Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 fttofyntiilrlflifcife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. slmi 10100 Aðalstræti 6. slmi 22480 Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 50.00 kr. eintakið. Sennilega er engin þjóð háðari utanrikisvið- skiptum en við íslendingar. Efnahagslegt sjálfstæði okkar og velferð grundvallast að verulegu leyti á andvirði út- flutningsafurða okkar og traustleika þeirra markaða, sem við þeim taka. Þau verð- mæti, sem við komum i frjálsan gjaldeyri, gera okkur kleift að komast yfir þær nauðsynjar: neyzluvörur, iðnaðarhráefni og framleiðslutæki, sem ekki eru tiltæk í landinu, en eru óaðskilj- anlegur hluti nútíma þjóðfé- lagshátta og velmegunar. Það er óhjákvæmileg forsenda efnahagslegs fullveldis og stöð- ugleika velmegunarþjóðfélags okkar, að okkur takist að ná og viðhalda hagstæðum viðskipta- jöfnuði út á við, þ.e. að koma útflutningsframleiðslu okkar í það verð er rísi undir nauðsyn- legum innflutningi og eyðslu okkar i erlendum gjaldeyri. Skipta má þeim þjóðum, sem kaupa útflutningsafurðir okkar, í fjögur markaðssvæði Bandariki Norður-Ameríku, sem eru langstærstur kaupandi freðfiskframleiðslu okkar Vest- ur-Evrópu (EFTA og EBE-lönd), Austur-Evrópu (þar með talin Sovétrikin) og loks önnur við- skiptalönd viðs vegar um heim, sem flest eru smátæk i afurða- kaupum héðan. Öll þessi mark- aðssvæði eru okkur mikilvæg. Þýðing EBE-markaða hefur og vaxið með framkvæmd bókun- ar 6, þ.e. tilkomu tollfriðinda fyrir íslenzkar útflutningsafurð- ir. Engu að siður er það stað- reynd, sem ekki verður komizt fram hjá, að viðskipti okkar hafa um árabil verið óhagstæð við öll þessi markaðssvæði nema eitt, Bandarikin; þ e. að við höfum keypt og flutt inn vörur frá þeim langt umfram afurðasölu til þeirra. Innflutn- ingur frá Bandaríkjunum hefur hins vegar verið lítið brot af útflutningi okkar þangað Þann veg hefur orðið til sá frjálsi gjaldeyrir, sem nýttur hefur verið til að mæta viðskiptahalla okkar við önnur markaðssvæði, m.a. vegna oliukaupa frá Sovétríkjunum, sem hvergi nærri kaupa afurðir af okkur til móts við innflutning frá þeim. Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður, hefur undanfar- ið ritað greinaflokk um utanrik- ismál og utanrikisviðskipti Is- lands i Morgunblaðið, þar sem staðreyndir þessa þýðingar- mikla málaflokks hafa verið dregnar skýrt og skilmerkilega fram í dagsljósið. Þar kemur m.a. fram, að Bandarikin hafa verið stærstur og þýðingar- mestur markaður islenzkra sjávarafurða sl. 25 ár, þegar á tímabilið er litið i heild. Þangað hafa árlega farið að meðaltali um 25% útflutnings okkar og einstaka ár hefur útflutningur þangað farið i allt að 40% heildarútflutnings. Siðast liðin fimm ár hefur hlutur þessa markaðar i heildarútflutningi okkar verið frá 22 upp í 37%. Meginhluti útflutnings ís- lands til Bandaríkjanna hefur verið frystar sjávarafurðir, eða um 95% útflutnings þangað Verðmæti frystra sjávarafurða á Bandaríkjamarkað var á sl. ári á milli 1 3 og 14 milljarðir króna. Þessi viðskipti hafa byggzt á gagnkvæmu viðskiptafrelsi, sem engar hömlur hafa verið lagðar á umfram það sem eðli- legt má teljast i samskiptum þjóða. Þannig hafa sölusamtök islenzkra frystihúsa getað byggt upp fiskiðnaðarverk- smiðjur og söluaðstöðu i Bandaríkjunum, sem traustleiki markaðarins og hagkvæmni hvilir