Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 13 NAMIBÍA Pyntingar og svívirðingar S- Afríkuhers á íbúum Namibíu Lýsingar sjónarvotts sem ollu uppnámi í Pretóríu SUÐUR-Afrískar hersveitir hata undanfarna þrjá mánuði rifið upp með rótum 40,000—50,000 ibúa þorpa í Namibíu f þeim tilgangi að skapa mannautt og kflómetra- breitt belti meðfram landamærum Namibfu og Angóla, þar sem unnt yrði að veita viðnám af hörku hugsanlegum innrásum skæruliða handan þeirra, að því er Sean Macbride, embættismaður Sam- einuðu þjóðanna sem fer með mál- efni Namibíu sagði í Lusaka í Zambfu nýlega. Hermaður einn úr her Suður-Afrikustjórnar, Bill And- erson að nafni, hefur nú stigið fram fyrir skjöldu og veitt brezka dagblaðinu The Guardian eiðs- varna lýsingu á aðförum þeim sem hann varð vitni að er herinn lét til skarar skriða á þessu belti. Aðgerðir þessar, sem í tóku þátt fimm herfylki úr fótgönguliðinu, þyrlur og fallhlifasveitir, gengu und- ir nafninu Operation Cobra. Allir hermennirnir fengu fyrirmæli um að skjóta hvern þann sem reyndi að komast undan en handtaka þá sem yrðu um kyrrt. Að þvl er Anderson heldur fram voru allir þeir sem handteknir voru pyntaðir á hinn grimmilegasta hátt, — þeirra á meðal kornung börn. Hann segir að allir hermennirnir hafi verið hvattir til að taka þátt í pynt- ingunum og barsmiðunum af yfir- mönnunum, og hann lýsir þvi, m a. hvernig yfirmenn stærðu sig af því að beita raflostspyntingum Operation Cobra átti sér stað i júnimánuði s.l. i Ovambolandi í norðurhluta Namibiu meðfram landamærum Angóla í mai var neyðarástandi lýst yfir á þessu svæði og herlög sett i gildi. Þrátt fyrir þá leyndarhulu sem undir yfir- skyni öryggisástæðna var sveipað yfir Operation Cobra höfðu sögu- sagnir um aðfarir hers Suður- Afríkustjórnar komizt á kreik, en frá- sögn Andersons var fyrsti staðfesti vitnisburður sjónarvotts. Sem vænta mátti olli birting frá- sagnarinnar í The Guardian fyrir skemmstu ekki litlu fjaðrafoki, — og þá ekki sízt í sjálfri höfuðborg Suður-Afrtku, Pretoríu. Varnarmála- ráðherra landsins birti opinberlega boð um að The Guardian sendi blaðamann og Ijósmyndara til Ovambolands. „Ef ykkur skjátlast. þá verðið þið að biðjast afsökunar," sagði hann. Þegar boð þessi um opna og itarlega rannsókn bárust svo á ritstjórnarskrifstofur The Guardians i London kom i Ijós að hún átti aðeins að fá að standa 4.—6. september. — i tæpa tvo daga. Blaðið óskaði þegar eftir því að fá meiri tima til könnunarinnar. Ella yrði slik ferð ekkert annað en sýndarleikur. En varnarmálaráðherr- ann lét þá þann boðskap út ganga að boðið til The Guardian yrði látið niður falla þvi ekki væri sæmandi „að gestir setji skilyrði" fyrir heim- sókn. Af þessum viðbrögðum Suð- ur-Afríkustjórnar geta menn dregið ályktanir sjálfir Hér fara á eftir nokk- ur brot úr annars mjög nákvæmri frásögn Bill Andersons, 21 árs gam- Bill Anderson — hann skýrði frá ófögnuðinum. als hermanns i 6. herfylki Suður- Afrikuhers. Hann hafði skrásetning- arnúmerið 7153773 BA. ^ „Einn bifreiðastjóranna i A-deild mins herfylkis skar eyra af líki eins fangans sem hann hafði skotið og sendi það heim i vinandaglasi Hann skar af honum punginn og reyndi að hafa hann á girstönginni sinni, en pungurinn rotnaði." Q „Pyntfngar hófust nánast um leið og komið var með hina grunuðu til baka (til bækistöðva herliðsins). Nokkrir hinna fyrstu voru yfirheyrðir af sveit úr suður-afrisku lögreglunni inni i tjaldi HQ-herfylkisins (herfylkis Andersons). Ég sá hermennina berja hina grunuðu með rifflum og hnef- um og sparka i þá i tvær klukku- Framhald á bls. 18 Ættlónd sem úthlut r-. ■ ’ 0 100 b S afriskar *ag hefur veri8 l’ V;‘| herbúðir blökkumönnum Clii-J Milur lv »*. -y/,.;' ■ 4 Sodoliet ; •Grootfontein , v i m-’Mi IÍNAMIBÍAɧ§|Í Suðvestur-Afrika Walvls WINDHOEK Bay Namíbia. f S.W A r: :: Viðurkenning Vorsters á umboði SWAPO skilyrði fyrirviðræðum í SÁTTAFERÐ þeirri sem dr Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandarikjanna er í þessa dagana í suðurhluta Afríku er talið að höfuðáherzla verði lögð á að finna friðsamlega lausn á