Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1977 Oddur Björnsson: Tek undir með Brecht að leikhús, sem ekki er hægt að hlæja í er hlægilegt leikhús Á LITLA sviði Þjóðleikhússins standa nú yfir sýningar á leikritinu „Meistarinn" eftir Odd Björnsson. Leikritið var frumsýnt þann 20. janúar síð- astliðinn og er sýnt sem stend- ur tvisvar f viku, þ.e. á þriðju- dögum og fimmtudögum. Leik- stjóri er Benedikt Árnason og leikarar sem eru þrlr, eru þau Róbert Arnfinnsson, GIsli Álfreðsson og Margrét Guðmundsdóttir. Þetta er þriðja stóra stykkið, sem Oddur Björnsson sendir frá sér, hin tvö voru „Horna- kórallinn" og „Dansleikur". Morgunblaðið spjallaði stutt- lega við Odd Björnsson I gær og spurði hann nánar út I verkið. „Þetta er að vísu þriðja stóra leikritið af fullri lengd, sem ég skrifa, en ég hef samið heilmik- ið af styttri leikritum, sem hafa til dæmis verið leikin í útvarp. Leikritið, sem hér um ræðir, tekur eina klukkustund og tuttugu mínútur í flutningi og er það sýnt í einni striklotu, því okkur þótti ekki taka því að hafa hlé. Jú, mig langar mikið til að leggja út á þá braut að fara að semja meira af stærri verkum, en það er heilmikið átak og tekur sinn tíma og þar eð ég hef fengist við kennslu hef ég ekki getað gert eins mik- ið af því og ég hefði viljað. Leikritið ,,Meistarinn“ samdi ég sfðastliðið sumar og haust. í hlutverki meistarans er Róbert Arnfinnsson. Hans hlut- verk inniheldur lengstan og mesta textann (en hin hlut- verkin eru ekki síður þýðingar- mikil), og er á gríðarlega breið- um „skala", sem spilar á ýms- um tilbrigðum. En hin hlut- verkin eru konan, sem Margrét Guðmundsdóttir leikur og ung- ur, nýútskrifaður lækna- kandfdat, sem Gísli Alfreðsson hefur með höndum". — Um hvað fjailar verkið? „Ja, ,,Meistarinn“ fjallar eig- inlega um æviskeið manns. Það er tfmalaust og gæti gerst hvar sem er og hvenær sem er. En einn fastur punktur þó er að leikritið gerist í litlu þorpi ein- hvers staðar nálægt sjó. Meist- arinn er gamall maður, brotinn og bramlaður. Hann fæst við „meistarastykkið" sem hann finnur sig knúinn til að ljúka áður en hann er allur. Hann fæst við það að smfða líkan af skipi, sem er að sjálfsögðu „symbólik". Ungi læknirinn, sem er fríð- ur sýnum er að áliti meistarans hæfur til þess að gerð sé á honum ákveðin tilraun í því tilefni að ljúka meistarastykk- inu. Þótt hann hefði getað tekið hvaða unga mann, sem var valdi hann þennan unga kandídat. Meistarastykkið gengur svo upp í leikslok á óvæntan hátt sem að sjálfsögðu er ekki rétt að segja frá hér. Áhorfendur koma auga á hvað og í hverju þetta meistarastykki er fólgið og í því felst hin markvissa spenna leiksins. Auð vitað er af endalokum • þessa verks hægt að draga margvíslegar ályktanir eins og af flestu og menn ganga út að Atriði úr „Meistaranum". sýningu lokinni með misjafnar hugmyndir og skoðanir á leiks- lokum. En við, sem að verkum stöndum, þurftum að sjálf- sögðu að standa klár á því f hverju meistarastykkið og lausn þess er fólgin. Þegar unga læknakandfdat- inn fer að gruna í hverju til- raun gamla mannsins sé fólgin reynir hann að sjálfsögðu að hamla á móti henni, þar eð hugsunin er honum ekki geð- felld. Einhvern tíma varð gamli maðurinn á sinni lffsleið, það er að