Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977 Utreikningur FIB: Rekstur VW 1300 kostar 735 þús. FÉLAG íslenzkra bifreiðaeig- enda hefur reiknað út reksturs- kostnað Volkswagen 1300 bifreið- ar á sl. ári (7 ára meðaltal). Niðurstaðan er sú, að rekstur hennar kostar 630.392 krónur, en 734.753 krónur þegar 13V4 % INNLENT meðalvaxtakostnaður er reiknað ur með. í útreikningunum er miðað við 16 þúsund km. akstur á árinu og að bifreiðin eyði 11 litrum af benzíni á hverja 100 km. Miðað er við að benzinlítrinnn kosti 80 kr., smurt sé 8 sinnum á ári og dekkjanotkun sé 2'A dekk. Reksturskostnaðurinn greinist á eftirfarandi hátt: Afskriftir 197.815 kr„ benzín 176.000 kr., smurning 8.640 kr. hjólbarðar 24.975 kr„ varahlutir 60.000 kr„ viðgerðir 67.000 kr„ ábyrgðartrygging 27.384 kr„ kaskótrygging 53.928 kr„ bif- reiðaskattur 2.650 kr„ ýmislegt 12.000 kr. Boris Spasský Hort æfir nú kapp- samlega í fjallakofa - og lætur ekkert í sér heyra ENNÞÁ hafa engin svör borizt frá tékkneska stórmeistaranum Vlastimil Hort við hraðbréfi, sem Skáksamband Islands sendi honum 24. janúar s.l. I bréfinu var Hort beðinn um ýmsar upplýsingar, sem nauðsynlegt var að vita við skipulagningu einvfgisins. Vlastimil Ilorl Forráðamenn Skáksambands- ins hafa nú snúið sér til tékkneska sendiráðsins í Reykja- vík og óskað eftir liðsinni þess í málinu. Að mati forráðamanna Skáksambands íslands er enginn ástæða til að óttast að Hort mæti ekki til einvígisins né ástæða til að halda að hann sé með eitthvert Framhald á bls. 19 Álverið í Straumsvík: „Áherzla lögð á það að hreinsitæki verði sett upp sem fyrst” — segir dr. Gunnar Thoroddsen, sem á viðræður við Alusuisse í Sviss — VIÐ höfum átt fundi með for- ráðamönnum Alusuisse nú tvo daga f röð og þeim viðræðum er ekki lokið. Viðræðurnar hafa fyrst og fremst snúist um hreinsi- tæki fyrir Álverið f Straumsvík Innbrot hjá Framsókn UM HELGINA var brotizt inn í skrifstofur Framsóknarflokksins að Rauðarárstfg 18 í Reykjavík. Engu var stolið en mikið gramsað í skjölum og þess háttar. og höfum við f íslenzku viðræðu- nefndinni lagt mikla áherzlu á það að hreinsitæki verði sett upp f verksmiðjunni sem allra fyrst, sagði dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra f samtali við Morgunblaðið í gær. Ráðherrann er nú staddur í Swiss til viðræðna við Alusuisse og taka auk hans þátt í viðræðun- um þeir dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og Steingrímur Hermannsson, forstjóri Rannsóknaráðs rfkisins. Aðspurður kvaðst Gunnar Thoroddsen ekki geta sagt frá einstökum atriðum viðræðnanna, þar sem hann myndi fyrst gera ríkisstjórninni grein fyrir þeim við heimkomuna. Veggskreytingarnar eru eftir Kjarval — nú munu þær hvcrfa undir klæðningu. (Ijósm. Mbl. Ól. K. Mag.) Skreytingarnar í Austurstræti: Greiddi fyrir matinn með málverkinu NOKKRIR hafa haft samband við Morgunblaðið út af frétt blaðsins f gær um veggskreytingu sem kom f Ijós f húsum Isafoldar f Austurstræti. Eins og segir f fréttinni var verið að breyta til þar og kom þá fram undan veggklæðningu skreyting, sem talin er vera eftir Kjarval. 1 viðtali við Mbl. f gær staðfesti Axel Magnússon, að þetta væri eftir Kjarval, en bróðir hans, Einar Karl Magnússon, rak þarna kaffihús, Café Royal, um nokkurra ára skeið, kringum 1934. — Það var bróðir minn, Ein- ar Karl Magnússon, sem rak þarna um tima veitingahús undir nafninu Café Royal og er þessi mynd máluð á vegg næsta húss. Þetta er i húsinu nr. 10 og þar hafði bróðir minn breytt og látið gera eins konar innri veit- ingastofu, svipaða því sem nú er i Hressingarskálanum. — Kjarval var góður kunn- ingi bróður mins, og hann kom þarna oft til að borða og fá sér kaffisopa, enda var vinnustofa hans þarna í næsta húsi, uppi á loftinu f nr. 14. Kjarval bauðst til að launa