Namibíumálinu. Afrískir leið- togar munu almennt vera þeirr- ar skóðunar að óviturlegt vaeri að blanda Rhódesíumálinu um of inn í sáttatilraunirnar, þar eð skilyrði fyrir slíkri íhlutun þar séu einfaldlega ekki fyrir hendi. Hins vegar gæti ferð Kissingers haft afgerandi áhrif hvað varð- ar sjálfstæði Namibiu (Suðvest- ur-Afriku), því þar hefur John Vorster, forsætisráðherra Suð- ur-Afríku, vaidið til að gera breytingar. Viðræður Kissing- ers og Vorsters i Pretóriu nú gætu því hugsanlega skipt sköpum i þessu efni, þótt af- riskir leiðtogar séu ekki sérlega bjartsýnir. Enn eru meiri háttar vandamál óleyst hvað varðar grundvöll fyrir friðsamlega lausn Namibiumálsins Þjóðernissam- tök Suðvestur-Afriku, SWAPO og sjálf- stæðir Afrikuleiðtogar halda því fram að þrir grundvallarþættir verði að vera til staðar fyrir stjórnarskrárráðstefnu þá um sjálfstæði Namibíu sem lagt hefur verið til að verði haldin i Genf. Þessir þættir eru Suður-Afrika, SWAPO og Sameinuðu þjóðirnar, en S Þ. hlytu að halda ráðstefnuna á sinum vegum Vandinn i þessu sambandi er fyrst og fremst sá að John Vorster hefur ekki gengið lengra en að viðurkenna SWAPO sem lögmæt stjórnmálasam- tök Hann heldur því fram að SWAPO sé aðeins einn af tuttugu stjórnmála- flokkum i Namibiu og visar þar með á bug samþykktum Sameinuðu þjóð- anna og Einingarsamtaka Afríkuríkja um að SWAPO sé eini lögmæti fulltrúi namibisku þjóðarinnar Haldi Vorster þessari afstöðu sinni til streitu mun SWAPO ekki taka þátt í Genfarráð- stefnunni. Það verður þvi meginverk- efni dr Kissingers að reyna að fá suður-afriska forsætisráðherrann ofan af þessu SWAPO hefur sett allmörg skilyrði fyrir viðræðum við stjórn Vorsters Þeirra á meðal er brottflutningur allra suður-afriskra hersveita og lögreglu- sveita frá Namibiu áður en ráðstefnan hefst. Hins vegar telja margir að þessi krafa sé óraunsæ Tímasetning brott- flutnings hlyti að verða eitt þeirra at- riða sem samið yrði um i viðræðunum sjálfum Eina skilyrðið fyrir ráðstefnuþátt- töku, sem SWAPO-forystan er i raun og veru staðráðin i að falla ekki frá, er að öllum pólitiskum föngum verði sleppt til þess að þeir geti, — ef þurfa þykir —. tekið þátt i ráðstefnunni Bandarikjastjórn mun hafa tjáð afrísk- um leiðtogum að hún áliti að unnt sé að fá þessu skilyrði fullnægt Og Bandarikjastjórn telur að mikið sé í húfi SWAPO hefur þegar leitað til Rússa um hergangaaðstoð. og i land- inu gæti komið upp svipað ástand og í Angóla með heiftúðugum skæruliða hernaði (Byggt á Observer) RHÓDESÍA Smith reynir skotfimi sina ástandið alveg á sínu valdi og aðeins væri eftir að hreinsa svolitið til En nú, fjórum árum seinna, á Smith enn langt i land með að stöðva sókn skæruliða Ástæðan fyrir þessum ólíku skoðun- urn hvitra og blakkra á ástandinu i landinu er að verulegu leyti sambands- leysi Annars vegar trúa hvitir hverju orði hinna stuttu yfirlýsjnga frá aðal stöðvum öryggissveitar/ria eins og nýju neti, en hins vegar fá blökkumenn þeirra eigin útgáfu af þvi sem er að gerast á vígstöðvunum i gegnum fjar- skiptastöðvar skæruliða inn i frum- skógunum Dag hvern færa blökku- menn sem eru á ferð milli borga og sveita landsins ofsalegar sögur af átök- um „strákanna okkar" og „manna Smiths". - Reyndar berast fréttir af bardögun- um ttl afrisku ibúanna áður en öryggis- sveitírnar gerfa út sinar yfirlýsingar Þegar þær yfirlýsingar svo berast loks til „hvitu" blaðanna og rikisútvarps og -sjónvarps þá eru þær auðvitað ekki teknar trúanlegar. Vfirlýsingar rikis- stjórnarinnar eyða heldur ekki þeirri útbreiddu skoðun meðal blökkurhanna að öryggissveitirnar drepi saklausa borgara í staðinn fyrir hermenn frelsis- sveitanna, sem blökkumenn nefna svo með stolti Ekki svo að skilja að blökkumenn efist um að „strákarnir þeirra" deyi fyrir kúlum stjórnarhersins Þeir efast hins vegar um fjölda þeirra eins og hann birtist i opinberum tölum stjórnarinnar Framhald á bls. 18 Tveir hermenn úr Rhódesíuher, annar hvftur, hinn svartur, vi8 öllu búnir á varðstoð sinni nólægt landamærum Mozambique

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.