Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 1
Tilraunabólusetning gegn svínayírusi hafín Sviss og Kanada feta í fótspor Bandaríkjanna tryggt um 70—80 prósent ónæmi viö inflúensunni en áherzla veröur lögð á að bólusetja fyrst aldrað fólk og heilsuveilt og verða þessir hópar báðir bólusettir með tveimur bóluefnum. Annað er aðeins gegn svínavírusi en hitt er Framhald á bls. 43 Oeirðir á vestur- bakkanum Jerúsalem, 20. apríl. AP. Reuter. ÚEIRÐIR blossuðu upp á nv á vesturbakka Jórdan f dag, en Yitzhak Rabin forsætisráð- herra ftrekaði að Israelsstjórn væri reiðubúin að afsala sér hluta svæðisins f hugsanlegum friðarviðræðum við Hussein konung. ÍJtgöngubann var fyrirskip- að í bænum Tulkarm þar sem Arabastúdentar reistu götu- tálma á aðalgötunni og börðust við öryggisverði. 19 voru hand- teknir í Tulkarm og tveir særð- ust í óeirðum í Nablus. Verzlunum var-viða lokað á vesturbakkanum en öryggis- verðir opnuðu þær aftnr. Yfir- Framhald á bls. 43 Atlanta, 20. apr. AP STARFSMENN matvæla- og lvfjastofnunarinnar í Washington, svo og fangar f fangelsi f Texas munu verða bólusettir f tilraunaskvni við svfnainflúensu f þessari og næstu viku, segir f AP-frétt frá Atlanta. Bóluefni hefur verió framleitt til að berjast gegn þvf að faraldur svfnainflúensu brjótist út f Bandarfkjunum á þessu ári, en þessarar flensu varð vart f herstöðinni f Fort Pix í janúar og er talin af sama stofni og vfrus sá sem olli spænsku veikinni árið 1917—19. Sakharov og kona hans. Myndin var tekin á heimili þeirra f Moskvu er þau voru nýkomin heim frá Omsk. Ford Bandaríkjaforseti undir- ritaði f siðustu vtku frumvarp þar sem veitt er aukafjárveiting að upphæð um 135 milljónir dollara til að unnt verði að framleiða bóluefni og bólusetja alla borgara Bandaríkjanna á komandi hausti. Starfsmenn við lyfja- og mat- vælastofnun Bandaríkjanna sögðu að stofnuninni hefðu nú borizt 24 þúsund skammtar af bóluefninu í mismunandi styrk- leikum og samsetningum og starfsmenn við stofnunina, svo og fangar i Texasfangelsi einu, hafa boðið sig fram sem sjálfboðaliða til að tilraunabólusetning geti hafizt og vísindamenn af henni dregið ályktanir um það efni sem mesta vörn gefur við vírusi þess- um. Bólusetning hefur yfirleitt Roy Hattersley kveðst vetvíljaður málamiðlim Osló, 20. aprfl. Reuter — NTB. ROY Hattersley, varautanrfkis- ráðherra Bretlands, sagði f dag er hann kom f þriggja daga heim- sókn til Osló, að brezjta rfkis- stjórnin myndi taka hverja þá tillögu eða málamiðlun til athugunar sem bundið gæti enda á fiskveiðideiluna við islendinga. Hattersley mun f Noregsferðinni ræða við Knut Frvdenlund utan- rfkisráðherra um gagnkvæm áhugamál Breta og Norðmanna. „Það er einnig óhjákvæmilegt að við ræðum samband Bretlands og tslands og einlæga löngun Breta til þess að deilan verði leyst,“ sagói Hattersley. „Ég er þess full- viss að hr. Frvdenlund og ég mun- um fhuga leiðir, ef við getum, til að finna skjóta lausn sem að- gengileg yrði bæði fyrir tsland og Bretland.