Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 4 LOFTLEIDIR auBÍLALEIGA 72 2 11 90 2 11 88 FERÐABÍLAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar, stationbilar, sendibíl- ar, hópferðabílar og jeppar U <.I,YS1N(,ASIMINN KK: 224B0 JR»tísnnI>t«í>iíí Dalvíking- ar eignast fullkominn sjúkrabíl Dalvík — 20. september. SlÐASTLIÐINN laugardag kall- aði stjórn Rauða kross deildar Dalvíkur og nágrennis frétta- menn á sinn fund og kynnti fyrir þeim starfsemi sfna og sýndi nýj- an sjúkrabll, sem nú hefur form- lega verið tekinn I notkun. Deildin var stofnuð 25. septem- ber 1975 og eitt af fyrstu verkun- um var að beita sér fyrir kaupum á sjúkrabíl. Um síðustu áramót festi deildin kaup á Toyota-jeppa af lengri gerð. Slðan hefur verið unnið að kaupum á tækjum í bíl- inn og innréttingum. Til kaupa á bílnum fékk deildin sérstakt framlag frá RKl eða alls 1,2 milljónir. Bíllinn sjálfur kostaði 1,5 milljón og þegar búið var að útbúa hann er kostnaðurinn orð- inn um 3,5 milljónir króna. Þessi mismunur hefur fengizt með dansleikjahaldi, bingói og ár- gjöldum félaga, sem nú eru á milli 80 og 90. Auk þess hafa einstaklingar, Kiwanis- og Lions- klúbburinn á staðnum gefið myndarlegar fjárupphæðir. Einn- ig fær deildin hluta úr Rauða kross-kössunum eftir ibúafjölda á svæðinu, en auk Dalvikur eru inn- an þessa svæðis Arskógsströnd, Svarfaðardalur og Hrísey. Bíllinn er einhver fullkomnasti sjúkrabíll á landinu og búinn öll- um beztu tækjum sem völ er á. Má þar nefna sjálfvirkan súrefnis- skammtara, sem gerður er bæði fyrir börn og fullorðna. Ennfrem- ur fullkomið súrefniskerfi, sem bæði er tengt bilnum og einnig má nota utan bílsins. Auk þess eru fullkomin tæki til að soga upp úr sjúklingi. öllum tækjum er svo haganlega fyrir komið og svo ein- föld í notkun að ekki er endilega nauðsynlegt, að læknir fari með bilnum, nema sérstaklega standi á. Tækin eru t.d. töluvert full- komnari en þau sem á lækninga- stofum eru. Allar innréttingar hafa verið unnar hér á staðnum eftir leið- beiningum frá héraðslækninum, Eggert Briem, og Gísla K. Lórenz- syni frá Akureyri, sem jafnframt er leiðbeinandi um tækjakaup. Fram að þessu hefur lögreglan á Dalvík séð um sjúkraflutninga á lögreglubílnum, en nú hafa þrir menn fengið þjálfun i meðferð tækja sjúkrabílsins. Munu þeir Helgi Jónsson og Halldór Gunn- laugsson verða aðal ökumenn en auk þess mun Anton Angantýsson verða til taks þegar þörf er á. Deildin sér um allan rekstur bilsins og kemur til með að bera kostnað af honum. Auk hins nýja sjúkrabils á læknishéraðið snjó- bil, sem má gripa til I mestu snjó- um. Ekki leið á löngu áður en grípa varð til nýja bílsins, þvi að í gær, sunnudag, sem var réttardagur í Svarfaðardal, varð það óhapp við bæinn Þverá í Skíðadal, að skeifa losnaði undan hesti með þeim af- leiðingum, að hesturinn hnaut og reiðmaðurinn kastaðist fram af hestinum. Hesturinn steig síðan ofan á fót mannsins, svo að hann brotnaði, og var maðurinri fluttur í bílnum í sjúkrahús á Akureyri. — Sæmundur Útvarp Reykjavfk AIIÐMIKUDKGUR 22. september MORGUNIMINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson endar flutning sögu sinnar „Frændi segir frá“ (19). Tiikynningar kl. 9.30. Létt lög millí atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Temple-kirkjukórinn syngur þátt úr Kantötunni „Hjartað, þankar, hugur, sinni" eftir Bach; Leon Goossens leikur á óbó/Kammerkór tónlistar- skólans og hljómsveit Al- þýðuóperunnar I Vlnarborg flytja Messu nr. 5 I C-dúr, „Missa Trinitatis", eftir Mozart; Ferdinand Grossman stjórnar. Morguntónleikar kl. 11.00: Reino Simola og Sinfónlu- hljómsveit sænska útvarps- ins leika Klarlnettukonsert nr. 3 I H-dúr eftir Bernhard Henrik Crusell; Walter Susskind stjórnar. / Sinfónfuhljómsveit Lundúna leikur Hljómsveitarkonsert eftir Michael Tippett; Colin Davis stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynníngar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Grænn varstu dalur“ eftir Richard Llewellyn. Ólafur Jóh. Sigurðsson ís- lenzkaði. Óskar Halldórsson les (10). 