Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 — Stjórn Smiths Framhald af bls. 1 menn af 66 &þingi landsins. Þing- flokkurinn mun koma saman og fjalla um málið á fimmtudag, að þvf er talið er. Hinar brezk-bandarfsku tillög- ur til lausnar, sem enn hafa ekki verið birtar, gera sem fyrr segir ráð fyrir meirihlutastjórn blökku- manna innan tveggja ára, og einn- ig stjórnarskráráðstefnu f Genf, að fjölgað verði ráðherrum í rfkis- stjórn Ródesfu þannig að blakkir þjóðernissinnar fá ráðherrastóla og stofnun sjóðs upp á tvo millj- arða dollara með aðild Bandaríkj- anna, Bretlands, Suður-Afrfku og fleiri þjóða til að bæta hvftum íbúum Ródesfu tjón af búferla- flutningum frá landinu og stuðla að uppbyggingu þess undir stjórn blökkumanna, að því er AP- fréttastofan sagði í kvöld. Nyer- ere sagði f dag, að samkvæmt um- ræddum tillögum væri gert ráð fyrir myndun bráðabirgðastjórn- ar í Ródesfu sem „aflýsti strfð- inu“, þ.e. blakkir skæruliðar myndu hætta bardögum. Fréttir herma að þetta atriði hafi Smith beðið Kissinger að fá samþykkt hjá leiðtogum Afríkuríkja, en annað hafi verið að öryggi hvftra yrði tryggt. Bandariskir embættismenn túlka ummæli Nyereres, sem þeir höfðu búizt við að yrði hvað erfið- astur viðureignar af Afrísku leið- togunum í sáttatilraunum Kiss- ingers, á þann veg að aðrir afrfsk- ir leiðtogar muni einnig fylgjandi frumkvæði Kissingers f þessu efni. Hvað varðar klofning innan skæruliðahreyfingar þjóðernis- sinna f Ródesfu sagði Nyerere, að einnig innan hennar væri ekki nauðsynleg fyrir stjórnarskrár- ráðstefnu f Genf, þvf þar gætu fulltrúar hinna ýmsu brota átt sæti. Þá sagði Nyerere að nokkur árangur hefði náðst í viðræðum Kissingers og John Vorsters, for- sætisráðherra Suður-afríku, um framtíðarskipan mála í Namibíu (Suðvestur-Afrfku), þótt allmörg vandamál væru enn óleyst. — Fyrsti maður Framhald af bls. 3 samþykkt að fara þess á leit við Magnús H. Magnússon fyrrver- andi bæjarstjóra að hann skipaði fyrsta sætið á lista Alþýðuflokks- ins f Suðurlandskjördæmi við næstu alþingiskosningar og varð hann við þeirri bón. Magnús H. Magnússon er fædd- ur i Vestmannaeyjum 30. septem- ber 1922 og er því tæplega 54 ára að aldri. Magnús lauk prófi frá Loftskeytaskólanum 1946 og gegndi ýmsum störfum fyrir Póst og sfma og árið 1956 var hann skipaður póst- og sfmstjóri í Vest- mannaeyjum. Magnús var kjörinn bæjarfull- trúi fyrir Alþýðuflokkinn í Vest- mannaeyjum 1962 og var sfðan ráðinn bæjarstjóri þar, og varð hann landskunnur er eldgosið byrjaði f Vestmannaeyjum 1973. Magnús er kvæntur Mörtu Björnsdóttur. — Blöð um sænsku kosningarnar Framhald af bls. 15 hagsmuni sfna eða hvort þeir hafi verið að gera uppreisn gegn miðstjórnarskrifstofu- bákni, en úrslitin sýni að hægri sveifla í jafn sósfalseruðu landi og Svíþjóð sé hugsanleg ekki sfður en vinstri sveifla. Blöð á Norðurlöndum fjalla og mikið um niðurstöðurnar og taka að sjálfsögðu afstöðu eftir því hvernig þeirra eigin póli- tísku viðhorf eru. Þó ber flest- um saman um að borgaraflokk- unum muni ekki ganga upp á það allra bezta að koma