segja á þvi timabili eftir að hann lauk þvf skeiði, sem ungi maðurinn nú lifir og áður en hann varð gamall maður, fyrir mikilli lífsreynslu, sem hann sjálfur kallar „gjörningaþoku“ og i því er lykillinn fólginn. — Konan, sem er aldurslaus, svíf- ur einhvers stðar mitt á milli þeirra tveggja og hefur komið við sögu f lifsreynslu meistar- ans, skilur hvert hann er að fara og sættir sig þar af leið- andi við málalok, það sem ungi maðurinn gerir hins vegar ekki. En hér er um viðkvæmt efni að ræða og því tel ég ekki rétt að rekja „þema“ verksins nánar,“ sagði Oddur. Aðspurður um hvort leikrit þessu svipaði eitthvað til „Dorian Gray“ eftir Oscar Wilde, svaraði hann, að það væri ekki f jarri sanni, her væri alla vega um svipuð viðfangs- efni að ræða, það er æskuþokk- ann, sem allir vilja halda f, eða réttara sagt æskuna sjálfa. „Aðdragandinn að verkinu voru hugleiðingar mfnar um þessi mál, sem ég hafði gaman af að glfma við sem nokkurs konar þraut“, sagði Oddur. , „Mér fannst þetta svolítið æs- andi og hugsaði með mér að slfkt verk væri gaman að leysa tæknilega enda er allt hægt í leikhúsi nema að vera leiðinleg- ur. Ég tek undir það sm Brecht sagði: Leikhús, sem ekki er hægt að hlæja í, er hlægilegt leikhús". Er „Meistarinn“ þá „farsi“?. Nei, alls ekki. Þetta er grafal- variegt verk, hvorki „farsi“ né villt kómedfa eða gamanleikur. En meistarinn sjálfur er svo frumlegur að hann spilar bæði á létta strengi sem alvarlega, snýr út úr öllu og tekur upp á hinu og þessu. Stundum minnir samspil þessara þriggja er við sögu koma kannski eitthvað á borð-tennis leik. En eins og ég sagði áðan er hér um svolitið viðkvæmt efni að ræða og það gæti ef til vill ruglað fólk, ef farið er út í nánari hugleiðingar um verkið áður en það sér það með eigin augum. „Meistarinn“ er stykki, sem hefur marga fleti og þar af leið- andi gefst fólki tilefni til að draga margvfslegar ályktanir, en framsetningin er einföld og spennan markviss," sagði Odd- ur Björnsson að lokum. — HÞ Sigrlður Kristinsdóttir: Hugleidingar 2. flokks borgara í Morgunblaðinu 1. febrúar s.l. rak ég augun í grein, með yfir- skriftinni: „Ekki talið rétt að kvenfólk ætti sæti í sóknarnefnd- inni.“ Að loknum lestri greinar- innar hló ég lengi og innilega. Karlar eru óborganlega skoplegir, þegar þeim tekst upp. Mér fyndist alveg tilvalið, að nýja sóknin tæki upp nafnið „Vfðsýnisstaðasókn“. Hvað veldur þessari afstöðu karla til jafnstöðu kvenna? Gaml- ir fordómar, valdagræðgi, illvilji, ótti, klára heimska, eða allir þess- ir þættir í bland. Þeir ættu að athuga það, þessir miklu karlar, að þeir eru allir II. flokks borgarar í aðra ættina, eins og nú standa sakir. Reglugerð fyrir lifyerissjóð Austurlands, barst mér i hendur, þar stendur í 13.gr. „Makalífeyrir: Nú andast sjóð- félagi, sem naut elli- og örorkulíf- eyris úr sjóðnum eða greitt hafði iðgjald til hans a.m.k. 6 mánuði á undanfarandi 12 mánuðum og lætur eftir sig ekkju og á hún þá rétt á lífeyri úr sjóðnum, enda hafi hún verið orðin 35 ára að aldri við fráfall sjóðfélagans, hjónabandið hafi staðið a.m.k. 5 ár og verið stofnað, áður en sjóð- félaginn náði 60 ára aldri. Láti sjóðfélagi eftir sig barn innan 18 ára aldurs, sem hann hefur átt með eftirlifándi eigin- konu