Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1976 Ítalía: Enn reynt að af- stýra kosningum Noregur: ÞingTnenn mega ekki hitta andófemenn í Sovét Róm, 20 aprfl. Reuter. BENIGNO Zaccagnini, formaður Kristilega demókrataflokksins á ttalfu, átti f kvöld að hefja úr- slitaviðræður við leiðtoga ann- arra stjórnmálaflokka, þ.á m. kommúnista, um leiðir til að koma I veg fyrir að boða þurfi til kosninga f landinu í júnf n.k. Flestir telja mjög litlar Ifkur á því að viðræðurnar beri árangur. Allar horfur eru taldar á þvf að kommúnistar og sósfalistar geti komið út úr kosningunum með nauman meirihluta og hið vinstri sinnaða dagblað La Republica t Nordisk kontakt segir frá til- lögu sem norska rfkisstjórnin hafi lagt fram um að.vfsa á bug þeirri hugmynd að ráðuneytis- stjórar fái leyfi til að taka þátt f viðræðum f þinginu. Þá segir að ríkisstjórnin leggi einnig fram stjórnarskrárbreyt- ingu um að öllum öðrum rfkis- starfsmönnum en dómurum megi segja upp starfi. Nánar verður að kveða á um uppsagnarskiimála og það er forsenda ríkisstarfsmenn það er forsenda að ríkisstarfs- menn fái trygga réttarvörn með- an farið er með mál þeirra. Nú háttar svo til í Noregi að yfirleitt birtir f dag úrslit skoðanakönnun- ar sem sýna að þessir tveir flokk- ar muni samtals fá 50,5% at- kvæða ef kosningar yrðu haldnar nú. Dagblaðið Corriere della Sera segir í dag að Kristilegir demó- kratar undirbúi nú efnahagsað- gerðir í fimm liðum sem lagðar verði fyrir hina flokkana. Meðal aðgerðanna séu m.a. sparnaðar- ráðstafanir eins og niðurskurður i fjárveitingum til ráðuneyta, og aðgerðir til að hleypa fjöri í við- skipta- og atvinnuiífið Stjórn- er ekki unnt að segja opinberum starfsmanni upp starfi nema að undangengnum dómi. málaskýrendur telja þó afar ólík- legt að þó að samkomulag náist um efnahagsaðgerðir muni enn sem fyrr stranda á deilumálinu mikla, — umbætum á fóstureyð- ingalöggjöfinni. Sósíalistar og kommúnistar vilja að fóstureyð- ing verði veitt samkvæmt ósk konunnar á fyrstu þremur mán- uðum meðgöngutímans en kristi- legir demókratar vilja að læknar hafi úrskurðarvald um fóstureyð- ingu. • HIN UMDEILDU UMMÆLI SCHMIDTS Italska ríkisstjórnin fól fyrir helgina sendiherra sínum í Bonn að bera fram mótmæli við vestur- þýzku stjórnina vegna hinna um- deildu ummæla Helmut Schmidts kanslara í sjónvarpsþætti að kommúnistaflokkar hefðu aðeins komizt til áhrifa og fengið mikið fylgi f löndum eins og Italíu, Portugal og Spáni þar sem æfa- gömlum hefðum hefði verið við- haldið áratugum saman með valdi. Sagði Schmidt að samfé- lagsaðstæður á Italíu væru í ólagi og menn um heim allan hefðu áhyggjur af þróuninni þar. Tals- maður italska sendiráðsins sagði að mótmælaorðsendingin væri það eina sem Italir myndu aðhaf- ast í málinu og þvf væri nú lokið af þeirra hálfu. Talsmaður Schmidts sagði hins vegar að þýð- ing á ummælum kanslarans hefði valdið þessum vandræðum, svo og túlkun þeirra og sú áherzla sem lögð hefði verið á þau. Þetta hefði nú verið leiðrétt í