Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. AGUST 1976 25 Sr. Jón Þorvaldsson Stað, Reykjanesi Aldarminning Sjá dagar koma, ár og aldir Ifda, og engin slöðvar tfmans þunga nið. I djúpi andans duldir kraftar hfða. Hin dýpsta speki hoðar Iff og frfð. f þúsund ár bjð þjðð við yztu voga. Mðt þrautum sfnum gekk hún djörf og sterk. t hennar kirkju helgar st jömur loga og hennar Iff ereilfft kraftaverk. D. St. Varla yrðu aðrir staðir nefndir en íslenzku prestssetrin, ef telja skyldi þær stöðvar, þar sem þezt hefur verið vakað yfir íslenzkri menningu og að henni hlúð. Þótt margt mætti að íslenzkri presta- stétt finna, og það hafi verið gert fram á þennan dag, yrði samt vandfundinn sá starfshópur, sem betur hefur hlúð að andlegum gróðri, sótt gull lista og speki um langan veg, og boðað líf og frið. Öldum saman voru prestssetrin yfirleitt eins og vitar við veg kyn- slóðanna, vermireitir sagna og fræða, uppsprettulindir hins fagra og góða og helgidómar huggunar og vona, þegar allt um þraut. Oft voru þetta líka efnuð og gestrisin heimili, sem veittu aðhlynningu og leiðbeiningar þeim, sem minnst máttu sín og áttu engar dyr opnar. Um íslenzka presta sem heild má vissulega segja, þegar á allt er litið: Alla þá, sem voru að verki virðir þjóðin alla daga. Undir þeirra mikla merki mótast okkar Iff og saga. þeir, sem réttu horfi halda hljótasömu þakkargjöldin, varpa Ijóma um aldir alda yfir heilög sagnaspjöldin. Þarna var Staður á Reykjanesi við Þorskafjörð sannarlega í fremstu röð árum og öldum sam- an, og þó ekki sízt á 19. og byrjun 20. aldar. Ekki þarf annað en minna á sr. Ólaf Johnsen til að sanna, hve vel var þar vakað yfir frelsi og frama og öllu því sem orðið gat til að efla dug og dáðir Islendinga á þjóðarvori. Það var sannarlega ekki meðal hinna minnstu prestssetrið, sem um- vafði Matthías Jochumsson fimm ára gamlan svo aldrei fyrnist það faðmlag ævilangt i gleði né hörm- um. Þar réðu hugsun, helgun og víð- sýni ásamt djúpskyggni og kirkju- legri smekkvísi, sem gerði Staðar- kirkjuna að einum fegursta dýr- grip íslenzkrar smiði. Og það var þetta prestssetur, sem var starfssvið og heimili hans, sem hér skal minnzt örfáum orðum í aldarminningu. Þangað var horft með virðingu og aðdáun. Svipmikið setur undir grænni hlíð og fagurri fjallabrún, eyjarn- ar, Stöðin, fossin. En samt var það fyrst og síðast presturinn og kon- an hans, sem settu svip á bæinn í vitund okkar krakkanna. Og við vissum að presturinn var lærður og kunni latínu, ensku og dönsku og fleiri framandi tungur. Hann kunni jafnvel ljóð og leikrit á framandi málum utan að. Hann söng svo að bergmálaði fjalla- brúna milli, ekki sízt í Gufudals- kirkju. Hann orti ljóð sem gerðu jafnvel sjálfan dauðann að bros- andi engli, sem gaf honum styrk til að hugga aðra, sem áttu börn, sem voru dáin. Og síðast en ekki sízt hélt hann svo kraftmiklar predikanir, að allir urðu að hlusta, sumir grétu eða táruðust að minnsta kosti. Enginn gleymdi. Hjá prestinum og frúnni í stof- unni á Stað bjuggu spekingar og stórmenni frá útlöndum og þar var fult af bókum með gylltum kili og vizku, sem var öllu gulli dýrmætara. Svona var hugsað um prestinn í sveitinni í gamla daga. Svona var hugsað um sr. Jón. Aldrei var hann samt nær sem þáttur af okkar eigin tilveru en þegar hann kom að húsvitja. En það skeði alltaf á hverju einasta ári seinni part vetrarins. Einmitt þegar vorleysingar hóf- ust. Lækir hoppuðu niður hlíðar og áin ruddi ísjökum fram í vaðal- inn. Það var kannski verið að lesa I húspostillunni og syngja Passíu- sálm, þegar jafnvel pabbi leithvað eftir annað út i gluggann. En meðan var verið að „lesa“ mátti enginn hreyfa sig, hvað þá heldur horfa út. Og þegar loksins var búið að syngja síðasta versið, sá- ust tveir menn vazla yfir vaðalinn alla leið frá Stóru-Skriðu og inn ~að Skipatanga. Þeir færðust nær og komu loks upp bæjarhólinn heitir og sveittir og heilsuðu pabba sem beið úti á hlaði. Við földum okkur bak við búrhurðina