Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978 11 Waddill en dómendur gátu samt ekki komið sér saman um það. Aldrei áður hafði það gerst eftir margra vikna hlé á réttarhöldum að kviðdómi væri sagt að breyta skilgreiningunni á dauða. Þá hafði það ekki gerzt áður í Kaliforníu að læknir væri ákærður fyrir brot á lögum um misþyrmingu á barni og morð í senn. Kviðdómurinn horfist því í augu við mikinn vanda, þegar réttar- höldin verða tekin upp að nýju. Hann verður að úrskurða hvort heili „Weaver-stúlkubarnsins" eins og fóstrið hefur verið kallað, hafi starfað. Ákvörðunin verður ekki auðveld. Heilasérfræðingur nokkur hefur til dæmis lýst því yfir, að þegar saltupplausn sé notuð til fóstureyðingar valdi hún slíkum heilaskemmdum á fóstrinu og heilinn verði næstum ef ekki algerlega óstarfhæfur. „Samt barðist barnið við að ná andanum og grét,“ segja hjúkrunarkonur. Hver svo sem úrskurður kvið- dómsins verðúr og hvort sem Mary Weaver fær 17 milljónir dala í skaðabætur eða ekki, þá er aug- ljóst að mál þetta hefur mikil áhrif í heimi læknavísindanna og á viðhorf fólks til frjálsra fóstur- eyðinga. Sjúkrahús vítt og breitt um Bandaríkin hafa hert mjög eftirlit með fóstureyðingum. Mörg sjúkrahúsanna hafa endurbætt öndunartæki sín til að koma í veg fyrir að það sama gerist og í Weaver-málinu. Hópar andvígir fóstureyðingar- löggjöfinni notfæra sér þetta mál þó óspart og benda á það, að þegar saítupplausn er notuð við fóstur- eyðingu fæðist barn oft lifandi til þess eins að verða síðan drepið. Hæstiréttur Bandaríkjanna úr- skurðaði 1973 að fyrstu tólf vikur meðgöngutímans væri konum það í sjálfsvald sett hvort þær létu eyða fóstri. Eftir þann tíma geta yfirvöld í ríkjum Bandaríkjanna fyrirskipað vissar takmarkanir en í Kaliforníu eru engin ákvæði um slíkt. Fáir læknar munu hætta á að eyða fóstri eftir 24 vikna með- göngu. Dr. Waddill hefur þegar viðurkennt að hafa ranglega álykt- að að Mary Weaver væri komin 23 vikur á leið. En meginákæra stúlkunnar er sú að læknirinn hafi logið að sér um lengd meðgöngu- tímans. Ákvæði um frjálsar fóstureyð- ingar hafa þegar verið hert í vissum fylkjum í Bandarikjunum og í mörgum öðrum, þ.á m. Kaliforníu, eru uppi tillögur um slíkt. „Verði dr. Waddill fundinn sekur,“ skrifaði þekktur fæðingar- læknir, „mun það fá alla lækna og hjúkrunarkonur i Bandaríkjunum til að hugsa sig tvisvar um áður en fósturlát er framkvæmt...“ H.Þ. tók saman. hverfum Lundúnaborgar til að bjarga sér í nokkra daga á eigin spýtur úti i náttúrunni. Það þarf varla að minna forystumenn B.I.S. á, að þetta var upphafið að fjölmennustu og ég leyfi mér að segja beztu æskulýðshreyfingu heims. Með skátakveðju, Ólafur B. Halldórssoh. ritari Skátafélagsins Einherja, Isafirði. AUGLÝSIIMG ATEIK NISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 sími 25810 Sævar og Jón L. með 4 vinninga SÆVAR Bjarnason gerði jafntefli við Rohde frá Bandaríkjunum í fimmtu umferð opna skákmótsins í New York og Jón L. Árnason vann Meyer frá