Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1976 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976 23 HAtn 0« BJðM VORll IHENN MÓTSIVS Það er ef til vill að bera I bakkafullan lækinn að ætla að tilnefna þá skfðakappa, sem fram úr hafa skarað á Landsmótinu á skíðum 1976. Þó koma þar fyrst og fremst tveir menn til álita, þeir Magnús Eirlks- son, Siglufirði, og Björn Þór Olafsson, Olafsfirði. Hvor þessara kappa um sig hlaut þrenn gullverðlaun, Magnús vann allar göngugreinar f sfnum aldursflokki, og Björn Þór. sem sigraði f stökki. nor- rænni tvfkeppni og var f sveit Ölafsfjarð- ar, sem sigraði f boðgöngunni. Yfirburðir Magnúsar f göngunni eru sannarlega eftirtektarverðir, þegar til þess er litið, að tveir hans helstu keppi- nautar, Halldór Matthfasson og Trausti Sveinsson, eru nýlega komnir frá Ölympfuleikunum og ströngum æfingum erlendis, sem þeim leikum fylgja. Það leikur vart á tveimur tungum, að haldi Magnús rétt á spöðunum verður hann sterkasti göngumaður, sem íslendingar hafa nokkru sinni eignast. Björn Þór Ölafsson hefir sigrað f stökk- keppni Landsmótsins á skfðum alls sjö sinnum og f norrænni tvfkeppni hefir hann hlotið gull sjö sinnum. Það eru þó ekki einasta persónulegir sigrar Björns sem athygli vekja, heldur og sigrar læri- sveina hans úr Olafsfirði á þessu Lands- móti. Björn Þór er hinn ötuli þjálfari og kennari fþróttaæskunnar f Olafsfirði og sér á þessu Landsmóti skíðamanna glæsi- lega uppskeru erfiðis sfns. Það gekk eftir sem rætt var um á sfðum Morgunblaðsins áður en landsmótið hófst að émsir ungir skfðamenn mundu setja mark sitt á keppnina f alpagreinum. Kappa eins og Tómas Leifsson og Sigurð Jónsson þekktu menn áður, en f karla- greinunum skutust inn tiltölulega Iftt þekkt nöfn, svo sem eins og Karl Erf- mannsson og Björn Vfkingsson frá Akur- evri og Húsvfkingarnir Bjarni Sigurðsson og Böðvar Bjarnason. Það er augljóst að þessir ungu menn og margir fleiri munu setja markið hátt á næsta ári og vænta má mikilla framfara af þeim. í kvennagreinunum ber hlut Steinunn- ar Sæmundsdóttur hæst og Ijóst að hún er sterkust skfðakvenna f landinu. Steinunn er á sextánda aldursári og svo er einnig Aldfs Arnardóttir, Akurevri, sem skaust upp á stjörnuhimfninn nú. Þá er augljóst að Marfa Viggósdóttir er að verða meðal ailra sterkustu skfðakvenna landsins. Margrét Baldvinsdóttir lét heldur ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn, sigraði örugglega f sviginu. Annars er greinilegt þegar litið er til baka til frammistöðu skfðafólksins, að fylking góðra skfðamanna og kvenna fer stöðugt breikkandi og framþróunin greinilega ör. Magnús Eirfksson frá Siglufirði hreppti þrenn gullverðlaun á mótinu og sigraði Ölvmpfufarana Halldór og Trausta örugglega. Myndin var tek'n er Magnús var að leggja f 15 km gönguna. Stórhugur Akureyringa œtti að verða öðrum til eftirbreytni Við lok Landsmótsins á skiðum á páskadag bauð bæjarstjórn Akureyrar til kaffidrykkju í Sjálfstæðishúsinu. Ingólfur Árnason 1. vara- forseti bæjarstjórnar stýrði hófinu. Það var mál manna að vel hefði tekizt til við framkvæmd þessa móts og færðu fulltrúar gestanna mótsstjóranum. Hermanni Sig- tryggssyni, og mótsstjóm kveðjur og þakkir. Oddur Pétursson, yfirdómari mótsins, kvaddi sér sérstaklega hljóðs og vakti athygli á þeirri forystu