Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977 SKEMMTILEG KEPPNI Á FYRSTA PUNKTAMÓTI UNGLINGA Á SKÍÐUM FYRSTA punktamót unglinga á skíðum á þessu keppnistímabili var haldið á Ilúsavfk dagana 5. og 6. febrúar s.l. Þátttaka í mótinu var allgóð og keppni skemmtileg f flestum flokkum. Kom nokkuð á óvart hversu Reykjavíkurung- lingar stóðu sig vel í keppninni, þar sem aðstaða til æfinga sunn- anlands hefur verið mjög slæm f vetur vegna snjóleysis. Helztu úrslit í keppninni urðu þessi: Svig stúlkna 13—15 ára: Halldóra Björnsd. Rvk. Svava Viggósd. Rvk. Ásdís Alfreðsd. Rvk. Svig drengja 13—14 ára: Björn Olgeirss. Húsav. Elías Bjarnas. Húsav. Ólafur Harðars. Ak. Svig drengja 15—16 ára: Jónas Ölafss. Rvk. Finnbogi Baldvinss. Ak. Trausti Sigurðss. Rvk. Stórsvig stúlkna 13—15 ára: Guðrún Leifsd. AK. 116,27 Asdfs Alfreðsd. Rvk. 123,67 Halldóra Björnsd. Rvk. 123,90 Alpatvfkeppni stúlkna ára: Halldóra Björnsd. Rvk. Ásdís Alfreðsd. Rvk. Guðrún Leifsd. Ak. Stórsvig drengja 13—14 ára: Björn Olgeirss. Húsav. 128,65 Einar Ulfsson, Rvk. 138,98 Jón Pétursson, Ak. 139,03 Alpatvfkeppni drengja ára: Björn Olgeirss. Húsav. Elías Bjarnas. Húasv. Ólafur Harðars. Ak. 99,20 99,55 99,95 86,71 92,45 94,30 95,01 95,08 100.26 13—15 39,26 42,38 43,10 13—14 0.0 91,02 107,76 Þaö var glatt á Hjalla í Gufubaðstofunni að Kvisthaga 29 sl. föstudag, er nokkrir fastagestir héldu upp á 20 ára afmæli stofunnar með Jónasi Halldórssyni sundkappa eins og glöggt sézt á þessari mynd, sem RAX tók. Stórsvig drengja 15—16 ára: Árni Þór Árnas. Rvk. 123,58 Kristinn Sigurðss. Rvk. 125,51 Ólafur Grétarss. Ak. 127,20 Alpatvfkeppni drengja 15—16 ára: Kristinn Sigurðss. Rvk. 66,30 Hannes Péturss. Húsav. 87,42 áþökogveggi nýrra og gamalla bygginga. Nýja hússtálið er fáanlegt í ýmsum litum, lengdum og gerðum. Það er auðvelt aö sníða, klippa og leggja. Hefur verið sett á allmörg hús hér á landi og líkar frábærlega vel. Verð þess er lægra en á mörgum öðrum tegundum klæðningar. Komið — hringið — skrifið, við veitum allar nánari upplýsingar. Komiö með teikningar, viö reiknum út efnisþörf og gerum verótiiboó. (Sjfl) PLANNJA yW y Sænsk gæðavara SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA BYGGINGARVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI82033 Walker lætur ekki að JOHN Walker, ný-sjálenzki Olympíumeistarinn í 1500 metra hlaupi sýndi um helgina að hann er ekki auðsigraður. Hann var meðal keppenda í innanhússmóti sem fram fór í New-York, og þrátt fyrir að hann væri nýlega stiginn upp úr veikindum vann hann nokkuð öruggan sigur í 1500 metra hlaupi á frábærlega góðum tima, 3:40,2 mín. Meðal þeirra sem Walker sigraði í hlaupi þessu var trinn Niall O’Shaughnessy, sem nýlega náði næst bezta árangri sem náðst hefur í milu- hlaupi innanhúss fyrr og síðar er hann hljóp á 3:55,4 mín. Þeir Walker og Shaughnessy tóku ekki forystu í hlaupinu i New-York fyrr en eftir fjóra hringi. Lengi vel var Shaughnessy i farar- broddi og er honum tókst að hindra að Walker tæki forystuna þegar um 1000 metrar voru búnir af hlaupinu, töldu flestir að trinn myndi sigra. En Walker var ekki á því að gefa sig og er síðasti hringurinn hófst tók hann mikinn sprett sem íranum tókst ekki að svara og kom í markið sem sigur- vegari. Shaughnessy varð hins vegar að láta einnig i minni pok- ann fyrir Bandaríkjamanninum Paul Cummings sem varð annar á sér hæða 3:41,4 mín. Tími Shaughnessy var 3:42,1 mín. Keppt var í mörgum öðrum greinum á mótinu i New-York. Jeanette Bolden frá Bandaríkjun- um sigraði í 50 metra hlaupi kvenna á 6,2 sek., en Andrea Lynch frá Bretlandi varð önnur á sama tima. í 50 metra hlaupi karla sigraði Bandaríkja- maðurinn Harvey Glance á 5,7 sek., landi hans McTear varð annar á 5,8 sek., Ed Preston, Bandarikjunum þriðji á 5,8 sek., og I fjórða sæti varð svo Olympiu- meistarinn frá Jamaica, Don Quarrie sem hljóp á 6,0 sek. t 800 metra hlaupi sigraði svo Mark Beiger frá Bandarikjunum á 1:49,3 min., Mike Boit frá Kenya varð annár á 1:49,7 min. Dwight Stones sigraði í hástökki, stökk 2,20 metra, Mike Tully, Banda- ríkjunum í stangarstökki, stökk 5,52 metra. í þeirri grein varð Earl Bell annar, stök, 5,40 metra og í þriðja sæti urðu Frakkinn Jean-Michel Bellot og Bandarikja- maðurinn Larry Jessee sem báðir stukku 5,20 metra. Á sama tíma og mótið i New- York fór fram keppti Tanzaniu- maðurinn Filbert Bayi, heims- methafi í 1500 metra hlaupi utan- húss á innanhússmóti í Louisville í Kentucky i Bandaríkjunum. Hann sigraði í hlaupinu á 3:57,2 min., sem er frábær árangur sér- staklega ef miðað er við það að hann fékk nánast enga keppni. Sagði Bayi eftir hlaupið, að hann hefði örugglega bætt heimsmetið í greininni, hefði hann fengið meiri keppni og byrjunarhraðinn hefði verið meiri. Á móti þessu vann landi Bayis, Suleiman Nymbui sigur í 3000 metra hlaupi á 7:47,9 mín., Aubrey Wilson frá Guyana sigraði i 500 metra hlaupi á 1:02,4 mín., Richard Newmann frá Jamaica sigraði í 1000 metra hlaupi á 2:23,8 min. Terry Albritton frá Bandaríkjunum i kúluvarpi, varpaði 21,5 metra og Paul Underwood, Bandarikjunum sigraði í hástökki, stökk 2,18 metra. NORÐMENN SLEGNIR ÚT SPÁNSKA liðið Atletico Madrid vann yfirburðasigur í leik sínum við norska liðið Bækkelaget i Evrópubikarkeppni bikarhafa i handknattleik. Leikur þessi fór fram í Madrid á laugardaginn or urðu úrslitin 27—20 fyrir Spán- verjana, sem Lengst af höfðu alit að 10 marka forystu í leiknum. Fyrri leik liðanna, sem fram fór i Ósló, lyktaði með jafntefli 19—19. Atletico Madrid er þar með komið í undanúrslit keppninnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.