15.00 Miðdegistónleikar Robert Tear og Benjamin Luxon syngja lög og ballöður frá Viktorfutfmabilinu; André Previn leikur á pfanó. Adrian Ruiz leikur Pfanósón- ötu f ffs-moll op. 184 eftir Joseph Reinberger. Josef Suk og Alfred Holecek leika rómantfsk smálög fyrir fiðlu og pfanó op. 75 eftir Antonfn Dvorák. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.00 Lagið mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 Seyðfirzkir hernáms- þættir eftir Hjálmar Vil- hjálmsson Geir Christensen les (5). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Kræklingur — ostrur SKJÁNUM MIÐVIKUDAGUR 22. september 1976 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Pappfrstungl Bandarfskur myndaflokkur. Bonnie og Clyde Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.05 Frá Listahátfð 1976 Þýska söng- og leikkonan Gisela May syngur nokkur lög Kurts Weilfs við Ijóð eft- ir Brecht. Við hljóðfærið Henry Krischill. Stjórn upptöku Egill Eð- varðsson. 21.30 Brauðogvfn ttafskur framhaldsmynda- flokkur f fjórum þáttum, bvggður á sögu eftir lgnazio Silone. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Sagan hefst árið 1935. Italskur byltingarsinnf snýr heim úr útlegð á Frakklandi til að berjast gegn stjórn fasista. Lögreglan er á hælum hans, en hann dulbýst sem prestur og sest að f fjallaþorpi. Þangað kemur stúlka. sem hann þekkir frá fyrri tfð, og hann biður hana að koma boðum til félaga sinna f Róm. Þýðandi óskar Ingimarsson. 22.30 Dagskrárlok norðursins. Sólmundur Einarsson fiski- fræðingur flytur erindi. 20.00 Pfanósónötur Mozarts (II. hluti). Zoltán Kocsis leikur Sónötu f F-dúr (K533). Hfjóðritun frá ungverska útvarpinu. 20.20 Sumarvaka a. Um kynni af Stranda- mönnum og Barðstrending- um Jóhannes Davfðsson bóndi f Neðri-Hjarðardal segir frá ferðum sfnum á vegum vest- firzkra ungmennafélaga á ár- um áður. b. Kveðið f grfni Vafborg Bentsdóttir flytur enn stökur f léttum dúr. c. Hinzta hvfla Miklabæjar- Sólveigar Frásöguþáttur eftir Þorstein Björnsson frá Miklabæ. Hjörtur Pálsson les. d. Kórsöngur: Karlakórinn Geysir á Akureyri syngur tslenzk og útlend lög. Söng- stjóri: Árni Ingimundarson. Pfanóleikari: Guðrún Krist- insdóttir. 21.30 Utvarpssagan: „öxin“ eftir Mihail Sadoveanu. Dagur Þorleifsson les þýð- ingu sfna (11). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: Ævisaga Sigurð- ar Ingjaldssonar frá Bala- skarði Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur les (13). 22.40 Nútfmatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Gisela May og Henry KrischiII flytja efni frá Listahátfð í sjónvarpi í kvöld. Erindi um krœklinginn I ÚTVARPI í kvöld klukkan 19:35 eða strax að loknum fréttum er á dagskrá erindi um krækl- inginn. Nefnist það Kræklingur — ostrur norðursins og er það Sól- mundur Einarsson fiski- fræðingur sem það flyt- ur. Þessi skelfiskur, kræklingurinn, er víða við strendur landsins og margir tína hann og gæða sér á honum og þykir herramannsmatur. HEVRH i Tónlist ídag í MORGUNÚTVARPI er á dagskránni kirkjutón- list kl. 10:25. Þar verða fluttir þættir úr kantöt- unni „Hjartað, þankar, hugur, sinni“ eftir Bach og messa eftir Mozart, „Missa Tfinitatis“. Á morguntónleikunum og miðdegistónleikum eru verk eftir ýmsa höf- unda, sem heyrast ekki mjög oft. Má þar nefna klarinettukonsert nr. 3 í H-dúr, eftir Bernard Henrik Crusell. í mið degistónleikunum verð- ur flutt píanósónata eftir Joseph Reinberger, flutt verða lög og ballöður frá Viktoríutímanum, sem Robert Tear og Benja- min Luxon syngja og André Previn leikur á píanó. Þá leika Josef Suk og Alfred Holecek róm- antisk smálög fyrir fiðlu og píanó op. 75 eftir Antonin Dovrák. Frá Lista- hátíð í KVÖLD kl. 21:05 fá sjónvarpsáhorfendur að sjá enn einn þáttinn frá Listahátíð 1976. Nokkurt efni er ennþá ósýnt frá Listahátíðinni og verður það sýnt smám saman í haust og vetur. Þýzka söngkonan Gisela May syngur i kvöld lög eftir Kurt Weill við ljóð eftir Brecht. Við hljóðfæ.rið er Henry Krischill en upp- töku stjórnaði Egill Eð- varðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.