Morgunblaðið - 22.09.1976, Side 3

Morgunblaðið - 22.09.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 3 Rennslið yfir 4000 rúmmetrar á sekúndu SKEIÐARÁ hélt enn áfram að vaxa I gær og skömmu eftir hádegi mældist rennsli f ánni rétt yfir 4000 rúmmetrar á sekúndu og var áin enn að vaxa f gærkvöldi. Þá hélt Gfgjukvfsli áfram að vaxa f gær og hafði áin breytt sér nokkuð við brúna þar. Talið að hlaupið f Skeiðará komist f hámark f dag eða á morgun. Sigurjðn Rist, vatnamælinga- maður, sagði f samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi, að mikil læti hefðu verið f Skeið- ará f gær og þá myndazt mikið drýli f austasta farveginum við brúna. Straumhraðinn hefði þá mælzt 5.7 metrar á sekúndu. Straumtraðinn 5,7 metrar á sek Þá sagði Sigurjón að um 600 rúmmetra rennsli á sekúndú hefði mælzt í Gfgjukvfsl í gær- morgun og héldi áin áfram að vaxa. Vatn í Gígjukvisl kemur úr útföllum sem byrjuðu að myndast við jökulinn í fyrra- dag. Helgi Hallgrimsson verk- fræðingur sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær- kvöldi, að varnargarðarnir virt- ust ekkert hafa látið sig við Skeiðará i gær og virtust mann- virkin standa sig með miklum sóma, það sem af væri. Gígju- kvísl hefði breytt sér nokkuð við brúna, en rennsli I ánni þar væri ekki svo mikið að það legð- ist verulega að varnargörðun- um. Brúin yfir Glgjukvísl er 450 metra löng, en yfir Skeiðar- á 950 metrar. Leiðangur rannsóknamanna við Grimsvötn var slðdegis I gær búinn að blða I tvo sólar- hringa vegna veðurs til að kom- ast á áfangastað og fylgjast með siginu I Grimsvatnalægðinni, sem jafnan verður eftir Grlms- vatnahlaup. Magnús H. Magnússon Fyrsti maður A-listans í Suð- urlandskjördæmi A KJÖRDÆMISFUNDI Alþýðu- flokksins f Suðurlandskjördæmi, sem haldinn var f Vestmannaeyj- um um sfðustu helgi, var einróma Framhald á bls. 18 Aðeins flokkarn- ir eiga eftir að tilnefna menn SKIPAN sendinefndar tslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna hefur verið ákveðin. For- maður er eins og áður hefur verið skýrt frá og raunar er samkvæmt venju, Einar Ágústsson utanrfkis- ráðherra, en með honum verða Ingvi Ingvarsson, fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum, Hans G. Andersen , sendiherra f Washington, og Hörður Helgason, skrifstofustjóri utanrfkisráðu- neytisins. Hörður Helgason er fyrsti emb- ættismaðurinn af nokkrum emb- ættismönnum utanrikisráðuneyt- isins, sem munu sitja i sendi- nefndinni, en skipt verður um menn. Þá hafa enn ekki verið valdir fulltrúar stjórnmálaflokk- anna, sem jafnan hafa átt fulltrúa sina i sendinefndinni á Allsherj- arþinginu, en útnefning þeirra hefur dregizt þar sem flokkarnir hafa ekki tilnefnt menn I nefnd- ina. Húsið til sölu HÚSEIGNIN Garður á Eyrar- bakka eða Húsið sem svo er nefnt hefur verið auglýst til sölu. Húsið er elzta og ein sögufrægasta bygg- ing staðarins, en aðalhúsið er byggt 1765. Viðgerð og endurnýj- un hefur nýlega farið fram á aðal- húsinu og assistentahúsinu, að því er segir I auglýsingu. Eigandi hússins er Ragnhildur Halldórs- dóttir Skeoch, dóttir Halldórs I Háteigi, en hún er nú búsett I Kanada. Eyrarbakkahreppur hafði hug á að kaupa húsið af dánarbúi Halldórs fyrir um fjór- um árum en þá varð ekki af kaup- unum. _ © INNLENT Heimsókn pólska ráðherr- ans lýkur í dag UTANRtKISRAÐHERRAR Islands og Póllands áttu f gær viðræður um viðskipti land- anna, en hinn sfðarnefndi, Stefan Olszowski, er nú f opin- berri heimsókn hér á landi og er með þvf að endurgjalda heimsókn Einars Ágústssonar til PóIIands fyrir tveimur ár- um. A fundi ráðherranna, sem haldinn var árdegis I gær, var m.a. rætt um veiðiheimildir Pólverja innan islenzkrar fisk- veiðilögsögu og fóru Pólverjar fram á að viðræðum yrði hald- ið áfram um það mál slðar. Af íslands hálfu var látið I ljós að Pólverjar gætu ekki vænzt að svo stöddu að fá heimild til veiða og alls ekki heimild fyrir frystitogara. I hádeginu I gær snæddi pólski ráðherrann hádegisverð með Birgi lsleifi Gunnarssyni borgarstjóra og slðdegis fór hann I ferð til Þingvalla og Hveragerðis. I dag er ráðgert að pólski ráðherrann fari að Reykjum I Mosfellssveit og skoði þar mannvirki Hitaveitu Reykjavlkur, en að öðru leyti verður deginum varið til þess að skoða söfn I Reykjavlk og höfuðborgina sjálfa. Stefan Olszowski utanríkis- ráðherra mun fara af landi brott I kvöld. Heldur hann áleiðis til Bandaríkjanna, þar sem hann mun sitja Allsherjar þing Sameinuðu þjóðanna. Nýtt og betra Ultra Brite Ultra Brite med f luor gerír andar dráttinn férskan og brosið bjart og heillandi. -1 r 'HriV; í'.miíiini:. :• ;»:»ti :>imm;il li mntaíirr- »g utisatr-i»i, itiiniir irita It.i nagstpursinní. »'tn ttniiitiil: ;»:»-1 iiiKriMir kvöfur lin II »:>iiit;i>.t »>; ;mi iltlit. w:i;ric. iuu: it:»i sem eiga tjj; uimiinnt iii itftra . Ilt.t fi -it; n«rö iimi pægilega n •ittsiiui >i :v;»ii. . Ilt ; (l -it: :» m !<r>niið á m.i-:.:uimi iy»t. <>; endur- 1(8'.' ni:».l Itllll t:»rn •<:i Tc;i í;ini5 i!<:»ninidur»».

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.