Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978 29 mennsku sem Islendingar kynnt- ust í Bandaríkjunum. Gott væri ef við gætum leitt fleiri góð mál til Dana og kvittað þannig fyrir góða og slæma fræðslu liðins tíma. Bréfritari Velvakanda vakti athygli á Svisslendingum sem dæmi um þjóð sem langt er komin í málefnum afbrotamanna. í Sviss ku vera bannað að birta fregnir af afbrotamálum segir hann. Ekki kemur mér á óvart að læra megi margt gott af Svisslendingum, sem láta hina óbreyttu borgara kjósa um afstöðu til ólíklegustu mála og manna til að laða fram skoðanir og viðhorf almennings til betra þjóðfélags. Sama gera Bandaríkja- menn í ríkara mæli en við höfum gert hingað til. Misjafnlega full- komnir kjörnir fulltrúar eru ekki látnir vafstra með öll mál eins og hér. á landi og þegar loksins er kosið á fjögurra ára fresti eru vandamálin orðin svo yfirþyrm- andi að ekki verður við neitt ráðið. Því ekki að spyrja fólkið um álit á stærri og smærri málum meira en gert hefur verið? Málaflokka eins og varnarmál, vegamál, brú- arlagningar, gengissig, bjórmál, verndun gamalla húsa o.s.frv. Hvers vegna ekki að mynda hina nýju stjórnarskrá með því að spyrja hinn almenna borgara hvernig hann vilji að stjórnar- skráin sé upp byggð úr því hinir kjörnu fulltrúar voru þess ekki megnúgir að koma fram með breytingar á henni eins og talað hafði verið um? Stjórnmálamennirnir hafa veigrað sér við að nota vaid sitt til að ná tökum á verðbólgunni jafnvel þótt þeir hafi haft 70% fylgis kjósenda. Ekki má treysta á að hinir nýju valdhafar finni úrlausnir frekar en fyrri daginn. Það sýnir tvístig þeirra í stjórnar- viðræðum undanfarinna daga. Óvissan heldur áfram svo lengi sem almenningur er ekki látinn taka af skarið með kosningum. Það hefur oft sýnt sig að lýðræði okkar er of veikt og meira aðhalds frá almenningi sé þörf til að veita hinum kjörnu fulltrúum brautar- gengi. Ef við færum það bezta af reynslu annarra þjóða upp á aðstæður hérlendis og látum íbúana taka af skarið í meirihluta- kosningum þá er ekki vafi á því að það er bezta* lausnin í landi þar sem allir eru vel upplýstir. S.A.“ Þessir hringdu . . • Hraðið stjórnarmyndun Slík var ósk borgara er hafði samband við Velvakanda og vildi benda á, að mikið lægi við að hraða stjórnarmyndun til þess að hægt væri að ganga strax í að ieysa þau vandamál sem hvar- vetna blöstu við í þjóðlífinu og ef allt ætti ekki bara að fara í strand. — Auðvitað skii ég að vel þurfi að huga að öllum atriðum í sambandi við svo viðamikið og viðkvæmt mál, sagði borgarinn, og gera þarf nákvæma málefnasamninga milli aðila er standa að ríkisstjórn til þess að allt fari nú vel í samstarfi. En mér finnst líka að vel þurfi og hratt að vinna að því máli og ekki megi slóra. Fram hefur komið að cokkrar vikur líða jafnan frá kosningum og þar til stjórn hefur verið mynduð og tekur til starfa og þykir það í sjálfu sér ekki undarlegt, en mér finnst að ríkjandi aðstæður í efnahagsmál- um ættu að ýta nokkuð mikið á eftir því að menn hraði sér við þetta verkefni. Ég tek fram að þessi ábending er aðeins sett fram SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á opnu skákmóti í Limhamn í Svíþjóð í vor kom þessi staða upp í skák Svíanna Harry Schiisslcrs. sem hafði hvítt og átti leik, og Arne Bjuhr. til þess að lýsa mínum sjónarmið- í einn eða neinn, aðeins bent á þörf um og sjálfsagt margra annarra, þess að hraða málum sem kostur en ekki er verið að skammast út er. HÖGNI HREKKVÍSI „Annar leynifundur í Högna-sambandinu!" S\GeA V/GGA 2 itLVt9AH 'Einmitt liturinn. sem ég hafði hugsað mérr „Nýtt Kópal gæti ekki verið dásamlegri málning. Ég fór með gamia skerminn, sem við fengum í brúðkaupsgjöf. niður i málningarverzlun og þeir hjálpuðu mér að velja nákvæmiega sama lit eftir nýja Kópal tónalitakerfinu." „Þaö er lika allt annaö að sjá stofuna núna. Það segir málarinn minn líka. má/ninghlf Ég er sannfærð um það, aö Nýtt Kópai er dásamleg málning. Sjáðu bara litinnl" Verktakar Ræktunarsambönd INTERNATIONAL TD8B Verð 10/778 kr.12.400.000 Til afgreiðslu strax. Fáið ykkur „nashyrning”. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 (Hvítur hótar nú einfaldlega að skipta upp í unnið endatafl með 34. H8b7. Svartur grípur því til örþrifaráða): IIxd3, 34. cxd3 — De5. 35. IIIb7+ - Kdfi. 3fi. IId8+ og svartur gafst upp, því að hann verður mát. Svíarnir Schiissler og Ernst urðu jafnir og efstir á mótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.