á. Þessi söluaðstaða er i dag burðarásinn í íslenzkri freð- fiskframleiðslu. Rekstrarstaða fiskveiðiflota okkar og fiskiðnaðar sem og atvinnuöryggi þúsunda sjó- manna, verkamanna og verka- kvenna um land allt, hvilir ekki sízt á því sölukerfi, sem tekizt hefur að byggja upp með þess- um hætti. Um 75% af fram- leiðslu nálægt 1 00 frystihúsa i iandinu fara beint á Bandarikja- markað. Þessi markaður er þar að auki eina viðskiptasvæði okkar í dag, sem skilar hag- stæðum viðskiptajöfnuði, ráð- stöfunargjaldeyri, er mætir að hluta óhagstæðum viðskipta- jöfnuði okkar við önnur mark- aðssvæði. Þýðing hans ér því Ijós öllum þeim, sem einhverja innsýn hafa i utanríkisviðskipti þjóðarinnar. Þegar þessar staðreyndir ut- Utanríkisviðskipti og efnahagslegt sjálfstæði anríkisviðskipta okkar eru skoð- aðar í Ijósi sameiginlegra hags- muna þjóðarinnar; ekki sízt þeirra sem við sjósókn og fisk- iðnað fást, kemur leiðari Þjóð- viljans sl. sunnudag spánskt fyrir sjónir. Þar er með illyrða- flaumi veitzt að þeirri frjálsu og sjálfstæðu utanríkisstefnu, sem íslendingar hafa fylgt frá stofn- un lýðveldisins, en einn veiga- mesti þáttur og árangur þeirrar stefnu hefur verið að vinna islenzkum útflutningsafurðum traustan og öruggan markað, sem er ein meginforsenda efnahagslegs fullveldis og vel- megunar þjóðarinnar. Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður, lýkur greina- flokki sinum um islenzk utan- rikisviðskipti á þessa leið: „Óhrekjanlegt er að hin fast- mótaða stefna i utanríkismál- um, sem byggist á athafna- frelsi og nánu samstarfi við vestrænar þjóðir, hefur gert ís- lendingum kleift að eiga hag- stæð útflutningsyiðskipti við bezta markað heims. Sérhver tilraun til að veikja þann grund- völl eða raska þeirri uppbygg- ingu sem átt hefur sér stað í þessum efnum, er tilræði við islenzku þjóðina. Frelsi hennar og sjálfstæði byggist á áfram- haldi þeirrar utanríkisstefnu, sem íslendingar hafa búið við, að sjálfsögðu með eðlilegum breytingum í samræmi við tíma og aðstæður. En grundvallar- stefnan verður eftir sem áður sú að treysta náin tengsl við vestrænar lýðræðisþjóðir á grundvelli friðsamlegra, frjálsra og ábatasamra viðskipta." Hlutur konungs hefur komíð mörguni á óvart Rabbað við Marin Guðrúnu ræðismann í Malaga og mann hennar Jean Briand Hjónin Marin Guðrún og Jean Briand de Crevecoer. UNDANFARIÐ hafa ver- ið hér f heimsókn Marin Guðrún Briand de Creve- coer, ræðismaður fslands í Malaga á Spáni og mað- ur hennar Jean Briand de Crevecoer. Margir Is- lendingar sem hafa lagt leið sína til Suður- Spánar hafa notið fyrir- greiðslu þeirra hjóna. Mbl. ræddi við þau hjón áður en þau héldu á braut og spurði einkum um hvernig ástand mála væri á Spáni nú þegar drjúgur tími er liðinn frá því Franco einræðis- herra andaðist. — I daglegu lífi er mjög svo litla breytingu að merkja. Sfð- ustu árin sem Franco lifði fór að bera á því að fólk hefði áhuga á að koma upp pólitísk- um klúbbum og upp úr þeim hafa síðan myndast þeir stjórn- málaflokkar, sem nú láta að sér kveða: falangistar, kristilegir demókratar, frjálslyndir, sósial- demókratar og sósialistar. Eftir að Franco andaðist var undir forystu Arias Navarro, þáver- andi forsætisráðherra, gengið mun lengra í lýðræðisátt en bú- ist hafði verið við. Þó lögðu flestir mikla áherzlu á að þró- unin mætti ekki verða of hröð, heldur yrði að fara