viðræðum við ítalska sendiherrann. I NÝJASTA hefti Nordisk kon- takt sem er gefið út á vegum Norðurlandaráðs er skýrt frá þvf að sex norskir þingmenn hafi sótt um vegabréfsáritun til Sovétríkj- anna en verið snarlega synjað um hana. Þeir höfðu látið I Ijós áhuga á að fá samtöl við andófsmenn og heimsækja fangelsi. Hvati málsins er sá að aðstoðar- dómsmálaráðherra Sovétríkjanna gaf yfirlýsingu fyrir skömmu þess efnis að allir sovézkir borgarar nytu þeirra mannréttinda sem kveðið væri á um í Helsinkisátt- málanum. Þingmennirnir lögðu þá fram fyrrgreinda beiðni og meðal þeirra sem þeir sögðust óska eftir að fá að ræða við voru Nóbelshafinn Andrei Sakharov, Grigorenko hershöfðingi, Vins- fjölskyldan og prestarnir Dudko og Jakulin sem báðir hafa verið sviptir kjóli og kalli. Ríkisstarfsmönnum megi segja upp starfi — Athuffasemd frá Einhamri... Framhald af bls. 33 en tugi. Þá hafa þeir líka haft mjög frjálsar hendur með skipu- lag lóða og húsa, þó að mörgum finnist þar hafa misjafnlega til tekist. Ég undanskil þó Verka- mannabústaðina nýju, sem mér virðast fara mjög vel í landinu sem þeir eru byggóir á og vera jákvæðar byggingar í sambandi við kostnað. Að hafa nægar byggingalóðir með sæmilega frjálsu skipulagi, er einn af þeim þáttum í bygg- ingastarfsemi, sem er ákaflega þýðingamikill, til þess að fá góða nýtingu, bæði á vinnu og efni. Einhamar hefur orðið mjög áþreifanlega fyrir því, hvað það kostar að hafa ekki byggingalóðir. Á síðast liðnu sumri urðum við að segja upp helmingnum af þeim trésmiðum sem unnið höfðu hjá okkur undanfarin ár, og svo öll- um starfsmönnum í janúar s.l., því að verkefnin voru þrotin. Einnig urðum við á siðastliðnu hausti að selja allt mótatimbur sem kom til baka úr byggingun- um, ásamt ýmsu fleiru fyrir að- eins hluta þess verðs sem það var virði, þar sem við, að sjálfsögðu, urðum að flytja það af lóðum hús- anna þegar búið var að afhenda íbúðirnar. Hvergi var lóð að fá og ekkert annað sjáanlegt en að fyrirtækið Ieystist upp og starfsemin legðist niður. Þessi stöðvun kostar fyrir- tækið hundruð þúsunda, vegna efnis og missis góðra starfs- manna. Við hliðina á okkur biðu svo að segja tilbúnar lóðir, sem borgarstjóri sagði að Verka- mannabústaðirnir hefðu fyrirheit um að fá, þó voru þeir annarsstað- ar með I byggingu 308 fbúðir og ekki einu sinni helmingurinn af þeim uppsteyptur. Þá er rétt að minnast hins mikla fjárhagslega aðstöðumun- ar. Allir, sem nærri bygginga- starfsemi hafa komið, þekkja hversu lítils hinir almennu við- skiptabankar eru megnugir, og nánast má segja að bann sé á því að þeir láni til almennra bygg- inga. Byggingar Framkvæmda- nefndar og Verkamannabústaða eru hins vegar fjármagnaðar úr opinberum sjóðum, samkvæmt sérstökum lögum. Einnig má líta á það, að um- ræddar byggingar eru tekju- skattsfrjálsar, eins og raunar fleiri samsteypur, sem byggja á kostnaðarverði. Einhamar greiddi á siðasta ári rúmlega 9,2 milljónir kr. i tekjuskatt, og á ég ekki von á, að það verði minna á þessu ári. Að