Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 29
X. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1977 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ^ (/JATTTÍ^-'Lia'U Lf a.m.k. I umrætt skipti, þegar flug- vélinni var rænt, sem talað er um í bréfinu, voru öryggisverðirnir í verkfalli. Þeirra hlutverk er mik- ilvægt og virðist geta haft hinar víðtækustu afleiðingar ef þeir vinna ekki sín störf. 0 Fyrirbæri í lofti „Vegna athugasemdar frá Þor- steini Sæmundssyni varðandi grein mína i Velvakanda 11. febrúar, vil ég taka fram, að um- mæli þau sem ég hafði í huga, voru þessi: 1. Þegar Örnólfur hafði í sjón- varpsþættinum bent á, að meðal hugsanlegra skýringa á hinum umræddu fyrirbærum væri það, að þau stöfuðu frá íbúum annarra hnatta, sagði Þorsteinn Sæmunds- son: „Það er að vísu ekki hægt að neita þeim möguleika." — En Þessir hringdu . . % Enn um hassið — Nokkrir hafa haft samband út af hassmálum í framhaldi af þeirri umræðu sem verið hefur um það mál, sérstaklega i sambandi við skóla. Einn maður, Sturlaugur Björnsson, er með eitt atriði sem lítið hefur komið fram í þessari umræðu og sagði hann m.a.: — Mig langar til að vekja athygli á þvi að í þeirri umræðu- hrinu, sem staðið hefur yfir um þessar mundir um hassið hefur það ekki komið fram að nokkurt magn af hassi er blandað morfíni og mun það vera gert til að örva sölu á því. Þetta er það sem er stórhættulegt við hassið, menn ánetjast þarna öðru efni um leið SKAK Umsjón: Margeir Pétursson I landskeppni Sovétrikjanna og Júgöslaviu, sem fram fór í júgóslavneska bænum Krk í maí 1976 kom þessi staða upp i skák Palatniks, Sovétrikjunum, sem hafði hvftt og átti leik, gegn Krnié, Júgóslavíu: þetta, að möguleiki sé fyrir hendi, hlýtur að þýða, að málið sé um- ræðuvert. 2. Bæði í sjónvarpsþættinum og í útvarpsfrétt 17. sept. sl. kom fram að Þ. Sæm. hefði áhuga á að safna frásögnum og athugunum af þessu tagi, einmitt vegna þess að hann teldi, að um óleysta vísinda- lega gátu væri þarna að ræða. Þetta vona ég að valdi engum misskilningi. Þorsteinn Guðjónsson." % tsland áhugavert Hér verður lítillega brugðið út af venjunni og birt nafn manns sem hefur mikinn áhuga á ís- landi, vill koma hingað bráðlega og langar fyrst til að skrifast á við einhvern hér. Hann safnar frímerkjum, hefur áhuga á siglingum, garðrækt, ferðalögum og fleiru og er nafn hans og heim- ilisfang: R.M. Whiffen, 2 Bourne Rise, Colling Bourne, Marlborough, Wiltshire, U.K. % Spurning dagsins Nokkuð hefur verið rætt um verndun gamalla húsa i Reykja- vík í vetur og einnig um þá miklu flutninga fólks, úr gömlu hverf- unum til þeirra nýrri. Á að sporna við þeirri þróun að ykkar mati, lesendur góðir, og þá á hvern hátt? Nefndar hafa verið ýmsar leiðir, t.d. að hækka lán húsnæðis- málastjórnar til kaupa á gömlum íbúðum, en sjá lesendur fleiri lausnir á þessu máli? Eða á kannski ekkert að hafa áhrif á þetta, eigum við bara að láta fækka í eldri hverfunum smám saman og láta hendingu ráða hvort einhverjir koma í staðinn. HESTAR Walter Feldmann óskar eftir að kaupa tamda hesta til útflutnings. Þeir sem hafa hesta til sölu, vinsamlegast hafið samband við Sigurður Hannesson & co. hf. Ármúla 5, Reykjavík Sími 85513. 32. h6! Dxd4 33. Dxf7 (Hvítur hótar nú 34. Df8 + ) Hg8 34. e8=D Bxe8 35. Hxe8 og svartur gafst upp. Sovétmenn sigruðu með yfir- burðum í landskeppninni, hlutu 29 v. gegn 11. 1 liði Sovétmanna voru þau Vaganjan, Romaishin, Tukmakov, Sveschnikov, Palatnik, Cehov, Kochiev, Vladi- mirov, Zaitseva og Aksjarumova. Meðal júgóslavnesku þátt- takendanna voru Kurajica, Hulak og Barle.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.