Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 13
Til sölu Gaukshólar Á 4. hæð i sambýlishúsi við Gaukshóla er til sölu ibúð, sem er 1 stór stofa, 4 svefnherbergi, eldhús, búr, vinnuherbergi, bað W.C. og skáli. Á hæðinni fylgir hlutdeild i sameiginlegu þvotta- húsi fyrir 4 ibúðir. (búðin er næstum ný og með vönduðum innréttingum. Tvennar svalir. Frábært útsýni. lyftur. Útborgun um 7,5 milljónir, sem má skipta. Raðhús Vikurbakki Var að fá i einkasölu raðhús við Víkurbakka i Breiðholti I. Húsið er 2 samliggjandi stofur, gott eldhús, 3 svefnherbergi, hús- bóndaherb., sjonvarpsherb., bað, snyrting herb. fyrir sturtu og gufubað, anddyri, þvottahús ofl. Stór bilskúr. Arin i stofu. Allt vandað, sem búið er að gera. Lóð frágéngin að mestu 'Stutt i verzlanir, skóla o.fl. Teikning til sýnis, Eftirsótt hverfi. Góð út- borgun nauðsynleg. Hjarðarhagi Hæð i 3ja ibúða húsi, sem er 2 stofur, húsbóndaherbergi, 2 svefnherbergi, stórt eldhús og bað. í kjallara fylgir 1 herb. o.fl.. Laus strax. Álfheimar 3ja herb. ibúð á hæð í sambýlis- húsi við Álfheima. Er i góðu standi. Útborgun4,5 — 5 millj. Vesturberg 4ra herb. ibúð á hæð, 1 stofa, 3 svefnherb. Litur út sem ný. Ágætt útsýni. Allt frágengið. Út- borgun 5,8 millj. Njálsgata 2ja herb. ibúð í kjallara í stein- húsi. Útbörgun 1600—1800 þús. Laugavegur 3ja herbergja ibúð á hæð i stein- húsi (bakhús). Útborgun 3,5 millj. Vesturberg 3j herbergja íbúð á hæð. Sam- eiginlegt þvottahús á íbúðarhæð- inni. Mikil sameign. Laus eftir 1 mánuð. Gott útsýni. Útborgun 4,8 millj. Árnl stefánsson. hrl. Suðurgötu 4. Simi 14314 Kvöldsimi: 43231. Símar: 1 67 67 ______________1 67 68 Til Sölu: Einbýlishús við Ægissiðu Um 1000 rúmmetrar mjög vandað og fallegt með trjágarði. Upplýsingar um þessa eign eru ekki veittar í síma. Hagamelur ca 120 fm 2 saml. stofur, 2 svefnherbergi ásamt 2 herb. i risi. Kvisthagi 5 herb. ibúð i góðu standi á 1. hæð. Sérinngangur. Bílskúrs- réttur. Ölduslóð Hafnarfirði 6 — 7 herb. i nýlegu húsi á 2 hæðum. Sér hiti, sér inngangur. Þvottahús á hæðinni. Bílskúrs- réttur. Kóngsbakki 4 herb. ibúð með 3 svefnher- bergjum. Laus strax. Ásbraut Kópavogi Stór 3 herb. ibúð á 2. hæð. Bilskúr i smiðum Langabrekka 3ja herb. ibúð. Inngangur sér, hiti sér. Bilskúr. Álfaskeið Hafnarfirði 4 herb. endaíbúð á 3. hæð. Þvottahús á sömu hæð. Bílskúrs- réttur. Höfum kaupanda að ca 200 fm. einbýlishúsi á 1 hæð á góðum stað i bænum. Há útborgun. Höfum kaupanda að 4ra herb. íbúð með góðri útborg- un, má þarfnast lagfæringar. Óskum eftir fasteignum af öllum stærðum og gerðum á söluskrá. Elnar Sígurðsson. hrl. Ingólfsstræti 4. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1976 13 Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri: Stöðugleiki minnstu stálfiskiskipanna Athugasemd þessi átti að birtast í Mbl. fyrir páska en vegna mis- taka fórst það fyrir. í VIÐTALI við undirritaðan sem birtist I Morgunblaðinu í dag (14. apríl) hefur heldur betur skolazt til mikilvægt efni, enda e.t.v. óvarlegt að eiga viðtal við blaða- mann I sfma um stöðugleika skipa, sem mörgum virðist ótrú- lega flókið mál, en er þó f sjálfu sér einfalt ef aðeins er staldrað við og hugað lftillega að stað- reyndum. Hér verður þó ekki gert annað en vfkja stuttlega að þeim atriðum viðtalsins, sem nauðsyn- legt er að leiðrétta. Það er ranglega eftir mér haft, að 280 hestafla MWM-vélin, sem upphaflega var í M/s ÁLFTANESI, hafi verið um 10 tonn að þyngd og að 495 ha Cummings-vélin, sem sett var f Álftanesið, hafi verið um 3 tonn að þyngd. Þessar tölur nefndi ég aldrei i viðtali við blaðamann, þótt þær séu eignaðar mér í viðtalinu. Tölur þessar munu hins vegar hafa verið nefndar í sjónvarpsfréttum í gær- kvöldi, en heldur ekki þar eftir mér hafðar. Hið rétta er sem fram kemur f viðtali við mig í Tfman- um í dag, að þyngdarmunur vél- anna er aðeins um 1180 kg, eftir þeim upplýsingum, sem Siglinga- málastofnun hefur. Þyngd 280 ha MWM-vélarinnar, gerð TRHS, er með gfrbúnaði samtals 5480 kg, en nýja vélin, 495 ha Cummings- vél, er um 4300 kg með gír. Þá eru nokkur önnur atriði, sem fram eru sett f viðtalinu, sem mér þykir rétt að leiðrétta. Oft er það svo í viðtali f sfma, að þegar aðeins hluti þess, sem sagt er, kemur til birtingar, að stundum vilja falla niður meginatriði við- talsins, en sum aukaatriði birtast sem meginmál. Mér er ljóst að þetta er yfirleitt ekki gert í nein- um illum tilgangi, en stundum kunna blaðamenn að telja smá- atriðin fréttnæmari, og vilja þá efnisatriðin skolast til. Fyrirsögn viðtalsins, „Hættu- legt að breyta stöðugleika skipanna", er að vísu alveg rétt, en gefur þó nokkuð skakka mynd af málinu. Stöðugleiki skipa er alltaf að breytast við notkun skip- anna, og það er eðlilegt og sjálf- sagt. Skip sem upphaflega hefur nægan stöðugleika byggt á reynslu við eðlilega notkun og við venjuleg sjóalög og veður, breytir að sjálfsögðu stöðugt um stöðug- leika við mismunandi hleðslu við veiðar. Þar hefur t.d. áhrif þyngd og staðsetning veiðafæra og afla, vatnsþétt lokun á hurðum og lúg- um og hvernig skipinu er siglt miðað við aðstæður. Þá stendur í undirfyrirsögn: „Siglingamálastofnuninni ekki tilkynnt um vélaskipti og breyt- ingar á skipum". Ég nefndi f við- talinu, að misbrestur væri á því að Siglingamálastofnuninni væri tilkynnt um ýmsar breytingar á skipum, þar á meðal vélaskipti. Undirfyrirsögnin gefur til kynna að þetta sé almennt svo, en það er ekki rétt. Til allrar hamingju til- kynna mjög margar skipasmíða- Framhald á bls. 29 Rnnir þú til feróalöngunar þá er það vitneskian um vorið eiiencns semveldur 30% lækkun á fargjöldum til Evrópu á tímabilinu 1. apríl til 15. maí. FLUGFÉLAG L0FTLEIDIR LSLA/VDS Félög sem sjá um fóst tengsl við umheiminn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.