sjálfsögðu hafa báðir aðilar greitt tryggingar og önnur launa- tengd gjöld, eins og þau eru á hverjum tima. Að síðustu vil ég taka fram, að það má enginn taka orð min svo að ég efist um heiðarleika þeirra ágætu manna er ég hef nefnt hér að framan, en sagan endurtekur sig: opinber rekstur hefur aldrei verið samkeppnisfær við einka- reksturinn, jafnvel þó ekki sé keppt á jafnréttisgrundvelli. Gissur Sigurðsson. — Að loknu kvennaári ... — Svar Elínar Framhald af bls. 14 að konur væru greindar frá, enda alltof umfangsmikið og næstum óviðráðanlegt, ef allt yrði að vinna tvöfalt i öllum stofnunum, annað fyrir konur og hitt fyrir karla. Væri raunar illa farið ef kvennaár yrði til að greina konur frá mannkyninu. En svei mér ef ég held ekki að ég hafi heyrt hér heima konur tala um að þær ættu að fá for- réttindi — um stundarsakir auðvitað, alveg eins og allir hershöfðingjar og einræðis- herrar í veröldinni, þegar þeir finna til máttar síns. — Ein samþykktin, sem gerð var, fjallaði um sjálfar Sam- einuðu þjóðirnar, sem hafa staðið sig illa í þessu tilliti, kon- ur eru aðeins í 19% af embætt- um hjá stofnuninni. En nú var ákveðið og við vorum meðflutn- ingsmenn að tillögunni, að 5% af nýjum émbættismönnum sem ráðnir yrðu í lausar stöður hjá S.Þ. skyldu vera konur og mundi hlutfallið þá hækka upp í 27%. Og efnt til þjálfunar og fræðslu, svo þetta væri fært. — Þessu kvennamáli á alls- herjarþinginu lauk þó eigin- lega ekki fyrr en daginn eftir að allsherjarþingið samþykkti allt þetta, því þá efndu samtök- in sjálf til sérstakrar umræðu um stöðu kvenna hjá S. Þ. og í sendinefndum, og stjórnaði Hellvi Sipila þeim. Hún var með mjög athyglisverðar tölur um kvennafulltrúa á þingum S. Þ. Það bjargaði íslandi frá þvi að vera meðal 18 landa, sem engan kvennafulltrúa hefðu haft, að þrisvar sinnum hefur kona verið i sendinefndinni okkar, Auður Auðuns 1967, Svava Jakobsdóttir 1974 og ég á sl. ári og lentum við þvi í hópn- um með 0—5% kvenna í sendi- nefndum. Svíþjóð var með yfir 25% og ég held Danmörk líka, en Finnland og Noregur i næsta flokki fyrir ofan okkur. A allsherjarþinginu öllu voru kvenfulltrúar í sendinefndum ekki nema 7% og kom i ljós, að þróunarlöndin eiga yfirleitt fleiri kvenfulltrúa hjá S.Þ. en efnaðri iðnaðarlöndin. Suður- Amerikulöndin standa þar bezt og siðan Afrikulöndin, en verst standa sig Arabalöndin og næst þeim koma Austur- Evrópulöndin. Sú skýring kom fram að þróunarlöndin nýttu vel sína menntamenn, þannig að ef kona hefur þar góða menntun, þá hafa þeir blátt áfram ekki efni á að nýta hana ekki. Eina kona, sem verið hefur forseti allsherjarþings- ins, er Angie E. Brooks frá Liberíu, svört feit og sjarmer- andi sex barna móðir og Bruce Randal, önnur svört, er eina konan, sem verið hefur fastur fulltrúi í öryggisráðinu. En sem skýringu á því af hverju svo fáar konur væru f embættum hjá S.