Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 41
- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976 41 VELVAKAIVIDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Aðstoð í sakamálum Velvakanda hefur borizt bréf frá manni sem kallar sig borgara. í bréfinu gerir hann svo- kallað Geirfinnsmál að umtals- efni og hann lýsir þeirri skoðun sinni, að hann telji rétt, að rann- sóknarlögreglan i Reykjavík leiti til starfsbræðra sinna erlendis um aðstoð í ofangreindu máli. Hann segir í bréfinu: „An þess að ég sé að kasta rýrð á starfsemi rannsóknarlögreglunnar, þá ber þess að gæta, að hún hefur litla sem enga reynslu í rannsókn svo viðamikiis máls sem Geirfinns- málið er. Mér finnst því ekki óeðlilegt, að rannsóknarlögreglan leiti til starfsbræðra sinna, t.d. hjá Scotland Yard, og fái hjá þeim leiðbeiningar og góð ráð. Scotland Yard er lögregla, sem fæst við hundruð morðmála á ári hverju. Þess er skemmst að minnast, að fyrir nokkrum árum var rann- sóknarlögreglan gagnrýnd fyrir að komast ekki til botns í morð- máli, er leigubílstjóri i Reykjavik var myrtur. Þá var bent á af óbreyttum borgara, að eðlilegt hefði verið að leita aðstoðar er- lendis frá, en því var borið við að sú ábending hefði komið of seint fram eða að hún væri ónauðsyn- leg.“ 0 Sannleikurinn verður að koma fram Velvakandi hefur fengið fleiri bréf um þetta mál. Gisli Þ. skrifar m.a.: „Löggæzlu- menn og forsvarsmenn í dóms- málum þessarar hrjáðu þjóoar! Megum við borgarar vænta þess að það verði nú loks gengið fram i því að upplýsa allt það, I sem flokkur manna, sem er i paldi, hefur á samvizkunni?" Gísli telur að minnisleysi sé sama oé yfir- hylmingar, sannleikann verði að fá fram áður en mönnum sé sleppt. Og hann segir: „Ef dóms- vald landsins á að hafa eiphverja virðingu borgara eftir þejta, eftir þessi ósköp, þá verður' nú að staldra við og stinga niður fæti. Þjóðin heimtar sannleikann. Hér má ekki láta forpokað dómskerfi og forpokaða sakamálarannsókn hefta eðlilega rannsókn mála.“ 0 Viðhrukk- um við Og Guttormur segir m.a. í sínu bréfi um þetta mál: „Með hverju árinu sem líður en ég skil ekki þær forsendur sem til þess liggja. Hvar er Marcel? — Ég veit það ekki. Hann er farinn. Hann er að minnsta kosti ekki hér f húsinu. Enginn hefur séð hann sfðan atburðurinn gerðist — þegar skotið var á þig. — Og Paul býst ég við að sé týndur líka? Hún kinkaði kolli. — £g hugsa hann haldi að þú sért dáinn. Við héldum öll að þú værir dáinn. — Hvar er myndin af Madeleine Iferault? — Hann eyðilagði hana. Ég veit ekki hvar mynd Marcels af henni er heldur. Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að mamma hafi hent henni. Já, ekki var það fráleitt. Monique var sjálfsagt jafn áfjáð og sonur hennar að framtfðin rynni honum ekki úr greipum með öll auðæfi sfn. — Sagði Paul hvar barn þetta hefði fæðzt. Gerðist það f Herault- húsinu? Hún hristi höfuðið. — Og hvergi er hægt að fá sönnunina, sagði David — Eng- inn er lifandi nú sem gæti sagt mér sannleikann um það, fyrst Boniface er dáinn Ifka. færist hinn svokallaði „siðmennt- aði“ heimur nær hinni algjöru vitfirringu, brjálæðinu, sem virðist að