Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1976 Á hættu- slóðum í ísraeF" Ssr Sigurður Gunnarsson þýddi með rússneskum hreimi, þegar hún talaði hebresku, en hann með amerískum. María þýddi fyrir Óskar í hálfum hljóðum. Þau voru að þræta um, hvort þeirra vissi meira um það, hvernig egg yrðu til: Var það hálærði prófessorinn, sem átti raunar að vita um allt milli himins og jarðar, eða var það /-------------------\ Á þessari teikninnu hefur teiknarinn sett flest það sem þú getur fengið f hvaða viðtækja- og sjðnvarpstækjaverzlun sem er. Hver hlutur hefur sitt númer. En á teikningunni eru fimm hlutir scm ckki fást I slfkum verzlunum. — Þú átt að ffnna þá, það er gátan, — og skrifa númer þeirra hjá þðr, það auðveldar þér að finna lausnina. stúlkan unga, sem var forstjóri hænsnabúsins, og þurfti því eiginlega að vita meira um hænsni en hann, sem var aðeins aðstoðarmaður. Þau tíndu vínber af miklum móði, hann fimmtugur, en hún sextán ára, — og hann vann af því að hann hafði lengri handleggi og gat auð- veldlega náð þeim klösum, sem hún þurfti að tylla sér á tá við, til að ná í. Annars var Ester ákaflega dugleg og lipur og liðug að hverju sem hún gekk. Hún var á orði fyrir það, hve fljótt og vel hún svaraði fyrir sig, og þar var hún fremri prófessornum. María hvíslaði til Óskars: „Þau eru í rauninni alls ekki éins ósammála og ætla mætti, því að hún segir öll klúrustu orðin á rússnesku, til að hlífa honum, en hann talar ensku, þegar hann þarf að skýra eitthvað, sem hún skilur ekki í sambandi við eggið.“ Allir, sem vettlingi gátu valdið á samyrkjubúinu, unnu við vínber, hugsuðu um vínber, borðuðu vínber og fengu í magann af því að hafa borðað of mikið af þeim. Allt í einu kom skipun um það frá Míroni, sem var verkstjóri viö vínberjauppskeruna, að þau ættu að skilja byssurnar eftir heima, því að þær drægju úr afköstunum við tínsluna. Þau yrðu að tefla á tvær hættur < og vona, að óvinirnir kæmu ekki á meðan. En margir voru þeirrar skoðunar, að þá mundu þeir einmitt koma. Sannleikurinn var sá, að þau þurftu alltaf að vera viðbúin því versta hér í Galíleu. Landamærin voru aðeins í nokkur hundruð metra fjarlægð og aðeins fá skref frá brúnni yfir Jórdan. Tveir menn voru alltaf á verði í loftvarnabyrgi við fljótið og horfðu yfir til landamæranna nótt og nýtan dag. En hamingjunni sé lof, — núna var þar ekkert um að vera. Og svo leið dagur að kvöldi. Það var þreytt fólk, sem gekk heim til að njóta hvíldar að loknu dagsverki. Og nóttin kom fyrr en varði með niðamyrkur og stjörnubjartan himinn. Nú voru þau áreiðanlega sofnuð bæði, Sara og Alí. En nú kom Míron allt í einu til Maríu og óskars, þar sem þau voru eitthvað að dunda, og sagði: „Það líóur víst brátt að burtför.. „Á Alí að fara héðan?“ spurðu þau bæði í kór. „Nei, ekki Alí. En hér er skeyti til þín, Óskar. Ég varð að þýða það og þess vegna veit ég um efni þess. Skipið þitt er komið til Haífa... Óskari brá verulega, það lá við, að hann fengi aðsvif. Hann varð að styðja sig við eitthvað, og það var karfa, sem María hélt á. Hún lagði aðra höndina á öxl hans. Hann heyrði, að það var KArtlNU \\- — Pabbi, hver var Hamlet? — En sú fáfræði, réttu mér Biblfuna, drengur, og ég skal lesa um hann fyrir þig. X — Hvað kostaði nýi pelsinn þinn? — Fimm eða sex yfirlið. X Móðirin: — Sigga mfn, bróðir þinn segist hafa séð þennan leiðinlega kandidat kyssa þig f portinu f gærkveldi. Sigga: — Hann lýgur þvf, það var svo dimmt, að hann gad ekkert séð. X Ungur Reykvfkingur kom til Olafsvfkur og hitti þar gamlan kunningja. — Ertu giftur? spyr heima- maður. — Nei, ég ætla ekki að giftast fyrr en ég finn stúlku, sem er alveg f andstöðu við mig. — Jæja, þú ættir að finna hana hér, þvf að stúlkurnar hér eru sérstaklega laglegar og skemmtilegar. X — Veiztu pabbi, hann sagðist ekki ætla að gifta sig fyrr en hann fyndi réttu stúlkuna. — En hvernig veit hann, að þú sért hin eina rétta? — Ég sagði honum það. X — Hvers vegna sleiztu trúlof- uninni við kennslukonuna? — Ég kom ekki til hennar eitt kvöldið, og þá krafðist hún þess að ég kæmi með skriflega afsökun undirritaða af mömmu. Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaga eftir Anne Stevenson Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 46 myndi Paul sólunda þvf með létt- um leik. Og ef eitthvert réttlætí væri til f þessum heimi hefði hann átt að eiga sinn eigin son.... og sfðan hélt hann áfram — eftir þvf sem Paul segir mér — að röfla um barn sem hann átti og það hafði fæðzt andvana og móðirin hafði dáið ifka og ekkert gæti nokkru sinni komið í staðinn fyr- ir þann óbætanlega missi og þá ólýsanlegu sorg. Og hann átti sem sagt ekki orð til að lýsa þvf hvað hann hefði viljað gera fyrir þenn- an son sinn. Paul sagði að hann hefði háorgað og hljóðað af bræði samtímis og verið nákvæmlega eins og vitskertur maður. Hann hafði aldrei séð neitt þessu líkt til hans og það hefur aldrei endur- tekið sig. Ég held að ef Marcel man eftir þessu hljóti hann að sjá voðalega mikið eftir að hafa talað um þetta — og við Paul af öllum mönnum. — Drekkur hann sig oft fullan? Hún kinkaði kolli. — Hann hefur alltaf drukkið mikið frá þvf ég man cftir hon- um. — En hann hefur aldrei minnst á þetta mál framar — Ekki við Paul. — Og myndin. Þú varst að tala um mynd. Hvað með hana? Hann geymdi mynd f skápnum hjá sér. Hann tók hana og rak hana upp að nefinu á Paul. Konu- mynd. Paul sá hana aðeins rétt f svip. En seinna — nokkrum mán- uðum seinna held ég þegar Marcel var fjarverandi í við- skiptaerindum tókst honum að ná henni og lét gera mynd eftir hcnni. Hann sýndi mömmu þessa mynd og hún sagði að myndin væri af Madeleine Herault. — Þessi fáránlega ástrfða hafði Monique kallað það. Hún hafði talað um þvermóðskulega fram komu Madeleine við Marcel og sagt að hún hefði vfsað. honum miskunnarlaust á bug. Én hafði Marcel að lokum komið fram vílja sfnum við hana? — Jafnvel þótt þetta sé satt er ekki þar með sagt að ég sé þetta barn, sagði David. — Mér skilst á þér að Marcel hafi sjáifur sagt að barnið hafi fæðzt andvana. — Þau eru öll sannfærð um að þú sért þetta barn. — Og Paul er skelfingu lostinn. Ég yrði þá einkaerfingi Marcels og hann gæti hent ykkur út án frekari umsvifa og að dómi Pauls er það næg ástæða fyrir að fremja morð — eða að minnsta kosti gera til þess heiðarlega tilraun. — Ég býst við þvf. Hún hallaði sér fram og kreppti hnefana f kjöltu sér. Hann fann til djúprar samúðar með henni. Veslings litla Nicole hugsaði hann með sér. — Og hvað halda þau að hafi gerzt? Að Simone hafi ættleitt mig þegar Madeleine dó og ef svo hefur verið hald manna hvers vegna vissi Marcel þá ekki um það? — Þvf get ég ekki svarað þér. Ég veit það ekki. — Hver var þá konan sem ég fann f húsinu? Drap Paul hana? — David. Það veit ég ekkert um. Þú verður að trúa mér og ég er viss um að Paul kemur þar hvergi við sögu. Það var þarna kvöldið... sem þú fórst inn í gamla borgarhlutann að ég held hann hafi reynt... reynt að drepa þig. Ég er viss um það hefur þó innst inni ekki verið ætiað hans. Ég er alveg viss um það. Og meira að segja, er ég ekkert alveg örugg f þvf hvort hann var þar að verki. Ég hef ekki þorað að spyrja hann. En þegar þú komst út f húsið f fyrsta skipti sagði hann mér að stöðva bflinn svo að Georges — bifvélavirkinn gæti fengið að virða þig fyrir sér. — Þú átt við þegar við námum staðar til að taka bensfnið. — Já. Georges hefur ekið Paul, sfðan hann klessukeyrði sfðasta bflinn sinn. — Svo að Paul beið eftir þvf að sjá hvernig Marcel tæki á móti mér. Til að ganga úr skugga um hvort ég væri veruleg ógnun við Ijúft líf hans og væntanlega gullna framtfð. Sfðan fékk hann vin sinn til að gera tilraunir til að keyra mig niður. Heldurðu nú f hreinskilni sagt Nicole að þetta hafi ekki verið fullkominn og skipulagðar ásetningur hans. — Ég veit ekkert um það, sagði hún. — Ég er að geta mér til um þetta eins og þú. Hann sagði mér hvern hann héldi þig vera. Hann sýndi mér myndina og sagði mér að halda mér saman. Það er allt og sumt sem ég veit. Hann öskraði á hana. —Hann hefði getað drepið Helen Ifka! Hún greip höndum fyrir eyrun og svaraði engu en angistin var uppmáluð á andliti hennar. Hann lækkaði róminn og bætti við. — Drap hann lfka Bonifacc gamla? —Ég veit það ekki David. Ég segi það satt. Ég veit það ekki. — En þú heldur það. Og það held ég líka. En hvers vegna? Lúrði Boniface þá á einhverjum sönnunargögnum um allt málið? Einhverjum skjölum? — Ég er ekki sannfærður, sagði hann. — Ekki um að Paul hafi ekki reynt tvívegis að drepa mig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.