Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 31 — Vík fyrir Framhald af bls. 31 að þoka úr efsta sæti á lista Alþýðuflokksins á Vestfjörðum fyrir Karvel Pálmasyni í næstu kosningum ef til sliks kæmi. „Ég er tilbúinn að gera allt sem mitt fólk á Vestfjörðum, sem mig hefur stutt, biður mig um að gera, enda er það líka þess að afgreiða þessi mál en ekki mitt,“ svaraði Sighvatur. Þá náði Morgunblaðið tali af Ragnari Arnalds, formanni Alþýðubandalagsins og spurðist fyrir um viðhorf hans til hugsan- legs samstarfs við hluta fylgis- manna Samtkanna. „Mér virðist eðlilegast," sagði Ragnar, „að þeir Samtakamenn fái að gera upp mál sín I friði án þess að við, sem I öðrum flokkum erum, séum að blanda okkur I þau mál. Mér kemur ekkert á óvart, að nokkrir forustumenn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna á Vestfjörðum skuli nú stefna opin- berlega að því að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn. Það var áður vitað. Hitt þykist ég vita að margir Samtakamenn telji aðrar leiðir gæfilegri fyrir vinstri hreyfinguna i landinu." Ólafur Ragnar Grimsson segir I viðtali við Þjóðviljann I dag: „Hins vegar er ljóst að mikill fjöldi Samtakafólks telur sig eiga mun meiri samleið með stefnu Alþýðubandalagsins og vildi þvi efla þann flokk sem breiða fylkingu vinstri manna á grund- velli markmiða sósíalisma, þjóð- frelsis og hagsmuna verkalýðs- stéttarinnar." Ég fagna þessum ummælum enda hefur Alþýðubandalagið ávallt stefnt að því í orði og verki að sameina Islenzka vinstri menn og sósíalista I árangursrlku starfi.“_____f t ______ — 10 stór- meistarar Framhald af bls. 32 upplýsingar hjá Guðmundi I gær, að auk hans og Friðriks yrðu með- al þátttakenda 10 aðrir stórmeist- arar, þeir Hort, Gligoric, Ivkov, Sax, Matulovic, Velimirovic, Garc- ia, Smejkal, Vakic og Barikov. Mótið hefst 29. september n.k. og lýkur 17. október. — Rannsókn Framhald af bls. 32 næstu 10 árin af skyldum veirum. Morgunblaðið spurði Margréti Guðnadóttur, hvort llkur gætu verið á því að spánska veikin hefði gengið hér eftir 1918 — aðeins vægari en I faraldrinum. Margrt sagði að inflúenza væri mjög óstöðugt fyrirbæri og þvl væri ekki unnt að fullyrða um það, en reynslan hefði sýnt að iðulega þegar inflúensufaraldur hefði gengið fylgdi slóði skyldra stofna á eftir — sem ekki væru nákvæmlega eins. Dregur því úr sýkingunni. Aðaltoppur veikinn- ar var 1918 eins og kunnugt er og var hann alls staðar það ár. Var þetta geysiskæð veiki og dó þá fleira fólk en í heimsstyrjöldinni 1914—18. Er því ljóst að hún var ákaflega miklu skæðari en inflúensa er alla jafna. 1 þessum hópi, sem athugaður hefur verið er fólk, sem segist hafa fengið anga af spönsku veikinni árin á eftir. Um leið og sýnin hafa verið tekin hefur fólkið verið spurt um sjúkdóms- sögu sina, m.a. um inflúensu — einnig um búsetu þess hvar það kunni að hafa verið þegar faraldurinn gekk. Þegar rannsóknin er gerð upp, sem þegar er iokið lítur niður- staðan þannig út að mótefni sem slóði faraldursins hefur myndað er svipað alls staðar á landinu. Fólkið, sem fætt er fyrir 1928 hefur svolitið inflúensumótefni, einnig á svæðum, þar sem talið er að spánska vefkin hafi ekki gengið. Sagðist Margrét Guðna- dóttir telja að það væri vegna sama slóðans sem fylgdi faraldrinum og áður er nefndur og ekki var reynt að stemma stigu við. Voru það farsóttir sem dreifðust um, gerðu lítinn usla, en náðu að gera fólk jákvætt á þessum svæðum. Af yngra fólkinu er ekki allt neikvætt — einn og einn einstaklingur er jákvæður, hefur mótefni, en sú hlið málsins hefur