Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 14
14 MORCiUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977 Rangt að Iðnaðar- bankinn hafi neit- að sam- vinnu við aðra banka MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi fréttatilkynn- ing: Á forsíðu Alþýðublaðsins s.l. föstudag er frétt um nýjar regl- ur um tékkaviðskipti og í fyrir- sögn fullyrt, að Iðnaðatbankinn neiti samvinnu við aðra banka. í fréttinni gætir misskilnings um hvernig Iðnaðarbankinn hefur brugðist við fyrirspurn- um annarra banka og vill Sam- vinnunefnd banka og spari- sjóða af þessu tilefni upplýsa eftirfarandi um þetta mál. í nýsettum endurskoðuðum samstarfsreglum banka og sparisjóða um tékkaviðskipti, er tóku gildi 17. janúar s.l. segir svoil2.gr.: „Engar upplýsingar skal gefa í síma til óviðkomandi aðila um tékkareikninga, eigendur þeirra, stöðu eða færslur. Þó er deildarstjórum eða fulltrúum þeirra heimilt að gefa innláns- stofnunum takmarkaðar upp- lýsingar um viðskiptareynslu, tékkaumboð o.þ.h., ef verða mætti til að sporna við tékka- misferli“. Regla þessi hefur í aðalatrið- um gilt óbreytt á annan áratug. Orðalag hennar og efni byggir á langri reynslu i bankastörfum hérlendis og erlendis og stefnir að þvi að hafa í heiðri reglur um þagnarskyldu bankamanna, en jafnframt viðurkennt, að þeir megi annars vegar skiptast á lágmarks trúnaðarupplýsing- um innbyrðis til þess að sporna við misferli og hins vegar leit- ast við að greiða fyrir viðskipt- um með því að fá þær upplýs- ingar, sem greinin gerir ráð fyr- ir. Er fráleitt að halda því fram, að Iðnaðarbankinn hafi neitað samvinnu við aðra banka um þessi mál. Samvinnunefnd banka og sparisjóða. Eimskipafélagið: Ryðvamarstöðin mun stórbæta þjónustuna við bifreiðaeigendur Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi fréttatilkynning. Vegna ummæla í Frjálsri versl- un og einu dagblaði, vill Eimskipafélagið upplýsa eftirfar- andi: Ryðvarnarstöð Eimskipafélags- ins mun taka til starfa í maí næst- komandi. Hún mun verða ein full- komnasta sinnar tegundar á Norðurlöndum og stórbæta þjón- ustu við bifreiðaeigendur. Áætlað er að fullbúin muni stöðin kosta um 100 millj. króna. Heyrst hefur gagnrýni á Eim- skipafélagið frá vissum aðilum sem telja að Eimskipafélagið sé þarna að fara inn á nýtt svið. Þykir því rétt að skýra frá að- dragandunum að byggingu ryð- varnarstöðvarinnar: Þegar fréttir bárust um það á árinu 1975, að nokkrir bifreiða- innflytjendur hygðust kaupa Yfirlýsing frá stjóm Eimskipafélags íslands í „VÍSI" hinn 14. þ.m. er umsögn, tekin úr „Frjálsri Verslun", þess eðlis, að ástæða þykir til af hálfu stjórnar Eimskipafélagsins, að birta eftirfarandi: Stjórn H F Eimskipafélags íslands tekur ákvörðun í öllum veigamestu málum varðandi starfsemi félagsins. svo sem um framkvæmdaáætlanir. þar á meðal nýbyggingar skipa og bygg- mgar mannvirkja A fundi stjórnarinnar 9 september 1 975 var einróma samþykkt að reisa ryðvarnarstöð á athafnasvæði félagsins við Borgartún Allar dylgjur um ósamkomulag milli stjórnar og forstjóra félagsins eru ósannar og tilefnislausar með öllu For- stjóri félagsins nýtur óskoraðs trausts félagsstjórnar eins og margoft hefur komið fram á aðalfundum félagsins Eimskipafélagið hefur alla tíð verið trútt upphaflegri stefnu, sem mörkuð var við stofnun félagsins, að bæta samgöngur innanlands og á milli landa Jafnframt hefur þess ávallt verið gætt að halda félaginu í almennings- eign Stjórn H.F. Eimskipafélags íslands: Halldór H. Jónsson formaður, Ingvar Vilhjálmsson, Thor R. Thors, Pétur Sigurðsson, Axel Einarsson, Hallgrímur Sigurðsson og Indrið* Pálsson / ' y • áætlunarflug póstflug... Suma árstíma er flugþjónusta Vængja hf. einu samgöngumöguleikar fólksins í stórum byggöa lögum. Við fljúgum reglulega til: Hellissands, Stykkishólms, Búöardals, Suöurey.rar, Siglufjaröar. Bildudals, Gjögurs. Olafsvikur, Hvammstanga, Reykhóla, Hólmavíkur, Blönduóss Flateyrar, Tökum að okkur leiguflug. sjúkraflug.vöruflug hvert á land sem er. Höfum á að skipa 9 og 19 farþega flugvelum. öryggi • þægindi • hraði m H VÆNGIR h/f REYKJAVÍKURFLUGVELLI — Símar 26066 skip, var rætt við viðskiptavini Eimskipafélagsins og kom þá í Ijós m.a., að rík áhersla var lögð á að bifreiðir væru ryóvarðar strax eftir komu þeirra til landsins, enda lægju þær oft óafgreiddar i lengri tíma í vörugeymslum. Eins og kunnugt er, bera skipafélög ábyrgð á vörum, þar á meðal bif- reiðum, þar til tollstimpluð frum- farmskírteini eru afhent. Eim- skipafélagið treystir ser ekki til að afhenda bifreiðir úr sinni vörslu til ryðvarnar. Þess vegna ákvað stjórn Eimskipafélagsins aó reisa eigin ryðvarnarstöö á at- hafnasvæði félagsins til að bæta þjónustu við bifreiðainnflytjend- ur. Vegna umræðna um útflutning á ísfiski og flutninga á bifreiðum til landsins, skal eftirfarandi tekið fram: Eimskipafélagið heldur uppi reglubundnum vikulegum ferð- um til sex hafna í Evrópu og getur annast ísfiskflutninga eftir þörfum, í frystirými, kæligámum og frystigámum. Fáar óskir hafa borist félaginu um slíka flutn- inga. Ef viðhorf breytast og mark- aður opnast fyrir ísfisk er auðvelt fyrir Eimskipafélagið að annast flutninginn. Þaö er einkenni íslenskrar verslunar, að hún er háð miklum sveiflum. Sem dæmi má nefna að Eimskipafélagið flutti um 3900 bifreiðir árið 1976, sem er meira en helmings fækkun frá árinu 1974. Þegar bifreiðir eru tilbúnar erlendis til flutnings, hafa inn- flytjendur jafnan óskað eftir flutningi þeirra án tafar. Bifreiðir eru fluttar frá 11 höfn- um í Evrópu og Ameríku. Á árinu 1976 flutti Eimskipafélagið: á fyrsta ársfjórðungi um 370 bifreiðir, á öðrum ársfjórðungi um 1750 bifreiðir, á þriðja ársfjórðungi um 940, á fjórða ársfjórðungi um 800 bifreiðir. Tölur þessar tala sinu máli. Samkvæmt upplýsingum frá innflytjendum bifreiða er það víðsfjarri að bifreiðainnflytjend- ur hyggist hætta að flytja með skipum Eimskipafélagsins. Starfsmenn og forráðamenn Eimskipafélagsins hafa stöðugt samband við viðskiptamenn sina og hafa þeir almennt glöggan skilning á hinu viðtæka þjónustu- hlutverki félagsins, og að eigi má stöðva endurnýjun og uppbygg- ingu til enn bættrar þjónustu. Sem dæmi um þjónustu Eim- skipafélagsins má nefna að á árinu 1976 komu skip félagsins 907 sinnum á 85 hafnir erlendis og 1089 sinnum á 50 hafnir innan- lands utan Reykjavíkur. Eimskipafélag Islands hefur orð- ið að sæta mjög harðri samkeppni og það verða aðrir skipaeigendur að gera einnig, en sumum þeirra hættir, við, þegar þeir lækka flutningsgjöld, að kalla það sam- keppni, en þegar Eimskip gerir það sama er það nefnt undirboð. Islensku skipin þurfa að geta annað mörgum ólikum verkefn- um, bæði hvað snertir innflutning og útflutning. Við ákvörðun um skipakaup eða smíði nýrra skipa, ræður eftirfarandi: Hafnar- aðstaða, flutningsþörf og þörf yfir örar ferðir, fjármagn, heimild til lántöku, markaður á notuðum skipum og verð nýrra skipa. 26060 AÐEINS FYRIR SÖLUMENN Viltu njóta starfsins betur? Ljúka sölunni á auðveldari hátt? Svara mótbárum af meira ör- ygg'? DALE CARNEGIE SÖLU NÁM- SKEIÐIÐ hefur sannað gildi sitt fyrir sölumenn yfir 25 ár. Þar eru kenndar þekktar, hagnýtar og hvetjandi aðferðir, sem hjálpa þér að skerpa sölutækni þína og auka söluna. Námskeiðið getur hjálpað þér að: ÍT Gera söluna auðveldari. ir Njóta starfsins betur. ★ Byggja upp eldmóð ÍT Ná sölutakmarki þinu. ÍT Svara mótbárum með árangri. ÍT Öðlast meira öryggi. ÍT Skipuleggja sjálfan þig og söluna ÍT Vekja áhuga viðskiptavinarins. Innritun og upplýsingar í síma: œ 82411 f( L i nkaloyfi á Islandi „„T^Lstjórnunarskólinn a lU.'Ki Konráð Adolphsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.