Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 UMFERÐARMALl Tyrkir þeir sem eru nú á döfíum eru yfirleitt mestu friðsemdarmenn og alúðleg- ir svo af ber, ekkert líkir villi- mönnunum sem ganga undir þeirra nafni í mannkynssögunni og vaða um síður hennar brenn- andi borgir, rænandi, nauðgandi og drepandi. Þó bregður stundum út af þessu — sérstaklega í umferðinni. Umferðin í Tyrklandi er nokkurs konar kappakstur þar sem allir eru á móti öllum og öll brögð leyfileg. Mönnum hefur komið margt í hug til skýringar því hvers vegna Tyrkir taka svo illa umferðar- stjórn og reglum sem raun ber vitni. Ein er á þá leið, að þeir sem dvalizt hafa gigtiverkamenn í öðrum löndum, einkum Þýzka- landi, um tíma en snúið heim aftur, valdi mestöllum usla í umferðinni: Þetta eru ómenntaðir menn, komnir úr sárri fátækt, en snúa nú heim frá Norðurevrópu með dýra og kraftmikla bíla og þurfa þá um fram allt að sýna hetjuskap sinn, Ieikni í akstri og vélarafl bíl- anna. Þar sem þeir eru hvort tveggja óvanir bílumferð og misvel læsir á umferðarmerki er ekki á góðu von. En þar' við bætist svo, að múhammeðstrúarmenn eru frá fornu fari nokkuð skeytingarlitlir um líf sitt og limi; þeir fela sig bara Allah á vald og geisast fram eins og frægt er um stríðsmenn Múhammeðs á öldum áður. Það fara margar sögur og lygalegar af bílmenningu Tyrkja og er það skiljanlegt. Til dæmis er sagan af Tyrkjanum sem var á leið til Ankara og vildi komast sem fyrst á leiðarenda. En á hann sótti svefn á leiðinni, og dottaði hann við og við undir stýrinu. Hann hafði þó gert ráð fyrir þessu: Konan hans sat í sætinu við hlið háns, hafði hjá sér vatnsbrúsa með sprautu og sprautaði framan í karl sinn í hvert sinn er hann sofnaði ... Önnur er til af manni sem fór frá Múnchen, búinn að þéna vel og hafði keypt sér bíl, heljarmikinn grip en gallaðan að því leyti að gírarnir voru bilaðir — allir nema einn. Var það heldur bagalegt því maðurinn ætlaði alla leið heim til Istanbúl á bílnum, en þar ætlaði kunningi hans, bifvélavirki, að gera við gírkassann. Maðurinn vildi reyna hvað hann kæmist, því bílaviðgerðir í Þýzkalandi eru dýrar eins og annað. Hann lagði því af stað, og komst alla leið að landamærum Þýzkalands. og Austurríkis — í bakkgírnum! Það er mála sannast að tauga- veiklað fólk eða veilt fyrir hjarta ætti alls ekki að aka bíl í Tyrklandi. Reyndar er það ekki nema fyrir al- hraustustú menn. Ætli færi ekki um flesta ef þeir væru á ferð eftir þjóð- vegi, tvístefnu- akstursvegi, á 100 km hraða Of allt í einu kæm flutningabíll yfir brekkubrún á móti — röngu megin á vegin- um og sömuleiðis á 100 km hraða? Þetta er alvanalegt í Tyrklandi og umferðarmenningin öll er mjög á svipaða lund. Það er því engin furða, að maður ekur daglega fram á hálfónýta bíla eða slasað fólk, nema hvort tveggja sé, á götunum í höfuðborginni, Ankara. Arið 1975 (nýrri skýrslur ekki komnar út) létust 5000 manns í umferðarslys- um á vegum en 28 þúsund slösuðust — og eru þó ekki nema rúm 600 þúsund vélknúin farar- tæki í landinu. Nú eru skráð nærri helmingi fleiri, og hefur þá slysum varla farið fækkandi. - JOHN IIOWARTH. HjálpíHjálp! Tyrkirnir eru að koma! Nokkur á móti? — Það væri þá nýlunda! Myndin er af fundi Æðsta ráðsins þeirra Sovétmanna þann 1. þessa mánaðar. Ráðið er alþingi Sovétríkj- anna en vinnuárið þess er samt öllu skemmra en okkar íslendinga. Það er hvatt saman tvisvar á ári og situr þá þetta tvo til þrjá daga. Atkvæðagreiðslur eru heldur ekki eins tafsamar og hér með því að allir eru alltaf sammála um allt. ISTANBULi Að aka bíl (Tyrkjaveldi er „ekki nema fyrir alhraustustu menn“, segir greinarhöfundur. JAPAN/ATVINNULEYSll Um þessar mundir er mikið atvinpuleysi í Japan. En það atvinnuleysi er nokkuð öðru vísi en við hér fyrir vestan eigum að venast. Atvinnuleysingj- arnir eru sem sé allir í starfi. Þetta er um það bil hálf milljón manns og mætir í vinnuna stund- víslega á hverjum morgni, stimpl- ar sig inn — en sezt síðan við að drekka te, hlusta á útvarpið og lesa dagblöðin og heldur því áfram, þó með matar- og kaffihlé- um, þar til vinnudegi lýkur. Það er ekkert annað handa fólkinu að gera. Þetta sérstæða atvinnuleysi er mest í mannflestu atvinnugrein- unum, stáliðnaði, skipasmíði og vefnaði. Þáð er afturkippur í þessum greinum öllum og ekki einugis í Japan heldur um allan heim. Þar við bætist að Japanir eiga við að etja stóraukna sam- keppni