Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 63 Frygðarleg- ir fletir í sýningarsölum Norræna hússins heldur um þessar mund- ir ungur maður, Guðmundur Björgvinsson að nafni, sýningu á 50 pastel- og kolteikningum. Þetta mun vera önnuf einkasýn- ing Guðmundar hér í borg en ég kem því ekki fyrir mig á augnablikinu að hafa séð verk eftir hann áður og ekki þekki ég neitt til mannsins né listferils hans. Upplýsingar þær er ég hefi séð í fjölmiðlum um Guð- mund hafa verið af skornum urslega unnar, skuggar klesstir og lokaðir (lífvana) og er þetta sú tegund vinnubragða sem helst ber að forðast er unnið er í svart-hvítu. Inntak myndanna er súrrea- listískt, ósjaldan hugleiðingar um kvenlíkamann í stellingum er ættu að vekja upp ástarfýsn hjá skoðendum en gera það sjaldnast hvað mig áhrærir. Hér skortir að mínum dómi tækni og blæbrigði ásamt öruggri út- færslu er sannfærði, að hér sé Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON skammti og engin sýningarskrá fylgir þessari sýningu, sem er mjög til baga. Eigi það að vera frumlegt missir það marks að mínu mati, gerir enda gagnrýn- endum erfiðara um vik í starfi og er að auk lítið spennandi að þurfa að rýna á miða við neðri hliðarjaðar hverrar myndar til að komast að nafni hennar og númeri. Jafnvel fjöl- eða ljósrit- aður snepill hefði verið hér betra en ekkert. Er mikið spursmál hvort þessi hroðvirkn- islegi umbúnaður sé ekki van- virða við hin virðulegu salar- kynni er hýsa sýninguna. Máski hefur tímahrak verið hér á ferð og vissulega virðast myndirnar gerðar í miklum flýti, — flestar hverjar á þessu ári, með hraða, sem hinn ungi maður ræður enn sem komið er ekki við sem skyldi. Þá eru myndirnar mjög misjafnar að gæðum og sumar raunar flaust- um ástþrungið konuhold að ræða, brúsandi blóð og brenn- andi fýsnir ... Þetta virkar einhvern veginn svo ungæðislegt á mig — auðséð er a.m.k. á öllu að listamaðurinn er enn á gelgjuskeiði í fang- brögðum sínum við listgyðjuna þótt ekki skorti vilja til karl- mannlegra tilburða. Hægt er að framkalla stórum sterkari kenndir án þess að taka jafn gróf vinnubrögð í þjónustu sina og bendi ég t.d. á Kaliforníu- manninn Mel Ramos og ýmsa raunsæismenn í nýlistum. Þrátt fyrir augljóst tímahrak, hefur tekist að prenta veglegt veggspjald (plakat) sem lýsir sýningunni vel, — er myndin á veggspjaldinu með betri mynd- um á sýningunni. Engar spár verða settar fram hér um framtíðina og síður ráðleggingar aðrar en hin klass- íska, „festina lente“ — flýttu þér hægt. Hæfileika hefur Guðmundur Björgvinsson vissulega, það kemur t.d. fram í myndum svo sem nr. 6 og 18, sem eru unnar af meiri natni, formrænni kennd og alúð en flestar aðrar myndir á sýningunni. Ellefta bindi í Alfræði Menningarsjóðs: Læknisfræði Þetta er ellefta bindi í Alfræði Menningarsjóðs og samið af Guð- steini Þengilssyni lækni (og Magn- úsi Blöndal Bjarnasyni lækni að hluta). Fjallar bókin um læknis- fræði og lyfjafræði undir upp- liHðbarn hefur lítið sjónsvíð flettiorðum í stafrófsröð líkt og önnur rit í þessum flokki. Er megináhersla lögð á skýrgreining- ar, tilraun til útskýringar á því hvað uppflettiorðið merki, hvað við sé átt. Efni ritsins er sótt í ýmsar áttir, þýtt, endursagt, eða frumsamið eftir atvikum. Læknisfræði er 159 blaðsíður að stærð. Bókin er prentuð í Odda en bundin í Sveinabókbandinu. Önnur rit í bókaflokki þessum eru: Hannes Pétursson: Bók- menntir, Ólafur Björnsson: Hag- fræði, Einar Laxness: Islandssaga I—II, Hannes Pétursson og Helgi Sæmundsson: íslenskt skáldatal I—II, Ingimar Jónsson: íþróttir I—II, Þorsteinn Sæmundsson: Stjörnufræði — Rímfræði, Hall- grímur Helgason: Tónmenntir I. Öll ritin í Alfræði Menningar- sjóðs eru myndskreytt. A Stjórnunarfélag íslands Ék, leitar eftir kaupum á um 100 fm. skrifstofuhúsnæði á góöum stað í Reykjavík. Ákjósanlegt er ef hægt væri að koma viö sameiginlegum rekstri á fundarsal og fl. með félagasamtökum, fyrirtækjum eða stofnunum sem hefðu aðstöðu í sama húsi. Þeir aöilar, sem hafa húsnæöi í boði eöa þeir sem gætu verið í samstarfi við félagið um kaup á skrifstofuhúsnæði vinsamlegast hafið sem fyrst samband við framkvæmdastjóra félagsins. Stjórnunarfélag íslands, Skipholti 37, sími 82930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.