sem ráðamenn Akureyrarbæjar hafa haft um byggingu mannvirkja til skiðaiðkana. Sagði Oddur að vonandi mundi þessi stórhug- ur Akureyrarbæjar verða öðrum bæjar- og sveitarfélögum landsins til eftirbreytni. Að verðlaunaafhendingu lokinni þakkaði Hermann Sigtryggsson mótsstjóri hlý orð i sinn garð og félaga sinna i mótsstjórn og sagði: „Þaðeru margir hlekkirnir, sem mynda þá keðju, sem þarf til að halda svo stórt og mikið iþróttamót sem Landsmót skiðamanna, og keðjan verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Ég held að ég megi fullyrða að allir hlekkirnir hafi staðizt átökin, þrátt fyrir þá erf iðleika sem við hafa blasað þessa páska- daga hér á Akureyri. Landsmótinu á skiðum 1976 er slitið." A páskadag var stórkostlega fallegt veður f Hlfðarfjalli, og notuðu þá fjölmargir Akurevringar og landsmótsgestir tækifærið óspart og var mjög margt um manninn f Fjallinu. Ljósmyndir Jón Einarsson. Mót misjaka veðra og óvæníra feliía fjórfaldur sigurvegari á Landsmót- inu, sigraði i báðum göngugreinum 1 7—19 ára svo og i tvikeppninni og var í sigursveit Ólafsfirðinga i 3x10 km boðgöngunni. í 10 km göngu 17—19 ára hafði Haukur örugga forystu allan timann. Sigri hans varð ekki ógnað þar. Annar kom i markið félagi hans úr Ólafsfirði, Þorsteinn Þorvaldsson. Hauki gekk ekki alveg eins vel t 15 km, enda færið erfiðara, þvi hit- inn var kominn upp fyrir frostmark. Að göngunni hálfnaðri hafði Björn Ásgrímsson, Siglufirði. tæplega minútu forskot á Hauk, en Haukur náði að vinna upp muninn á siðari hringnum, og svolítið betur. því hann kom i markið tæpri min á undan Birni. Svig karla Það var komið rjómalogn í Hlíðar- fjalli þegar svigkeppni karla fór þar fram á laugardag, einkum þegar síðari ferðin var farin. Veðrið hefur að sjálfsögðu mikið að segja í skíða- keppni, bæði getur það ráðið um hvemig færið er svo og hefur skyggnið mikið að segja. Bjarni Sigurðsson keyrði brautina fyrstur og gerði það vel, hlaut tímann 52.55 sek. Þá kom Akureyr- ingurinn ungi, Karl Frimannsson, niður á 51.03. Tómas Leifsson hafði bestan tíma eftir fyrri umferð, 50.83, og sýndi hann mikið öryggi í ferðum sínum. Ámi Óðinsson var þriðji, Gunnar Jónsson fjórði og fimmti var Bjarni Sigurðsson. Hauk ur Jóhannsson kom síðan sjötti, en honum hafði hlekkst á ofarlega í brautinni. Sigurður Jónsson, kapp- inn knái frá ísafirði, datt f brautinni og hætti keppni. Akureyrskir áhorfendur voru því ollu hressari um sigur sinna manna en eftir fyrri ferð- ina f stórsviginu. Haukur fór fyrstur af stað í síðari ferðinni. Hann keyrði brautina gffur- o Skíðalandsmótið á Akureyri niður utan brautar og var úr keppn- inni. Og ekki varð stunan lágværari þegar Haukur Jóhannsson féll og missti annað skíðið. Tómas Leifsson sýndi hins vegar öryggi og hlaut 6/10 lakari tfma en Sigurður og Karl Frímannsson var í þriðja sæti. Síðari umferðin fór síðan fram á laugardag og hafði þá heldur betur ræst úr veðri, komið logn og sólskin. Sigurður Jónsson hlaut bestan tíma úr sfðari ferðinni og sigraði því örugglega og ekki fór á milli mála að hann var sterkasti stórsvigsmaður- inn á Akureyri um páskana. Tómas varð síðan annar og Karl þriðji, en Björn Víkingsson, Akureyri, sem var í sjötta sæti að aflokinni fyrri ferð- inni, krækti sér f fjórða sætið. Stökk Svo sem fyrirfram hafði verið búist viS