Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1976 LOFTLEIOm 2 11 90 2 11 88 DATSUN 7,5 I pr. 100 km Bilaleigan Miðborg Car Rental , Q A QOi Sendum I-V4-92I varahlutir í flestar gerðir bif- reiða. Hafið ávallt nauðsynlega varahluti í bifreiðinni. BOSCH Vlðcgeróa- ogr irarahluta þjónusta BRÆÐURNIR ORMSSON "A LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 Innheimtu fasteignagjalda verði breytt Húsfélögin við Æsufell hafa sent borgarráði eftirfarandi bréf: Húsfélögin við Æsufell skora hér með á borgarráð að beita sér fyrir því, að breytt verði innheimtu fasteignagjalda, þannig að þau verði innheimt samhliða útsvörum. Það er óviðunandi ranglæti, sem fylgir þeirri úreltu inn- heimtuaðferð fasteignagjalda, sem enn er framkvæmd hér í borg. Nágrannakaupstaðir hafa árum saman innheimt sín fasteignagjöld beint frá hverjum íbúðareiganda en ekki gert fjölbýlishús að einum gjaldanda og ibúðareigendur þar með samábyrga. Þegar upphæð fasteigna- er í sumum tilfellum orðin hærri en útsvör láglaunafölks, ber brýna nauðsyn til þess, að gjalddögum verði fjölgað í sam- ræmi við gjalddaga útsvara. Húsfélögin vænta heiðraðs svars yðar við bréfi þessu. VirdingarfyllKt. f.h. llúsfélaKs Æsufells 2: Sævar Gnðmundsson, f.h. Húsfélags Æsufells 4; Kinar B. Sturluson, f.h. Húsfélags /Esufells 6: Georg Árnason. Útvarp Reykjavlk yHIÐMIKUDKGUR 21. aprfl MORGUIMIMINIM 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ystugr. Dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55; Séra Gunnar Björnsson flytur. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Hreiðar Stefánsson les framhald sögu sinnar „Snjallra snáða" (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Krossfari á 20. öld kl. 10.40: Endurtekinn þáttur Asg. Bl. Magnússonar. Morguntón- leikar kl. 11.00: Suisse Romande hljómsveitin leik- ur „Espana" rapsódfu eftir Chabrier; Ernest Ansermet stjórnar. Victoria de los Angeles syng- ur lög eftir Duparc við hljómsveitarundirleik / Hollywood Bowl hljómsveit- in leikur Capriccio Espagn- ole eftir Rimský-Korsakoff; Felix Slatkin stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 13.15 Til umhugsunar Þáttur um áfengismál f um- sjá Arna Gunnarssonar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár“ eftir Guð- rúnu Lárusdóttur. Olga Sigurðardóttir les (12). 15.00 Miðdegistónleikar Elaine Shaffer og hljóm- sveitin Fflharmonfa f Lund- únum leika Svftu f a-moll fyrir flautu og strengjasveit eftir Georg Philipp Tele- mann; Yeduhi Menuhin stj. Jacqueline du Pré og Sinfón- fuhljómsveit Lundúna leika Sellókonsert f D-dúr op. 101 eftir Jóseph Haydn; Sir John Barbirolli stj. 16.00 Fréttir. Tilkvnningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 18.00 Mjási og Pjási Tékknesk teiknimvn. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 18.15 Robinson-fjölskyldan Breskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Johann M'yss. 11. þáttur. Dauðsmannsgull. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.40 Ante Norskur myndaflokkur um samadrenginn Ante. Lokaþáttur. Pétur og stúlk- an. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Hlé V_____________________________ kvoldið_____________________ 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „Flóttadrengurinn" eftir Erlu Þorsteinn V. Gunnarsson les 17.30 Framb. kennsla í dönsku og frönsku. Tónleik- ar. Tilkvnningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 (Jr atvinnulffinu Bergþór Konráðsson og Brynjólfur Bjarnason rekstr- arhagfræðingar sjá um þátt- inn. