Morgunblaðið - 22.09.1976, Síða 30

Morgunblaðið - 22.09.1976, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 Rnnskt tugþrautarmet FINNSKI tugþrautarmaðurinn Johannes Lathi setti nýtt finnskt met í tugþraut á móti sem fram fór í Abo um helgina. Hlaut hann 8.041 stig i þrautinni, og er þar með fyrsti Finninn sem hlýtur meira en 8000 stig I tugþraut. Lathi var meðal keppenda í tug- þraut á Olympíuleikunum I Montreal og hafnaði hann þar i ellefta sæti, hlaut 7.711 stig. Sið- an hefur Lathi verið mjög iðinn við að keppa og stöðugt bætt árangur sinn. I metþrautinni varð árangur hans I einstökum grein- um þessi: 100 metra hlaup 10,6 sek., langstökk 7,16 metrar, kúlu- varp 13,57 metrar, hástökk 2,05 metrar, 400 metra hlaup 49,4 sek., 110 metra grindahiaup 15,2 sek., kringlukast 41,00 metrar, stangar- stökk 4,30 metrar, spjótkast 70,28 metrar og 1500 metra hlaup 4:35,8 mln. Johannes Lathi er þriðji Norðurlandabúinn sem nær meira en 8000 stigum I tugþraut. Hinir eru Svlarnir Lennart Hed- mark og Raimo Phil. Johannes Lathi — fyrsti Finninn sem nær meiru en 8000 stigum í tugþraut, hlaut 8041 stig f keppni f Abo EINS og frá hefur verið skýrt I Morgunblaðinu dæmdi Guðjón Finnbogason leik enska liðsins Queens Park Rangers og norska liðsins Brann frá Bergen I UEFA- bikarkeppninni, en leikur þessi fór fram á velli Queens Park Rangers i London. Morgun- blaðinu hafa nú borizt umsagnir norskra blaða um frammistöðu Guðjóns i leiknum, og eru þær mjög lofsamlegar. Segja blöðin að reyndar hafi ekki mikið reynt á Guðjón I leiknum, þar sem leikurinn hafi verið mjög prúðmannlegur, en Guðjón hafi verið mjög vakandi f leiknum og haft góð tök á honum frá upphafi. Leik þessum lyktaði með sigri Queens Park Rangers 4—0, eftir að staðan hafði verið 2—0 1 hálf- leik. Skoraði hínn þekkti leik- maður Q.P.R., Stan Bowles, þrjú af mörkum liðs sfns f leiknum. Jón Erlendsson var lengi liðsstjóri fslenzka handknattleikslandsliðs- ins, og þegar þessi mynd var tekin hefur greinilega eitthvað spennandi verið að gerast á vellinum. Sigurður varð meistari meistaranna í Afreks- keppni Rugfélagsins t HINNI svokölluðu Afreks- keppni Flugfélags Islands f golfi sem fram fór á Nesvellinum um s.l. helgi kom loksins að þvf að Islandsmeistarinn f golfi, Björg- vin Þorsteinsson fró Akureyri, tapaði keppni. Mjótt var þó ð mununum hjá honum, þar sem það var ekki fyrr en eftir brðða- banakeppni að hinn ungi og efni- legi kylfingur Sigurður Thorar- ensen úr Golfkiúbbnum Keili bar af honum sigurorð. Hlaut Sigurð- ur þar með ein eftirsóknarverð- ustu verðlaun sem keppt hefur verið um ð golfmóti hérlendis til þessa — ferð til Skotlands með Flugfélagi Islands næsta vor. Á ýmsu gekk í afrekskeppninni, en til hennar mættu meistarar hinna ýmsu golfklúbba og nokkr- ir aðrir sem rétt höfðu til þátt- töku eftir reglum keppninnar. Til að byrja með virtist sem baráttan myndi standa milli Ragnars Ölafs- sonar og Sigurðar Thorarensens, en Björgvin var þó aldrei langt á eftir þeim. Þegar 9 holur voru eftir var staðan þannig að Sigurð- ur hafði forystu með 234 högg, Björgvin annar með 236 högg og Ragnar þriðji með 237 högg. Á næstu holu náði svo Björgvin Sigurði og voru þeir eftir það jafnir til loka keppninnar, léku báðir á 310 höggum. I bráðaban- anum hafði Sigurður svo örugg- lega betur. Ragnar varð þriðji I keppninni, lék á 319 höggum, en síðan kom Sigurjón Gíslason, GK, með 321 högg, Haraldur Júliusson, Vest- mannaeyjum, með 324 högg, Loft- ur Ólafsson, NK, með 327 högg, Stærri myndin hér að ofan var tekin I Afrekskeppninni, en minni myndin er af sigurvegaran- um: Sigurði Thorarensen. Jón H. Guðlaugsson, NK, með 330 högg og Hallur Þórmundsson, GS, með 336 högg. Einn keppenda sem hóf keppni, Gunnar Július- son úr Golfklúbbnum Leyni hætti keppni. Olymp íumeistarinn varð Ijórði ÁGÆTUR árangur náðist i frjáls- íþróttamóti sem fram fór I Paris um helgina, en meðal keppenda á þvi moti voru margir af beztu frjálsíþróttamönnum heims, þar af nokkrir Ólympiusigurvegarar. Gengi þeirra á mótinu var mis- munandi og varð t.d. Jacek Wszola frá Póllandi sem sigraði I Kynnir sér uppbyggingu fræðslu- mála íþróttahreyfingarinnar í Svíþjóð — ÞVl ER ekki að neita að það er dðlitið átak fyrir mann að rffa sig upp úr sinum daglegu skorðum og fara út f