var það Ólafsfirðingurinn Björn Þór Ólafsson. sem sigraði i stökkinu i flokki 20 ára og eldri. Stökkvararn- ir fengu að stökkva þrjú stökk, en tvö þau bestu látin gilda við stigaút reikning. Bjöm Þór átti þrjú lengstu stökkin, það var aðeins Marteinn Kristjánsson, Siglufirði, sem komst eitthvað nálægt Birni. j flokki 17—19 ára var það og Ólafsfirðíngur sem bar sigur úr být- um. Það var Þorsteinn Þorvaldsson og það var eins um Þorstein sem Bjöm í eldri flokknum, sigri hans varð ekki ógnað. ÞRATT fyrir misjafnt veöur heppnaóist Skfðalandsmót Islands sem fram fór á Akureyri um páskahelgina með miklum ágætum. Agæt þátttaka var f mótinu að þessu sinni, og hefur ekki hvað sfzt orðið um aukningu að ræða f norrænu greinunum, göngu og stökki. Segja má að mótið á Akureyri hafi verið mót óvæntra úrslita, þar sem aðeins tvö þeirra sem mest hefur borið á f fslenzku skfðalffi að undanförnu hrepptu þar Islandsmeistaratitla. Voru það þau Steinunn Sæmundsdóttir úr Reykjavfk og Sigurður Jónsson frá tsafirði. Var greinilegt hvað unga fólkið á móti þessu stóð sig vel, og verður ekki annað sagt en að með tilliti til þess ætti að vera bjart framundan f skfðafþróttunum hérlendis. Akureyringar hlutu flest verðlaun á mótinu, 17 talsins, en það voru hins vegar Ólafsfirðingar sem fóru með flest gullverðlaun heim með sér, 8 talsins, og verður það að teljast glæsileg eftirtekja hjá ekki stærra bæjarfélagi. Varð Ólafsfjörður f öðru sæti hvað tölu verðlauna snertir, en alls hluti þeir 14 verðlaun. 15 km ganga Það var ekki laust við að tals- verður beygur væri i gönguköpp- unum áður en 1 5 km gangan hófst. Um morguninn hafði verið sjö gráðu frost i Hliðarfjalli, en stöðugt hlýnaði þegar á daginn leið og við upphaf göngunnar var hitinn orðinn um frostmarkið. Þessi beygur göngu- manna var ekki alveg út i bláinn. þvi eins og margir vita, getur rétt smurn- ing skiðanna iðulega ráðið úrslitum i skiðagöngu. Kapparnir smurðu þvi og skiðuðu, smurðu aftur og skiðuðu meira i grennd við rásmarkið áður en gangan hófst. Að lokum þóttust hver um sig hafa fundið rétta áburðinn og gangan hófst. Augu manna beindust fyrst og fremst að Ólympiuförunum Halldóri Matthiassyni og Trausta Sveinssyni svo og að Magnúsi Eiríkssyni, sem vitað var að væri mjög vel undir slaginn búinn. Það kom lika fljótt á daginn að baráttan mundi standa á milli þessara manna fyrst og fremst. Að göngunni hálfnaðri hafði Halldór örlitið betri tima en Magnús. eða 25.53 min. á móti 26 min. réttum Magnúsar. Trausti, Þröstur Jóhannesson, Kristján R. og Reynir Sveinsson höfðu síðan rúmri einni til tveimur min. lakari tíma. Fljótlega á siðari hringnum varð hins vegar Ijóst að hverju stefndi. Magnús tók góðan sprett og var kominn og með um 30 sek. betri tima en Halldór þegar um þriðjungi göngunnar var ólokið. Magnús sigraði siðan með talsverð- um yfirburðum, varð 2.26 min. á undan Halldóri, sem hreppti annað sætið. Veður var dágott i upphafi göng- unnar, utan hvað hitastigið gerði köppunum erfitt fyrir. en þegar á leið gönguna gerði sunnan hraglanda og votviðri. Blotinn og sunnangarðurinn gerði göngumönnunum erfitt fyrir, einkum þeim sem siðastir lögðu út. en i þeim hópi voru Halldór og Trausti. Það fór þó ekki á milli mála að Magnús Eiriksson var sterkastur á sprettinum að þessu sinni. Það er annars