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta tækni og vís- indi Umsjónarmaður Siguröur Richter. 21.05 Bílaleigan Þýskur myndaflokkur. Þýðandi Bríet Héðinsdóttir. 21.30 Gondólakappróðurinn í Fenevjum Bresk heimildamynd um Fenevjar, endurreisn og uppbyggingu borgarinnar. Sýndur er kappróður á síkj- um hennar, en hann hefur verið háður á hverju ári f sjö aldir. Þýðandi og þulur Ellert Sig- urbjörnsson. 22.30 Dagskrárlok. ____________________________/ SKJÁNUM MIDVIKUDAGUR 21. apríl 20.00 Fréttir og veður Sigurveig Hjaltested svngur lög eftir Bjarna Böðvarsson. Fritz Weisshappel leikur á pfanó. b. Hugleiðingar um dýr Gunnar Valdimarsson les sfð-- ari hluta endurminninga- kafla eftir Benedikt frá Hof- teigi. c. Samhendur eftir Pál Ólafs- son. Eirfkur Eirfksson frá Dag- verðargerði flytur. d. Á kvfabóli Jón R. Hjálmarsson fræðslu- stjóri talar við Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. e. Vor f heimahögum Hallgrfmur Jónasson rithöf- undur flytur frásöguþátt. f. Um fslenzka þjóðhætti Árni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. g. Kórsöngur Telpnakór Hlfðaskóla syng- ur. Söngstjóri: Guðrún Þor- steinsdóttir. Pfanóleikari: Þóra Stein- grfmsdóttir. 21.30 Utvarpssagan: „Sfðasta freistingin" eftir Nikos Kazantzakis Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnsson- ar (18) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Sá svarti senu- þjófur“ ævisaga Haralds Björnssonar Höfundurinn, Njörður P. Njarðvík les (11). 22.40 Danslög Þ.á m. leikur hljómsveit Guð- jóns Matthfassonar í hálfa klukkustund. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Sveitarómagi • (JTVARPSSAGA barnanna er á dagskrá hljóðvarps kl 17.10 í dag. Að þessu sinni verður lesin sagan Flóttadreng- urinn eftir Erlu og er það Þor- steinn V. Gunnarsson sem les söguna. Sagan er að sögn Þorsteins eins konar sveitarævintýri. F’jallar hún um dreng sem er á framfæri hreppsins en þar senl enginn telur sig hafa efni á að hafa piltinn þá er hann látinn fara á milli bæja og þarf þannig hver bær í sveitinni að hafa hann vissan tima i einu. Um tíma er drengurinri svo á prestsetrinu og á þeim tíma er einmitt verið að ferma prests- dótturina. Drengurinn verður eðlilega hissa á öllu tilstandinu sem fylgir þessari fermingu og passar þetta ekki alveg inn í þá mynd drengsins að allir séu svo fátækir að þeir geti ekki haft hann i heimili. Til nokkurra tíðinda dregur i þessari fermingu sem ekki er rétt að fara nánar út í hér. — Þessi smásaga sýnir tölu- vert inn í sveitalif hér fyrr á öldum, sagði Þorsteinn, og sýnir sagan aðstöðu þessara barna sem voru á sveitinni. Þá kemur einnig í Ijós munurinn á þeim ríku og þeim fátæku í sveitinni en sagan sýnir jafn- framt að það er samt alltaf von fyrir þetta fólk að koma sér áfram þrátt fyrir mikla fátækt og aðra örðugleika og ríkir mikil bjartsýni yfir sögunni sagði Þorsteinn að lokum. Flóttadrengurinn er saminn nokkuð fyrir miðja öldina en Þorsteinn sagði að líklega ætti hún að gerast á seinni hluta síðustu aldar. Kvöldvakan 0 MEÐAL efnis í Kvöldvöku hljóðvarpsins sem hefst kl. 20.00 verður siðari hluti endur- minningakafla eftir Benedikt frá Hofteigi. Nefnist þessi liður kvöldvökunnar Hugleiðingar um dýr og er það Gunnar Valdi- marsson