Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. AGUST 1976 11 Framtak á listasafni senda sérstakan mann til að hafa eftirlit með uppsetningu og skipulagi sýninga skiptir ósjaldan sköpum, því að ég veit dæmi um, að sýningar héðan hafa bókstaflega verið „myrt- ar“ á áfangastað fyrir kæru- leysi og handvömm erlendra, en að því verður vikið síðar í sérstakri grein um félagsmál íslenzkra myndlistarmanna. — Fyrir ýmsar tilfæringar á safninu í sambandi við sýningu Hundertwassers eru nú fleiri myndir uppihangandi en í mörg undanfarin ár, en eins og kunnugt er hafa æ fleiri her- bergi safnsins verið tekin sem geymslur og undir aðra þætti starfsemi safnsins. Forsalur á hæð er einkum athyglisverður og á vissulega eftir að verða enn betri með aukinni reynslu af þessari nýbreytni. Helzt er hægt að finna að því, að myndir Eyborg- ar Guðmundsdóttur stinga nokkuð i augu og draga athygli fullmikið tii sín á kostnað ann- arra mynda. Þessar myndir hennar, sem munu vera gjöf listakonunnar til safnsins, hefðu vissulega verðskuldað sérstakan einangraðan vegg og þannig hefðu þær notið sín öllu betur. Um uppsetninguna í heild er annars flest gott að segja, þegar tekið er tillit til hins þrönga stakks, sem safn- inu er skorinn í húsnæðismál- um. Að lokum vil ég vinsam- lega benda á, að það ætti ekki að vera safninu ofvaxið að láta þurrka ryk af römmum mynda né endurnýja máða málningu á römmum. Eyvind Johnson látinn Stokkhólmi — 25. igúst — NTB SÆNSKI rithöfundurinn Eyvind Johnson, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels ásamt landa sfnum Harry Martinsson árið 1973, andaðist í Stokk- hólmi í dag, 76 ára að aldri. Johnson var „einn af átján“ (þ.e. þeir sem sæti Eyvind Johnson eiga í sænsku akademí- unni) frá árinu 1957, en sænska akademían hefur m.a. það verkefni að út- hluta bókmenntaverðlaun- um Nóbels. Eyvind Johnson vakti fyrst athygli fyrir ritstörf sín með útkomu smásagna- safns árið 1924. Hann var afkastamikill höfundur, og tók m.a. harða afstöðu gegn nazistum í verkum sínum á árunum milli 1930 og 1940. Hann hafði ætíð mikið yndi af verkum hinna sígildu grísku skáld- jöfra, og ritaði sjálfur all- margar skáldsögur með sagnfræðilegu ívafi. íslenzk fyrirtæki ’76-’77 komin út BÓKIN íslenzk fyrirtæki ’76—'77 er nýlega komin út og er um 600 bls. að stærð. Að venju eru I bókinni margs konar upplýsingar um íslenzk fyrirtæki og skiptist bókin í fjóra meginkafla. Við- skipta og þjónustuskrá, umboða- skrá, fyrirtækjaskrá og viðskipta- legar upplýsingar á ensku, sem er nýjung I bókinni. Kafli þessi er til kominn vegna þess að bókin er seld úr landi til verzlunarráða og upplýsingaskrifstofa erlendis og þótti því ástæða til að bæta úr þeirri þörf, sem er fyrir slíkar upplýsingar erlendis. I bókinni eru allítarlegar upplýsingar um fyrirtækin og m.a. ferðuðust starfsmenn Frjáls framtaks um allt land til að afla upplýsinga um fyrirtækin. BEOSYSTEM 901 HLJÓMTÆKI ÞESS VIRÐI AD HLUSTA Á jafnvel eftir aö þér hafið kynnt yður verðið MEÐ BEOMASTER 901, FÁIÐ ÞÉR ÚTVARP, SEM ER MIKLU BETRA EN HIFI STAÐALLIIMN. BEOSYSTEM 901 frá BAIMG & OLUFSEIM er sjálfstætt sett. Þegar BEOSYSTEM 901, var hannað var mark- miðið, að einbeita sér að tóngæðum, en prjál, látið sitja á hillunni. Þetta er ástæðan fyrir því að tækin eru hljómgóð jafnvel á fullum krafti. Ekki mun verðið fæla yður. Þér borgið einungis fyrir gæði í hæsta flokki. BEOSYSTEM 901 er í einingum BEOMASTER 901 hjarta kerfisins útvarp og magnari (2 X 20 sin. wött). Tæknilegar upplýsingar eru fjölþættar og veitum vér yður aðstoð til glöggvunar og samanburðar. BEQ.GRAM 1203: Algerlega sjálfvirkur plötu- spilari hlaðinn gæðum. Öll stjórn í einum takká. Sjálfvirk mótskautun, uppfinning sem einungis B&O má nota. Auk þess er BEOSYSTEM 901 skynsam legt HiFi tæki, vegna þess að einstaka einingar eru tæknilega fullkomnar ásamt því að hönnun tækisins er lista- verk, sem finnst í nútíma listasafni New York borg- ar. BEOVOZ P-30 eða S-30 Þetta eru hátalarar framtíðarinnar. Þeir kallast ,,Uni-Phase'' þ.e. þeir vinna saman í stað þess að eyði- leggja hvor fyrir öðrum. B&O hefur einkaleyfi yfir „Uni- Phase'' hátalarakerfið. KYNNIST TÆKJUNUM OG HEYRIÐ MUNINN Verð 227.267,— BANG & OLUFSEN NÓATÚNI, SÍMI 23800, KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.