Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1976 Kirkjubœjarklaustur Seinni hluti Þar lifa þeir á góða loftinu ,, Hér er gott að búa," sögðu byggingarmennirnir. Kirkjan á Klaustri vekur at- hygli og aðdáum flestra, sem séð hafa Blm. hafði þvi hug á að kynna sér sögu hennar og í því sambandi ákvað hann ð reyna að ná tali af prestinum Því var stefnan tekin á prestsetrið, en á leið- mni rakst blm. á unga og hressa stráka i byggingar- vinnu — Er gott að búa á Klaustri? spurði blm ,,Alveg stórfínt," var ein- róma álit þeirra. ------Á hverju lifir fólkið? „Kaupfélagið og ríkið eru einu vinnuveitendurnir hér," sögðu þeir „Svo lifa hinir bara hver á öðrum og góða loftinu " — Er eitthvað skemmti- legt um að vera hér? „Já, já Það verður ofsa fjör núna um helgina Þá verður Raggi Bjarna hér með Sumargleðina. Um siðustu helgí var hér héraðsmót og það verður nokkurs konar framhald af þvi um þessa helgi. Þú sérð þvi að það er nóg um að vera, eða hvað finnst þér?" Blm gat ekki annað en samsinnt því og með þá full- vissu í huga bankaði hann upp á hjá presthjónunum, sr Sigurjóni Einarssyni og Jónu konu hans. Þau voru rétt nýkomin heim frá Kaup- mannahöfn, þar sem þau höfðu dvalið i eitt ár. Þau urðu vel við þeirri málaleitan að segja örlítið frá sögu kirkjunnar „Kirkja var hér á Klaustri fram til 1 859, en þá var hún flutt að Prestbakka," sagði Sigurjón Það er skemmtilegt að þetta er jafnvel einn elzti kirkjustaður á landinu með tilliti til sagnanna um búsetu papanna hér Liklegt er að landnámsmennirnir hafi ein- mitt nefnt þennan stað Kirkjubæ af því hér hafi verið fyrir kirkja frá tið papanna. Hér var lengi prestur Jón Steingrimsson, „eldklerkur- inn", og í minningu hans var talað um að reisa honum einhvers konar minnismerki Að lokum var það ofan á að byggja hér kirkju sem við köllum nú alltaf kapellu, sem byggð var á gamla kirkju- staðnum Það vantaði auðvit- að fé til þessara fram- kvæmda, en þá varð það að ráði að leítað var til bænd- anna í sveitinni og þeir lof- uðu einu lambi í 6 ár til byggingar kapellunnar og þar með var búið að byggja undirstöðuna Síðan var leit- að til þeirra bræðra Helga og Vilhjálms Hjálmarssona með teikningu af kepellunni og tókst þeim alveg sérdeilis vel upp og var ákaflega gaman að vinna að þessu með þeim Kapellan var svo vígð á þjóð- hátíðarárinu, 1974, og var þá að langmestu leyti lokið. Það er mesta furða hvað okk- ur hefur tekizt að ná endun- um saman fjárhagslega, en það hefði verið óframkvæm- anlegt án góðrar hjálpar Skaftfellinga og annarra. Áheit á kapelluna hafa streymt inn og margar góðar gjafir hafa borizt. T.d. man ég eftir skemmtilegu atviki, sem gerðist þegar átti að fara að kaupa kirkjubúnað. Kven- félagið hafði ákveðið að gefa hökul í kapelluna. Ég fór á fund Unnar Ólafsdóttur list- vefnaðarkonu og ætlaði að fá hjá henni hökul, en hann' reyndist dýrari en kvenfé- lagskonurnar höfðu gert ráð fyrir þannig að ég varð að bíða með þetta og ráðfæra mig við þær. Það var svo nokkrum dögum eftir að ég kom aftur austur hingað var hringt og var kona í símanum og sagðist bara ætla að segja mér frá því að hökullinn sem ég hefði verið að athuga hjá Unni væri á leiðinni Þannig hefur þetta tekizt með góð- um hug ýmissa manna og kvenna. Enn skuldum víð þó eitthvað, en ég vona að það vandamál leysist jafn vel og önnur." Jóna er í hreppsnefnd Kirkjubæjarhrepps, auk þess að kenna við skólann og ým- islegt fleira, og spurðum við hana hvort hún teldi að eitt- hvert verkefni hreppsnefndar væri brýnna en annað um þessar mundir. „Já, þessi mikla uppbygg- ing hér fer óneitanlega að kalla á ýmsar framkvæmdir," sagði hún. „Ég er nú búin að vera svo lengi ( burtu að ég er kannski ekki nógu vel inni í málefnum sveitarinnar núna. Þó er eitt mál sem ég hef mikinn áhuga á og tel brýnt málefni og það er að hér verði komið á fót ein- hvers konar leikskóla eða dagheimili. Ég held að marg- ir geri sér ekki grein fyrir því að það er ekki siður nauðsyn- legt fyrir fólk úti á lands- byggðinni og í sveitunum að hafa aðstöðu til barnagæzlu heldur en í þéttbýlinu. Hérna i sveitinni er þetta kannski fyrst og fremst nauð- synlegt að vetrarlagi en það er Ijóst að þar er æ almenn- ara að hjón séu bæði ( fastri vinnu og hér eru margar kon- ur, sem vildu vinna utan heimilisins, en hafa ekki kost á því. Þetta er mikið og Steinþór og Ragnar standa hér við framleiðslu sfna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.