sér saman um málefnasamning og vinna sfðan saman, en á hitt beri að líta að fjarska fátt bendi til að stórkostlegar umbyltingar muni fylgja f kjölfar þessara kosninga þrátt fyrir allt. — Þeir gáfu þér viskí Framhald af bls. 12 gera það sem ég lét hjá líða að gera; skömm yfir því að ég skyldi ekki þora að gera það; og ótti gagnvart því að einhvern daginn eða nóttina muni þau ekki snúa heim á lifi " ,,Við viljum gera það sem foreldrar okkar gátu ekki gert," segja hinir ungu blökkumenn Þeir eru ótrúlega ungir fyrir jafn sögulegt verkefni. Flestir þeirra eru blakkir eða kynblandaðir nemendur á aldrinum 1 0—20 ára, og jafnvel heyrist um 8 ára börn með pólitíska vitund og hugsjón. Þessir nemendur hafa tekið höndum saman við háskólastúdenta á aldrinum 18—28 ára sem stundað hafa nám við þá fimm háskóla sem blökkufólki er veittur aðgangur að og eru ekki fyrir hvíta stúdenta í þessum háskólum mótaðist þessi barátta blökkumann- anna úngu gegn kerfinu Þetta unga fólk á líka til siðferðilegt hreinlyndi Það hefur brennt til grunna mikinn fjölda áfengisverzlana og bjór- halla í þeim tilgangi að eyðileggja áfengi hvita mannsins sem svo mjög hefur dregið jafnt úr siðferðislegu sem líkamlegu þreki foreldra margra þeirra. Faðir einn áem reyndi að koma í veg fyrir að sonur hans hellti niður úr viskíflösku i einni árásinni á vinbúðirn- ar fékk þetta svar: „Þeir gáfu þér viskí í staðinn fyrir frelsi." Nokkur munur er á gömlu afrisku þjóðernisstefnunni, eins og hún hefur verið hingað til í Suður-Afríku, og hinni nýju meðvitund blökkumannsins eins og hún birtist hjá unglingunum. Hinir fyrri þjóðernissinnar voru sam- einaðir í pólitískum samtökum og reyndu á margan hátt að brjóta sér leið inn í núgildandi valdakerfi og öðlast viðurkenningu innan þess. Ungu blökkumennirnir eru hins vegar sam- einaðir I tilraunum sínum til að byggja upp nýtt valdakerfi til andófs hinu gamla Af þessum orsökum hafa svo fáar skýrar kröfur komið fram í báráttu unglinganna og af þessum orsökum er barátta þeirra óskipulögð og lögreglan hefur ekki haft árangur sem erfiði við að reyna að finna og handtaka ein- hverja „leiðtoga" Unga fólkið vill brjóta kerfið í heild sinni niður. „Þið standið andspænis siðustu kyn- slóð blökkumanna sem er reiðubúin til að reyna samningaviðræður," sagði T.J Makhaya, borgarstjóri i Soweto, fyrir rannsóknarnefnd ríkisstjórnarinn- ar sem kannar blökkumannaóeirðirnar. „Unga kynslóðin kallar okkur heimska bjálfa vegna þess að okkur verður ekkert ágengt. Hún segir að fyrst við getum ekki öðlast réttindi okkar með samningum þá verðum við að grípa til spjóta og skjalda og koma saman á vigvellinum til að finna svar fyrir land okkar." Árangur „byltingar" blökkumanna- barnanna á þeim þremur mánuðum sem hún hefur staðið er makalaus. Hún hefur breiðst út til nánast allra helztu staða í Suður-Afríku, og eytt gamalgrónum fjandskap milli, blakkra, kynblandaðra og indverskra unglinga. Hún hefúr t d. afsannað þá þjóðsögn að kynblendingar og Indverjar í land- inu myndu er yfir lyki snúast á sveif með hinum hvítu fremur en