sem les. Að sögn Gunnars eru þetta einfaldlega minningar Benedikts um dýr og þá aðal- lega hans eigin húsdýr. í þess- um þættí er aðallega fjallað um hesta en minningarnar eru ein- göngu góðar. Benedikt var mikill dýravinur og hafði gaman af að taka eftir ýmsum háttum dýra enda var hann einn af mestu fjárbændum landsins. Fyrri hluti minninganna fjallaði aðallega um ref sem Benedikt hafði sem húsdýr eitt sumar. Hafði hann tekið hann sem yrðling í greni og ól hann upp. Varð refurinn einstaklega skemmtilegur og heimilisfólki til áhægju allt sumarið. Þó fór svo að sýslumaður gat ekki leyft refahaldið og tók í taum- ana. Þessi þáttur er nálagt stundarfjórðungur. Kvöldvakan verður í sjö lið- um og auk þáttarins um dýrin þá mun Sigurveig Hjaltested syngja nokkur lög og einnig mun telpnakór Hliðarskóla syngja. Þá flytur Árni Björns- son cand.mag. þátt um íslenzka þjóðhætti og Hallgrímur Jónas- son rithöfundur flytur frásögu- þátt. Ennfremur flytur Eirikur Eiríksson frá Dagverðará Sam- hendur eftir Pál Óiafsson og Jón R. Hjálmarsson fræðsiu- stjóri ræðir við Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. Heimildarmynd um Feneyjar í KVÖLD er í sjónvarpi mynd sem nefnist Gondólakappróður- inn I Feneyjum. Hefst myndin kl. 21.30 og fjallar um endur- reisn og uppbyggingu Feneyja. Þýðandi myndarinnar og þulur er Ellert Sigurbjörnsson. Ellert sagði að þessi kappróð- ur væri árlegur viðburður og væri þessi siður sjö hundruð ára gamall. Er sýnd mynd frá úrslitum keppninnar en mynd- in er þó fyrst og fremst heimildarmynd um borgina. Brugðið er upp myndum frá Feneyjum og sagt er frá hrörn- um bygginga og þeim hættum sem að borginni steðja. Þá er einnig greint frá starfi sem unnið er til að endurreisa borgina og lagfæra mannvirkin áýmsan veg. Nýjasta tækni og vísindi í ÞÆTTINUM Nýjasta tækni og vfsindi sem er í sjónvarpi kl. 20.40 í kvöld verða sýndar fimm myndir sem allar eru franskar að uppruna. Sú fyrsta fjallar um rannsóknir sem gerðar hafa verið á þoli steina gegn veðrum og vindi og einnig hvernig megi auka þessa þolni. Eru m.a. kannaðir slíkir steinar í ýmsum styttum og mannvirkj- um sem nokkuð eru farin að láta á sjá og hafa verið gerðar tilraunir til að auka endingu þeirra. Þá er mynd um e.k. næringar- dælu. Er það tæki sem notað er til að koma fljótandi fæðu niður í sjúkling sem af ein- hverjum orsökum getur ekki neytt fæðunnar á venjulegan hátt. Þriðja myndin fjallar svo um nýjungar f vínframleiðslu enda stendur það Frökkum ákaflega nærri. Greinir myndin frá breytingum frá hefðbundnum aðferðum og virðast þessar breytingar ætla að gefa góða raun bæði hvað varðar gæði vínsins og einnig varðandi fjöl- breytni í framleiðslunni. Þá er mynd sem fjallar um aðferðir til að drepa skordýr en flest þau eiturefni sem notuð hafa verið hingað til hafa haft ýmsar afar neikvæðar auka- verkanir. 1 þessari mynd er greint frá tilraunum til að nota sveppi í baráttunni gegn skor- dýrum en þeir eru náttúrulegir óvinir flugna. Eru sveppirnir framleiddir í tilraunastofu og meiningin er að dreifa þeim síðan yfir akra og ræktuð lönd þar sem skordýr eru til miska. Sfðasta myndin kallast Hvirfilstraumar og fjallar um rannsóknir á því sem gerist þegar orkuflutningur verður milli sjávar og andrúmslofts en sá orkuflutningur er í formi varma. Umsjónarmaður þáttarins er Sigurður Richter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.