Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 5
I MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977 5 Klukkan 18.45: Rokkveita ríkisins Þátturinn Rokkveita rfkisins er á dagskrá sjónvarps- ins klukkan 18.45 í kvöld, þar verður kynnt hljómsveitin Deildarbungubræður, sem sjást hér á meðfylgjandi mynd. sem haldinn er venjuleg- um kynþáttafordómum. Sagt er að það sé lesanda að dæma hver svo sé fórn- arlambið sem sagan dregur nafn sitt af. Stíll Bellows sem alltaf var og hefur verið litríkur er talinn hafa tekið á sig íburðarmeiri blæ með bók hans „Ævintýri Augie March“, sem út kom árið 1953. Svo og þótti sú bók mjög rgamansömum tón. Sjálfur lýsti Saul Bellow því yfir í einhverju bókmenntatímariti ef til vill með fyrri verk sín í huga, að rithöfundar hneigðust að þvi að ýkja skapgerð mannsins. Til að leiðrétta sitt eigið ójafn- vægi í upphafi ritferils síns hóf hann eftir 1950 að höfða til annars heims, ævintýra og ímyndunar- afls, að því er segir ein- hvers staðar í krítík. Þá er sagt að persónugervingar hans hafi orðið virkilega lifandi, bæði kom það í ljós í tali þeirra og útliti. Draumaheimur og heimur veruleikans kemur mjög í ljós í bók Bellows um Regn- konunginn Henderson, sem kom út árið 1959. Þar er mjótt bilið milli raun- veruleika og heims ævin- týranna. Árið 1961 var gefin út bók eftir hann, sem bar nafnið ,,Herzog“ og þykir hún komast næst þvi að vera sjálfsævisaga hans. Hún fjallar um mennta- skólakennara. Önnur bók hans þykir einnig líkleg til að vera spegilmynd af lífi höfundar en það er bókin um ævintýri Augie March, sem lýsir lífinu í Chicago, þar sem Bellow bjó frá níu ára aldri. Sem kunnugt er hlaut Saul Bellow bókmennta- verðlaun Nóbels í október síðastliðnum og var rök- stuðningur sænsku aka- demíunnar sá að hann hlyti verðlaunin fyrir „mann- legan skilning og skarpa skilgreiningu á menningu samtimans.“ Við móttöku verðlaunanna sagði Bellow: „Ritstörf eru ein- manalegt starf en nú er ég allt í einu í sviðsljósinu, einkalíf mitt er á uppboði“. Enn fremur sagði Bellow við þetta tækifæri: „Ég gleðst yfir að fá verðlaunin en ég hefði komizt vel af án þeirra. Barnið í mér gleðst en fullorðni maðurinn er efagjarn." Er hann var spurður að því hvort hann ætti verðlaunin skilið, svaraði hann: „Enginn á neitt skilið. “ Bellow hlaut ennfremur á þessu ári Pulitzer- verðlaunin bandarísku. Saul Bellow lauk háskólaprófi í mannfræði og þjóðfélagsfræði árið 1937, þótt hann hefði þá verið löngu ákveðinn í því að gerast rithöfundur. Hann hefur síðastliöin fjórtán ár verið fastráðinn prófessor við enskudeild Chicagoháskóla. Hann er fjórkvæntur og á þrjá syni, einn með hverrri þriggja fyrstu eiginkvennanna. Á æfingu hjá Háskólakórnum. Háskólakórinn í söng- ferðalag til Skotlands ERLA ELÍN Hansdóttir, for- maður Háskólakórsins, hafði sam- band við blaðiö I gær ( tilefni af þvf, að Iláskólakórinn fer f tfu daga söngferðalag til Skotlands þann 26. febrúar n.k. ..Ástæðan fyrir því að kórinn valdi Skotland var ódýr flugfar- gjöld þangað, svo og eru þetta heimaslóðir stjórnanda kórsins, Rutar Magnússon. Kórinn mun halda sex tónleika í þessari ferð, í Edinborg, Stirling, Aberdeen og Dundee og fleiri háskólabæjum," sagði Erla Elín. ,,Við syngjum á vegum tón- listarfélaga og tónlistardeilda við viðkomandi háskóla, bæði i sölum og í kirkjum og þar af leiðandi eru efnisskrárnar tvær, þ.e. bæði kirkjulegs og veraldlegs eðlis. Með kirkjulegu tónlistinni sem við flytjum munum við leitast við að kynna þróun íslenzkrar kirkju- tónlistar frá miðöldum og fram til vorra daga. Kennir þar margra grasa svo sem útsetningar dr. Róberts A. Ottóssonar á gömlum sálmalögum úr Gralláranm. Veraldlega tónlistin, sem við flytjum, verður m.a. „Tíminn og vatnið" eftir Jón Ásgeirsson, „Tveir madrigalar" eftir Atla Heimi og svo svona gullaldarverk eins og „Fyrr var oft í koti kátt“ og að sjálfsögðu margt þar á milli, fyrir utan bæði skozk og íslenzk þjóðlög. 1 Háskólakórnum eru fjörutíu og fjórir nemendur við H.í. úr öllum deildum og er þetta fimmta starfsár kórsins. Áður en kórinn heldur af stað mun hann halda tvo tónleika, annan á vegum tónleikanefndar H.í. laugardaginn 19. febrúar klukkan 3 í Félagsstofnun stúdenta og hinn verður „bolludagskonsert" á sama stað, klukkan 9 mánudaginn 21. febrú- ar. Efnisskrá beggja tónleikanna verður mjög svipuð," sagði Erla Elín að lokum. Dieneue FruWings- mode HRIFANDI OG ÞOKKAFULL MEIRA AUGNAYNDI GETUR VORTÍZKAN EKKI ORÐIÐ — og allt getið þér sniðið og saumað sjálfar — Tizkufatnaður, sem töfrar: Vortízkan i „NEUE MODE". Léttir og þægilegir kjólar, nýstár- legur og sportlegur stfll, nýtizku- leg pils og blússur, heillandi sparikjólar og smekkleg gallaföt — allt hið fegursta, sem vorið hefir að bjóða, og fullnægir ítrustu tízkukröfum yðar. Með aðstoð „NEUE MODE" mun yð- ur reynast leikur einn að sníða og sauma sjálfar — eini vandinn er að velja úr hinum 87 hárná- kvæmu sniðum. Fyrir byrjendur: Tvær myndskreyttar sniðaarkir, sérlega handhægar og greinileg- ar, til leiðbeininga um sauma- skap. Febrúarhefti „NEUE MODE" fæst nú á öllum útsölustöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.