Afríku- mönnunum. Hún hefur valdið vakn- ingu meðal hinna 23 milljón kúguðu íbúa Suður-Afríku á svo afgerandi hátt að samskipti þeirra við hvíta minnihlut- ann verða aldrei söm og áður Áhrifin á afstöðu hvítra eru ekki minni, og sundrung og ótti hefur grip- ið um sig meðal þeirra. Vorster er ekki lengur hinn alvitri guð minnihlutans. Aðskilnaðarstefnan er ekki lengur heil- ög og eilíf. Leit er hafin að öðrum lausnum Almennur áhugi hefur skap- azt á þjóðarráðstefnu í Suður-Afríku á borð við þá sem stofnaði Sambandsrík- ið Suður-Afríku árið 1910, og yrði henni ætlað að gera stjórnarskrá fyrir nýtt rki allra kynþátta Innan stjórnar- flokksins sjálfs er þegar kominn upp alvarlegur klofningur milli afturhalds- sinna og hinna sem viðurkenna að breytinga er þörf Vegna þessarar breyttu stöðu er sú yfirlýsing Vorsters fyrir fáum dögum að blökkumönnum yrðu aldrei afhent völdin í Suður-Afríku og gripið kunni að verða til hörkulegri aðferða við öryggisgæzlu, algjörlega vanhugsuð og óraunsæ. Lögreglan mun ekki leysa vandamál Suður-Afríku. Knýjandi þörf er hins vegar á pólitískri lausn, og það innan fárra vikna. Ella blasir ekkert við nema blóðug kynþáttastyrjöld. (Byggt á Observer) — Sjálfstæði Bantústana Framhald af bls. 12 manna fæddust á þessum „hvitu' svæðum, að forfeður þeirra bjuggu þar áður en hinir hvitu komu þangað, skiptir engu máli fyrir að- skilnaðarkenninguna Ýmsir stjórnmálaskýrendur telja raunar að afleiðing ákvörðunar Transkei um að þiggja sjálfstæði af Suður-Afrikustjórn, þ.e. að allir Afrikumenn frá Transkei sem búa á „hvitum" svæðum verði nú þegnar Transkei, hafi verið einn mikil- vægasti þátturinn i óeirðunum að undanförnu i blökkumannahverfum „hvitu" Suður-Afriku. Sú furðulega staða kemur upp að Transkei mun hafa 1,7 milljón þegna innan landamæra sinna en 1,3 milljonir utan landamæranna Þetta er staðan samkvæmt sjónar- miði ríkisstjórnar Vorsters En æðsti ráðherra Transkei er á öðru máli Ráðherrann Kaiser Matanzima, heldur þvi fram, — og það með rétti — að Suður-Afrikustjórn geti ekki kveðið upp lagalega úrskurði fyrir sjálfstæðan Bantústana, sjálfstætt riki Á hinn bóginn getur Matanzima ekki heldur lýst þvi yfir að þessi 1,3 milljónir blökkumanna utan Trans- kei eigi að verða þegnar Suður- Afriku, — þvi ekki getur Transkei kveðið upp lagalega úrskurði fyrir Suður-Afríku Útkoman virðist þvi ætla að verða sú að þessar 1,3 milljónir blökkumanna verði i raun án ríkisfangs, land- og réttindalaus- ir Ef fleiri Bantústanar þiggja sjálf- stæði, og stjórnir tveggja til viðbótar Bophuthatswana og Basotho, hafa sagst ætla að gera það, verða þeir Afrikumenn sem ættaðir eru þaðan en búa utan þeirra utan garðs á sama hátt Andstæðingar sjálfstæðis Bantústana segja að sérhver Bantústani sé lífrænn og óaðskiljan- legur partur Suður-Afriku Þeir saka Suður-Afrikustjórn um að ætla að sundra Afrikumönnum með þvi að brjóta upp ættlöndin i sjálfstjórnar- svæði Afrikumenn séu ein pólitísk heild sem eigi fulían rétt ti| að gera tilkall til pólitiskrar stjórnar i Suður- Afriku i heild, en ekki aðeins i ein- hverjum afskornum hluta landsins, Rök Transkeistjórnarinnar og Suður-Afrikustjórnar fyrir sjálf- stæðisákvörðuninni eru í fyrsta lagi, að kjósendur í Transkei muni fá tækifæri til að greiða atkvæði með eða gegn sjálfstæði i almennum kosningum 29. september, i öðru lagi að Transkei er að landflæmi stærra en 30 af 144 aðildarlöndum Sameinuðu þjóðanna, og i þriðja lagi að tekjur á hvern íbúa i Transkei eru hærri en í 20 aðildarlöndum S.