ánægjuleg þróun hve þeim fer fjölgandi sem leggja stund á skíðagöngu, ekki eingöngu með keppni fyrir augum, heldur og hinum almenna skiðaiðkanda. færið höfðu áhrif til hins verra á keppendur. Aðeins fimm af þréttán keppendum náðu að komast klakk- laust i gegnum báðar ferðir. Eftir fyrri umferð hafði Steinunn Sæmundsdóttir bestan tima, 63.26. Önnur kom Katrín Frimannsdóttir, A, með 65.11. Siðan komu þær i hnapp systurnar úr Reykjavik, Jórunn og Maria Viggósdætur, auk Margrétar Vilhelmsdóttur, Akureyri. Af þessum fimm skíðakonum komust aðeins Steinunn og Margrét klakklaust i gegnum siðari ferðina, en ung stúlka frá Akureyri, Aldis Arnardóttir, skaust upp á milli þeirra og hreppti annað sætið. Aldis hlaut bestan tima i siðari ferðinni, 65.86, en Steinunn 66.75. Það fór ekki á milli mála að Steinunn var öruggust skiðakvenn- anna og augljóslega engin tilviljun hve góðum árangri þessi unga stúlka hefir náð á erlendum vettvangi i vetur. J. JL. -J*— Steinunn Sæmundsdóttir frá Revkjavlk hlaut gullverðlaun I stðrsvigi kvenna og I alpatvfkeppni, auk silfurverðlauna I svigkeppninni. 3x10 km boðganga (Halldór Matthfasson hugar að skfðum sfnum fvrir 15 km göng- una. Stórsvig kvenna Þær voru ekki öfundsverðar skiða- konurnar okkar á föstudaginn langa, þegar stórsvigskeppnin fór fram. Veður var afleitt til keppni, gekk á með sunnan éljum, og þvi var hið mesta lotteri hvernig veðrið var þegar keppendur voru ræstir. Likast til hefði keppni verið aflýst ef öðru- visi hefði staðið á, en þegar var búið að fresta einu sinni, og mótsstjórn að komast i þrot með að koma öllum greinum fyrir. Það kom og á daginn að veðrið og 3x10 km boðgangan varð að hinni æðislegustu keppni áður yfir lauk. Eftir fyrstu tiu km höfðu Ólafsfirð- ingar forystuna, góðri minútu betý' en jsfirðingar. Ólafsfírðingar héldu enn forystunni að tveimur þriðju hlutum göngunnar afloknum, enn rúmri min betri en Isfirðingar, tveim- ur min betri en Fljótamenn. og voru menn á einu máli um að baráttan mundi standa á milli þessara sveita, þvi Siglfirðingar, sem voru [ fjórða sætinu, voru tæpum fimm min. á eftir forystusveitinni, Ólafsfirðing- um. En Magnús Eiriksson. Siglufirði, átti lokasprettinn fyrir Siglfirðing- ana, og er ekki að orðlengja það að Magnús gekk af gifurlegum þrótti og þegar yfir lauk hafði Magnús næst- um unnið upp forskot Ólafsfirðing- anna, því Siglf irðingar hrepptu annað sætið, hálfri minútu á eftir Ólafsfirðingunum. Annars var þessi göngukeppni afar jöfn. og likast til langt siðan fjórar fyrstu sveitir i boð- göngu hafa komið inn á sömu minút- unni, þvi ekki skildi nema 1.13 min. fyrstu og fjórðu sveitina. Magnús Eiriksson hlaut bestan brautartimann, 33.33 min., en Halldór Matthiasson þann næst besta. 34.49 mín. Færi til göngu var a11 gott, en sama verður ekki sagt um veðrið þvi allan timann gekk á með sunnan éljum, en sunnan áttin er átta afleit- ust i i Hlfðarfjalli. 