enn ekki verið að fullu könnuð. Margrét Guðnadóttir sagði að sá hópur, sem búið væri að mæla væri stór meðal gamalmenna og skiptir hann verulegu máli upp á bólusetningu að gera. Mótefnið er mest i árgöngunum, sem fæddir eru 1908 til 1918. Siðan lækkar það niður og fólk sem fætt er 1918 heur ekki allt smitazt en sumt hefur fengið mótefnið. Einnig minnkar mótefnið, þegar kemur í árganga sem eldri eru en 1908 og sýni úr elzta fólkinu, sem fætt er á árunum 1887—1900 eru minnst jákvæð, enda er það fólk orðið það roskið að það heldur mótefn- um illa. Þessir hópar eru með 50 til 70% mótefni á svæðunum, þar sem in- flúensan gekk, en meðal fólks fyr- ir norðan og austan er mótefnið miklu minna. Eru það kannski nytsömustu upplýsingarnar af rannsókninni — sagði Margrét Guðnadóttir. Það fólk, Norðlend- ingar og Austfirðingar, eru ekki mjög vel varðir, en svipuð svörun verður hjá þeim og verður meðal árganganna frá 1918 til 1928. Þrir læknanemar á fjórða ári hafa haft allan veg og vanda að söfnun sýnanna. Eru það Sigurð- ur Thorlacius, Karl Kristinsson og Bjarni Agnarsson. Hafa þeir borið hita og þunga af öllum þess- um rannsóknum, söfnun og úr- vinnslu, en Margrét Guðnadóttir hefur annazt verkstjórnina. — Crosland Framhald af bls. 1 hefur náðst samkomulag þar um milli Efnahagsbandalagsland- anna um áramótin. „Þetta þýðir að EBE-löndin nlu verða að setja meiri hraða á málið. Fiskveiði- markamálið verður að leysast innan 12 vikna,“ sagði talsmaður samtakanna. Sambandið hefur innan sinna vébanda útgerðar- fyrirtæki meir en 400 fiskibáta sem gera út frá nlu stærstu út- gerðarbæjunum I Englandi, Skot- landi og Wales. — Waldheim Framhald af bls. 1 áleitnari hvort Sameinuðu þjóðirnar hefðu efni á þvl — hvernig sem á mál væri litið — að viðhalda siðum sem þýddi i reynd að þá mánuði ársins sem mest annrlki væri, sinntu full- trúar veizluhöldum langt um- fram þær stundir sem þeir eyddu I vinnu. Slíkt dreifði og eyðilegði tíma og krafta, svo að ekki væri nú minnzt á kostnaðarhlið málsins. Waldheim kvaðst líta svo á að það væri I þágu framfara, efna- hagslegra sem félagslegra og ekki sízt þegar velllðan væri i huga höfð, að fulltrúar ynnu betur, Þeir hefðu skyldur við þjóðir slnar og sjálfa sig og þvl væri ráð að breyta þessari stöðu, hætta að 'sökkva sér I gleðskap og matarveizlur og reyna þess I stað að rækja mikilvæg skyldustörf sem þeir væru til kjörnir að vinna. - Fyrrv. ráðherra Framhald af bls. 1 ton er sprengja sprakk I bifreið hans. Samstarfskona hans beið einnig bana við sprenginguna. Maðurinn, Orlando Letelier, 44 ára að aldri, var varnarmálaráð- herra Allendestjórnarinnar er herforingjabylting steypti honum af stóli árið 1973. Aður hafði hann verið bæði innanrlkis- og utanrlkisráðherra. Heimsmála- ráðið, rannsóknastofnun I einka- eigu þar sem Letelier starfaði og er andsnúin herstjórn Augusto Pinochets I Chile, hélt þvl fram I kvöld að Letelier hefði verið myrtur af leynilögreglu Chile- stjórnar. Letelier hefur allt frá þvt hann var rekinn úr landi eftir byltinguna, verið einn af hörðustu gagnrýnendum Pinochetstjórnarínnar. Sendiherra Chile I Washington Manuel Trucco, harmaði morðið á Letelier og sagði það vera „svlvirðilegt hermdarverk" og hvatti til nákvæmrar rannsóknar á málinu fyrir hönd stjórnar sinnar. Bandaríska utanríkisráðu- neytið harmaði einnig atburð þennan i kvöld. Letelier var hand- tekinn og hafður I fangelsi I nokkra mánuði eftir valdatöku hersins. Hann kom til Banda- ríkjanna frá Venezuela, en 10. september s.l. svipti rlkistjórn Chile hann borgararétti. Hann er annar