur Jóns- son. BERGÞÓRSHVOLSPRESTA- KALL Messa í Krosskirkju kl. 2 síðd. Barnaspurningar eftir messu. Séra Páll Pálsson. ARKANESKIRKJA Ferm- ingarguðþjónustur kl. 10.30 árd og kl. 2 siðd. Séra Björn Jóns- son. HVALSNESKIRKJA Barna- guðþjónusta kl. 11 árd. Séra Guðmundur Guðmundsson. ÚTSKÁLAKIRKJA Barnaguð- þjónusta kl. 1.30. Séra Guðmundur Guðmundsson. EYR ARBAKKAKIRKJA Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. GAÚLVERJABÆJARKIRKJA Almenn guðþjónusta kl. 2 siðd. Sóknarprestur. Stúlknakór Danska útvarpsins Hljómleikar í sal Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 3. apríl kl 4 e.h. Flutt verður fjölbreytt tónlist eftir dönsk og ensk tónskáld m.a. Lennon & McCartney. Aðgöngumiðar við innganginn. Kórinn syngur einnig í Selfosskirkju sunnudag- inn 4. apríl kl. 5 e.h. Flutt verða verk eftir Schubert, Brahms, Britten og Bach m.a. Aðgöngumiðar við innganginn. •'V%* Glæsileg köld borö og heitur veizlumatur - Sendum heim — :kra:n Veitingahús Við Hlemmtorg Simi 24631 £ NOVIK VASATÖLVUR við allra hæfi NOVUS SKRIFSTOFUTÆKNI hf. Tryggvagötu - Box 454 - Sími 28511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.