Þ. sagði aðstoðar- framkvæmdastjórinn, sem með þau mál fer: — Blátt áfram af því að við lifum í karlmanna- þjóðfélagi og S. Þ. spegla það. Umsækjendur um stöður eru valdir af stjórnvöldum i heima- löndunum, þar sem fáar konur eiga sæti, en karlmenn 80%. Hjá S. Þ. velja karlmenn úr umsóknum og eru hlutföllin svipuð. Karlmenn stjórna bæði hjá S. Þ. og í heimalöndunum. Á eftir fundinn var „rallý“ eða mótmælafundur í anddyri byggingarinnar á vegum starfs- mannafélagsins og kvenna- samtaka Bandaríkjanna, þar sem m.a. talaði hin fræga kven- réttindakona Betty Friedan. — Jú, ég sagði í minni ræðu á allsherjarþinginu frá úti- fundinum okkar á Lækjartorgi og öðrum aðgerðum á kvenna- ári, auk þess sem ég tók þátt f umræðum. Þetta var áreiðan- lega eina svo vel heppnaða aðgerðin af þessu tagi í heiminum. Ég reyndist vera númer 72 á mælendaskrá, þegar beðið var um orðið fyrir Island og komst að kl. 11 á þriðja kvöldi, síðust þann daginn. En á eftir mátti svara ásökunum og fulltrúar Israels, Chile, Sovétrfkjanna og Kína helltu sér hver yfir annan með ásökunum undir kjörorðinu „Þér ferst ekki“. Fundarstjór- inn var Júgóslavi, sem banda- rfski fulltrúinn, blökkukona, ávarpaði aldrei öðru vísi en mr. Chairperson. Hann var hinn fúlasti og ávarpaði hana hátíð- lega „madame". Þetta var sem sagt allt mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. • • — Okumenn Framhald af bls. 5 tals 266 en fæstir f desember alls 133. I fyrsta sinn er nú greint frá aðild ölvaðra ökumanna að slys- um með meiðslum eða dauða f öllu landinu. Þar kemur fram að ölvaðir ökumenn áttu aðild að 39 slysum með meiðslum eða dauða eða 7.7% af þeim 507 slysum sem urðu á árinu 1975. Af þessum 39 slysum urðu 5 banaslys þar sem 5 manns létust. Samtals slösuðust 52 í þessum 39 slysum sem ölvaðir ökumenn áttu aðild að. 25 hlutu meiri háttar meiðsli, 22 minni háttar meiðsli og 5 létust eins og áður sagði. Um akstur bifreiða var að ræða í öllum tilfellum nema einu. Þar var ökumaður bif- hjóls að verki. í 10 tilfellum var ölvaður ökumaður réttindalaus. — María Markan Framhald af bls. 16 Markan hafa áður verið haldnir fernir opinberir tónleikar, þ.e. árið 1964 í Gamla Bfói, árin 1966 og 1967 í Melaskóla og árið 1968 f Gamla Bíói. Efnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt og munu söngvararnir flytja bæði einsöngs- og tvísöngs- lög eftir innlenda og erlenda höf- unda. Aðgöngumiðar eru seldir í bókaverslunum Lárusar Blöndal og Sigfúsar Eymundssonar. — Sakharov Framhald af bls. 1 KGB-mennirnir hefðu staðið við dyrnar inn í dómssalinn og varn- að þeim inngöngu þar. Hann sagði að þau hjónin hefðu óskað eftir að fá að hlýða á en þá hefði verið þrifið í þau, snúið upp á hendur þeirra og þeim hrundið á brott. I fyrstu fréttum var haft eftir eig- inkonu Sakharovs að þau hefðu verið lamin, en Sakharov segir að ofbeldi lögreglumanna hefi birzt í þvf að hrinda þeim ruddalega og snúa upp á handleggina. Elena Sakharov sagðist vera með hrufl- ur á hálsi og öxlum, sem hún hefði fengið, þegar lögreglumað- ur hefði ráðist aftan að henni og snúið upp á hendur hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.