í þessum iðngreinum; eru þar komnir til sögunnar Suður- kóreumenn, Formósumenn, og fleiri Asíuþjóðir þótt minna hafi TARTARARl Krímtartarar skjóta stund- um upp kolli í fréttum af því að þeir hafa lengi átt í vök að verjast og eiga enn. Um daginn bárust enn fregnir af þeim; í þetta sinn meina sovézk yfirvöld þeim að snúa heim úr útlegð. Er þetta haft eftir andófsmönnum eystra. Krímtörturum var gefið það að sök í seinna stríði að hafa lagt Þjóðverjum lið. Lét Stalín reka þá í útlegð í refsingarskyni, ein 200 þúsund saman, og var ekki numið staðar fyrr en í Usbekistan í Miðasíu en sumir flæmdir norður í Síberíu. Undanfarið hafa þeir viljað snúa heim á Krímskaga, en yfirvöld lagzt gern því. Törturum í Úsbekist- an hefur verið neitað um brottflutn- ingsleyfi, og jafnvel hefur verið gerð leit á Krímskaga að Törturum sem kynnu að hafa snúið þangað aftur og setzt að í heimildarleysi. Fylgdi sú saga, að hús sumra hefðu verið jöfnuð við jörðu og þeir fluttir burt, en annar almenningur æstur gegn Törturum, og skólabörn m.a. verið látin semja ritgerðir um „Föðurlandssvik Tartara í heim- styrjöldinni ...“ Herleiðingin kostaði 100 þúsundir lífið Eins og áður sagði voru ein 200 þúsund Tartara rekin í útlegð á sínum tíma. Að sögn Tartara sjálfra létust 100 þúsund í þessari herleiðingu. Þeim voru opinberlega gefnar upp sakir árið 1967 en þrátt fyrir það hafa einungis 2000 fjölskyldur fengið að snúa aftur til síns heima og setjast þar að. En 700 fjölskyld- ur, u.þ.b. 3000 manns, munu hafa snúið heim og setzt að í heimildar- leysi. Það virðist, að Tartarar ætli ekki að láta hlut sinn mótþróalaust í þetta sinn. Nú um miðjan nóvember efndu þeir til mótmælafundar í Belogorsk á Krímskaga; þar voru stödd 200 manns og kom lögregla á vettvang og dreifði fundarmönnu. En í júní síðastliðnum gekk svo langt, að maður að nafni Musa Makhmud, sem flæma átti að heiman, kveikti í sér og brann til bana að lögreglunni áhorfandi. - REUTER BLÓÐHEFNDIRl Þeir eru langræknir menn Egyptar. Fyrir aldar- fjórðungi drap maður mann og var settur inn fyrir. Hann var svo látinn laus á dögunum. En hann naut frelsis- ins ekki lengi. Sonur pess er hann myrti foröum hafði nefni- lega beðiö fyrir utan og vó hann um leið og hann kom út úr fangelsisdyrunum. Um svipaö leyti gerðist pað og í porpinu Borra al Agouz, að maður skaut föðurbróöur sinn til bana í hefndarskyni fyrir pað aö fööur- bróöirinn haföi drepið annan frænda hans — fyrir 33 árum... Að pví er opinberar skýrslur herma fer blóöhefndum, aetta- víg og heiðursglæpum svo- nefndum p.e. manndrápum fyrir ærumeiöíngar, fækkandí í land- inu. Samt sem áður láta enn ein 1300 manns lífið í slíkum vígum á ári hverju, og talið er aö 90 púsund hafi verið vegin í hefndarskyni á fjórum síðustu áratugum. Þaö eru fleiri en fallið hafa samtals í peim fjórum stríðum sem orðið hafa milli Egypta og ísraelsmanna. 80% pessara hefndarmorða, eða um pað bil, hafa verið framin úti á landi og langflest að hlutfallstölu í upphéruðum landsins. Þar er hvort tveggja blóð og veðurlag heitara en niðri við sjávarsíðuna. Yfirleitt er nú heldur lágt risið á egypzkum bændum, enda hafa peir löngum verið kúgaðir, og eru peir vanir aö taka flestum misgerðum með jafnaðargerði — nema pví ef vegið er aö heiðri peirra. Pá er fjandinn laus. Það er hægt að vega að heiðri peirra með margvíslegu mótí: rægja pá eöa peirra fólk, ræna hlöður peirra eða stela búpeningi, draga sér af áveitu- vatni peirra og jafnvel parf ekki nema maður beiti buffli eða kú á land peirra, að ekki sé minnzt á paö ef dætrum peirra eða eígínkonum er misboðiö ellegar pær haga sér ósæmilega sjálf- ar. Allt eru petta tilræði viö æru bænda, og hún verður ekki metin til minna en mannslífs. Síðast nefndu ástæðurnar eru eínhverjar pær algengustu. Stúlkur geta „misboðið heiðri ættarinnar" með ýmsu móti, jafnvel einu með pví að skotra augum til eða skiptast á orðum við karlmann sem peim hefur Hernaður á heimaslóðum verið uppálagt að sneiöa hjá, og hvað pá ef pær leggjast með manni. Er pá föður stúlkunnar eða elzta bróður skylt að drepa hana að viðlögðum ærumissi ef hann lætur pað hjá líða. En leggist kona manns með öðrum verður einhver úr hennar fjöl- skyldu að drepa hana, pví ella hefjast víg milli fjölskyldna hennar og manns hennar og ekki gott að vita hvenær pau taka enda. Oftast nær er nú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.