hægt í sak- irnar. I þeirri stjórn var þá áreiðanlega. Fraga innanríkis- ráðherra sem var í reynd stefnumótandi og þegar sú stjórn hvarf frá héldu flestir að honum yrði falið embætti for- sætisráðherra. Þvi kom mörg- um á óvart þegar Suarez var skipaður í starfið og er talið, að konungur hafi þar viljað hafa hönd i bagga. Suarez er per- sónulegur vinur konungs og er sagður duglegur stjórnmála- maður. Hann er falangisti, en talinn hófsamur og vill ekki fara of geyst. — Við getum ekki neitað þvi að okkur finnst sem Spánverjar láti.sér fátt um stjórnmál finn- ast. Þess ber að geta að þeir hafa ekki þekkt lýðræði og einnig verður ekki horft fram- hjá þeirri staðreynd að af sum- um stéttum — hinum efna- minni — var Franco dáður og virtur — algerlega andstætt þvi sem Salasar var til dæmis I ná- grannalandinu Portúgal. Það er heldur ekki laust við að Spán- verjar hyllist til að sveipa minningu Francos ljóma; ef vöruskiptajöfnuðurinn er mjög óhagstæður eða ef gjaldeyris- sjóðir rýrna mikið, hristir fólk höfuðið og segir: „Þetta er allt vegna þess að sá gamli lifir ekki lengur." Auðvitað verður fólk líka að hafa í huga að stjórnar- far verður að miðast við aðstæð- ur á hverjum stað. Þróað lýð- ræði eins og gerist á Norður- löndum og í mörgum öðrum löndum V-Evrópu er ekki endi- lega það sem hentar Spáni lang- bezt. Heiminum verður ekki þreytt á einum degi, þótt einn maður deyi og meira að segja þeir róttækustu gera sér grein fyrir þvi að þetta verður að ganga fyrir sig þannig, að ekki fari allt úr skorðum. Spánverj- ar segja sjálfir: „Það þarf að stjórna okkur með fastri en kærleiksríkri hendi.“ Og það er ekki bara hægt að taka aðferð sem hentar einhvers staðar og ganga út frá þvi sem gefnu að hún eigi við hvar sem er. — Hlutur konungsins hefur komið mörgum á óvart, sögðu þau hjónin. — Margir voru sannfærðir um að hann yrði hálfgerð skrautfigúra. En i Ijós hefur komið að hann beitir sér I stjórn landsins og virðist ætla að verða vinsæll meðal fólksins. Hann hefur áreiðanlega frjáls- lynd viðhorf og enda þótt hann sé alinn upp undir handarjaðri Francos gerir hann sér grein fyrir að breytinga er þörf og virðist hafa þá yfirsýn, sem er nauðsynleg og getur komið landi og þjóð til góða. — Innan núverandi stjórnar eru auk Suarezar tveir menn verulega áberandi. Þeir eru Pito de Veiga flotamálaráð- herra og Franco flugmálaráð- herra — sem er alls óskyldur gamla Franco. Þessir menn eru báðir hershöfðingjar og aug- Ijóst er að herinn hefur drjúg Itökí stjórninni. En þessir menn virðast njóta trausts og vinsælda. Þá ber og að nefna aðstoðarforsætisráðherrann Santiago, aldraður fyrrverandi hershöfðingi og Francomaður. Hann verður í augum margra eins konar tengiliður nútíðar og fortíðar og Spánverjar virð- ast gera sér ljóst að ákveðið samhengi verður að vera þar á milli, svo að kollsteypur verði ekki of snöggar. — Lifskjör á Spáni fara batn- andi. Astand Suður-Spánar hef- ur alltaf verið verra en norðar í landinu. En ferðamanna- straumurinn hefur bætt þar mikið um. Kröfur Spánverja til lífsins eru ekki á Norðurlanda- mælikvarða, en maður fær ekki séð að fólk yfirleitt líði skort nema siður sé. Á Suður-Spáni er sjálfsagt minni áhugi á stjórnmálum en á Norður-Spáni og menningarlega séð hefur Suður-Spánn löngum þótt á töluvert lægra plani.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.