Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. AGÚST 1976 Nordli, forsætisráöherra Noregs: Yfirvegaður og rólegur stjórnmálamaður en mála- fylgjumaður hinn mesti og hefur yndi af kröftugum kappræðum. ODVAR Nordli, for- sætisráöherra Nor- egs, sem kemur í dag í opinbera heimsókn til íslands er hinn mesti aufúsugestur, enda löngum verið mikil og náin tengsl milii íslendinga og Norðmanna. Odvar Nordli er 48 ára að aldri. Ilann er a'ttaður frá Stöng í Heiðmerkurfylki og á unglingsaldri gekk hann í æskulýðssam- tök Verkamanna- Oddvar Nordli or Trygvo Bratteli. Myndin var tekin þegar Nordli hafdi tekið við forsætisráðherraembætti af Bratteli. úo ' *" C) •• * . W i r , WmÆmmmmtSk wmmmmmm Nordli fór í sumar í heimsókn til Svalbarða og fór þar um námurnar. Hann lét f Ijós furðu sína á því að verkamennirnir skvldu ekki hafa kvartað undan vinnuaðstöðu sinni. Er hann var spurður um hvort hann styddi kröfu námumannanna um að eftirlaunaaldur þeirra yrði færður úr 67 í 60 ár svaraði Nordli að bragði: „Eg færi fram á eftirlaunin strax." Tove, sem eru 23ja ára og 19 ára. Eldri dóltirin er gift, en Tove er við nám. Það kom ekki á óvart, þegar Odvar Nordli var skipaður ráð- herra sveitarstjórnarmála í minnihlutastjórn Trygve Brattelis í marz 1971. Nordli hafði öðlazt verulega reynslu og þekkingu á þeim málum og hafði að baki alllanga þingsetu og hafði aflað sér traust sam- herja sinna og virðingu margra andstæðinga. Þegar Verkamannaflokkur- inn myndaði minnihlutastjórn sína að loknum kosningum 1973 fékk Nordli það erfiða verkefni að vera þingflokksleiðtogi minnihlutastjórnarflokks. Víð embætti forsætisráðherra tók hann síðan þann 14. jan. sl. Staða Nordlís sem forsætis- ráðherra er ekki auðveld, þar eð minnihlutastjórn hlýtur jafnan að eiga í vök að verjast. Auk þess bendir nú ýmislegt til að borgaraflokkarnir þrír á Stórþinginu ætli að treysta samvinnu sin í millum meira en áður og mynda eins konar „blokk“. Um þetta sagði Nordli nýlega í viðtali að minnihluta- stjórn hefði vissar skyldur og yrði að taka ákveðið tillit til aðstæðna þegar svona væri mál- um háttað. „Þetta hefur þó gengið vonum framar," sagði hann „en með vorinu hefur ýmislegt farið að koma i ljós sem gefur visbendingu um að st jórnarandstöðuflokkarnir ætla að færa sig upp á skaftið. Það er mikilvægt að menn skilji að ríkisstjórnin verður að fá að ráða stefnunni — þó svo að hún sé i minnihluta — og takmörk eru fyrir því hversu langt hún getur gengið til að halda frið- inn. Ákveðnar leikreglur gilda i þessu sem öðru og þær verður stjórnarandstaðan að virða," sagði Nordli. Forsætisráðherrann á hús i Tanga i Heiðmörk og dvelur þar löngum. Hann hefur þó að sjálfsögðu lengst af búsetu i forsætisráðherrabústaðnum i Osló. 1 leyfum sínum dvelur hann til skiptis í Heiðmörk eða i sumarhýsi sínu i Eystridal. Draumur allra Norðmanna er að eiga sér sumarbústað annað- hvort uppi í fjöllunum eða við sjávarsíðuna og er Nordli þar engin undantekning. Þá er til þess tekið að Nordli hafi ákaflega gaman að renna fyrir fisk og finnst fátt áriægju- legra til hvíldar og hressingar frá argaþrasi hvunndagsins en að renna fyrir fisk i ám og vötnum. Odvar Nordli dvelur sér til hressingar á heimaslóðum í Heiðmörk, þegar hann fær því við komið. Myndin var tekin nú nýlega. flokksins og „sleit þar barnsskónum“ eins og hann orðar það. Nordli er fæddur 3. nóvem- ber 1927, lauk verzlunarprófi og síðan stúdentsprófi. Árið 1951 hóf hann þátttöku i stjórn- málum, er hann var kjörinn í ba’jarstjórn Stangar og voru honum fljótlega falin mörg og margvísleg trúnaðarstörf, þótti ráðsnjall, -athugull og tillögu- góður. Hann varð einnig for- maður i félagi Verkamanna- flokksins í Stöng um svipað leyti. I fjölda ára starfaði hann við endurskoðun, fyrst í Heiðmörk og síðan varð hann héraðsend- urskoðandi í Vang og Löten. Eftir að Nordli hóf afskipti af stjórnmálum lét hann verulega efnahagsmál til sin taka. Hann var meðal annars formaður skattanefndar flokks sins árin 1967—1969. Nordli var kjörinn á Stór- þingið fyrir Heiðmörk árið 1961, en hafði verið varaþing- maður kjörtímabilið á undan. Hann tók þá sæti í ýmsum nefndum þingsins, m.a. er fjöll- uðu um sveitarstjórnarmál, fé- lagsmál og hann var skipaður formaður varnarmálanefndar fyrir nokkrum árum. Nordli hefur orð fyrir að vera rólegur og yfirvegaður þing- maður. Honum hefur verið leg- ið á hálsi fyrir að vera heldur þurr og fáskiptinn en sannleik- urinn er sá að hann er mála- fylgjumaður góður, hefur gam- an af kröftugum kappræðum og getur þá verið kaldhæðinn og er oft grunnt á napurri kímni hans. Nordli kva>ntist árið 1953 Margit Haraseth og eiga þau hjónin tvær dætur, Aud og Odvar Nordli í ræðustól í Stórþinginu er hann lagði fram stefnuskrá stjórnar sinnar um miðjan janúar sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.