fyrrverandi ráðherra I stjórn Allende sem ferst i bílsprengingu erlendis. — Afríka Framhald af bls. 1 málið til baka. Fundir fram að helgi munu væntanlega snúast fyrst og fremst um skipulagsmál — kjósa skal 17 varaforseta á allsherjarþingi og formenn fasta- nefndanna sjö. Allsherjarumræð- an með þátttöku 135 landa hefst á mánudag og mun standa I þrjár vikur. Kissinger mun að þvi er talið er halda slna ræðu 30. september. Allsherjarþingið stendur I þrjá mánuði. — Svíþjóð Framhald af bls. 1 nýkjörna þings að ákveða hver verður forsætisráðherra fyrir 8. október, en ljóst er að viðræður flokkanna þriggja hefjast hið fyrsta. Fálldin og Gösta Bohman, leiðtogi Hægfara einingarflokks- ins, ræddust við f dag, en ekki var vitað hvort Per Ahlmark, leiðtogi Þjóðarflokksins, tók þátt I við- ræðunum. Bohman var sá eini þeirra þriggja sem vildi láta hafa eitt- hvað eftir sér um fundina með forseta þingsins. Hann taldi það sjálfsagt mál að þriggja flokka stjórn yrði mynduð og lýsti þeirri skoðun sinni að ráðherraembætt- in ættu að skiptast milli þeirra eftir þingstyrk. Samkvæmt þessu ætti Miðflokkurinn að eiga 9 ráð- herra, Hægfara einingarflokkur- inn 6 og Þjóðarflokkurinn 4. „Við munum reka ríkisstjórnarstefnu, en ekki flokksstefnur, og þetta mun krefjast einingar milli flokk- anna,“ sagði Bohman. Stjórn Palmes mun verða við völd til bráðabirgða. Alls náðu 16 af ráðherrum hennar kjöri áþing- ið. þ.á m. Palme sjálfur, en þar verður hins vegar ekki að finna Bengt Norling, samgönguráð- herra, Lennart Geijer, dómsmála- ráðherra, og Kjell-Olof Féldt, efnahagsmálaráðherra. Hin nýja rlkisstjórn mun að þvl er stjórnmálaskýrendur telja fljótlega lenda I erjum við hin valdamiklu verkalýðssamtök landsins sem eru I nánum tengsl- um við Jafnaðarmannaflokkinn. Þá er búizt við þvl að um 60 jafnaðarmenn I opinberum áhrifastöðum muni láta af em- bætti slnu við stjórnarskiptin. Blöð I Stokkhólmi höfðu uppi vangaveltur um það I dag að einn þeirra yrði Krister Wickman, seðlabankastjóri Svlþjóðar og fyrrum utanrfkisráðherra jafnað- armannastjórnarinnar. Sænsk blöð skrifuðu að vonum mikið um kosningaúrsitin og stjórnmálaviðhorfið I dag. Kvöld- blaðið Expressen (frjálslynt) sagði i leiðara sinum með all- nokkurri ánægju: „Tlmi eins- flokksstjórnar er liðinn. Nýr tlmi er runninn upp“. Expressen segir að burtséð frá því sem hin nýja ríkisstjórn komi til með að gera sér stjórnarskipti heilbrigð fyrir sænskt lýðræði. Eitt helzta skil- yrðið sem hin nýja stjórn verður að uppfylla, að sögn Expressens, er að hún vinni eftir „frjálslyndri vinstri stefnu" og muni það verða meginhlutverk þeirra Ahlmarks og Fálldins að takmarka áhrif íahldsaflanna (flokks Bohmans). Hitt kvöldblaðið, Aftonbladet (styður jafnaðarmenn), var að vonum á öðru máli og segir m.a.: „Nú á ríkisstjórnin samstöðu með atvinnurekendum." Spáir Afton- bladet átökum á vinnumarkaðin- um og jafnframt átökum innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Svenska Dagbladet (styður Ihaldsmenn) var hins vegar bjart- sýnt á að nýja rikisstjórnin mótaði stefnu I þágu „þjóðarinnar allrar". Það hafi verið hin mikla „byrði“ að hafa sömu stjórn I fjóra áratugi sem réð mestu um kosningaúrslitin. Þá hefði kjarn- orkumálið ruglað kjósendur I rlm- inu og sóstalísk stefna alþýðusam- bandsins hefði skelft marga. Stærsta morgunblaðið , Dagens Nyheter (sjálfstætt, fjrálslynt) nefnir leiðara sinn „Geta þeir komið sér saman?" Leggur blaðið áherzlu á að stjórnin nýja verði „miðjustjórn" og stjórnist af meirihlutaákvörðunum. Blaðið segir að borgaraflokkarnir þrlr