þetta, sagði Jón Er- lendsson, fyrrverandi liðsstjóri islenzka landsliðsins f handknatt- leik og stjórnarmaður f HSI, f viðtali við Morgunblaðið, en Jón hefur nú fengið ðrsleyfi frá störf- um sem kennari og heldur til Svfþjóðar ð næstunni, þar sem hann mun dvelja við nðm a.m.k. næsta vetur. Mun Jón stunda nám við fþróttahðskóla f Stokkhólmi og auk þess kynna sér sérstaklega starf sænska fþróttasambandsins. — Ég hef ætlað mér að kynna mér sérstaklega hvernig sænska íþróttasambandið stendur að fræðslumálum sínum, sagði Jón — en að undanförnu hefur starf sænska iþróttasambandsins tekið nokkrum stakkaskiptum, og auk in áherzla verið lögð á almenn- ingsíþróttir og uppbyggingar- starf. Ég tel að þetta starf sé til fyrirmyndar hjá Svíunum og ræð- ur það töluverðu um að ég fer frekar þangað en til annars lands — auk þess að ég er gamall Sví- þjóðarnemandi og þekki þar fjölda manna, sem greitt hafa götu mina. Jón kvaðst fara i nám þetta á eigin vegum. — Ég hef að undan- förnu verið I fræðslunefnd ÍSI, sagði hann — og gegnum starfið þar hef ég komizt glögglega að raun um hvað margt er ógert á sviði fræðslumála fþróttahreyf- ingarinnar, þótt ýmsu hafi reynd- ar verið hnikað f rétta átt i þeim efnum að undanförnu. Þörf á úr- bótum er orðin mjög brýn hér- lendis, og ég er t.d. ekki I nokkr- um vafa að skortur á leiðbeinend- um og uppbyggingu í fræðslu- starfinu stendur iþróttafélögum hérlendis verulega fyrir þrifum. Jón var að því spurður hvort hann myndi taka handknattleik sérstaklega fyrir. — Það er ekkert afráðið ennþá, sagði hann, en ég hef áhuga á að kynna mér sérstaklega starf og uppbyggingu einhverra sérsam- banda sænska íþróttasambands- ins og getur þá vel verið að hand- knattleikurinn verði fyrir valinu, auk þess sem mér finnst líklegt að ég fylgist í vetur vel með sænska handknattleiknum og hræringum sem eru i honum. hástökki í Montreal að gera sér fjórða sætið í hástökkakeppninni að góðu. Sigurvegari varð banda- ríski heimsmethafinn Dwight Stones sem stökk 2.21 metra. Tom Woods frá Bandaríkjunum varð annar með 2.18 metra, Rune Almen frá Svíþjóð þriðji, einnig með 2.18 metra, en Wszola stökk „aðeins“ 1.10 metra. Don Quarrie frá Jamaica sigraði i 200 metra hlaupi á 21.2 sek., Herman Frazier, Banda- ríkjunum, sigraði f 400 metra hlaupi á 46,6 sek., John Walker, Nýja-Sjálandi, f 3000 metra hlaupi á 7: 52.4 mín., Jim Bolding, Bandarikjunum, f 400 metra grindahlaupi á 49.8 sek., Steve Riddick frá Bandaríkjunum I 100 metra hlaupi á 10.2 sek., Nenad Stekic, Júgóslavíu, i langstökki, stökk 7,98 metra, A1 Feuerbach, Bandarikjunum, I kúluvarpi, varpaði 20.01 metra, Mac Wilkins, Bandaríkjunum, I kringlukasti, kastaði 68,28 metra. I 400 metra hlaupi kvenna sigraði svo Irena Szewinska frá Póllandi á 51.3 sek. og í 1500 metra hlaupi kvenna sigraði Dumont d’Henry .Frakklandi, á 4:30,7 min. Qías leikur með Þór HANDKNATTLEIKSVERTÍOIN á Ak- ureyri hófst um helgina á Akureyri með heimsókn sænska handknatt- leiksliðsins IK-Bolton. Á föstudag léku Svíarnir gegn Þór og varS jafn- tefli, 19 mörk gegn 19, eftir aS Þórsarar höfSu haft forystuna lengst af. Á laugardag mættu Sviarnir siSan KA og sigruSu hinir siSarnefndu meS 24 mörkum gegn 21, eftir aS KA hatSi leitt i hálfleik meS 13 mörkum gegn 8. Akureyrarliðin virðast vera svipuð að styrkleika og i fyrra, annars var ef til vill fremur lítið að marka frammistöð- una i þessum leikjum þar sem liðin hafa lítt eða ekkert leikið til þessa. Þórsarar léku nú sinn fyrsta leik undir stjórn hins nýja þjálfara síns, Eliasar Jónassonar, handknattleiksmannsins kunna úr Haukum, en Elias leikur jafn- framt með Þórsurum. Ef að likum lætur ættu Þórsarar að láta meira að sér kveða í 2. deildinni i ár, en i fyrra var frammistaða liðsins slakari en mörg hin fyrri ár. KA hefir og ráðið sér nýjan þjálfara eins og áður hefir komið fram hér í blaðinu og er það Matthias Ásgeirs- son, fyrrum kunnur handknattleiks- maður með |R og Haukum. KA-menn binda miklar vonir við Matthías, enda hefir liðið tvö hin siðustu ár staðið á barmi 1. deildar, hafnað i 2 sæti 2 deildar bæði árin Það er ekki að efa að KA mun verða i baráttunni um sigur í 2. deild enn eitt árið, en frammistaða Þórs er aftur á móti stærra spurninga- mérki. Sigb. G.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.