“ „Bretar vilja vitaskuld að lausn finnist og öll góð aðstoð og á- bendingar, eða hvers konar mála- miðlun eða tillaga sem leitt gæti til þessa, yrðu mjög vel þegnar hjá mér,“ sagði hann ennfremur. w w Oryggi hert í Rhódesíu Salisbury, 20. aprfl. Reuter. RÁÐHERRAR f stjórn Rhódesíu sögðu f dag að hert yrði á öryggisráðstöfunum til að vernda ferðamenn og járn- brautina til Suður-Afrfku eftir árásir afrfskra skæruliða sem drepið hafa suður-afrfska ferðamenn og rofið járnbraut- arlfnuna. Roger Hawkins samgöngu- ráðherra sagði að öryggi Rut- enga-línunnar væri i endur- skoðun og að fjölgun varð- flokka meðfram leiðinni kæmi Framhald á bls. 43 Hann taldi þó of snemmt að segja til um hvort viðræðurnar i Osló myndu leiða til slíkrar lausnar I fiskveiðideilunni. í viðræðum Hattersleys og Frydenlunds verður fjallað al- mennt um samskipti landanna tveggja, svo og samband Noregs og Efnahagsbandalag Evrópu. Einnig ræðir Hattersley við Odvar Nordlí, forsætisráðherra. Hattersley sagði að brezka ríkis- stjórnin reyndi nú áð fá þvi frani- gengt hjá EBE að tvfhliða viðræður um fiskveiðimál gætu Framhald á bls. 43 HATTERSLEY 1 OSLÓ — Brezki varautanríkisráðherr- ann Roy Hattersley við komuna til Öslóar í gær. Thorvald Stolt- enberg, ráðuneytisstjóri í norska utanrikisráðuneytinu, tók á móti Hattersley á Forn- ebu-flugvelli. „Fagna málshöfðun” — segir Moskvu, London, Rómaborg. Reuter AP. DR. ANDREI Sakharov sendi frá sér yfirlýsingu um helgina, þar sem hann sagði að þau hjón myndu fagna þvf ef mál yrði höfðað á hendur þeim. „Ég held að þá verði að opinbera staðreyndir málsins og þá lögleysu sem var höfð í frammi,“ sagði f yfirlýsingu sem dreift var til vestrænna fréttamanna. dr. Sakharov Sakharovhjónin komu aftur til Moskvu frá Omsk á laugardag en þar voru þau handtekin tvívegis við dómshús þar sem réttarhöld í máli Krímtatarans og andófs- mannsins Mustafa Dzhemilyou fóru fram. Var þeim hjónum greint frá að svo gæti farið að þau yrðu sótt til saka vegna árása á verði laganna. Utvarpið í Moskvu og aðrar fréttastofnanir þar hafa haldið uppi stöðugum árásum i garð Sak- harovhjónanna og lýst framkomu þeirra sem hinni ruddalegustu á allan hátt. í yfirlýsingu Sakharovs segir að það sé rétt að hann hafi slegið lögreglumann í átökum úti fyrir dómssalnum, en það hafi gerzt eftir að honum og konu hans hafi verið sýnt ofbeldi. Hann kvaðst harðneita þeim ásökunum Tass- fréttastofunnar og Moskvuút- varpsins að þau hjónin hefðu ráð- ist á verði að tilefnislausu. Segir Sakharov að hann hafi slegið til eins eða tveggja KGB-manna sem stóðu vcrð við réttarsalinn og einnig eins einkennisklædds lög- reglumanns sem hafi dregið hann á braut að skipan KGB- mannanna. Hann segir: „Ég lýsi því yfir að varnaraðgerðir mínar voru ekki fyrirfram undirbúnar og hið sama á við um gerðir eigin- konu minnar, heldur viðbrögð við ofbeldi, viðbrögð við þeirri auð- nýkingu sem tilfinningum vina og ættingja sakbornings var sýnd, viðbrögð við þeirri háðung sem réttlætinu var sýnt og allri þeirri sorglegu stöðu í pólitiskum réttar- höldum í þessu landi." Hann sagði að ásakanir Tass um að þau hjónin hefðu ruðzt inn í dómssal- inn og heimtað sæti væru rangar. Framhald á bls. 42.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.