Þ Rökin gegn sjálfstæði Transkei eru i fyrsta lagi að Afrikumenn frá Transkei afsala sér fæðingarrétti sinum í Suður-Afriku, bæði stjórn- málalega og efnahagslega við sjálf- stæðistökuna, í öðru lagi að Transkei er ekki efnahagslega sjálf- stætt, — 40 milljónir af 60 milljónum dollara tekjum þess á ári koma frá Suður-Afriku,— og geti jafnvel ekki einu sinni séð lands- mönnum fyrir nægilegum mat, og i þriðja lagi að kosningarnar 2 9 september muni ekki gefa rétta mynd af almenningsálitinu vegna fangelsana á frambjóðendum stjórnarandstæðinga að und- anförnu. Fyrir utan Transkeí og ofannefnda tvo Bantústana eru rikisstjórnir nánast allra annarra eindregið and- vigar sjálfstæði á þeim forsendum að það sé markleysa ein vegna þess að Bantústanarnir eiga svo mikið efnahagslega undir stjórninni i Pretóriu. En valdhafar i Transkei halda engu að siður ótrauðir áfram undirbuningi fyrir gríðarleg hátiða- höld vegna sjálfstæðisins 23.—27. október. _ , _. Byggt á Observer. Aöalfundur Heimdallar Aðalfundur Heimdallar S.U.S. í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 22. sept. 1 976, kl. 20.30, í Bolholti 7 (Sjálfstæðishús- inu). DAGSKRÁ: 1. SKÝRSLA STJÓRNAR 2. LAGÐIR FRAM ENDURSKOÐAÐIR REIKNINGAR 3. UMRÆÐUR UM SKÝRSLU OG REIKNINGA. 4. LAGABREYTINGAR 5. UMRÆÐUR OG AFGREIÐSLA STJÓRNMÁLAÁLYKTUNAR 6. KOSNING STJÓRNAR OG TVEGGJA ENDURSKOÐENDA 7. KOSNING FULLTRÚARÁÐS. 8. ÖNNUR MÁL. FÉLAGAR ERU HVATTIR TIL AÐ MÆTA. Stjórnin. — Pyntingar og svívirðingar Framhald af bls. 13. stundir áður en farið var með þá inn í tjaldið Öllum hermönnum var vel- komið að taka þátt í barsmíðunum í hvert sinn sem pyntingar áttu sér stað, hvort sem var i tjaldinu eða úti á bersvæði, safnaðist saman múgur og margmenni til að horfa á Ég horfði ekki á, en sérhvert kvöld heyrði ég ópin." ^ Pyntingar hófust venjulega þeg ar klúbburinn lokaði (klúbburinn er drykkjutjald hermanna, en þar var lokað um kl. 9 að kvöldi). Maður heyrði öskrin langt fram yfir mið- nætti. Yfirmennirnir grobbuðu sig af því í minni áheyrn að hafa notað símtæki sem höfð eru meðferðis á vígstöðvar til þess að gefa fólkinu raflost í kynfærin, geirvörturnar og eyrun. Það var almennt vitað að slíkt átti sér stað ^ Ég sá tvo grunaða verða fyrir vatnspyntingum í búðunum nærri Inahna. Höfuð þeirra voru keyrð ofan í venjulegar járnfötur fullar af vatni og þeim var haldið á kafi unz þeir létu ekki á sér bæra Það varði í rúmlega mínútu. Ég sá einn stórvax- inn sem þurfti fimm menn til að halda ofaní fötunni. £ Ég sá oft unga drengi verða fyrir barsmíðum og spörkum Bundið var fyrir augu þeirra. Sumir voru um 1 3 ára en sumir ívið eldri. ^ Allir hinna grunuðu voru með bundið fyrir augu og þeir barðir er komið var með þá. Þeir bjuggu við ömurlegan aðbúnað. Að nóttu til voru þeir handjárnaðir við trjá- stofna. . . aðeins klæddir lendar- klæðum og rennblautir. Sumir voru hafðir í pyttum. Þetta var að vetrar- lagi bg mjög kalt á næturnar, ná- lægt frostmarki." 