og gægðumst fram: Presturinn, hann sr. Jón á Stað og fylgdarmaður hans, Jónas í Borg. Menn með yfirskegg og rauðar kinnar, presturinn með stór, ljósblá augu og hátt enni, sem var svo sveitt þegar hann tók ofan loðhúfuna, sem var prýðileg- asta húfa, sem nokkur hafði séð. Og Jónas, sem var svo brosmildur og góður og átti til að koma bara inn í búr eða eldhús og heilsa meira að segja okkur krökkunum. En presturinn fór aðeins inn í „húsið“ sem var reyndar svolitil stofa undir loftinu. Og þaðan heyrðist hann tala og hlæja með ótrúlega djúpri og myndarlegri röddu, meðan verið var að baka pönnukökur, hita kaffi eða setja hangikjöt og kartöflur í pott. Presturinn var kominn. Og allt hið bezta í kotinu skyldi borið fram. Og seinna um kvöldið eða kannski næsta morgun, var hvíslað: Presturinn ætlar að láta ykkur lesa: presturinn ætlar að hlýða ykkur yfir: Og þá var nú betra að standa sig og fá mjúkt klapp á kollinn af hlýrri, hvítri hönd og bros frá bláu augunum og orðin: Þú ert dugnaðar- drengur, I kaupbæti. Varð bjart- ara í bænum en þá? Svona var koma prestsins, húsvitjun í gamla daga. Siðast var svo bókstaflega messað frammi í „húsinu", litlu stofunni okkar, sem var orðin að kirkju. Sungið — og mikið sungu þeir vel sr. Jón og Jónas. Mamma, sem alltaf söng nú bezt, vildi varla láta heyrast i sér. Og ég þorði ekki að bæra varirnar. Presturinn flutti predikun og talaði svo sterkt að heyrzt hefði um heila höll. Og svo var bæn, sem var nærri hvislað. Og innan stundar lögðu næturgestirnir af stað fram á „Hálsinn". Bærinn okkar í Kvígindisfirði var vestasti bærinn í Staðarprestakalli og langt til næstu bæja. Erfiði hús- vitjunarinnar því mest. En slikar stundir gætu aldrei gleymzt. Vaktar af virðingu, aðdáun og undrun. Vermdar af tilbeiðslu og trú, sem gerir hið smáa stórt og hið hversdagslega heilagt, skapar helgi lífsins og nálægð Guðs. Um erfiði þessara ferða fyrir innisetumann, sem lagði af stað í margra milna göngu, meðan færð- in var verst á vorin, hugsuðum við auðvitað aldrei. En við þetta óx virðing fyrir því, sem heilagt er. Löngun til að leita langt, stefna hátt og standast allt, til að hljóta hrós frá svona miklum manni-þjóni Guðs. Þess vegna gat hann haft svo mikil áhrif í fermingarundirbún- ingnum I stofunni sinni á Stað, og i kirkjunni á fermingardaginn, þegar hann söng allan sálminn: „Hærra minn guð til þín“ einn án undirleiks, þrumandi röddu, sem ómar enn í dag, ekki í dalnum fyrst og fremst heldur í hug- og hjarta heila mannsævi. Honum gætum við aldrei gleymt. En samt mundu flestir segja: Bara íslenzk- ur sveitaprestur á sama stað alla ævi. Maður, sem fáir skildu. Sr. Jón Þorvaldsson á Stað á Reykjanesi var fæddur 26. ágúst 1876 að Hvammi í Norðurárdal. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Jónsdóttir og sr. Þorvald- ur Stefánsson prestur í Hvammi. Seinna fluttist ''möðir hans Kristín, að föður hans látnum, vestur að Brjánslæk og vapð þar prófastsfrú sr. Bjarna Símonar- sonar. Sr. Jón lauk stúdentsprófi 30. júní 1894 og prófi í guðfræði 25. júní 1897. Hvortveggja með fyrstu einkunn. Næstu ár varð hann svo kennari í Keflavík og svo heimiliskennari hjá Thorsteinssonar fjölskyld- unni á Bíldudal. Dvaldist samt tvö ár í Dan- mörku við söngnám og guðfræði- nám og sótti kristileg stúdenta- mót. Hann mun mjög hafa mótazt þar af hinni sterku stúdenta- hreyfingu í trúmálum, sem meðal annars settu mark sitt og mótun á sr. Bjarna Jónsson, sr. Friðrik Friðriksson og sr. Sigurbjörn Á. Gíslason, ritstjóra Bjarma. Þetta var sterk og ákveðin trúmála- stefna, sem skapaði fastmótaðar trúarskoðanir rétttrúnaðarins. En samt mátti segja um þessa menn, og ekki sízt sr. Jón að hann lét aldrei trúarskoðanir loka leið að annarra hjörtum. Og ekki minnist ég þess, að hann þröngv- aði sinum skoðunum að okkur fermingarbörnum sínum og gaf þó „Helgakver" sannarlegatilefni til þess. Til tákns um frjálslyndi hans og víðsýni sem hámenntaðs manns vil ég benda á, að meðal hans beztu