Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 53 Gjafabækur Almenna bókafélagið Austurstrætí 16 — sími 19707 Skemmuvegi 36, Kópavogi — Sími 73055. HQBBIT Fáar bækur hafa hlotið jafn almenna aðdáun og vinsældir og ævintýrasagan um Hobblt og á það jafnt viö um foreldra, kennara og ritdómara, en umfram allt börn og unglinga. PÉSI REFUR er létt og kátleg dýrasaga — viðfetldinn lestur hverjum sem er og ágæt til upplestrar fyrir lítil börn. TÓTATÍKARSPENI var lítil stelpa sem enginn vildi hlusta á því að allir voru svo uppteknir. En svo fann hún tréð og þaö hafði tíma til aó hlusta. Höfundar myndanna í bókinni Hlynur Örn og Kristinn Rúnar eru 11 og 13 ára. SAGAN UM SÁM Hin fræga saga eins kunnasta af núlifandi höfundum Svía Per Olof Sundmans. Hún er byggö á Hrafnkels sögu Freysgoða, en er færö til nútímans. Hrafnkell Freysgoði akandi í Range Rover um víöáttur Austurlands. NJÓSNARI í INNSTA HRING Geysispennandi njósnasaga eftir einn frægasta njósnasagnahöf- und heimsins Helenu Maclnnes. Saga um ótrúleg svik og furöuleg klækjabrögö. BLÓÐ Þessi nýja saga skáldbóndans á Egilsá gerist á heiðum uppi og er harla nýstárleg íslenzkum sagnaskáldskap. Sagan er jafnt fyrir aldna sem unga full af húmor en undir niðri er alvarlegur tónn. SPILAÐ OG SPAUGAÐ Ævisaga Rögnvalds Sigurjónssonar píanóleikara skráð eftir frásögn listamannsins af Guörúnu Egilsson, kátleg létt og hreinskilin HÆGARAPÆLT EN KÝLT . . . þeim tíma er vel varið sem fer í að lesa Hægara pælt en kylt spjaldanna á milli (Kristján Jóh. Jónsson, Þjóöviljinn). . . bókin geturoröiö holl lesning þeim, sem trúa því að íslenzkt mál sé á hraðri leiö til helvítis. (Heimir Pálsson Vísir). AFDREP í OFVIÐRI Minningabók 8 ára norsks drengs sem flýði voriö 1940 ásamt fjölskyldu sinni í fiskibát undan Þjóðverjum. Þau ætluöu til ameriku en lentu í Klakksvík í Færeyjum. KALLAÐ í KREMLARMÚR Skemmtileg frásögn um ferð þeirra Agnars Þóröarsonar/Steins Steinars o. fl. í boði Friðarsamtaka Sovétríkjanna til Rússlands sumarið 1956. MATREIÐSLUBÓK handa ungu fólki á öllum aldri i þessari bók eru ekki uppskriftir aö öllum mat, en vonandi góöar uppskriftir að margs konar mat og góð tilbreyting frá því venjulega. MOZART sannkallaö undrabarn var farinn að leika á hljóöfæri og semja lög áður en hann varð 6 ára. Þessi bók segir í aðalatriðum frá ævi hans og störfum á tónlistarsviðinu. HVERNIG KAUPIN GERAST Á EYRINNI fjallar um aöferðir, sem viðhafðar eru hér á landi við kaupdeilur og kjarasamninga. \ Hvernig fara slíkir samningar fram? Hvernig er háttað skipulagi, stefnu og stöðu launþega — og vinnuveitenda samtaka við lausn kjaradeilna? Hver er þáttur ríkisvaldsins í þessum málum? Hvers vegna eru kjarasamningar eins margir, margvíslegir og misheppnaðir og raun er á? Sé einhverju ábótavant við lausn kjaradeilna hvað er þá til úrbóta? Slíkum spurningum og mörgum fleirum, sem varöa kaup og kjaramálin er svarað í þessari bók. FYRIR STRÍÐ Þriöja Ijóöabók Erlends Jónssonar Minningar frá bernskuárum skáldsins við þjóöveginn fyrir norðan. MORGUNN í MAÍ níunda Ijóöabók Matthíasar Johannesens. Sviðið er bernska skáldsins og stríðsárin í Reykjavík. Léttleiki með þungum undirtón. fcistamaðurinn Erró hefur gert í bóklna 25 litmyndir í sínum sérstæða stíl. FRJÁLSHYGGJA ALRÆOISHYGGJA hlutlæg skilgreining á tveimur meginstefnum stjórnmálanna fyrr og síöar — hvort einstaklingurinn eigi að ákveöa sjálfur markmiö sín, orð og athafnir eða hvort ríkisvald og stjórnendur eigi aö ákveða það fyrir hann VÆNGIR DRAUMSINS 30 úrvalsijóð eftir Ingólf Jónsson, frá Prestbakka. ALT ARISBERGIÐ Tíunda Ijóðabók Jóns úr Vör. eins aðalfrumherjans í Ijóðagerð hins frjálsa forms. Fögur Ijóö, ferskar hugmyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.