stefnt, vitandi og óafvit- andi. Helstefna stórveldanna og hefnigirni margra hinna minni, vegna fyrri kúgunar, færir engum tiltrú á þetta mannlíf, það hræðir frá þvi að ala börn i þennan táradal. Við hrukkum við íslendingar, þegar við allt í einu urðum þess vísir að hér hafði um árabil þróazt hreinræktaður bófaflokkur. Flokkur manna, sem drepur af algjöru miskunnarleysi til þess að ekki verði uppskátt um myrkra- verk flokksins, sem sum hver virðast ekki hóti betri en morðin sjálf. Hvar stöndum við íslending- ar, ef við látum þetta ekki okkur að kenningu verða?" Siðan ræðir Guttormur um við- brögð okkar við þessu og segir að hart sé þegar þessu sé tekið með linkind og jafnvel gerð tilraun til að mannskemma þá menn, sem hvað harðast hafi gengið fram í að fletta ofan af þessum ógæfu- mönnum. Og hann segir einnig: „Þjóðin heimtar í dag að allur sannleikur komi fram, þótt það taki ár eða fleiri að framkalla hann.“ Það þurfi líka að grafa aftur í tímann. Og hann lýkur bréfinu: „Við föllum öll á dóms- degi. Við það ræður enginn okkar hér a.m.k., en við viljum ekki verða líflátnir af mönnum, sem eru að vinna verk til tjóns öllum landslýð, vegna þess að við erum á móti slíkum vinnubrögðum." Af þeim bréfum, sem Velvak- anda hafa borizt, er greinilegt að margir hafa fyllzt óhug við þau tiðindi sem berast af sakamönn- um og finna til óöryggis yfir þvi, hve vanmáttugt dómskerfið er gagnvart glæpum. Ekki sizt þegar í ljós kemur, að mál geta velkzt þar í tug ára, án þess að drifið sé i að ljúka þeim. Það er kannski ekki að furða þó gamalt rann- sókna- og dómskerfi hafi ekki fylgzt með þessum gifurlegu breytingum, sem orðið hafa i þjóðfélaginu. En nú er það komið óyggjandi í ljós, og þá þarf að kippa í liðinn og gera stórátak strax. 0 Bilaðar rennur Kona hringdi til Velvak- anda og kvartaði mjög undan biluðum rennum á húsþökum. Hún kvað það vera mjög óþægi- legt að fá vatnsgusuna framan í sig, þegar gengið væri fram með húsum með bilaðar rennur. „Auk þess getur þetta verið stórhættu- legt,“ sagði konan. „Við vitum að hér skiptist á frost og þíða svo að segja daglega. Vatnið, sem gusast úr rennunum lendir á gangstétt- únum og frýs þar. Vegfarendur átta sig ekki á þessu og stíga skyndilega á svell. Og þá getur farið illa. Ég tala nú ekki um. ef gamalt fólk verður fyrir þessu.“ „Það er tillaga mín,“ sagði konan, ,,að skylda ætti ibúðareig- endur, þar sem rennur eru bil- aðar, að láta gera við þær þegar i stað. Þá finnst mér og áð borgin ætti að ganga á undan með góðu eftirdæmi og láta gera við rennur á húsum í hennar eigu, ef þær skyldu vera bilaðar." 0. Leiðrétting Nafn Maríusar Ölafssonar misritaðist með bréfi á miðviku- dag og er hann beðinn velvirð- ingar. HOGNI HREKKVISI ,Tryggur nei. Ekki svona heldur eins og Högni, sjáöu!1 Skínandi pottar og pönnur með Brillo-sápu Lokahóf HSÍ1976 verður haldið í Sigtúni í kvöld síðasta vetrardag. Húsið opnað kl. 19.00. Dagskrá: 1. Borðhald hefst kl. 19.30 2. Verðlaunaafhending kl. 22.00 3. Skemmtiatriði Dansað til kl. 2. Handknattleiksfólk fjölmennið. HSÍ & S\G6A V/öGA £ tlLVERAkl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.