séu ekki jafn ósammála og jafn- aðarmenn hafi látið I veðri vaka; t.d. hafi orðið vart við „áberandi einingu um efnahagsmál upp á slðkastið". Hvetur blaðið hina nýju stjórn til að hafa gott sam- band við verkalýðshreyfinguna og öfugt. — Skattstofa Vestfjarða Framhald af bls. 2 innar I réttu hlutfalli við vinnu- börgðin. T.d. hafa nú, auk Búnaðar- sambands Strandamanna, i fyrsta sinn verið krafin um fyrrgreind gjöld ýms áhuga- mannafélög svo sem ung- mennasamband og hesta- mannafélag. Þetta mun og eins- dæmi og ekki ljóst hver til- gangurinn er, nema ef vera skyldi löngun til að ganga af þess háttar félögum dauðum. Þá hafa bændur og búalið sýslunnar ekki farið varhluta af þvi skattæði er nú rikir á Vestfjörðum, Þar má greina innheimtu á söluskatti mörg ár aftur i tímann sem viðkomandi hefur greitt af I mörgum til- fellum, tekjuskatt og útsvar af- nám persónuafsláttar á sl. ári áætlaðar tekjur á einstaklinga, tilbúnar tekjur af fóðrum búfjár hjá fólki I sambúð og þeim sem ekki eru I atvinnu- rekstri, refsiaðgerðir af ýmsu tagi, ofl. sem of langt mál væri upp að telja. Þvi hlýtur sú spurning að vakna hvert sé I eðli slnu starf skattstjóra. A að llta á hann sem hlutlausan aðila milli skattþegns og rikis eða er hann settur hinum fyrrnefnda til höfuðs, hafandi það markmið að afla ríkinu tekna með öllu mögulegu móti, notandi hverja þá aðferð löglega eða ólöglega sem þjónar þeim tilgangi. Fundurinn neitar að fallast á að þannig beri skattstjóra að vinna enda mun og annar háttur á hafður á öðrum skatt- stofum landsins.“ Vegna þessarar ályktunar Búnaðarsambands Stranda- manna hafði Morgunblaðið samband við Hrein Sveinsson skattstjóra I Vestfjarðaum- dæmi. Hann sagði að hann vissi að álögð gjöld félagsins hefðu verið kærð og myndi hún fá slna venjulegu meðferð eins og aðrar kærur. Hann kvaðst ekki vilja svara ályktuninni, hún væri gjörsamlega órökstudd. Ef verið væri að halda þvl fram að eitthvað ólöglegt ætti sér stað á skattstofunni, þá væri það aðeins Imyndun. Hreinn Sveinsson skattstjóri sagði að Búnaðarfélagið hefði kært og málið gengi sinn vana- gang — kæran fengi venjulega meðferð og málið hefði ekki stöðvazt. Hann sagði að ef Búnaðarsambandið væri á hinn bóginn að tjá sig um skattamál annarra, þá væri það nýlunda og taldi hann vafasamt að það hefði umboð til slíks. Það hefði hver og einn bóndi sinn rétt. Er lesið var fyrir Hreini niðurlag ályktunarinnar um hinn beizka kaleik, sem skattstofan væri, sagði hann: „Já, þeir eru kunn- ugir, Búnaðarsamband Strandamanna, ef þetta er eitt- hvert almennt álit. Þá þykja mér þeir kunnugir á Vest- fjarðakjálkanum, ef þetta á að vera rétt. Hér er aðeins um fullyrðingu út I loftið að ræða, sem hvorki segir að vinnubrögð skattstofunnar séu rétt eða röng. Það mun koma fram i viðkomandi úrskurði, hvort svo sé,“ sagði Hreinn Sveinsson að lokum. sióvarfréttir eina alhliða íslenska sjávarútvegsblaSið. I nýjasta tölublaði Sjávarfrétta er farið í skelfiskróður með Smára SH 221 frá Stykkishólmi og á loðnuveiðar við Nýfundnaland. Sagt er frá heimsókn til Vestmannaeyja og rætt við forsvarsmenn fiskvinnslu- fyrirtækja og skipstjóra Sjávarfréttir fjalla um útgerð og fiskiðnað, markaðsmál, rannsóknir visindi, tækni og nýjungar, skipasmiðar, og margvislegt annaðefni tengt sjávarútveg Sjávarfréttir er fjórum sinnum útbreiddara en nokkuð annaS blað á sviSi sjávarútvegsins. Til Sjávarfrétta, Laugavegi 178 pósthólf 1193. Rvik. Óska eftir áskrift. Nafn Heimilisfang Sími \Askriftarsími 823001 sjávarfréttir1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.