bróður mínum greiðan á þennan hátt. Einar Karl var búinn að reka þennan veitingastað í um 2 ár þegar Nærmynd af hluta skreytingar- innar. hann veiktist og sá ég um rekst- urinn á meðan, en hann sá sér ekki fært að taka aftur við hon- um og var hún ekki starfrækt nema stuttan tíma eftir þetta, en það var sem sagt í kringum 1934—35 sem Kjarval málaði þessar skreytingar. — Þarna unnu einar 6 stúlk- ur, 3 á hvorri vakt, og var þetta eins konar „konditorí", sem kallað er og var Kjarval þarna fastagestur ásamt fleirum. t.d. man ég eftir Indriða Einars- syni/ sem kom þarna alltaf í kaffi og hann tók alltaf ein- hvern með sér. Axel sagði einnig um sam- skipti bróður síns og Kjarvals að þar sem þeir hefðu nú verið góðir vinir hefði ekki verið hirt um að skrifa niður neitt af þeirra viðskiptum og því hafi það kannski verið meðal annars þess vegna að Kjarval greiddi fyrir sig á þennan hátt. Það var frekar aumt líf hjá Kjarval á þessum árum, sagði Axel, og ég tók eftir því að þegar hann seldi mynd þá held ég að hann hafi næstum því gefið þær — yfirleitt að minnsta kosti, en þegar hann átti peninga gaf hann oft frá sér eða lánaði því hann þekkti alltaf einhverja sem voru enn verr staddir en hann. — Því má líka bæta við að hann var oft að yrkja, kom þá stundum í kaffi og las upp fyrir stúlkurnar, en það voru oftast þær sem afgreiddu hann, ég var aðeins þarna til að líta eftir í veikindaforföllum bróður míns, sagði Axel Magnússon að lok- um. Bagaspurs- mál hvenær loðnufryst- ing hefst — ÞAÐ er dagaspursmál hvenær loðnufrysting getur hafizt, sagði Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeild- ar Sambandsins, I samtali við Mbl. í gær. Sigurður sagði að síðustu mæl- ingar hefðu sýnt, að hrognainni- hald loðnunnar var orðið 10%, en töluverð áta var í loðnunni og hún ekki hæf til frystingar af þeim sökum. Hrognainnihaldið eykst með degi hverjum og þegar það er orðið 12%, má búast við því að loðnufrysting hefjist af fullum krafti. Norman Rees Bezta frétta- mynd 1976 af átökum á ís- landsmiðum FRÉTTASTOFA brezku sjónvarpsstöðvarinnar ITN hefur hlotið viður- kenningu í samkeppni Alþjóða sjónvarpshátíðar- innar í Monte Carlo fyrir beztu fréttaþjónustu í sjónvarpi árið 1976, og var viðurkenningin veitt fyrir tvær fréttamyndir af árekstrum milli íslenzkra varðskipa og brezkra freigátna meðan á fisk- veiðideilunni stóð árið 1976. Sami fréttamaður sá um gerð beggja myndanna, en það er Norman Rees, sem bæði var um borð í freigátu og varðskipi um þessar mundir, og talinn er hafa skýrt frá málinu af hlut- lægni. Þetta er annað árið í röð, sem viðurkenning þessi kemur í hlut fréttastofu ITN, en í fyrra var hún veitt í fyrsta skipti. Þá var viðurkenningin veitt fyrir fréttamynd frá bardagan- um um Newport-brúna í Víetnam-stríðinu. Börkur NK í toppsætinu LOÐNUAFLINN á vertíðinni var orðinn 233 þúsund tonn klukkan 10 í gærkvöldi. Áflinn slðasta sólarhring var tæplega 6 þúsund tonn. Einn þeirra báta, sem til- kynntu afla slðasta sólarhring, var Börkur NK. Var hann með 970 tonn og komst þar með I topp- sætið á vertfðinni með 9610 tonn. Guðmundur RE hefur fengið 9425 tonn, Sigurður RE 8500 tonn og Grindvíkingur 8090 tonn. Loðnubátarnir hafa undan- farna daga fengið loðnuna norður af Hvalbak. Gott veður var á þeim álóðum í gærkvöldi og búizt við góðri veiði, þrátt fyrir að mikil þoka væri á svæðinu. Austfjarða- hafnir eru sneisafuilar, en á morgun losnar töluvert rými eða samtals 7200 tonna rými, þar af mest á Seyðisfirði, 2500 tonna rými. Á Raufarhöfn losna 2000 tonn, 1200 á Neskaupstað, 1100 á Vopnafirði og 400 á Breiðdalsvik. Frá klukkan 22 í fyrrakvöld til 22 i gærkvöldi tilkynntu eftirtald- ir 19 loðnubátar afla til Loðnu- nefndar, samtals 5920 tonn: Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.