vina voru þeir sr. Matthías Jochumsson og Björn Jónsson rit- stjóri. Báðir raunar ættaðir úr Þorskafirðinum, og eiginlega að mörgu leyti brautryðjendur þess frjálslyndis I kirkjulegum efnum, sem einkennt hefur íslenzku kirkjuna á þessari öld. Og í stjórn- málum fór sr. Jón Þorvaldsson ekki leynt með að hann var jafn- aðarmaður af lífi og sál. Og var það sannarlega ekki heiglum hent af presti i þá daga. Predikari var hann af sannfæringarkrafti. Það gat enginn fundið hræsni né hálf- velgju i hugsun hans né máli. Mér eru þartvær ræður minnis- stæðar, en satt að segja var sjald- an farið til kirkju um 30 km leið yfir fjöll og firnindi. En þeim mun meiri viðburður var kirkju- gangan og áhrifamikil. Fóstra min vildi fá efni ræðunnar og öll sálmanúmer þegar heim kom. Efni þessara predikana má fela i tveim setningum, sem lýsa prest- inum okkar vel. „Vertu ekki of réttlátur,“ gæti verið nafn hinnar fyrri. Og hún var alveg í anda þess húslestrar eftir Helga Thord- arsen biskup, sem ég man bezt. Sr. Jón var ekki smámunasam- ur maður né afskiptasamur um einkamál. Sumum fannst hann of fálátur og fjarlægur, dulur og fá- máll. Eitt er víst, það fannst ekki slúður í orðum hans. „Dæmið ekki,“ voru orð, sem hann mat mikils. Hin predikunin, sem hér skal minnzt hét: „Hvar er verkefni fyrir kærleika þinn?“ Þar var fyrst og fremst kenn- ingin um, hve orð væru einskis- virði, ef þau yrðu ekki líf og starf. Öll sýndarmennska væri fjarri anda og krafti kristins dóms. Það var 12. júlí 1903 sem sr. Jón vígðist til þess starfs sem hér hef- ur verið getið að Stað á Reykja- nesi. Reykhólar, Gufudalur og stund- um Garpsdalur voru svo annexí- urnar hans. Þetta eru allt fremur fámennar sóknir, miðað við hin víðlendu héruð annars staðar á landinu. En til gamans má geta þess hér að fjórir af fermingar- sonum sr. Jóns hafa nú starfað sem þjóðkirkjuprestar um áratugi á íslandi. Sr. Sigurður Kristjáns- son frá Skerðingsstöðum prófast- ur á ísafirði, sr. Björn Björnsson frá Gufudal, prófastur á Hólum í Hjaltadal, sr. Jón Árni Sigurðsson fóstursonur og systursonur sr. Jóns, hann er prestur í Grindavík- urkaupstað, og svo sá sem þetta ritar. Má vera að fleiri séu prestar af fermingabörnum úr Staðarpresta- kalli. En miðað við svo fámenna söfnuði, mun þetta vera óvenju- legt. Heimilið á Stað var stört. Þar var gestkvæmt svo af bar. Enda mátti í þá daga telja þar miðstöð milli lands og eyja. Fáir voru þeir dagar, sem ekki væri þar fjöldi innlendra og útlendra gesta. Ut- lendir gestir dvöldu þar gjarnan langtimis einkum fræðimenn. Má þar nefna: dr. Reinhardt Prins, dr. Hans Kuhn og fræðimanninn og íslandsvininn William A. Craige prófessor í Oxford. Ég minnist þar einnig þýzkrar menntakonu, líklega þjóóhátta- fræðings sem hét Regina Rinze. Þetta var fólk, sem þarna kynnt- ist islenzkri menningu, svo sem bezt varð á kosið, og kom sumt af því oftsinnis til sömu stöðva. Það var því varla ofmælt að Staður á dögum sr. Jóns og Ólinu hafi bor- ið með réttu hinn sanna heiður íslenzkra prestssetra að mennt og virðingu, dáð og drengskap. Frú Ólína Snæbjörnsdóttir, frú- in á Stað, dóttir Guðrúnar og Snæ- bjarnar i Hergilsey, sem flestir þekkja enn af orðspori, var einnig meðal hinna allra fremstu i sinni Framhald á bls. 21 Gerið góð kaup! Rófur pr. kg........... 187.— Emmess ís 1 I......... Hangikjöt frampartar pr. kg. Cheerios pr. pk.......... 195 Rækjur 1 kg............1.438.— Nautahakk pr. kg......... 967. Ora grænar baunir 1/2 ds. . Nesquik kókómalt 800 gr. . Finnskur pilsner pr. fl. Coca-cola 1 I án glers .... Sykur 10x1 kg. kr. 1200.— OPIÐ TIL KL. 10 Leyft verö Okkar vi 187.- 168. 210.- 189. 677.- 610. 195.- 174. 1.438 — 1.290. 967.- 700. 124.- 112. 499.- 448. 145.— 131. 130.- 120. V Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd S-86-11 2 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d.^S-86-11 3 <( lu Ti >iy - n i, 11 j r t n i iijniuin i iií

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.