Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST 1976 33 VELA/AK/\I\IDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags % Vandatnál heyrnarskertra Kona nokkur sem hefur enga heyrn ritaði bréf nýlega og rekur þar raunir sínar þegar hún var að ieggja upp í ferð út á land. Sýnir bréfið glöggt hversu erfitt það getur verið fyrir þá sem eru heyrnalausir að bjarga sér, ekki sízt þegar fólk sem það þarf að hafa samskipti við gerir sér ekki grein fyrir því: „Föstudaginn 16. júlí lagði einn lítill islenzkur kvenmaður upp i flugferð út í hinn stóra heim, nefnilega til Egilsstaða, með áfanga á Seyðisfirði. Hún mætti á Reykjavikurflugvelli f.h. en kl. 10:20 skyldi flogið. Konan var heyrnarskert og óskaði þess við afgreiðslustúlkuna að fá að skrifa niður orðaskipti og fékkst það. Konan spyr hvort það sé ódýrara að kaupa farseðil fram og til baka, en er tjáð að svo sé ekki, kaupir hún þá farseðil aðeins austur og borgar fyrir hann kr. 5.570.-. Lið- ur nú til kl. 9:30. Kemur þá stúlka frá gjaldkera og segir að ekki verðí flogið, væri lágskýjað, en væri í athugun kl. 13:00. Þar sem konunni fannst sér- staklega óvistlegt þarna hélt hún heim. Loksins kl. 3 kom svar, flog- ið kl. 15 mín. fyrir kl. 4 og kostaði þetta konuna kr. 950 í tvo leigu- bíla. Þá byrjaði ævintýrið. Þar sem konan hafði ekki farið þarna um í 7—15 ár áttaði hún sig ekki á afhendingu farseðla. Var henni þá snarlega bent á náunga við næsta borð. Segir hún Egilsstaðir og gerir konan um leið grein fyrir heyrnarskerðingu sinni. Náung- inn spyr (ekki krafizt nafnskír- teinis) hvort hún hafi farseðil, réttir hún honum seðilinn og fær kvittun og spjald nr. 5. Maðurinn spyr enn, hvort hún sé ein, þá brosti konan þar sem hún hafði ferðazt ein síns liðs um landið vítt og breitt, auk siglinga til Ameríku. En þá spyr maðurinn: Ætlar þú aðeins til Egilsstaða? Nei, Seyðis- fjarðar. Er hún þá spurð hvort væri sími þar og gaf konun upp nafn og heimilisfang húsráðand- ans þar. Övænt var maður að fara með sem hún þekkti og segir við ná- ungann að allt sé í lagi með kon- una, og varð náunginn hvumsa við, ýtir síðan öðru spjaldi að kon- unni nr. 5. Var hún þá komin með 2 spjöld á sama númeri en að réttu átti konan að hafa aðeins eitt spjald. Fólkið hélt út í vélina. Við stigann stóð flugfreyjan og tók spjöldin. Þegar að konunni kom stöðvaðist lestin, því hún var Stundum fer ég og verzla 1 Dallas. I fyrra var ég um tíma í New York. En auðvitað held ég mig langmest hérna. — Má ég spyrja yður um vin bróður yðar, Walter Carrington? Hún leit á mig, en svo sneri hún sér snögglega undan. Ég sá ekki betur en hún væri með fýlusvip. — Æ, já, Walter... Svo reis hún mjög snögglega úr sæti og sagði: — Hafið mig afsakaða... og með það yfirgaf hún bæði mig og diskinn sinn með krásunum nær ósnertum. Hvernig stóð á þvf að hún hafðl allt f einu þotið af stað? Ég fékk ekki séð neina ástæðu til þess. Kannski hafði hún viljað komast hjá þvf að tala um Walter Carr- ington. Ég varð argur út í hana. En kannski var ég ósanngjarn. Hvernig gat hún vitað að bróðir hennar hafði með mikilli leynd beðið mig um hjálp? Ef þau tvö voru f svo voðalegri aðstöðu að þau urðu að leita hjálpar hjá blá- ókunnugum hlutu bæði vinirnir og þjónustufólkið að liggja undir grun. Og þvf meira sem ég velti þessu fyrir mér, þvf kyndugra fannst mér það. með aðeins annað spjaldið í hend- inni, en hitt í töskunni ásamt kvittuninni fyrir farseðlinum. Krafði flugfreyjan konuna um það spjald líka, þannig átti að fletta ofan af svikakvendinu i allra augsýn. Þetta skildi konan ekki en svona fær hún og hennar líkar borið sig. Heyrnarskert." Frá þeim heyrnarskertu snúum við okkur enn að auglýsingamál- um. Björn L. Jónsson skrifar hér um þau: % Reykingar og kaffiauglýs- ingar í sjónvarpi „A undanförnum árum hef- ir sjónvarpið fylgt þeirri lofs- verðu reglu að leyfa ekki reyking- ar i innlendum sjónvarpsumræð- um eða viðtölum. hvorki sígarettu-, pípu- eða vindlareyk- ingar. Þá mun einnig hafa verið sneitt hjá þvi að sýna neyzlu áfengis i samkva’mum eða á mannamótum. Nú bregður svo við, að i viðtali Eiðs Guðnasonar við Halldór Lax- ness sunnudaginn 22. ágúst sveip- ar skáldið sig reykskýi úr digrum vindli með stuttu millibili, að ég held þær 45 mínútur sem víðtalið tók. Þetta vakti furðu mína og hneykslun og margra sem ég hefi átt tal við. Hefir sjónvarpið horfið frá fyrrnefndri reglu, eða er hér um einstaka undantekningu að ræða? Það getur orðið óvandur eftirleik- urinn. Ég skora á stjórn sjón- varpsins að taka þetta til athug- unar. £ Er sjónvarpið að stuðla að því að gera kaffi að barnadrykk? Að undaníörnu hefir sjón- varpið birt auglýsingu, þar sem verið er að gæða börnum á kaffi. Flestir munu Iita svo á, að kaffið sé ekki barnadrykkur. Því miður eru kóladrykkir orðnir aðaldrykk- ur barna og unglinga á öllum aldri. Ein flaska venjuleg inni- heldur álíka mikið koffein og einn bolli kaffi, eða heldur minna. Og samt er framleiðend- um þessara drykkja fyrirskipað að láta þess getið á umbúðunum, að i drykknum sé koffein, auðvit- að til að vara við ha'ttunni af þessu eiturefni. Þetta er að vísu gert með áletrun á tappana með mjög smáu letri, sem fa'stir munu veita eftirtekt. Og nú á að fara að ginna fullorðna til að hella þess- um drykk ofan í börnin, sem vafa- laust taka því feginshendi og þyk- ir það fullorðinslegt. Sjálfsagt eru engar reglur sem banna að taka slíkar auglýsingar, en sjónvarpið ætti að sjá sóma sinn í að taka hana tafarlaust út. Reykjavík 24. ágúst 1976 Björn L. Jónsson." HÖGNI HREKKVISI ,Ég legg hér fram dómskjal merkt A.‘ & S\G€A V/öGA £ ý/LVEgAk/ NÝ SENDING AF ÚDÝRU DÖNSKU PLASTLÖMPUNUM NÝJAR GERÐIR - NÝIR LITIR SENDUMí PÓSTKRÖFU OPIÐ TIL KL. 7 UÖS & ORKA Suóurlandsbraut 1Z sími 8 44 88 % %1ÍA VR 6/t-T/ \<4N,VSK/ A vrwóv? A9 KfwTA Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.