30 km ganga Sautján keppendur voru skráðir til leiks i 30 km göngunni, og af þeim hófu þrettán keppnina. Það voru þó ekki nema niu þeirra sem luku keppni, enda 30 km gangan ákaf- lega erfið keppnisgrein. Meðal þeirra sem ekki luku keppninni var Fljóta- maðurinn. Trausti Sveinsson. en hann kenndi eymsla i baki siðan úr boðgöngunni á dögunum. Svo sem fyrir fram hafði verið búist við stóð keppnin i upphafi eink- um á milli Magnúsar Eirikssonar og Halldórs Matthfassonar. Að göng- unni hálfnaðri mátti lika vart i milli greina, þó hafði Magnús tveggja sekúndna betri tima. 45.26 min.. en Halldór 45.28 min. Þriðja besta timann hafði svo Reynir Sveinsson úr Fljótum, en honum hafði vegnað fremur illa i 15 km göngunni á dög- unum. Á sfðari hluta göngunnar jók Magnús mjög forskot sitt og sigraði mjög örugglega, en Halldór varð að gefa eftir. og svo mikið, að Reynir Sveinsson skaust fram fyrir hann á lokasprettinum og hafnaði Halldór þvi i þriðja sæti. Það er engum efa undirorpið að Magnús Eiriksson, Siglufirði, er sterkasti göngumaður landsins i dag. Kraftur hans og orka er með ólíkind- um og kemur mjög á óvart með hve miklum yfirburðum hann sigraði i göngukeppnunum. Ganga 17— 19 ára Ólafsfirðingar sýndu það og sönn- uðu að þeir eru að koma upp gifur- lega öflugum skiðamönnum I norr- ænum greinum. Einn þeirra ungu Ólafsfirðinga, sem hvað mesta athygli vakti á Landsmótinu, var Haukur Sigurðsson. Haukur varð lega og virtist gifurlega öruggur. Haukur hlaut timann 47.11 sek. og kom siðar á daginn að það var bgsti timinn I siðari ferðinni. Ámi kom inn á 47.42 og Ijóst var að ekkert gæti komið i veg fyrir sigur Akureyringa t sviginu, aðeins spurningin hver mundi hreppa gullið. Það reyndist vera Tómas Leifsson, hann fór síðari ferðina af gifurlegu öryggi og fimi, hlaut tímann 47.23 og samanlagt 98.07 sek. Karl Frimannsson keyrði siðari ferðina einnig með prýði, 47.98, og hreppti annað sætið samanlagt á 99.01. Fjórfaldur sigur Akureyringa var staðreynd, enginn komst upp á milli þeirra eftir að Sigurður Jónsson var úr leik. Stórsvig karla Það var varla um keppnisveður að ræða á föstudaginn langa, þegar stórsvigið hófst. Menn undruðust þvi ekki þegar mótsstjórnin tilkynnti að fyrri ferðinni lokinni að keppni skyldi frestað þar til daginn eftir. Það kom enda á daginn í fyrri umferðinni að veður hamlaði mjög að keppendur næðu árangri. Þannig heltust 16 af þeim 32 keppendum, sem til leiks mættu, úr lestinni I fyrri ferðinni og má án efa rekja ófarir margra þeirra til hins slæma veðurs. Sigurður Jónsson fór brautina fyrstur. Hann keyrði mjög vel, en minnstu munaði þó að hann félli neðarlega I brautinni, en Sigurður bjargaði sér laglega úr þeim erfið leikum. Timi Sigurðar var 65.52 sek. besti tíminn í fyrri ferð. Næstur var Árni Óðinsson, Akureyri. Það leið þungt andvarp um Hlíðarfjallið þegar Akureyringum var Ijóst að Ámi kom Það er annars kunnara en frá þurfi að segja að aðstaða til iðkunar skíða stökks hérlendis er vægast ákaflega döpur. Það er aðeins í Ólafsfirði, sem hæft er með sanni að segja að mögu- legt sé að iðka stökk. Þetta er ákaf- lega dapurleg staðreynd, því víðast erlendis er stökkið sú skíðagreinin sem flesta dregur að áhorfendurna. Svig kvenna Miklum betra var veðrið á laugar- daginn þegar konurnar tóku að spreyta sig í sviginu en daginn áður þegar stórsvigskeppnin fór fram. Þó var örlítil mugga og gola. Aldis Arnardóttir frá Akureyri fór fyrri ferðina af mestu öryggi, hlaut tímann 44.02 sek. Jórunn Viggós- dóttir og Margrét Baldvinsdóttir komu næstar með um V2 sek. lakari tima. Fjórða besta tímann hafði Katrín Frimannsdóttir, en Steinunn Sæmundsdóttir var í fimmta sæti, 1.5 sek. lakari en Aldis. Það gat þvi ýmislegt gerst