Bandaríkjunum. Eftir 5 umferðir er Rohde efstur með 4 xk vinning og Sævar og Jón koma næstir ásamt fleiri skák- mönnum, þar á meðal Benkö, með 4 vinninga. Næstur Islendinganna er Bragi Halldórsson sem vann sína skák í 5. umferð og er með 3 vinninga. Guðni Sigurbjarnason er með 2'/2 vinning en hann gerði jafntefli í fimmtu umferð, Jóhannes Gísla- son og Ásgeir Þ. Árnason eru með tvo vinninga, en Jóhannes gerði jafntefli en Ásgeir tapaði sinni skák í fimmtu umferð. Margeir Pétursson er með 1 '/1 vinning en hann tapaði fyrir Pavlovich frá Júgóslavíu í fimmtu umferðinni. Sex umferðir eru eftir. Guðmundur í 2.—3. sæti GUÐMUNDUR Sigurjónsson er nú í 2—3. sæti á skákmótinu í Esbjerg ásamt Mestel og eru þeir með 3'/2 vinning eftir 5 umferðir, en Larsen er með 4 vinninga og biðskák sem Guðmundur sagði i gærkvöldi að hann myndi líklega vinna og verða þá með „fullt hús“. í fjórða sæti er Farintos með 3 vinninga og biðskák. Guðmundur tefldi við Danann Jens Christiansen í 4. umferð og lauk skákinni með jafntefli og í fimmtu umferð vann Guðmundur Norðmanninn 0gaard. Guðmund- ur hefur þá hlotið 3'/2 vinning úr síðustu fjórum umferðum en hann tapaði fyrir Mester í fyrstu umferð. Umferðirnar verða 13. Fálkinn í fararbroddi (Ceittei € 30 ORIGINAL DISCO HITS Moody Blues Þá eru þeir loksins byrjaðir aftur og hafa aldrei verið betri og ferskari en einmitt nú. Andy Gibb Einn þeirra Bee Gees bræðra meö sína aðra breiöskífu, sem er enn betri en sú fyrri og trjónar nú í efstu sætum vinsældalista um heim allan. ftáxx** Hí-Tensí"on, Let’s Afl Chant, Whot'iYour Name Mov&Yovr Body, Emotions, Native NewYbrker - Greatest Party Albvm fver! Disco Double Ný frábær tvöföld plata frá K-tel með Abba, Baccara, Hot Chocolate, Barry White, Samantha Sang o.fl. o.fl. l'HE ALBION BAND Tom Petty and The Graham Parker Heartbreakers Tom Petty er einn athyglisverðasti tónlistamaöurinn sem komið hefur fram í Bandaríkjunum lengi. Hann sameinar „west-coastrock“ og „nýbylgjurock" á frábæran hátt. Ein af mögnuðustu hljómleikaplötum sem út hafa komið í langan tíma. Nýbylgjutónlist í sérflokki. The Albion Þegar 9 af bestu „folkrock11 tónlistar- mönnum Bretlands koma saman getur útkoman ekki orðið nema á einn veg; FRÁBÆR! Darkrsosa ;orj ths 2' .ot. Toívn Meistari Dylan með nýja plötu sem gagnrýnendur keppast hver um annan þveran að dásama. Bruce Springsten. Bob Seger Þegar Bruce Springsten kom fram var hann talinn bjartasta von banda- rískrar rocktónlistar og þessi plata sannar að hann var traustsins verður. Ef þú ert Eagles aðdáandi og ert þreyttur á að bíða eftir plötum frá þeim þá bjóöum viö þig velkominn í verslanir okkar að hlusta á Seger, þar sem honum svipar um margt til þeirra, enda aðstoöa þeir hann á þessari plötu. Versliö þar sem úrvalið er mest. Sendum í póstkröfu samdægurs um land allt. Heildsölubirgðir fyrirliggjandi. FALKINN Suðurlandsbraut 8 Sími 84670 Laugavegi 24 Sími 18670 Vesturver Sími 12110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.