sinni, skal þó ekkjulífeyrir veittur án tillits til hjúskapartíma og aldurs sjóðfélaga og ekkju hans. Kjörbarn þeirra veitir sama Sigrfður Kristinsdóttir rétt, enda hafi ættleiðingin átt sér stað fyrir 60 ára aldur sjóðfélag- ans, áður en hann missti starfs- orku sína og a.m.k. einu ári áður en hann lézt. Ennfremur skal ekkjulífeyrir veittur án tillits til hjúskapartíma og aldurs sjóð- félaga og ekkju hans, ef trygg- ingayfirlæknir telur ekkjuna vanta 50% eða meira á fulla starfsorku.“ (undirstrikun mín SK) Þetta er um hinn karlkyns sjóðfélaga, svo kemur rúsínan um kvenkyns félagann.,,Heimilt er sjóðstjórn, að greiða ekkli, sem sjóðfélagi lætur eftir sig, allt að þeim lífeyri, sem ekkja ætti rétt á, er eins stæði á, enda hafi ekkill- inn skerta starfsorku eða hinn látni sjóðfélagi teljist hafa verið aðalfyrirvinna heimilisins." (undirstrikun mín SK) Sem sagt, sjóðsfélagsréttindi kvenna falla niður, nema ekkill- inn geti sannað, að hann hafi ver- ið aumingi á framfæri konu sinn- ar. Hver var að efast um jafnrétti kynjanná? I mörg ár hef ég rennt hýru auga til „helmingaskiptareglunn- ar“, í stað samsköttunar hjóna. Nú hillir undir þessa reglu í nýja skattalagafrumvarpinu, en virðist þá aðeins eiga að verða samskött- un í nýju formi. Það er ekki hálf breyting til bóta, ef hjónin eiga áfram að telja fram til skatts á sama eyðublaði, álagðir skattar hjónabirtir í einu lagi í skattskrá, nægilegt að senda öðru hjóna til- kynningar, hjónin beri áfram óskipta ábyrgð á greiðslum skatta og innheimta ríkissjóðs geti geng- ið að hvoru þeirra um sig, til greiðslu á sköttum beggja. Þetta verður alveg sama fyrirkomulag og nú er, karlmaðurinn talinn bera ábyrgð á öllu saman, eða öll ábyrgðin færð yfir á konuna, sem er engu meiri sanngirni. Með helmingaskiptareglunni eiga hjónin að telja fram til skatts hvort á sínu eyðublaði, teljast hvort um sig sjálfstæður skatt- þegn, með jafnan persónuafslátt og jafn mikla skattlausa eign eins og um ógifta einstaklinga sé að ræða. Öðlast eiginkonan þá aftur þau mannréttindi, sem hún var og er enn svipt við hjónavígsluna, fær aftur að telja fram til skatts á eigin nafni og bera sjálf ábyrgð á greiðslu skatta sinna. Skatt- hagræði vegna útivinnu beggja maka á ekki að hafa áhrif á þessi atriði. Það á að búa þannig að heimilunum að það sé ávinningur að ganga í hjónaband, en ekki fjárhagslegt tap og mannréttinda- Framhald á bls. 25 Byggingarfélag verkamanna Reykjavík. TIL SÖLU þriggja herbergja íbúð í 10 byggingarflokki við Stigahlíð. Félagsmenn skili umsóknum sínum tilskrifstofufélagsins að Stór- holti 16 fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 22. febrúar n.k. Félagsstjórnin. 28644 FTj'ILIjll 28645 Hafnarfjörður — einbýlishús Járnvarið timburhús, kjallari, hæð og ris á góð- um stað í gamla bænum. Gott tækifæri til að , gera góð kaup. Verð 8,5 — 9 millj. Útborgun samkomulag. Höfum kaupendur að 4ra herb.íbúð í Snælandshverfi eða sem næst því í Kópavoginum. Má vera tilbúin undir tréverk. OKKUR VANTAR ALLAR TEGUNDIR EIGNA Á SKRÁ. SÖLUSKRÁ VÆNTANLEG UM MÁNAÐAMÓTIN. EtdrCp f asteignasala Öldugötu 8 símar: 28644 : 28645 Solumaður Finnur Karlsson heimasimi 434 70 Valgarður Sigurðsson lögfr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.