i siðari umferðinni og gerðist raunar. Steinunn lagði upp önnur i síðari umferðina og keyrði brautina mjög vel, hlaut tímann 43.59, samanlagt 89.11. Næst fór Margrét Baldvinsdóttir. Hún fór og örugglega i gegn, hlaut tímann 44.16 og samanlagt 88.80. Næst siðust kvennanna fór Jórunn, en henni hlekktist á ofarlega i brautinni og hætti keppni. Þá var aðeins einn keppandi eftir, Aldis Arnardóttir, sem hafði forystuna eftir fyrri umferð, en Aldís lagði óþarflega mikla áherzlu á að komast klakk laust i gegn og hafnaði þvi i fjórða sæti. Þriðja sætið hreppti María Viggósdóttir. Norrœn tvíkeppni Björn Þór Ólafsson hlaut sitt þriðja gull i norrænu tvikeppninni. Hann sigraði i stökkinu og var i sveit Ólafsfjarðar, sem sigraði í 3x10 km boðgöngunni. í stökki norrænu tvi- keppninnar átti Bjöm lengsta stökkið, 51 m, en annað lengsta stökkið átti Rögnvaldur Gottskálks- son, 49 m. Þetta stökk Rögnvalds hlaut raunar flest stig dómenda. Það var samt sem áður félagi Björns úr Ólafsfirðinum, Örn Jónsson. sem hreppti annað sætið i tvíkeppninni, þar sem hann reyndist mun sterkari i göngunni en Rögnvaldur. I flokki 17—19 ára var aðeins einn keppandi, sem klakklaust komst i gegnum bæði stökkið og gönguna og var það Þorsteinn Þor- valdsson úr Ólafsfirði, hans annað gull. Flokkasvig \ flokkasvigi kvenna stóð spennan ekki lengi yfir. Fyrst fór brautina Aldis Arnardóttir frá Akureyri og kom léttilega í markið. Næsti keppandinn var Maria Viggósdóttir úr Reykjavík, en Maríu hlekktist illi- lega á og varð hún að hætta keppni og sveit hennar þvi úr leik. Það var þvi ekkert annað fyrir stúlkurnar frá Akureyri að gera nema komast klakklaust i gegn, þá var sigurinn þeirra, þvi aðeins þessar tvær sveitir mættu til leiks. Lengi vel var baráttan hins vegar gífurleg i karlaflokknum Eins og við var að búast stóð baráttan á milli Isfirðinga og Akureyringa. Sigurður Jónsson fór fyrstur ísfirðinganna og náði geysigóðum tíma, 47.50, sem reyndist besti tíminn í fyrri ferðinni. Næstbesta tímann átti Tómas Leifs son, 49.52. Þegar báðar sveitirnar höfðu farið fyrri ferðina hafði Akur- eyrarsveitin tímann 202.09, en ís- firðingar 203.15 svo öllu jafnara gat það vart verið. Þá var komið að Sigurði að spreyta sig i síðari ferð- inni og honum brást ekki bogalistin piltinum þeim, hlaut timann 43.57. Tómas fór fyrstur Akureyringa og kom inn á 46.54 og ísfirðingarnir þvi komnir með tveggja sek forskot. Valur Jónatans- son fór siðan brautina af miklu oryggi á 49.32 og þá var komið að Hauki Jóhannssyni að spreyta sig. Haukur komst klakklaust niður erfið- asta hjallann, en þegar að siðasta hliðinu kom virtist sem Haukur hefði ekki séð hliðið, hann fór fram hjá þvi, náði að fleygja sér niður og þurfti að ganga upp i hliðið aftur. Við þetta tapaðist dýrmætur timi og Nigurður Jónsson frá tsafirði hlaut tvenn gullverðlaun á mót- inu — I stórsvigi og flokkasvigi. draumur Akureyringa um sigur i flokkasviginu þvi úti. ÞriSju i röðinni urSu Reykvikingar, en einn keppenda þeirra henti svipuð óhapp og Hauk. Sveit Húsvikinga gerði hins vegar ógilt og var úr keppninni. Haukur Sigurðsson, Ölafsfirði, sigurvegari f 10 km og 15 km göngu 17—19 ára. islandsmeistararnir í svigi: Tómas Leifsson og Margrét Baldvinsdóttir, bæði frá Akurevri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.