0 „Snemma í júní hófu herfylkin fimm sameiginlegar aðgerðir og héldu innreið sína inn að miðju (beltisins). . . Allir karlmenn frá kyn- þroskaaldri voru teknir. Fyrirmælin voru að drepa þá sem reyndu að komast undan og handtaka þá sem ekki gerðu það. Allir hinna hand- teknu voru barðir, pyntaðir og yfir- heyrðir. Síðan var farið með þá til Ondongwa-herbúðanna. 0 Okkar herfylki náði milli 200 og 300 mönnum, og ég held að hin herfylkin hafi náð svipuðum fjölda. Af þeim 1000 mönnum eða svo sem hnepptir -voru í hald átti að ákæra um 40 fyrir hermdarverka- starfsemi, að því er okkur var síðar tjáð. Allir voru fluttir til Ondongwa þar sem þeir sem ekki voru ákærðir voru látnir fylla sandpoka endalaust sem hermenn tæmdu jafnharðan og síðan fylltu þeir þá aftur. Þeir fylltu pokana með berum höndum. ^ Rúmlega 90% hermanna í mínu herfylki tóku þátt í þessu. Meirihluti minnar hersveitar tók þátt í barsmíð- um; á þær var litið sem nautn. Fyrstu tvær klukkustundirnar sem fangarnir voru í haldi höfðu her- mennirnir frjálsar hendur. Ég sá oft mennina barða með hnefum, stig- vélum og rifflum, brennda með sígarettustubbum og verða fyrir því að sandi var troðið upp i þá. ." Þessar lýsingar Bill Andersons hafa hlotið staðfestingu fleiri aðila sem ekki hafa þó viljað láta nafns síns getið Prestur einn handan landamæranna í Suður-Angóla hef- ur m.a. lýst kynferðislegum svívirð- ingum suður-afrískra hermanna á fjölskyldum þar í bréfi sem hann sendi starfsbróður sínum í Namibíu. Þær lýsingar verða þó ekki raktar hér (Byggt á The Guardian). — Spurningin ekki hvort heldur hvenær Framhald af bls. 13. Þeir visa á bug þvi opinbera hlutfalli að tiu skæruliðar falli á móti einum her- manni stjórnarinnar I styrjöldinni og lita á slíkt sem áróðsursbragð. Margir blökkumenn, bæði I borgum og sveit- um. eru eindregið þeirrar skoðunar að öryggissveitirnar birti ekki fregnir um lát allra sem falla, og jafnvel segir sagan að ekki sé skýrt frá dauða mála- liða frá Bretlandi, Ameriku, Evrópu og viðar Blökkumenn sem koma frá vigstöðv- unum viðurkenna að það hafi gerst að skæruliðar hafi drepið óbreytta borg- ara En þeir segja jafnframt að þessir borgarar séu „tshombes", þ e. menn sem skýra stjórnarhernum frá dvalar- stað og gerðum skæruliða og þess fólks sem skýtur yfir þá skjólshúsi, gefur þeim mat og aðrar nauðsynjar. Slikir svikarar fái nægar viðvaranir áð- ur en þeir séu drepnir Hvitu ibúarnir trúa að striðið snúist um viðnám gegn kommúniskum undir- róðursöflum en blökkumenn lita á það sem frelsisstrið, og þeir telja að það sé ekki spurning um hvort stjórn Smiths falli úr sessi heldur aðeins hvenær. Liklegast fæst svar við þeirri spurningu á næstu mánuðum. (Byggt á Observer).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.